Morgunblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐ1Ð MiBvíkudagur 6. febrúar 1963 PATKICIA WENTWORTH: KEMUR I HEIMSÓKN XXVII. Lðgreglustjórinn lagði frá sér skjölin, sem Drake fulltrúi hafði komið með til hans. Hann sá fram á leiðinlegan og annasam- an dag. Honurn fannst Drake áhugasamur og afkastamikill, en afskaplega ólíklegur til góðrar samvinnu. En engar þessar hugs anir komu fram í svip hans. Drake, sem var jafnan reiðu búinn til að rjúfa .þögnina, tók upp þráðinn á ný: — Eins og þér sjáið, sýnir læknisrannsókn, að hann hefur dáið einhverntíma milli klukkan níu og ellefu. Nú vitum við, að hann var lifandi klukkan níu, af því að þá heyrði frú Mayhew hann tala. Ef við vissum, hve- nær hann borðaði síðast, gætum við komizt ennþá nær um tím- ann, en það er ekki hægt um vik, þegar kaldur matur var skil- inn eftir handa honum. En þeir halda, að það geti ekki hafa verið síðar en klukkan ellefu. Jæja, en nú sá frú Mayhew þessa regnkápu blóðuga klukkan kortér fyrir tíu. I>að sýnir, að hann hefur verið dáinn innan hálftíma frá því, að ungfrú Cray var hjá hónum, samkvæmt eigin játningu. Ef hann hefur verið dáinn á þessum tíma, gefur framburður ungfrú Moore Rob- ertson fjarverusönnun — hann var hjá henni þangað til tíu mínútum fyrir tíu. En ég hef hitt frú Mayhew aftur, og ég get ekki verið viss um, sai.ikvæmt framburði hennar, að það hafi verið svona mikið blóð á erm- inni, þegar hún sá hana. En þeg- ar ég gekk betur á hana, þá sagði hún, að ermin hefði ekki verið gegnvot en aðeins blettótt. Og það gæti komið heim við þessa rispu, sem ungfrú Cray talar um. Samkvæmt þessu lít ég þannig á málið: Ungfrú Cray fer heim til sín, eins og hún seg- ir, klukkan kortér yfir níu. Ung frú Bell staðfestir þetta. Við vit um ekki, hversvegna hún skildi regnkápuna eftir, en hitt er víst, að hún skildi hana eftir. Mín til- gáta er sú, að þau nafi farið að rífast og hún hafi þotið af stað í reiði sinni og alveg gleymt kápunni, eða þá, að hann hafi farið að gerast nærgöngull við hana og hún hafi orðið hrædd Og tekið til fótanna. Að ég held, hefur svo annað tveggja skeð: Annaðhvort hefur ungfrú Cray munað eftir þessari erfðaskrá, sem 'gat fært henni heila milljón í hendurnar, og um leið man hún eftir regnkápunni og fer til að ná í hana. Hr. Lessiter situr við borðið sitt þarna, Hún fer í kápuna, gengur yfir að arnin- um, eins og hún ætlaði að fara að hita sér, grípur skörunginn — og síðan .. Svo kemur hún heim til sín og þvær kápuna. Það var víst full þörf á því! Lögreglustjórinn hristi höfuð- ið. — Kemur ekki til rrfekkurra mála! —• Ekki vil ég nú segja það. Þetta er annað tveggja, sem hlýt ur að hafa gerzt. Hitt er, að hr. Robertson hafi komið við í Mell- ing húsinu á leið sinni frá Lent- on. Hann kemur þar um hálf- ellefu, gengur inn og sér regn- kápuna — þér munið, að það var hann, sem átti hana. Hann þekkir hana, alveg eins og frú Mayhew gerði, á fóðrinu. Þér verðið líka að muna, að hann var ekki í neinni yfirhöfn sjálf- ur. Hann tekur kápuna og fer í hana. Hann þarf ekki mikið til að gera sér erindi að arninum. Það var nístingskalt, og hann hafði verið úti í kuldanum, svo að þetta lá ekki nema beinc við. Jæja, þarna er hann þá með skörunginn í hendinni, svo að segja. Randal March hallaði sér aft- ur í sætinu. — Er þetta alltsaman ekki eitthvað of auðvelt, Drake? Vitið þér hvað mér finnst eftirtektar- vert? — Nei. — Þá skal ég segja yður það. Það er þetta einkennilega mót- stöðuleysi, ef ég mætti svo segja, hjá hr. Lessiter. Þarna er ungur maður með þungar sakir á hend ur honum. — ég geng hér út frá, að það hafi raunverulega verið James Lessiter, sem tældi Marjorie Robertson — það er líka yðar skoðun, ekki satt? Jæja, ef yið göngum út frá því, má líka ganga út frá, að erindi ungfrú Cray þarna hafi verið að aðvara James Lessiter. Nú, ef við göngum út frá, að Carr hafi ver- ið nýbúinn að komast að leynd- armáUnu og Lessiter nýbúinn að frétta um þessa vitneskju hans, haldið þér þá virkilega, að sam- tal þeirra hafi getað farið fram á þnn hátt, sem þér sögðuð — Carr Robertson komið labbandi inn, farið í kápuna, gengið að arninum til að hita sér, en á meðan hafi James Lessiter bara setið -við borðið og snúið baki að honum? Ég er skolli hræddur um, að ég eigi bágt með að trúa þvi. —• Ja, þá hefur það verið ung- frú Cray. — Sem var komin heim stundarfjórðung yfir níu og svo er frú Mayhew, til að sanna, að kápan hafi bara verið blettótt, stundarfjórðungi fyrir tíu. — Það gefur henni meira en 32 rNú er rétti tíminn ad panta 20ára reynsia hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON «CO HF klukkutíma til að fara aftur, drepa hann og taka kápuna með sér. — En það er engin sönnun fyrir því, að hún hafi gert neitt því líkt. Drake horfði á hann hálflukt- um augum. — Þessi regnkápa hékk í ganginum hjá henni. Ekki hefur hún komið heim sjálf. Nú varð stutt þögn. Drake hugsaði: Hann hugsar ekiki um annað en koma henoni út úr þessu. En það er nú ekki lengur til siðs að hlífa fólki og þagga allt niður. Hann hélt því áfram skýrslu sinni. — Hr. Holdemess — hann var lögfræðingur hr. Lessiters og hann er nú fyrir hr. Robertson og líklega líka fyrir ungfrú Cray. — Já, ég þekki hann. — Hann sneri sér til mín í morgun. Svo virðist sem hr. Robertson hafi bent honum á •atriði. sem hann telur okkur lika þurfa að vita. Mayhewhjónin eiga son, pilt um tvítugt. Hann hefur verið í atvinnu í London. Hr. Robertson sá hann koma út úr 6.30-lestinni í Lenton, sama kvöldið og morðið var framið. Hann og ungfrú Bell vOru lílka með lestinni. Jæja, þetta getur verið misskilningur, og svo gæti hann lika hafa fundið það upp sjálfur, en það vill bara svo til, að þetta hefur verið staðfest. Mayhewhjónin fara að heim-' sækja skyldfólk sitt í Lenton, þegar þau eiga frídag — það er maður, sem heitir White og hef- ur þarna tóbaksbúð. Við töluð- um -við þau um þetta. Þér mun- ið, að frú Mayhew kom heim fyrr en vant var — með lestinni 6.20. Þarna er drengu, sem heitir Ernie White og hjálpar föður isínum í búðinni. Ég sendi Whit- eombe til að fá að vita, hvort Ernie hefði hitt frænda sinn. Þér skiljið, að ef hann héfur komið með þessari lest, þá þurfti hann annaðhvort að komast til Melling eða fá gistingu hjá ein- hverjum í Lenton. Og það kom í Ijós, að Ernie hafði léð honum hjólið sitt. Cyril sagði honum, að pabbi- sinn hefði,bannað sér aðgang að heimilinu, en hann ætlaði að skreppa heim og hitta mömmu sína. Lögreglustjórinn rétti úr sér. — Hversvegna hafði Mayhew bannað honum aðgang að heim- ilinu? -----Jú, hann hafði komizt i einhverja bölvun. Þetta er eftir- lætisbarn, alið upp í stóru húsi. Hann fékk atvinnu í London. Stal víst úr kassanum og fékk skilorðsbundinn dóm. Svo var honum útveguð önnur vinna, en Mayhew vildi ekki sjá hann fram ar — hann er heiðvirður maður og almennt virtur í Melling. Jæja, seim sagt, Cyril Mayhew kom á miðvikudaginn og fékk hjólið hans frænda síns að láni. Og frú Mayhew kom heim með vagninum kl. 6.40. Það getur ekki verið mikill vafi á, hvers vegna hún kom svöna snemma heim. Hr. Holderness og skrif- arinn hans eru núna í húsinu til að athuga, hvort nokikurs sé saknað. Ég kom þar við í leið- inni og þeir segja, að það vanti fjórar myndir í skrifstofuna. — Myndir? Drake leit í minnisblaðið sitt. — Já, fjórar styttur — Árstíð- irnar. — Það er nú hálfskrítið að ágirnast þær. Úr hverju voru þær — postulíni? — Nei, gylltar. Ég spurði frú Mayhew um þær og hún segir, að þær hafi verið á sínum stað á miðvikudagsmorgun. Hún seg- ir, að þær hafi verið líkastar þessum standmyndum, sem mað- ur sér í söfnum — ekki mikið klæddar. Hér um bil tíu þuml- ungar á hæð. Lögreglustjórann langaði til að brosa, en tókst að stilla sig. Hann sagði: — Þær gætu vitanlega verið verðmætar, en ekki fyrir aðra en þá, sem hafa vit á list, og þá KALLI KUREKI * Teiknari: Fred Harman TH’í?UESTOM IS.-‘ WHATAMITONNA VO WtTH YOLl AN' THAT WOM'T BE AMV j PR06LEM FOEA RAT L l THAT KILLS FOR. PAV/ YOÚLL PROS’LV BUHGLE IT LIKE VOU PIP WITH r' PAVE MORSAM ,'J Kalli og Litli Bjór hafa náð þeim árangri af eftirförinni að þeir erii veiddir í gildru byssubófans, sem skaut Davíð sýslumann. — Stígðu varlega af baki. — Ég bjóst við að einhver mundi ná mér eftir að ég missti hestinn. Það var fallega gert af ykkur að koma með annan handa mér. — Spurningin er bara, hvað ég á að gera við þig og strákinn. — Það er ekki erfitt vandamál fyr- ir leigumorðingja eins og þig. Þú ger- ir sjálfsagt það sama við okkur og Davíð sýslumann. er markaðurinn mjög þröngur. Vitanlega eru til menn, sem hafa slíkt sem sérgrein. Og einhver slíkur getur hafa gert strákinn út. En hvað segir frú Mayhew um, hvort drengurinn hafi verið þarna á miðvikudagskvöld? — Því neitar hún auðvitað, eins og von er til. Grætur og segist ekki hafa séð hann í hálft ár. En allir vita, að það er eklki satt. Það er almennt vitað, að hann hefur verið hér að flækj- ast hvað eftir annað, og Ernie White játaði, að þetta hafi hreint ekki verið í fyrsta sinn, sem hann léði honum hjólið sitt. March hleypti brúnum. , — Sjáið þér nú til, Drake. Frú Lessiter hlýtur að hafa brunatryggt eignir sínar, o.g það hefur sennilega verið nötað sem grundvöllur fyrir uppgjöri í bú- inu. Hvaða upphæð var þessi trygging? Drake lifnaði við. Ég nefndi þetta atriði við hr. Holderness, en það varð ekkert gagn í þvL Einu atriðin, sem voru sérstak- lega tekin fram, voru nokkur gömul húsgögn og svo skartgrip- ir. Allt annað var tekið í einu lagi og ekki hátt tryggt. Heildar upphæðin, að húsinu meðtöldu, var tíu þúsund pund. Mareh sagði: — Ég held, að við ættum að spyrja ungfrú Cray um þessar myndir. Hún veit sennilega, hvort þær voru þar, þegar hún fór, klukkan kortér yfir níu. SHUtvarpiö Miðvikudagur 6. febrúar 8.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Jó hanna NorðfjÖrð les úr ævi- sögu Gretu Garbo (15). 15.00 Síðdegxsútvarp. 17.40 Framburðakennsla í dönskU og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Todda frá Blágarði" eftir Margréti Jónsdóttur, XI. lestur (Höfundur les). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing- fréttir — 18.50 Tilkymiingar, 19.30 Fréttir. 20.00 Varrraðarorð. 20.05 frskir dansar, leiknir af Paddy Killoran og hljómsveit hans. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Ólafs saga helga, XIV. (Óskar Halldórs- son cand mag.) b) fsl. tónlist: Lög eftir Árna Björnsson. c) Dr. Stefán Einarsson prófessor flytur erindi: Brezka Edda. c) Sigurður Jónsson frá Hauka- gili flytur vísnaþátt 21.45 fslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir 2210 Þýtt og endursagt: „UmsátriS mikla um Khartúm 1885“ eftir Alan Moorehead, fyrri hluti (Hjörtur Halldórsson mennta skólakennari) 22.30 Næturhljómleikar: Sinfónía nr. 9 í e-moll eftir Bruckner (Fílharmoníusveit Vínarborgar leikur, Carl Schu richt stjórnar). 23.30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.