Morgunblaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 14
14 MORCVNttL4Ð I Ð Föstudagur 28. des. 1962 Móðir mín GUÐRÚN EGILSON andaðist 22. þ.m. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni laugardaginn 29. þ.m. kl. 10.30. — Fyrir hönd barnanna. Þorsteinn Egilson. Móðir okkar INDIANA GRÍMSDÓTTIR er lézt að heimili sínu 20. desember sl., verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju, laugardaginn 29. desember kL 10,30. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Börn hinnar látnu. Faðir minn ANTON GUÐMUNDSSON húsgagnasmíður andaðist í Landakotsspítalanum 27. þessa mánaðar. Fyrir hönd að=+o»''J — María Antonsdóttir. Eiginkona mín, JÓNA INGUNN SIGFÚSDÓTTIR MOLANDER andaðist í Landsspítalanum í gær 27. des. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd dóttur, foreldra og systkina. Aage Molander, Hliðardal. Móðir okkar JÓHANNA HALLDÓRA LÁRUSDÓTTIR verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. desember kl. 1.30. Guðbjörg Egilsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Guðríður Egilsdóttir. Systir okkar INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR sem andaðist 19. desember, verður jarðsungin frá Kristskirkju laugardaginn 29. desember kl. 10 f.h. Oktavía Guðjónsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Kristjana Guðjónsdóttir. Faðir minn og tengdafaðir VALDEMAR ÁRNASON, Bergstaðastræti 9 andaðist að beimili sínu miðvikudaginn 26. desember. Árni Valdemarsson. Hallfríður Bjarnadóttir. GÍSLI GUÐMUNDSSON kaupmaður Suðurgötu 74,-Hafnarfirði sem lézt 20. des. verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn 29. desember kl. 2 e.h. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Guðlaug Eiríksdóttir, Málfríður Gísladóttir, Konráð Gíslason, Sigurður Gíslason, Gunnar Gíslason, Eiríkur Gíslason, Valgeir ÓIi Gíslason. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu vegna fráfalls STEINUNNAR ÍSAKSDÓTTUR Fyrir hönd vandamanna. Ólafur Einarsson. Útför móður okkar GUÐRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR fer fram laugardaginn 29. desember og hefst með bæn að heimili hennar, Mundarkoti, Eyrarbakka kl. 12. — Jarðsett verður að Kotströnd kl. 1,30. Sigrún Guðjónsdóttir, Magnús Guðjónsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Ólafur Guðjónsson. Frænka okkar ÞORGERÐUR EGGERTSDÓTTIR frá Vesturkoti, Leiru verður jarðsunginn frá Útskálakirkju, laugardaginn 29. desember kl. 2 e.h. Fyrir hönd aðstandenda. Einar Jónsson, Sveinn Jónsson. Hugheilar þakkir til allra sem sýndu mér vinsemd og virðingu á 100 ára afmæli mínu 18. þ.m. — Guðs blessun fylgi ykkur. , Sigriður S. Þorsteinsdóttir, Suðurgötu 47, Keflavík. Hjarlans þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig með árnaðaróskum og gjöfum á 75 ára afmæli mínu þann 21. desember sl. — Gleðilegt nýár. Árni Helgason, Laugabraut 7, Akranesi. Öllum þeim, sem glöddu mig á 75 ára afmælinu, með heimsóknum, skeytum og gjöfum, þakka ég innilega. Halldór Pálsson. Verziunarstjóri - Kona Verzlunarstjóri óskast að snyrtivöru-' verzlun, sem fyrst. Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir ármót, merkt: — „Verzlunarstjóri — Kona — 3245“. Eiginmaður minn, faðir og sonur KRISTINN ÞORBERGSSON, bifreiðastjóri, sem andaðist 18. þ.m. verður jarðsungmn frá Foss- vogskirkju, föstudaginn 28. þ.m. kl. 1,30. — Þeim, sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á ,,Sjálfsbjörg“. Pálína Gunnarsdóttir, Þorbergur Jónsson og börnin. Utför eiginmanns míns, föður og tengdaföður MARINÓS GUÐMUNDSSONAR Brimhólabraut 1 — Vestmannaeyjum er andaðist að heimili sínu 21. desember, fer fram frá Landakirkju, laugardaginn 29. desember kl. 2 e.h. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu minn- ast hins látna er bent á Slysavarnafélagið. Anna Jónsdóttir, Trausti Marinósson, Sjöfn Ólafsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn og faðir HALLVARÐUR EINVARÐSSON, Vesturgötu 87, Akranesi verður jarðsunginn frá Akranesskirkju föstudaginn 28. desember. Húskveðja verður frá heimili hans kl. 1,30 e.h. Aðalheiður Arnfinnsdóttir og börn. Þökkum innilega auðsýnda samúð, við fráfall og jarð- arför móður okkar. KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Amarstapa, Snæfellsnesi. Jenny Guðlaugsdóttir, Kristbjöm Guðlaugsson, Sölvi Guðlaugsson, Jónas Pétursson. I Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur- vinsemd og hlýhug við andlát og jarðarför SIGURÐAR Þ. SVEINSSONAR, fyrrum stýrimanns. Sérstaklega þökkum við stjórn og starfsfólki Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. — Guð gefi ykkur öllum gott og farsælt ár. Þorbjörg Guttormsdóttir, Guðrún Hinriksdóttir, Halldóra Haraldsdóttir, Hörður Stefánsson og börn, Hinrik J. Sveinsson, Laufey Bæringsdóttir. — Kristinn Framh. af bls. 10. missirinn, en þau eiga eftír kjark mikla og duglega móður, sem ef- laust mun sjá þeim vel farborða. Við Pálínu blasir nú nýtt og örðugt hlutverk, eða það að vera bæði móðir og fyrirvinna. Ekki er að efa að nánustu ættingjar, sem og stór vinahópur mun hlaupa undir bagga með henni á meðan hún er að komast yfir örðugasta hjallann. Það gefur auga leið að engin kona getur bætt á sig fyrirvinnu hlutverkinu ofan á móðurhlut- verkið, án leiðsagnar og aðstoð- ar, sizt af öllu með svo stóran hóp ungra barna, en sem betur fer mun ekki þurfa að standa á þvi. Fallvaltleiki lífsins er slíkur, að öðru hvoru stendur maður alveg höggdofa. Oft, svo sem við þetta dauðsfall, finnst manni ósann- girnin allsráðandi, en erfitt er um að dæma, því enginn veit hinn endanlega tilgang ef hann þá er nokkur. Vonin er sá neisti sem þarf til að tendra það lífsviljabál, sem nauðsynlegt er til þess að bugast ekki á slíkri stundu, held ur efla viljann til þeirra dáða, sem áður virtust óframkvæman legar. Pálína á, sem betur fer, það þrek, þann lífsneista og það stolt ,sem mun fleyta henni og fjölskyldu hennar yfir örðugleika komandi daga. Ég óska henni og börnum hennar alls hins bezta á lífsleiðinni, og veit að allt mun fara vel. Kiddi var eini bemskuvinur minn, sem aldrei skildu leiðir með, nema um stundarsakir. Mér er þvi mikill söknuður að honum enda á ég fáar bernskuminning ar, sem eru okkur ekki sameig- inlegar. Er við vorum um fermingar- aldur, fluttu fjölskyldur okkar sitt í hvort borgarhverfið. Eftir það var oft gist um nætursakir eftir heimsóknir, enda hefur alla tíð verið náið samband og mikil vinátta okkar í milli. Mér finnst því núna, þegar Kiddi er hér ekki lengur, eins og í mig vanti eitthvað, sem ég geri mér þó enga grein fyrir hvað er. Er það kanske hverfulleiki lífsins sem ég finn nú loksins fyrir? Mikill vinur minn sagði eitt sinn, svo snilldarlega, að við fæðingu væri og dánarvottorðið útbúið. Á það vantaði aðeins stimpil með dagsetningu. Ég geri ráð fyrir að Bólu- Hjálmar hafi verið í líku hugar- ástandi og ég er nú, er hann orti þessa vísu, Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld, ég kem eftir, kanske 1 kvöld, með klofinn hjálm og rifinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndargjöld. Þótt nú ríki sorg og sút meðal vina og ættingja Kidda, þá er eitt víst, hvar sem hann nú er niðurhominn ríkir glaðværð og kátína, því hvortveggja geislaði af honum hvar sem hann fór, um alla hans lífdaga. Að síðustu votta ég konu hans börnum, sem og öllum ættingjuxn, innilegustu samúð mina. Moss. Dýrt er Krúséffs orðið BREZKA blaðið „Daily Er. press“ hefur undanfarna tvo daga birt ræðu Krúséffs, þá er hann flutti á fundi Æðsta ráðsins í síðustu viku. Er ræð- an allmi’kil að vöxtum, og tek ur alls fjórar heilsíður í blað- inu. Kostnaður við birtingu ræð unnar — sem birt er sem aug- lýsing — er um 20.000 sterl- ingispund — nærri tvær og háif milljón ísl. króna. Verður ekki annað sagt, en að dýrt sé orðið í boðskap Krúsétfs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.