Morgunblaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 6
6 UORGU1VBLAÐ1Ð Föstudagur 28. des. 1962 Véla verkstæði Guðmundar J. Sigurðssonar & Co. h Þingeyrarsmiöjan 50 ára UM þessi áramót verður vél- smiðja Guðmundar J. Sigurðs- sonar & Co hf. á Þingeyri 50 ára. Hún var stofnuð um áramótin 1912—13, af þeim Guðmundi J. Sigurðssyr.i vélsmið og N. Chr. Grams verzlun, sem Carl Proppé var þá verzlunarstjóri fyrir. Á síðustu tugum nítjándu ald- arinnar og tvo fyrstu tugi þess- arar aldar var hér á Þingeyri allmikíl þilskipaútgerð, á vegum Grams-verzlunar og einnig nokk- urra einstaklinga. Þessi mikli skipastóll þurfti allmikið við- hald, bæði við tré- og járnsmíð- ar. — Gramsverzlun hafði um langt árabil litla járnsmiðju til að ann- ast smíðar og viðgerðir útvegs- ■ins. Við smiðjuna starfaði mörg ár einn smiður, Bjarni Guðbrand- ur Jónsson. Var hann lengst af einn að starfi, fékk aðeins hlaupa menn til aðstoðar þegar mikið barst að. Árið 1902 réðist til hans iðnnemi, Guðmundur J. Sigurðs- son, þá 17 ára. Stundaði hann þar nám til 1905, að hann fór til Danmerkur að afla sér frekari menntunar, með lítinn farareyri, sem fleiri fátækir námsmenn, en í öruggu trausti þess, að síðar- meir yrði hann einhvers megn- ugur í iðn sinni. Erlendis dvald- ist Guðmundur til ársins 1907. Hafði hann á þeim tíma aflað sér þeirrar menntunar er frekast var unnt, samtímis því að hann varð jafnan að vinna i iðn sinni, til að sjá sér farborða. Er heim kom tók hann upp þráðinn þar sem frá var horfið, við smíðar í smiðjunni með Bjarna Guð- brandi. mikil verkefni handa Guðmundi, bæði hér heima fyrir og frá nær- liggjandi fjörðum, því að fljót- lega komst sá orðrómur á, að Guðmundur gæti leyst flestan vanda, þó segja mætti, að hann stæði uppi algerlega áhaldalaus, til að annast alla þá þjónustu, sem eftir var leitað, hafði sem sagt ekkert nema sínar högu hendur. Því var það, að iðjuverið var stofnað, eins og áður getur, til að fá betri aðstöðu við öll þau fjöl- breyttu verkefni, sem að bárust. Var þegar á næsta sumri byggt smíðahús, en unnið í leiguhús- næði, þar til því var lokið. Fyrstu tvö árin starfaði Guð- mundur við þriðja mann. Verk- efni voru næg, en vélakostur smár, enda skall fyrri heimsstyrj öldin á 1914, og vað þá strax örð- ugt um útvegun efnis og áhalda, en þó tókst Guðmundi jafnan af frábærum dugnaði, að vera allt- af allvel birgur af efnum. Strax að stríðinu loknu fór Guðmund- ur utan til að afla sér áhalda, sem mikil þörf var þegar fyrir. Fljótlega varð Guðmundur þess var, að örðugleikar voru á því að annast alla þá þjónustu, sem eftir var leitað, án þess að hafa aðstöðu tH að steypa ýmsa þá vélahluti, sem eftir var leitað með til hans, ekki hvað sízt hin- ar mýmörgu tegundir af glóðar- kúlum, sem flestar vélar voru þá byggðar fyrir. Var nú unnið að því að byggja upp málm- steypu og eftir nokkra byrjunar- örðugleika gai hún fullnægt hinni knýjandi þörf, og hefur jafnan síðan verið snar þáttur í allri starfsemi smiðjunnar. Eins og að líkum lætur, kom það fljótlega í ljós, að erfitt var í litlu og afskekktu kauptúni að starfrækja svona iðjuver með því eingöngu að annast þá viðgerða- þjónustu, sem eftir var leitað, af innlendum og erlendum fiski- skipum, og aðra fyrirgreiðslu, sem óskað var eftir hjá Þing- eyrarsmiðju, eins og fyrirtækið hefur jafnan verið nefnt af þeim, sem til þess hafa leitað. Var því jafnframt unnið að ný- smíði til hagsbóta fyrir sjálfan útveginn, og hefur sú framleiðsla stöðugt aukizt og er nú vel þekkt víða um land fyrir nothæfni og gæði. Eins og áður getur, var Grams- verzlun meðeigandi Guðmundar, en 1914 keyptu bræðurnir Proppé Gramsverzlun og urðu þá jafnframt meðeigendur smiðj- unnar á meðan þeirra naut við. En er þeir hættu hér, keypti Guð mundur hlut þeirra og var þá orðinn einn eigandi smiðjunnar. Á þessum árum voru margir örðugleikar, sem Guðmundur varð að fá*t við, ekki hvað sízt á kreppuárunum, þegar allt lá við hruni. Sú þjónusta, sem jafn- an var veitt af fullum trúnaði og mikilli vinnu, var oft og tíðum aldrei greidd. Er það öllum ljóst áð slíkt er litlu iðjuveri þungar búsifjar. En jafnan kappkostaði Guðmundur að standa í skilum við alla og ekki sízt starfsmenn sína. Eins og áður getur starfaði Guðmundur fáliðaður fyrstu ár- in, en þá var farið að sækja fast á, að hann tæki unga menn til náms í smiðju sinni. Vissi hann, að það var æði mikil ábyrgð, sem hann lagði sér á herðar, því ekki mátti hann til þess hugsa, að hinir ungu menn hefðu ekki af því þann þroska, sem væri þeim nauðsynlegur til starfs á leikvelli lífsins. En Guðmundur tók þennan vanda að sér og hef- ur jafnan síðan haft iðnnema í smiðju sinni. Er sá hópur orðinn allfjölmennur, sem hingað hefur komið til náms í smiðjunni, víðs- vegar að af landinu og mun nú á þessum tímamótum vera á fimmta tug iðnnema, sem lokið hafa námi hjá Guðmundi. Marg- ir þessara manna hafa að námi loknu horfið héðan til að afla sér Guðmundur J. Sigurðsson. frekari menntunar. Mun fátt vera Guðmundi, er hann lítur yfir farinn veg, jafn mikið gleði- efni og það, að mikill hópur iðn- nema hans hafa orðið mjög nýtir þjóðfélagsþegnar og hvarvetna aflað sér góðs orðstírs. Einn af nemendum Guðmund- I Á þeim tíma, sem Guðmundur dvaldist erlendis, var vélaöldin svonefnda að flæða yfir landið. Tók þjóðin henni tveim höndum, en varð þess fljótt vör, að hún átti fáa kunnáttumenn, sem ó- frávíkjanlega urðu að vera fyrir hendi til að annast alla þá þjón- ustu, sem hún óhjákvæmilega þurfti að fá. Á árunum eftir að Guðmundur kom heim, gekk sú alda yfir, að áraskipin voru lögð til hliðar, eða settar í þau vélar. Einnig voru fluttir inn erlendis frá opnir og þiljaðir mótorbátar og jafnframt smíðaðir heima og settar í þá vélar. Þá kom og að því, að þilskipin þóttu ekki full- nægja kröfum tímans, nema í þau væru settar hjálparvélar. Bárust því á þessum árum ærið • Vantar benzín á Vegamótum Kæri Velvakandi! Við erum hér tveir ferða- langar, sem vinsamlega viljum biðja þig fyrir eftirfarandi í dál'ka þína: Undanfarin áratug höfum við orðið að aka frá sunnanverðum Faxaflóa og vestur um Snæ- fellsnes, einu sinni og stund- um tvisvar í mánuði. Eins og flestir vita er greiðasölu- og verzlunarstaðurinn Vegamót í Mi'klaholtshreppi nokkurn veg- inn á krossgötum. Staðurinn gegnir þýðingar- miMu starfi á fjölmennri þjóð- braut, þar sem þreyttir ferða- langar, sérstaklega að vetrar- lagi, hafa orðið aðnjótandi á- gætrar fyrirgreiðslu, bæði hvað veitingar og eldisneyti á bíla á- hrærir. Nú bregður svo við, að undan farnar vi'kur hefur verið komið að tönkunum tómum, og hvorki verið hægt að fá benzín né olíur. Þykir því mörgum, að staðurinn hafi misst mikið af reisn sinni, og hann minhkað í augum þeirra ferðamanna, sem þótti sjáfsagt að fá sér kaffi- sopa, um leið og fenvar benzín á bílinn. Virðingarfyllst, L + A. • Hvað er „húsmaður“? Hér er bréf frá Gísla Pálma- syni í Naustinu : „í Morgunlblaðinu 20. des. er talað um svonefnt nýyrði, „húsmenn", sem notað er um menn, er vinna við veitinga- hús og geyma allan „lager“, svo sem vín, gosdrykki, tóbak o.fl. Ég vil halda því fram, að skv. íslenzkri málvenju sé orð- ið rangnefni í þeirri merkingu, sem „höfundar" þess nota það í. Þeir virðast ekki vita, hvað ar, Matthías, sonur hans, fór að námi loknu til Danmerkur og lauk þar vélfræðinámi. Að þvi loknu kom hann heim og tók til starfa í smiðju föður síns. Var það mikið happ fyrir Guðmund, að sonur hans skyldi koma til samstarfs með honum, en ekki sinna öðrum tilboðum, er honum stóðu til boða. Gerðist Matthías brátt meðeigandi smiðjunnar og meðstj órnandi. Er svo var kom- ið, færðist mikill þungi fram- kvæmdanna yfir á Matthías, sem vonlegt var, prýðisvel menntað- ur, og með spriklandi lífsorku i hverri taug. Hafa þeir feðgar síðan sam- eiginlega unnið að framgangi smiðju sinnar, og sem áður kapp kostað að annast alla þá þjón- ustu, sem leitað hefur verið eft- ir að smiðja þeirra annaðist, og þeir hafa séð sér fært að leysa sómasamlega af hendi. Samtímis hefur framleiðsla þeirra stöðugt aukizt og vitanlega þar notið sín bezt hin staðgóða menntun Matthíasar og hin margslungna lífsreynsla Guðmundar. Fátt hefur valdið þeim feðgum jafnmiklum örðugleikum og mannekla. Flestir iðnnemar hafa að loknu námi horfið héðan og ekki komið aftur. Hafa að jafn- aði unnið í smiðjunni 12—20 manns. Þeir feðgar hafa jafnan unnið að smíðum með mönnum sínum og hafa löngum haft lengri starfsdag en starfsmenn þeirra. Þegar litið er til baka og aug- um rennt yfir þetta 50 ára tíma- bil Þingeyrarsmiðju, er margs að minnast. Við sjáum Guðmund, stofnanda hennar, sem jafnan hefur unnið hörðum höndum í iðn sinni á því tímabili, sem ver- ið hefur hið mesta umbrotatíma- bil í sögu þjóðarinnar í vélvæð- ingu og tæknilegum framförum. Við sjáum Guðmund 1902 hefja nám sitt í lítilli járnsmiðju við afar frumstæð skilyrði. Við sjá- um hann eftir heimkomuna, frá alltof stuttu námi erlendis, að honum fannst, fást við hinar mörgu og frumstæðu vélar, sem þá fluttust til landsins og til hans var leitað með til viðgerðar á. Við sjáum hann leitast við að tileinka sér og smiðju sinni alla þá tækni, sem flæddi inn í land- ið, eftir því sem tök voru til. Og við sjáum Guðmund enn i Framhald á Pis. io. orðið „húsmaður" raunveru- lega þýðir í íslenzku máli. Fyr- ir og eftir aldamótin síðustu var þetta nafn, „húsmenn“, al- gengt í málinu. Táknaði það menn, sem voru í vinnu hing- að og þangað, og unnu ekki neinum sérstökum manni eða (húsbónda, eins og það var kall- að í þá daga. Er hægt að finna dæmi þessa í allmörgum ævi- sögum og gömlum bókum, ef menn vilja eitthvað kynna sér íslenzkt mál og málfar. Rétta nafnið yfir þessa menn, sem vinna hjá veitingahúsum og gistihúsum í dag, tel ég vera: „birgðavörður". Gísli Pálmason." ★ • ★ Það er alveg rétt hjá bréfrit- aranum, að orðið hefur hingað til verið notað í allt annarri merkingu en þeirri, sem það á að tákna í hinum nýja samn ingi veitinga- og gistihúsaeig- enda og starfsfólks á veitinga- húsum. Notkun orðsins hefur lagzt niður á seinni árum, og því mun upprekjandi orðsins hafa til hugar að endurlífga það í þessari merkingu. Vel- vakanda skilst, að þeir hafi ekki viljað nota orðið birgða- vörður vegna þess, að starf þess ara manna sé meira en að gæta birgða. Þeir eiga einnig að sinna alls konar störfum að auki, vera e.k. factotum, alt- muligmand eða jack-of-all-trad es, þ.e.a.s. þúsund þjala smið- ur. — Annars hefði auðvitað verið betra að finna upp alveg nýtt orð, eða nota eitthvert eldra orð, sem hefði getað hæft þessari starfsstétt betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.