Morgunblaðið - 28.12.1962, Qupperneq 10
10
MORCVTS BLÁÐIÐ
Fostudagur 28. des. 1962
Kristinn
Þorbergsson
30. sept., 1921 — 18. des., 1962
ÞAÐ var skýjaS loft en inndælis
veður er ég sem, sex ára patti,
gekk dag nokkurn sumarið 1927
út á svalir heimilis míns að
OHverfisgötu 30 og sá bezta vin
eldri bróður mins önnum kafinn
Við Iagningu járnbrautarteina um
allan húsagarð heimilis síns. Hjá
ihonum stóð lítill hnokki og stjórn
aði verikinu. Hver var þessi mikli
sevintýraprins, sem fluttur var í
næsta hús? Slíka dýrð hafði ég
aldrei augum litið fyrr um mína
daga.
Ég flýtti mér því til þess litla
og spurði hvað hann héti. „Ég
heiti Kiddi og er fimm ára.
Pabbi gaf mér þessa járnbraut
þegar hann fór út í sjó. Ég á að
eiga heima hjá honum Gæja“,
var hið skilmerkilega og tæm-
andi svar.
Ég kynnti mig líka og þar með
var ævilöng vinátta innsigluð.
Samband okkar slitnaði, að
minsta kosti í bili, síðastliðið
Iþriðjudagskvöld, er Kiddi dó
Ökyndilega úr hjartasjúkdómi
Iþeim, sem hefur þjáð hann nú
um nokkur ár.
Vinur minn Kiddi hét fullu
nafni Kristinn Þorbergsson.
Hann fæddist vestast í vestur-
Ibænum, á Bræðraborgarstígnum,
svo enginn getur efast um að
hann er eðalborinn Reykvíking-
ur. Foreldrar hans voru hjónin
Þorbergur Jónsson, sjómaður og
kona hans Sigríður Eyvindsdótt-
ir.
Móður sína missti hann sum-
arið 1026, er hann var aðeins
fjögurra ára gamall, og mundi
(hann því aðeins óljóst eftir
Ihenni. Hún mun hafa verið mjög
glaðlynd kona og hrókur alls
fagnaðar hvar sem hún kom og
sérstaklega fögur ásýndum, sem
svo margar af kynsystrum henn-
ar úr þessari ætt. Hún dó úr
krabbameini.
Hlálfsystur átti Kiddi samfeðra,
'Svölu Ingihjörgu. Hún er nú gift
verkfræðingi í Ameríku og búa
þau í New York.
Þorbergur faðir Kidda átti, sem
sjómaður, mjög örðugt með heim
ilislhald, eftir að hann missti
konu sína. Hann kom því hinum
unga syni sínum í fóstur til
Hólmfríðar Oddsdóttur (hún og
Kiddi voru systrabörn) og manns
Ihennar Guðjóns Jónssonar, skip-
stjóra.
Hólmfríði kallaði Kiddi alla
táð „frænku“, og í byrjun með
þeim áherzlum að helzt var að
skilja að engin önnur frænka
væri til undir sólinni.
Eimlestin mikla, með átta
vögnum og hinurn löngu teinum
var gjöf föðurins til hins unga
sonar — gefin í því augnamiði
einu að létta hið þunga högg um
skiptanna, sem urðu við móður-
missinn, af þessari ómótuðu barns
sál.
Upp frá þessum degi var mikið
ráp milli heimila þeirra sem að
okkur stóðu. Var ekki það eitt
að við hefðum gerst miklir vin-
ir, heldur var og eldri bróðir
minn og uppeldisbróðir Kidda
perluvinir, og eru enn. Þessi upp
eldisbróðir Kidda er Garðar Ól-
afsson, tannlæknir í Keflavík.
Ekki er ég grunlaus um að
fyrirferðin hafi verið meiri á
okkur yngri piltunum, en þeim
eldri, enda fengum við oft óblíð
orð í eyra. Við vorum báðir fyrir
ferðamiklir og skapstórir og
brölluðum ýmislegt saman. Mein
laus prakkarastrik voru þá mjög
í tízku hér í borg og var mikið
á sig lagt til þess að eiga að jafn
aði einhvern forða smábrellna,
Man ég til dæmis að eitt sinn,
ekki löngu eftir að Kiddi flutti
í hrverfið, tókst okkur svo vel til
með gfænsápu á hurðarhún, að
hláturinn clraup að síðustu nið-
ur buxnaskálmarnar. Leizt okk-
ur sá árangur svo ókarlmann-
legur að við hímdum heldur
berrassaðir meirihluta dags nið-
ur í þvottahúsi, meðan flíkur
okkar þornuðu, heldur en að
opinbera ættingjunum þennan
lítt glæsilega árangur.
Við áttum saman margar sælu
stundir í bernsku, og mörg voru
okkar sameiginlegu Skipbrot. Þó
má enginn ætla að sambúðin hafi
verið ein sæluvíma. Það var mik
ið rifist og slegist, klórað og spark
að, hótað og blótað. Eftir slík
skapgos var oft sætzt með því
að fara í kálgarð foreldra minna
til þess að stela sér rófu, en eft-
ir veizluhöldin var öll sút jafnan
fokin veður og vind
Af eðlilegum ástæðum sá
Kiddi lítið af föður sínum í
bernsku og æsku, þar sem hann
var sjómaður. En alltaf var til-
hlökkunin sú sama, þegar hann
kom í land, enda var Þorbergur
honum mjög góður. Þeir kynnt-
ust fyrst til fulls eftir að hann
hætti sjómennsku og fór að vinna
í landi. Fór alla tíð hið allra
bezta á með þeim feðgum. Hjálp
aði Þorbergur syni sínum oft af
föðurlegri óeigingirni við upp-
byggingu hins unga stóra heim-
ilis, enda er hann sæmilega vel
efnum búinn eftir langt og erfitt
starf á sjónum. Kunni Kiddi og
vel að meta hjálpsemi föður síns.
Fráfall Kidda er mikið áfall fyr-
ir Þorberg, þennan gæflynda,
piúða fasmikla sjómann, og ekki
hvað sízt fyrir þá sök að hann
mun ekki ganga heill tli skógar,
enda þótt aldrei minnist hann á
það sjálfur.
Hólmfríður „frænka" bar hita
og þunga uppeldis Kidda á sín-
um herðum, þar sem Guðjón
maður hennar var einnig sjó-
maður. Hólmfríður er einn
mesti kvennskörungur, sem ég
hefi kynnst. Hún kollvarpaði fyr
ir mér öllum þeim hugmyndum,
sem ég áður hafði látið mér detta
í hug um kvennskörunga. Ég
hélt að kvennskörungur hlyti að
vera úrill kerling, ljóbari en
sjálf erfðasyndin, skapvond, nísk
og nánasarleg. Öllu öfugri í lýs-
ingu er varla hægt að gera á
„frænku". Hún er mikill höfð-
ingi í lund, skapgóð, hrein og
bein og alveg gullfalleg, þótt ár-
in færist yfir. Hún hlýtur að hafa
verið fögur og tíguleg sem
drottningin af Saba á sínum
æskuárum. En hún er einbeitt og
áfcveðin.
Hólmfríður missti mann sinn í
hinu hörmulega slysi er togar-
inn Reykjaborg var skotinn nið-
ur í marz, 1941. Var það þungt
áfall fyrir heimilið, sem svo mörg
önnur, en engri konu var fjær
að leggja árar í bát en henni.
Hún hefur til þessa dags rekið
umfangsmikla matsölu, og hafa
færri komist að en vildu, því
ekki er það eitt að hún sé af-
burða matreiðslukona, heldur og
hitt að hún laðar mjög að sér
fólk með framkomu sinni, og er
það ekki óalgengt um fasmikið
og skapheitt fólk. Hún hefur
rejmzt Kidda ómetanleg stoð í
blíðu og stríðu allt til hinztu
stundar og ekki er að efa að hún,
ásamt Þorbergi föður hans, muni,
Nægur jarðhiti í Ungverjalandi
til a.m.k. þúsund ára
Stutt spjall við prófessor Tibor Boldizsdr
UNDANFARNA daga hef-
ur dvalizt hér á landi ung-
verskur prófessor, dr. Tih-
or Boldizsar að nafni. Er-
indi hans hingað var að
kynna sér, hvernig íslend-
ingar hafa hagnýtt jarð-
varma, því að komið er á
daginn, að geysilegt magn
jarðvarma er í Ungverja-
landi, á 1500—3000 metra
dýpi.
Dr. Boldizsar er jarðeðlis-
fræðingur að mennt, búsettur
í Búdapest. Hann er forseti
námadeildar tækniháskólane
í Miskolee, sem er um 290 km
frá Búdapest. Skólinn er einn
hinn elzti sinnar tegundar í
Evrópu, var stofnaður af
Maríu Theresu, keisaradrottn-
ingu, árið 1763. Upphaflega
var hann aðeins miðaður við
nám í námuvinnslu — Og
málmfræðum, en nú er þar
einnig vélaverkfræðideild.
Um fjögur þúsund stúdentar
stunda nám við skólann.
I viðtali við fréttamann
Morgunblaðsins skýrði prófes-
sor Boldizsar frá því, að
hann hefði komizt að raun um
jarðvarmann í Ungverjalandi
fyrir fimm árum, er hann
vann að mælingum á hita-
straumi úr iðrum jarðar til
yfirborðsins — en Ungverja-
land er eina landið í Evrópu,
þar sem sá hitastraumur hef-
ur verið mældur á skipulags-
bundinn hátt. Prófessorinn
kvaðst hafa lagt árangur rann
sókna sinna fyrir ungversku
stjómina og ynni nú flokk-
ur vísindamanna og sérfræð-
inga undir hans stjóm að
frekari rannsóknum til undir-
búnings nýtingu jarðvarmans.
— í jarðvarmanum eiga
Ungverjar vafalaust geysilega
mikilvæga auðlind, sagði pró-
fessor Boldizsar. Að því er
bezt verður séð, er jarðvarmi
í nær öllu landinu, en við
þurfum að bora nær helmingi
dýpra eftir honum en þið hér
á íslandi, eða að meðaltali
um 2000 metra, hann virðist
vera á 1500—3000 metra dýpi.
Að þessu leyti erum við verr
settir en íslendingar, en á
hinn bóginn er sá mikli og
óvenjulegi kostur fyrir hendi
í Ungverjalandi, að í tveim
þriðju hlutum landsins virð-
ist sama hvar niður er borið
til þess að ná í heita vatnið.
Það sem eftir er landsins, er
mest fjalllendi, kalksteins-
fjöll — en í kalksteininum
earu víða sprungur og þarf að
hitta á þær til iþess að finna
varmann, og er það ekki ólíkt
því, sem er víða á Islandi.
Eftir þvi, sem næst verður
komizt, af mælingum undan-
farinna ára, heldur prófessor-
inn áfram, virðast vera fyrir
Dr. Tibor Boldizsar
hendi fimm þúsund rúmkíló-
metrar af heitu vatni, um 100
stiga heitu að meðaltali — og
við gerum ráð fyrir, að það
verði nægilegt til notkunar
næstu þúsund árin.
— Til hvers er fyrirhugað
að nota jarðvarmann?
— Til upphitunar húsa og
verksmiðja, til notkunar í
sundlaugum og böðum og til
reksturs gróðurhúsa, sem er
mjög mikilvægt í Ungverja-
landi, þar sem næturkuldar á
haustin og vorin valda oft
erfiðleikum við garðrækt og
ávaxtarækt. Ennfremur kem-
ur til greina að hagnýta hann
til iðnaðar, en virkjunarfram-
kvæmdir munu taka langan
tíma.
— Hve mikill hluti lands-
búa kemur til með að hafa
gagn af jarðvarmnum?
— Ætla má, að um helm-
ingur þeirra njóti góðs af
þessari áuðlind við upphitun
híbýla, eða rúmar fimm
milljónir manna. Jarðvarma-
hitun kemur til með að valda
geysilegum breytingum, því
að megnið af ungverskum hús
um eru kolakynt. Það hefur
í för með sér mikil óhreinindi
og óheilnæmt loft og auk þess
er áætlað að hitakostnaður
muni lækka nær því um %.
Það er því ekki svo lítið
hagsmunamál fyrir 10 millj.
þjóð að virkja þessa auðlind.
Ég hefi haft geysimikið gagn
af dvölinni hér, þótt stutt
væri, því að jarðvarma
notkunin á íslandi er einstök
í sinni röð og allt skipulag
hennar afbragðs gott.
-— Hve mikinn hluta ársins
þarf að hita upp hfbýli í Ung-
verjalandi?
— Hitunartímabilið er um
það bil sex mánuðir á ári.
Loftslagi er þannig háttað í
Ungverjalandi, að á sumrin
verður mjög hlýtt, líkt veður-
far og á Ítalíu, og getur hiti
verið allt upp í 35 stig á
Celsíus. En vetumir eru kald-
ir, oft 20—25 stiga frost
— hitastigsmunur á nóttu og
degi getur orðið 10—15 stig
og þó næturnar kaldastar. —
Meðalhiti í janúarmánuði er
líkur því sem gerist á Is-
landi, en febrúar er kaldasti
mánuðurinn.
Segið mér, prófessor, hafði
aldrei verið athugað fyrr,
hvOrt jarðhiti væri í Ung-
verjalandi — og sáust þess
engin merki, hvergi hverir
eða heitar uppsprettur?
— Það hefur ekki verið
rannsakað fyrr, en sums
staðar eru heitar uppsprettur,
t. d. í Búdapest. Þar eru heit-
ar laugar og var þegar fyrir
mörgum öldum komið á fót
böðum, sem urðu víðfræg.
Enn eru starfandi þrjár stórar
og góðar baðstofnanir í Búda-
pest, sem settar voru á lagg-
irnar í stjórnartíð Tyrkja, hin
elzta er frá miðri 17. öld.
— Vitið þér til þess, að
jarðvarmi sé í fleiri Austur-
Evrópu-ríkjum?
— Nei, en ég tel það ólík-
legt. Það hefur að vísu ekki
verið rannsakað, en lega Ung-
verjalands er í jarðfræði- og
landfræðilegu tilliti alveg sér
stök. Sá hluti landsins, þ^r
sem jarðvarminn er mestur,
er eins og kvos milli fjall-
garða og hedta vatnið liggur
eins og stöðuvatn milli laga
í þessari kvos.
mbj.
reynast eftirlifandi konu hans og
fimm börnum þeirra sú trausta
hjálparhella, sem þeim nú er
nauðsyn að fá að styðja sig við,
til þess að tryggja þeim gæfu og
gengi um ókomna daga.
Kiddi hefur lagt gjörva hönd
á margt um sína stuttu lífdaga.
Við vorum, um tima, hásetar
saman á Reykjaborginni, er við
byrjuðum sjómennsku. Fékk ég
þá grillu í höfuðið að ég væri
þeim kostum búinn að geta orð-
ið dugandi sjómaður, en gafst
síðar upp vegna stöðugrar sjó-
veiki. Kiddi fór fljótlega á tog-
arann Egil Skallagrímsson, og
var á honum mestan hluta sjó-
sóknartíma síns.
Eftir að hann hætti sjósókn
árið 1944 vann hann um nokkur
ár í Kjötbúðinni Borg, jafnhliða
sem matgerðarmaður og af-
greiðslumaður í búðinni. Var oft
gaman að koma í þá verzlun er
Kiddi var þar við afgreiðslu, því
hann var bæði glaðlyndur og
fyndinn og kom oft fullri búð
viðskiptavina til þess að hlæja
dátt að glettni sinni. Þá eru mér
minnisstæð þau mörgu góðu orð
sem hann hefur látið falla um
vinnuveitanda sinn þar, sem
hann mat mest fyrir vandvirkni
og samvizkúsemi í matgerðinni,
en á því sviði taldi hann ekki
allsstaðar gæta þeirrar ráðvendni
sem skyldi.
Síðustu árin hefur Kiddi unn-
ið hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur.
Pyrst sem bílstjóri, en síðan
hann kenndi hjartasjúkleika
þess, sem dró hann til dauða,
sem eftirlitsmaður.
Kiddi vaT mjög vel liðinn af
öllum sem kynntust honum,
enda mjög vinsæll. Hann var sí-
kátur og glaðvær, fyndinn og
spaugsamur og kom öllum í gott
skap.
Hann var afar félagslyndur og
vildi helzt alltaf hafa hóp vina
í kring um sig. Hann gekk í
Oddfellowregluna fyrir nokkrum
árum og hreifst mjög af því fé-
lags- og líknarstarfi, sem þar er
unnið, enda var hann vel met-
inn þar.
Hann var allra manna hjálp-
samastur þeirra sem ég hefi
kynnst. Hann mátti aldrei neitt
aumt sjá öðruvísi en rétta fram
hjálpathönd, og var þar oft betup
gert en efni stóðu til.
Eins og títt er um óeigingjamá
‘hjálpsama og félagslynda menn,
þá safnaðist Kidda enginn auð-
ur, og óttast ég að lífsviljinn og
glaðværð hugarins hafi glapið
fyrir honum að nokkru, enda
varla von að hann, frekar en
aðra, hafi grunað að svo skammt
væri ólokinna lífdaga.
Kiddi kvæntist eftirlifandl
konu sinni Pálínu Gunnarsdótt-
ur hinn 6. febrúar, 1943. Hún
er dóttir Gunnars Ingimundarson
ar og SVeinfríðar Guðmundsdótt
ur, en ólzt upp hjá móður sinni
og föðurbróður, Pálma Ingimund
arsyni í Vestmannaeyjum.
Þau eignuðust sex börn, en
misstu einn son sinna, Sigurð,
sem ungbarn. Eftirlifandi böm
þeirra eru: Þorbergur, prentnemi,
19 ára, Páll Sævar 14 ára, Hólm-
fríður Sigurrós 12 ára, Jón Krist
inn 9 ára og einar Valur 8 ára.
Öll em börn þessi hin myndar-
legustu og mannvænlegustu og
lætur það að líkum, að þeim,
svo ungum, er mjög sár föðux-
Framhald á bls. 14.