Morgunblaðið - 06.02.1963, Síða 3

Morgunblaðið - 06.02.1963, Síða 3
Miðvikudagur 6. febrúar 1963 MORGVNBLAÐIÐ 3 ÍSKÖNNUNARFLUG var farið í gær á vegum Land- helgisgæzlunnar og var Jón Eyþórsson, veðurfræð- ingur, með í förinni. Sást talsvert ísrek á svæðinu frá Gelti til Straumness og ísbreiða, svo löng sem aug að eygði, byrjar 28 sjómíl- ur norður af Horni. Sigl- ingar fyrir Horn eru tald- ar hættulausar í björtu veðri, en hættulegar í myrkri. Fréttatilkynning frá Landhelgisgæzlunni og Jóni Eyþórssyni um flugið fer hér á eftir: „Leiguflugvél á vegum Land helgisgæzlunnar, undir stjórn Garðars Pálssonar, fór í ís- könnun til Vestfjarðamiða í gærmorgun. Flogið var norður með Vest fjörðum í 5—6 mílna fjar- lægð frá annesjum. Á móts við Galtarvita sáust fyrst dreifðir smájaikar. Jakastangl þetta náði inn að mynni fsa- fjarðardjúps, að stefnulínu milli Galtar og Rits. Flogið var til norðvesturs um 14 sjó- mílur frá GaltaHvita yfir strjála ísbreiðu, og var þá komið í auðan sjó að kalla. í ísbreiðunni var um helm- ingur sjávar þakinn ís að með altali. Þá var haldið áfram norð- ur með landi og hélzt jaka- strjálingur norður á móts við Á reki sínu hafa ísjakarnir stranðað undir Straumnesfjalli og inni á Trékyllisvík og Hælavík var þó nokkurt íshroð. (Ljósm. Björn Pálsson). HÆTTULEGT SIGLA FYRIR HORN í MYRKRI Rit, var lítill útaf Aðalvík en þéttist nokkuð útaf Sraum- nesi. Þar var líka ískurl í f jör- unni. En norðan og ausan Kögurs var íslaust og hreinn sjór. Var flogið lengst austur að vitanum í Látravík. Frá Horni var síðan tekin stefna beint í norður. 28 sjó mílur undan landi byrjaði dreift ískurl, en sjálf ísbrún- in hefst 32 sjómílur norður af Horni á 67 °N og 22° 25’V og liggur þar beint frá austri til vesturs svo langt sem séð hafþöik af ís, sem sennilega ná norður og vestur að Græn- landsströndum. fsinn var þunn ur við jaðarinn, smáflögur og kurl, áreiðanlega lagnaðarís, sem myndazt hefur í vetur. Aðeins stöku jakar höfðu orð- ið fyrir hnjaski og hrannazt Þessi mynd var tekin við aðalísröndina um það bil 30 mílur norður af Horni. (Ljósm. Garðar Pálsson). STAKHt ísjakar eru á víð og dreif frá Galtarvita að Rit, og alla leið austur að Horni. Þess ir jakar skapa að nóttu til aðal hættuna fyrir sjófarendur. (Ljósm. Björn Páisson). upp 2—4 metra yfir sjó-lokin á að gizka. Frá ísbrúninni beint norður af Horni var flogið meðfram henni í vesturátt, og liggur ísbrúnin í aðaláttum frá 67° N 22° V til 66° 49’/ 23° 30’ og þaðan VNV á 66° 55724° 25’ og þá SV 66° 35725°. Þaðan var tekin stefna á Galtarvita og flogið aftur yfir íshraflið út- af Djúpi. Segja má, að talsvert ísrek sé á öllu svæðinu Göltur- Straumnes og út að sjálfri ís brúninni, sumsstaðar í þétt- um, mjóum beltum, en þar á milli smákurl á strjálingi. Samkvæmt athugun okkar er sigling fyrir Horn og suð- ur með Vestfjörðum hættu- laus í björtu veðri, ef nokkur varúð er við höfð. Hins vagar verður að telja hana viðsjála eða hættulega í myrkri, eins og sakir standa.“ ★ Kl. 5 í gær kom síðan þessi ísfregn frá Galtarvita: „ísinn nokkuð mikill frá svæðinu frá norðaustri til norðvesturs að sjá héðan og þokast heldur nær landinu. Nokkuð af honum komið á almenna siglingarleið.“ STAKSTEINA'R Viðreisnarstjcrnin og húsnæðismálin Alþýðublaðið bendir í gær á það í forystugrein sinni, að Við reisnarstjórnin hafi gert stórá- tak á sviði lánveitinga til íbúða- bygginga. Vekur það athygli á nokkrum meginstaðreyndum í þessum málum. I fyrsta lagi hafi lánsupphæð hjá húsnæðis- málastjórn verið hækkuð um 50 % upp í 150 þús. kr. á íbúð. í öðru lagi hafi, þrátt fyrir þessa hækkun lá.nsupphæðarinn- ar, verið veitt fleiri lán en nokkru sinni fyrr. í þriðja lagi hafi stjóm arflokkarnir endurvakið verka- mannabústaðakerfið með nýjum lögum og auknu fjármagni. Lán til verkamannabústaða nema nú allt að 300 þús. kr. á íbúð og hef ur 42 millj. kr. verið ráðstafað til þeirra þarfa. Loks hefur Viðreisnarstjómin beitt sér fyrir mjög auknum fram kvæmdum til útrýmingar heilsu spillandi húsnæði. Takmark Sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn hafa oft lýst því yfir, að takmark þeirra í hús næðismálunum, sé að helzt ailar fjölskyldur í landinu eignist eig ið húsnæði. Að framkvæmd þess arar stefnu hefur verið unnið að miklum röskleik undir forystu Viðreisnarstjórnarinnar. Vitan- lega hefði verið æskilegt að hafa enn meira fjármagn til umráða til umbóta í húsnæðismálum. En hér eins og annars staðar er erf- itt um vik að framkvæma allt í einu. Mestu máli skiptir að raun hæf stefna hefur verið mörkuð í. byggingarmálunum og húsnæði þjóðarinnar fer hratt batnandi. Vinstri stjórnin lofaði stóraukn fjármagni til ibúðabygginga i landinus En það loforð sitt sveik hún eins og önnur. í valdatíð hennar dró mjög úr lánveiting- um til íbúðabygginga. Ekki þarf að fara í neinar graf götur um það, að ef Framsókn- armenn og kommúnistar kæm- ust á ný til áhrifa í stjóm lands- ins í nýrri vinstri stjóm, mundi stuðningur við íbúðabyggingar þverra. Það er hin aukna spari- fjármyndun og jafnvægi í efna- hagsmálunum í skjóli viðreisn- arstefnunnar, sem gert hefur mögulegt að afia aukins fjár- magns tii íbúðarhúsabygginga. Hvað verður Þjóðvörn? Hvað verður um vesalings Þjóð varnarflokkinn? Verður honum skipt upp á milli annarra flokka eða tekst honum að halda sjálf stæðri tilveru og bjóða fram framboðslista, a.m.k. hér í Reykja vík, í kosningunum á komandi sumri? Flest er ennþá á huldu um þetta. Framsóknarmenn hafa að vísu fengið yfirlýstan þjóðvam- armann á frair.boðslista sinn í Eyjafirði og munu hafa sótt hart að Gils Guðmundssyni og fleiri liðsoddum Þjóðvarnarmanna hér í Reykjavík um stuðning. Leið- togar Þjóðvarnar reyna hinsvegar ar að berja höfðinu við steininn og telja sér trú um að flokkur þeirra sé lifandi. Engum dylst hinsvegar.sem eitthvað fylgist með í íslenzkum stjómmálum, að stefna hins svokallaða Þjóð- varnarflokks á sáralítinn hljóm grunn hjá þjóðinni. Samtök þau, sem. kommúnistar mynduðu með Þjóðvarnarmönnum og Framsókn armönnum til baráttu gegn vörn um íslands og þátttöku Islendinga í vestrænni samvinnu, hafa einn ig vesiazt upp. Er nú svo komið, að Moskvumenn standa uppi grímulausir í Rússadýrkun sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.