Morgunblaðið - 28.12.1962, Síða 11
<
Föstudagur 28. des. 1962
MORGUNBLAÐIÐ
11
í tilefni ritdóms
J>AÐ er vafalaust góð regla að
ritdæma ekki ritdóma, svo vitnað
sé í orð Nóbelsskáldsins, enda
óvíst hvar slíkt myndi enda, ef
það væri eitthvað að ráði. Frá
því verður hér, því miður, að
gera litla undantékningu.
Ég hef lengi talið ávinning að
því að fá vísbendingu hæfra
manna um gæði þess lesmáls, sem
gefið er út í bókarformi. Venju-
legum mönnum er ofvaxið að
liggja inni með það magn, sem
boðið er upp á á því sviði og þakk
samlega verður því að þiggja
leiðbeiningar í þessu efni, þegar
þær eru gefnar af heilum hug og
viti.
Tilefni þessara orða er það, að
hastarlega hefur brugðizt einn
þeirra manna, sem tekizt hefur
á hendur að skrifa um bók-
menntir. Mér krossbrá, er ég las
í gær ritdóm í Vísi eftir Njörð
P. Njarðvík um bók Stefáns
fréttamanns, Mínir menn. Þá bók
hafði ég lesið fyrir tveimur vik-
um og opnað aftur nokkru síðar
mér til ánægju. Svo les ég það
í löngu máli í Vísi í gær, að þar
hafi mér og fleirum skjátlazt
hrapallega að hafa svo gaman af
bók þessari. Er skemmst frá því
að segja að ritdómarinn kemst
hvergi nálægt því að skilja það
ritverk, sem hann fjallar um.
Veldur þar mestu, að fram hjá
honum hefur farið sjálfur neisti
verksins, sem er hinn dýrlegi
húmor, er þar flæðir um allt.
Ergelsi manns yfir því að skilja
ekki fyndni er engin nýlunda, en
flestir gera sér ljóst, að slíkt
kemur ekki öðrum mönnum við.
Að gera þennan skort að uppi-
stöðu í opinberum ritdómi, án
þess að tefla fram gildari rök-
um, er ekki hægt að láta óátalið.
Það er sjálft hugarfarið að baki
gagnrýninnar sem er athugavert
í þessu tilfelli. Höfundur hennar
sér ekki til sólar fyrir einhverj-
um ónotum, sem virðast ekki
eiga sér önnur upptök en í mann
inum sjálfum. Sá eiginleiki gæti
ég trúað að væri algengur hjá
þeim mönnum, sem á efri árum
reynast erfið gamalmenni.
Svo vikið sé nánar að bók
Stefáns, þá er augljóst, að þar
mætast miklir kostir ásamt
greinilegum göllum. En hvernig
hægt er að skrifa langloku í
dagblað, án þess að örli á viður-
kenningu fyrir áþreifanlega vel
gerða hluti, fæ ég ékki skilið.
Þessi athugasemd átti að verða
stutt og verður því hér margt
ósagt, sem tilefni væri til að
nefna.
Fæ ég þó ekki skilið við þetta
efni án þess að minnast á for-
dæmingu Njarðviks á stafsetn-
ingu Stefáns. Það hefði hann
helzt átt að leiða hjá sér. Þar
upplýsist nefnilega betur en
annars staðar hversu greinilega
maðurinn tapar aðalatriðum fyrir
aukaatriðum.
Vissulega er stafsetningunni eða
prófarkalestrinum ábótavant og
verður því ekki bót mælt hér.
En sjálft efni málsins hefur slík-
an forgangsrétt umfram vafa-
söm formsatriði á sviði málfræði,
að óleyfilegt er að sjá ekki út
fyrir þann ramma.
Aðalefni þessa máls er ekki
fyrst og fremst bók Stefáns frétta
manns heldur hitt, að ritdómara
ágæts blaðs hefur verið ; trúað
fyrir hlutverki, sem hann kunni
ekki með að fara. Slíkt slys verð-
ur ekki skrifað á reikning annars
en mannsins sjálfs, og væri æski-
legt, að sú saga þyrfti ekki að
endurtaka sig.
Ljóskúlum
stolið af
jóla-
trjánum
AÐ fyrirmælum borgaryfirvalda
hefur Hafmagnsveita Reykjavík-
ur í ár og undanfarin ár séð um
lýsingu á jólatrjám, sem sett
hafa verið upp á torgum í hin-
um ýmsu hverfum borgarinnar.
Það hefur viljað koma fyrir,
að einhverjir óráðvandir hafa
hnuplað ljóskúlum af trjánum,
sérstaklega þeim sem eru í seil-
ingarhæð. Þannig hafa stunc\rm
horfið frá 10—40 ljóskúlur af
tré.
Það skal tekið fram, að þessar
ljóskúlur eru gerðar fyrir lága,
hættulausa spennu, og þær er
ekki hægt að nota í húsum fyrir
venjulegar ljósalagnir. Ef þær
eru skrúfaðar í lampa í húsum,
sprengja þær öryggin.
Jólatrén eiga að vera friðhelg,
og helzt að vera augnayndi fyrir
sem flesta.
20/ 12. ’62
Magnús Óskarsson
SKODA DIESEL
Leitið upplýsinga
HÉÐINN
vélaumboð.
Sími 24-260.
5TR0JEXP0RT
TIL LAIMDS
TIL SJÁVAR
SPARIMEYTIN
GAIMGVISS
VARAHLIiTIR
SÉRLEGA ÓdVrIR
Vörður — llvöt — lieimdallur — Óðinn
Araiuótaspilakvóld
Áramótaspilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður fimmtudaginn 3. janúar kl. 20,30
í Sjálfstæðishúsinu og Hótel Borg.
Skemmtiatriði:
S JÁLFSTÆÐISHÚSIÐ:
1. Spiluð félagsvist.
2. Ávarp: Formaður Sjálfstæðisflokksins,
Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra.
3. Spilaverðlaun afhent.
4. Dregið í happdrætti.
5. Spánska danstríóið „Queta Barcelo“
dansar spánska dansa.
6. Dans.
Húsið opnað kl. 20.00. — Lokað kl. 21.30.
HÓTEL BORG:
1. Spiluð félagsvist.
2. Ávarp: Varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra.
3. Spilaverðlaun afhent.
4. Dregið í happdrætti.
5. Spánska danstríóið „Queta Barcelo“
dansar spánska dansa.
6. Dans.
Húsið opnað kl. 20.30. — Lokað kl. 21.30.
Sætamiðar afhentir í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrifstofutíma.
Skemmtinefndin.