Morgunblaðið - 28.12.1962, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.12.1962, Qupperneq 17
Fostudagur 28. des. 1962 MORCVNBLAÐIÐ 17 Lax- og silungs' eldisstöðvar á ftlorðurlöndum Hringtjarnir í tilraunaeldisstöðinni í Álvkarleby í Svíþjóð. Ra nnsóknarstofa íyrir fisksjúk- dóma í baksýn. I»ÓR GUÐJÓNSSON, veiðimála- stjóri og Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur, ræddu við blaða- xnenn fyrir skemmstu um heim- sókn þeirra í eldisstöðvar í Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku. Þeir dvöldust um 10 daga í hverju landi og skoðuðu lax- og silungs- eldisstöðvar; Guðmundur fékk styrk til ferðarinnar frá Efnahags og framfarastofnun Evrópu (OECD), en hann hefur sem kunn ugt er, verið verkfræðilegur ráðu nautur við byggingu Tilraunaeld isstöðvar ríkisins í Kollafirði. Veiðimálastjóri og Guðmundur Gunnarsson sögðu, að fiskeldi væri með ólíkum hætti í þessum löndum, í Danmörku væri eink- um lögð stund á regnbogasilungs eldi, í Svíþjóð á eldi laxaseiða upp í göngustærð, en í Noregi væri verið að reyna að koma fót um undir regnbogaeldi í stöðvum, sem nota sjó að nokkru eða öllu leyti. Á blaðamannafundinum kom eftirfarandi fram; — xxx — Danir hafa alið regnbogasilung í tjörnum síðan fyrir aldamót. í Danmörku eru um 500 eldisstöðv ar og árið 1960 framleiddu Danir rúmlega 6000 tonn af alisilungi og fluttu hann út til yfir 20 landa fyrir verðmæti að upphæð 260 millj. ísl. kr. í Svíþjóð eru nú 20 eldisstöðv- ar, sem ala laxaseiði upp í göngu stærð (13—16 cm að lengd). Seið unum er sleppt í árnar, laxinn gengur síðan í sjó og er hann veiddur þar að mestu leyti. Þess ber að geta, að Danir veiða tölu vert af laxinum, sem alinn hefur verið upp í sænskum eldisstöðv- um, aðallega í suðausturhluta Eystrasalts, og Pólverjar eru einn ig farnir að 3«ita á þau mið. Vegna mikilla rafvæðingafram kvæmda í Svíþjóð á árunum eftir stríð, varð hinum ágætu laxveiði- ám lokað hver af annarri. Raf- stöðvaeigendur voru síðan dæmd ir til að bæta fyrir tjón á laxi og hafa þeir haft forgöngu, ásamt veiðimálastjórninni, að koma upp tilraunaeldisstöðvum. Útbúnaður inn í sænsku eldisstöðvunum er mjög fullkominn og ala Svíar upp um eina milljón gönguseiða, og lætur nærri að fjórði hver lax, sem gengur út úr ám í Svíþjóð hafi hlotið uppeldi sitt í eldis- stöðvum. f Noregi hafa margar litlar eld isstöðvar verið byggðar eftir heimsstyrjöldina til þess að ala upp sleppifisk, en nú hefur vakn- að þar áhugi á að ala upp regn- bogasilung og lax í sjóblöndu og upp sleppifisk, en nú hefur vakn að þar áhugi á að ala upp regn- bogaeldi og sjóblöndu og sjó geti staðið undir sér fjárhagslega, en enn er ekki hægt að fullyrða nokkuð um fjárhagslega afkomu- möguleika eldisstöðvanna. -- XXX --- Veiðimálastjóri og Guðmundur Gunnarsson sögðu, að þeir hefðu orðið varir við mikinn áhuga á f iskeldi í öllum löndunum þremur' sem þeir heimsóttu og hefðu mikl ar tæknilegar og fiskifræðilegar framfarir orðið þar á síðustu ár- um. Önnur viðhorf hér. Að síðustu ræddu þeir um til raunastöðina í Kollafirði, sem nú er komin á góðan rekspöl. Sögðu þeir, að það væri mikilvægt at- riði fyrir laxarækt á íslandi, að hér er bannað að veiða lax í sjó, þar sem það er aftur á móti leyfi legt við strendur Norðurlandanna þriggja. Þetta skapaði annað við- horf; Dönum og Norðmönnum virðist lítil ástæða til þess að sleppa gönguseiðunum en hér get um við sleppt gönguseiðunum í árnar og fengið fullorðna laxa upp í þær aftur, þannig að þeir njóti, sem sleppt hafa gönguseið um í árnar. Væri þetta mjög mik ilvægt, bæði með tilliti til rekst urs laxabúa og til stóraukningar laxastofnanna í ánum. NÝLEGA er lokið í Hæstarétti xnáli, er Hótel Borg h.f. höfðaði gegn Almennum Tryggingum h.f. Mál þetta reis vegna ágrein- ings um það, hvort stefndi í mál- inu hefði gætti nægilega kvaðar, er hvíldi á eigninni Pósthús- stræti ®, þegar reist var hið nýja hús Almennra Trygginga, er þar stendur nú. Málavextir eru sem hér segir: íslandsbanki átti á sínum tíma lóðirnar nr. 9 (þar sem nú er hús Almennra Trygginga) og nr. 11 (þar sem nú er Hótel Borg) við Pósthúástræti. 2. október 1928 seldi bankinn Jóhannesi Jósefs- syni fasteignina nr. 11. í afsali að fasteigninni var það fram tekið, að kaupandi og síðari eig- endur hinnar seldu eignar skyldu hafa frjálsan rétt til umferðar ium 3.15 breiðan gang sunnan af lóðinni nr. 9 við Pósthússtræti, meðfram öllum norðurtakmörk- um þeirrar lóðar, en tekið fram, að umferðarréttur þessi skyldi eigi vera því til hindrunar, að eigandi nr. 9 byggði yfir gang þennan í minnst 3 ¥2 m. hæð. Er eignin nr 9, var síðar seld Á. Einarsson og Punk var samhljóða ákvæði sett í afsal að þeirri eign. Jóhannes Jósefsson redsti síðan ígistihúsið Hótel Borg á lóðinni nr. 11 við Pósthússtræti. 11. marz 1955 varð stefndi eigandi fasteign arinnar nr. 9. Reisti hann á lóð- inni 5 hæða skrifstofuhús. f gegn um hús þetta var hafður gangur, þar sem áður var sund milli húsa þeirra, er stóðu á umræddum lóð um. Voru hafðar hurðir fyrir þeim enda gangsins, sem að götu snýr. Skv. matsgjörð dóms- kvaddra matsmanna reyndist breidd gangsins vera 313.5 cm við götuhlið og 317.5 cm inn að garði. Veggurinn að Pósthús- Stræti 11 er 24 cm þykkur. Hæð gangsins inn að garði 344.0 cm. Dyraopið út að götu er 260 cm að hæð, en breiddin 282.5 cm. Þá mun stefndi hafa mótmælt því, að stefnandi ætti rétt til að láta bifreiðar standa á svæði því, •em umferðarrétturinn næði til. Stefnandi, Hótel Borg, gerði eftirtaldar kröfur: 1. Að stefndi yrði skyldaður að viðlögðum dagsekt- um til stefnanda að láta breyta svo nefndum gangi í gegnum húsið nr. 9 við Pósthússtræti, að breidd hans óhindrað til umferð- ar yrði hvergi minni en 3.15 m. og hæð hans hvergi minni en 3,50 m. ætti þetta einnig við um dyr þær, er stefndi hefði sett fyrir ganginn. 2. Að viðurkennt yrði með dómi, að í nefndri umferðarkvöð stefnanda fælist það, að honum væri heimilt að láta bifreiðir og önnur flutningatæki fara um ganginn og að þau mættu standa þar, meðan þau væru fermd eða affermd. Þá krafðist stefnandi og málskostnaðar. Að því er snertir 2. tl. kröfunnar, þá taldi stefnandi að þannig hefði þetta verið í fram kvæmd óátalið frá árinu 1929.' Að því er snertir 1. tölulið dómkrafnanna var því m. a. hald ið fram af hálfu stefnda, sem krafðist algjörra sýknu, að það myndi hafa mjög mikinn kostnað í för með sér að láta höggva upp gólf og veggi gangsins, auk þess sem það myndi verða til stórra lýta. Á hinn bóginn væri þetta mjög veigalítið atriði fyrir stefn- anda. Að þvl er 2. tölulið snertir, hélt stefndi því fram, að í afsals- bréfum kæmi hvergi fram, að eig andi umrædds ítaks mætti fara með bifreiðar eða önnur farar- tæki um lóðina nr. 9 við Póst- hússtræti, þ. e. umræddan gang, og jafnvel þótt það hefði vakað fyrir fyrrverandi eigendum lóð- arinnar þá væri sú kvöð nú ólög- leg, þar sem ekki mætti fara með ökutæki um gangstéttir. Þá hélt stefndi því og fram, að þótt talið yrði, að stefndi hefði rétt til að fara með bifreiðar um ganginn þá gæti stefnandi ekki notað gang- inn sem athafnasvæði með því að ferma og afferma þar bifreiðir. Niðurstöður málsins urðu þær sömu í héraði og fyrir Hæstarétti, þ. e. viðurkennt var, að stefnanda væri heimilt að fara með bifreiðir um ganginn, en ekki ferma þar og afferma. Þá var ekki tekin til greina krafa stefnanda um breyt ingu gangsins. Segir í forsendum Hæstaréttar, að umferðarréttur sá, sem getið er í afsalsgerningnum taki til allrar eðlilegrar og venjulegrar umferðar, sem kvaðarþoli mátti gera ráð fyrir í sambandi við rekstur veitinga og gistihúss, þ. á. m. umferðar bifreiða og annarra ökutækja. Þá taldi HR, að eigendur fasteignarinnar hefðu ekki fengið fyrir afnota hefð víð- tækari umferðarrétt en kvaða- gerningurinn veitti þ. e. bifreiðar mættu ekki standa í ganginum. Um kröfuna í tölulið 1 segir svo í forsendum HR: „Þau frá- vik frá breidd og hæð gangsins skv. ákvæðum kvaðagerningsins, sem gagriáfrýjandi hefur látið gera, eru að mestu leyti svo lítils (háttar og skipta ekki því máli um beitingu kvaðarinnar, að efni séu til að kveða á um breytingu á þeim dýra og snyrtilega um- búnaði gangsins, sem stefndi hef- ur þegar látið fullgera. Málskostnaður fyrir báðum rétt um var niður felldur. Karlsruhe, 21. des. NTB-Reuter Látinn hefur verið laus úr fangelsi vestur-þýzki ofurst- inn Adolf Wioht, sem hand- tekinn var í nóvember í sam bandi við Spiegel-málið, grun aður um landráð. Talsmaður hæstaréttar V- Þýzkalands segir ekki neina ástæðu til þess að halda Wiaht lengur föngnum, en áfram verður unnið að frekari rann sókn málsins. ÚTBOÐ Tilboð óskast í frystiþjöppur og rafmótora fyrir frystihús á Hvolsvelli. — Útboðslýsinga og útboðsskilmála má vitja á Teikni stofu S.Í.S., Hringbraut 119. — Tilboðum skal skila til Teiknistof u S.Í.S. fyrir kl. 11 f.h. þann 30. janúar 1963. Teiknistofa S.Í.S. Jólatrésskemmtun K.R. verður haldin í íþróttasal félagsins við Kaplaskjólsveg á morgun laugardaginn 29. desember kl. 3 e.h. — Haukur Morthens og hljóm- sveit hans leika og syngja. Frægasti jólasveinn á íslandi kemur í heimsókn. Aðgöngumiðar eru seldir í Sameinaða, sími 13025, Skósölunni, Lauga vegi 1, sími 16584 og í Félagsheimili KR, sími 18177. Knattspyrnufélag Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.