Morgunblaðið - 28.12.1962, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.12.1962, Qupperneq 3
 Föstudagur 28. des. 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 3 Línurit aí síldartorfunni, eins og hún kom fram í fisksjá Hafrúnar. Rönðin efst á myndinni er sjávarflöturinn (strik- in á henni sýna hvar Hafrún kastaði), en neðst sést botninn. Á milli eru 65 faðmar. Jólagjöf sjómanna Metafli í fyrrinótt I FYRRINÓTT fengu síldar- bátar á Faxaflóa metafla. 73 bátar komu í gsermorgun til Hrólfur Gunnarsson, skip- stjóri á Sólrúnu. ms hafna með um 86 þúsund tunn ur. Höfðu sjómenn á orði, að þetta væri jólagjöf þeirra til íslenzku þjóðarinnar. Voru þeir mjög hýrir og veiðiglaðir er við hittum þá um borð í bátum sínum í Reykjavíkur- höfn. Landað var af kappi í allan gærdag, enda lá mjög á að komast sem fyrst út á miðin aftur. Er við göngum fram Faxa- garð, standa þar í senn yfir löndun Og útskipun. Verið er að landa úr aflahæsta bátn- um, Sólrúnu frá Bolungarvík, og skipa út síld í togarana Jón Þorláksson g Frey. Sólrún liggur við bryggjuhausinn, drekkhlaðin, en heljarstór krani er notaður við löndun- ina, sem er nýhafin. Skip- stjórinn, Hrólfur Gunnarsson, stendur í brúnni og tökum við hann tali. — Hvað eruð þið með mik- inn afla? — Ætli það nái ekki 2500 tunnum. — Hvar fenguð þið þetta? — Svona þriggja og hálfs til fjögurra klukkustunda stím í norð- norðvestur héð- an — Köstuðuð þið oft? Benedikt Ágústsson, skipstjóri við fisksjána í stjómklefa Hafrúnar. Landað úr Sólrúnu. Fimm sinnum. Nótin rifn aði í fyrsta kastinu, og við fengum eintóma smásíld í öðru. — Eruð þið ekki orðnir óþolinmóðir að komast aftur út? — Jú, þú getur nærri, en ég er hræddur um, að það verði ekki fyrr en í nótt, sem löndunin verður búin. — Hvað eruð þið margir á bátnum? — Við erum tólf. — Hvað er báturinn stór? — Hann er 250 tonn, smíð- aður í Austur-þýzkalandi. Þetta er einn af smátogurun- um. Þeir eiga eftir að verða frægir, þótt þeir séu dálítið vinstri sinnaðir. — Hvernig gekk ykkur á síldinni fyrir norðan í sum- ar? — Við fengum 15.400 tunn- ur. — Hvað verður um síldina, sem þið eruð að skipa upp núna? — Hún fer um börð í Þor- móð goða, sem siglir með hana til Vestur-þýzkalands. ★ Næst förum við út í Haf- rúnu, systurskip Sólrúnar, en hún mun hafa verið næst afla- hæst. Löndun er lokið úr Haf- rúnu, en nokkrir skipsmanna eru á afturdekki að gera við nótina, sem rifnað hefur lítil- lega. Skipstjórinn, Benedikt Ágústsson, tekur okkur vel og býður til klefa síns, sem er aftan við stjórnklefann. — Hvað voruð þið með mikið? — 2400 til 2500 tunnur. — Voruð þið á sömu slóð- um og Sólrún? — Já, flestallir bátarnir voru þarna á sama stað og Framh. á bls. 23. Bragi Björnsson, stýrimaður á Hafrúnu, dyUar að nót- inni. tM SIHKSTtlMR Skammdegisminningar Steindór Steindórsson, mennta- skólakennari á Akureyri, ritar ný lega grein er hann nefnir „Skammdegisminningar“ í tíma- ritið „Heima er bezt“. Bekur hann þar minningar frá bemsku sinni, lýsir tímanum milli vetur- nátta og jóla, undirbúningi hátíð- anna og baðstofulífinu í íslenzkri sveit. Kemst hann m. a. að orði um þetta á þessa leið: „— Svo kom hin langþráða stund, að Xjósið var kveikt og kvöldvakan hófst. Ekki held ég að ég hafi síðar á ævinni orðið hrifnari af skrautlýsingum eða ljósadýrð stórborganna, en ég varð af litla olíulampanum í bað stofunni heima. En það var ekki ljósið eitt, sem gladdi. Allir sett- ust nú upp og tóku til við vinnu sína. Sem mestu af söluprjónlesi varð að koma upp fyrir jólin. Á hverju rúmi var táið kembt, prjónað eða jafnvel spunnið, ef rokkarnir voru ekki alltof hávaða samir. En við ljósið sat lesarinn og las hátt fyrir allt fólkið og hans starf skapaði meginunað kvöldvökunnar“. Hvað var lesið? Steindór Steindórsson heldur síðan áfram hugleiðingum sínum: „Og hvað var lesið? í stuttu máli sagt allt sem til náðist ís- lenzkra bóka. Sögur og ljóð ís- lenzku skáldanna, þýddar skáld- sögrur, fomritin, timaritin Eim- reiðin og Skimir, Alþingistíðind- in, að ógleymdum vikublöðunum fsafold og Lögréttu, svo að eitt- hvað sé nefnt. Ýmsar þessara bóka vom lesnar vetur eftir vet- ur. Þegar ekkert var til nýtt, til dæmis sögur þeirra Einars Kvar- ans og Jóns Trausta, Njála, Sög- ur herlæknisins og margt fleira. Og stundum voru kveðnar rímur til hátiðabrigða. En í raun og veru var ekki aðalatriðið, hversu margt eða mikið var lesið, held- ur hversu vel var lesið og vcl hlustað. Þótt kambarnir svöruðu rokkarnir þytu og prjónarnir tif- uðu var hlustað opnum eyrum, jafnframt því sem verkið gekk hraðar og betur en ella. Þreytan lét ekki á sér bæra og svefninn flýði út í fremsta skot fyrir hinu lesna orði. Og þegar lesarinn tók sér stutta hvíld til að væta kverk- arnar með blöndusopa eða mjólk- urlögg, var tíminn notaður til að ræða efnið, dæma viðbrögð sögu- hetjanna og spá í eyðurnar og framtíðina, eða rifja upp vísuorð og heil erindi, sem einkum höfðu snortið hugann. Og ekki sízt voru umræðurnar fjörugar eftir lestur blaðanna, með allar fréttimar utan úr þeim stóra heimi. Eining huga og heimila Steindór Steindórsson lýkur hinni athyglisverðu og skemmti- legu grein sinni með þessum orð- um: „En kvöldvökurnar gerðu fleira en veita fróðleik inn í hugi fólksins. Þær sköpuðu einingu hugans og vafasamt er, hvort nokkuð hefur átt jafnrikan þátt í að skapa hina miklu einingu margra hinna gömlu og góðu heimila en einmitt kvöldvökum- ar, fyrst með skemmti- og fræði- lestri sínum og síðan með hinum stutta húslestw, sem allir tóku þátt í, áður en gengið var til hvílu. En tími kvöldvakanna er liðinn og kemur ekki aftur fremur en vér fáum snúið hjóli tímans. Því valda breyttar aðstæður í þjóð- félaginu. En við sem murnira þær hvörflum huga til þess tíma, er við sem böm eða unglingar hlökk uðu til þeirra sem unaðsstunda og ef til vill verða fróðleiksmolar þeir, sem vér námum þá, það sem lengst geymist í fylgsnum hugarins af öllu því, sem við höfum lært um ævina“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.