Morgunblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 6. febrúar 1963 MORGVTSBL AÐIÐ 13 Fugladauðinn og olían á héfunum | """ jT'fi JT- - “ I. *- ,TT' OLÍUBRÁKIN á heimshöfunum er orðin alþjóðavandamál, því hún drepur sjófugla víðsvegar um heim þúsundum og aftur þús undum saman. Oft hefir borið á þessu fuglafári hér við land, fyrst og fremst við Faxaflóa og hér í kringum hö-fuðborgina. Börn hér í Reykjavík hafa oft fundið hálf- dauða æðarfugla, sem verið hafa að velkjast í fjörunum, kaldir og olíublautir. Þau hafa borið þá heim og baðað þá úr þvottaböl- um, látið þá þorna og borið þá síðan aftur niður að sjó, en árang urinn hefir jafnan reynzt hæp- inn. Albert í Gróttu og æðarfuglinn. Albert vitavörður í Gróttu, sá höfðingsmaður, sem á marga vini hér í Reykjavík, þekkir líka þessa sögu. Hann hefir marg- sinnis fundið ósjálfbjarga fugla í víkinni við bæ sinn og reynt að líkna þeim, en oft með litlum árangri. Æðarfuglar, sem eru í hjúkrun, þurfa mat sinn og eng- ar refjar. Albert hefir skorið úr kræklingi og gefið þeim, en hver fugl þarf um eitt kíló af mat á dag, ef vel á að vera. — Það er því tafsamt að eiga mörg slík fósturbörn. Nágrenni höfuðborgarinnar er ekki hið eina svæði, sem goldið hefir afhroð á þessu sviði. Fyrr á tímum var t. d. ströndin úti fyrir Mýrum morandi af fugli, en á síðari árum hefir orðið stór- breyting þar á. Tvennt hefir valdið, minkaplágan og olían á sjónum. f sumar sem leið sá bónd inn á Ökrum eitthvað skreiðast áfram úti á leirunum í Akraósi. Gekk hann þangað til að forvitn ast um hvað væri. Rakst hann þar á hálfdauðan himbrima, blautan í olíu og ataðan í leir, svo fuglinn gat varla hreyft sig. Slíkur er endir margra fugla þar um slóðir. Nýtt ráð fundið. Þess hefir nýlega verið getið í erlendum blöðum, að brezk stúlka, sem mikið hefir að því gert, að bjarga olíublautum fugl um í sínu byggðarlagi, hafi gert þá tilraun, með ágætum árangrj, að baða fugla, ekki úr vatni, held ur úr þurru krítardufti, þ. e. mulinni krít. Krítin loðir ekki við fiðrið, en drekkur í sig oMuna. Svnoa krít fæst í málningarbúð um víðsvegar um heim, einnig hér á landi. Hún er auk þess mjög ódýr. Hvað verður um olíuprammann? í sumar sem leið, kom það ó- happ fyrir, að oMuprammi Olíu félagsins h.f. rakst, fullhlaðinn hráolíu, á sker í Hvalfirði og sökk. Mun farmurinn alls hafa verið 200 smálestir. TaMð er, að um 20 tonn af olíunnir hafi flot- ið upp og rekið víðsvegar um Hvalfjörð. Þarna rétt hjá, þar sem pramminn sökk er æðarvarp á bænum Hvammi, sem fólkið befir um margra ára skeið reynt að hlynna að og rækta. Þegar oMan flaut upp, blotnuðu hópar af æðarfugM, sukku og drukkn- uðu. — Ekki verður þó úr því skorið að sinni, fyrr en eftir næstu varptíð, fyrir hvað miklum skaða fólkið á þessum bæ hefir orðið, en öll sanngirni mælir með, að réttar skaðabætur verði greiddar. Á það má minna, .að fyrir utan nokkrar heimiMstekj- ur af eggjum, kostar hvert kiló af æðardún nú 1600 krónur. Hér var um slysaóhapp að ræða, og ekkert við því að segja Oddssknrð óiært nú fyrsl í vetur NORÐFIRÐI, 4. febr. — Hér byrjaði að snjóa í gær og er Oddsskarð nú ófært. Hefur það ekki áður borið við að vegur- inn hafi haldizt fær öllum bif- reiðum svo lengi. Fjárhagsáætlun Neskaupstað- ar liggur nú fyrir. Hækka niður- stöðutölur úr kr. 7.124.000 í kr. 8.913.000. Útsvör eru áætluð kr. 4.959.500 og aðstöðugjöld kr. 1,6 millj. í fyrra voru útsvör kr. 4.916.200 og aðstöðugjöld kr. 1.147.400. Framlag jöfnunarsjóðs er áætlað kr. 1.832.000. — Hér hefur verið mikill vatns- skortur í vetur. Vatnsveita bæj- arins býggist eingöngu á rennsli yfirborðsvatns og dregur fröstið strax úr rennslinu. Reynt hefur verið að bæta úr brýnustu þörf- um með því að flytja vatn innan úr Norðfjarðará. Norðlendingar hér í bæ héldu þorrablót um síðustu helgi í Egilsbúð. Á blótinu voru uim 270 manns og fór það hið bezta fram. Eru ^þessi árlegu þorra- blót talin einhver bezta skemmt un. Blót þetta var hið 20. í röð- inni. — Jakob. Breytingar hjá Kaupfélagi Þingeyinga HÚSAVÍK, 4. febr. — Járn og glervörudeild Kaupfélags Þing- eyinga hefur verið lokuð frá ára- mótum vegna gagngerðra breyt- inga. Búðinni hefur nú verið breytt í samræmi við kröfur tím út af fyrir sig. Pramminn stakkst á nefið og sökk á 30 m dýpi. Gat- ið, sem á hann kom, er hann rakst á skerið, snýr niður. Þar sem hann Mggur í leirnum í fjarðar- botninum. En 180 smálestir af hráolíu eru þar eftir, og ef ekkert ar að gert, hlýtur flakið á sín- um tíma að ryðga í sundur, svo hver einasti dropi af olíu, sem það hefir að geyma, mun fljóta upp á yfirborð sjávar og dreifast um Hvalfjörð og víðsvegar um Faxaflóa. Hér skal ekkert um það dæmt, hver hafi eignarrétt á þessu flaki, eða beri á því ábyrgð, hvort heldur það sé olíufélagið sjálft, eða vátryggjendur. Hitt er víst, að flakið má ekki gleymast. Það hlýtur þá að verða til bölvunar á sínum tíma. Mið tilliti til þeirra tækja, sem menn hafa til köfun- ar, er þétta dýpi á engan hátt ó- viðráðanlegt. Ríkisstjórninni ber því að ganga ríkt eftir því, að prammi þessi verði því tekinn upp, þegar á næsta sumri. . K. S. Haraldur Jensson, skipstjóri, í brúnni á Reykjafossi. Myndin birtist í Fædrelandsvennen í Kristiansand. Eimskip gerir tilraun með fastar Noregsf erðir Fædrelandsvennen ræð/r v/ð skipstióra Reykjafoss EIMSKIPAFÉ1.AG Islands gerir um þessar mundir til- raun með fastar mánaðarleg- ar áætlunarferðir milli fs- lands og Noregs. Slíkar ferð- ir hafa ekki verið milli land- anna frá þvi Lyra hætti þeim skömmu eftir stríð. Viðskipti milli fslands og Noregs hafa aukizt og því þægilegra fyrir marga aðila að fastar áætlunarferðir séu fyrir hendi. Tilraunin hófst í nóvember- mánuði og hefur verið siglt til Kristianssand. Þetta fyrir- komulag verður reynt í 6 mánuði til að byrja með. Þessi tilraun Eimskipafé- Iags íslands hefur vakið at- hygli í Noregi. Blaðið Fædre- landsvennen í Kristianssand átti fyrir skömmu viðtal við skipstjórann á Reykja- fossi, Harald Jensson, er skip- ið var þar í Höfn. Morgunblaðið birtir hér kafla úr viðtalinu. Blaðamað- ur frá Fædrelandsvennen spyr: — Og hvað komið þér með í þetta skipti? — Hér eigum við að losa 145 tonn af stykkjavöru og höldum svo áfram til Moss með 320 tonn. — Hverjar eru helztu vör- urnar, sem við flytjum inn frá íslandi? — Fyrst og fremst fiskaf- urðir. f þessari ferð flyt ég lýsi. En það er alls ekki svo lítið af síld eða kjöti sem fer frá íslandi til Noregs. — Og hvað sendum við til íslands? — Það eru ýmis konar vefnaðarvörur og veiðarfæri — auk trjávöru og pappírs sem eru hinar venjulegu norsku útflutningsvörur. — Og nú eigið þér að hafa fastar Kristianssandsferðir? — f auknum mæli, já. En annars eru það margar hafnir á meginlandinu, sem við höf- tam fastar ferðir til, í Þýzka- landi, Hollandi og Eelgíu — Gautaborg og Kaupmanna- höfn. í þessari ferð eru Gdynia og Rostock einnig með í áætluninni. — Hvaða íslenzkar hafnir eru með í spilinu? — í rauninni allar — og það er ekki eins lítið og þér haldið. f þessari ferð komum við á 18 hafnir, fóru . um- hverfis allt ísland, áður en við héldum til Evrópu. ans og er björt og vistleg. Frek- ari breytingar eru fyrirhugaðar á kjötbúð og nýlenduvörubúð. Bnímognsbilanir d Suðurlnndi vegnu veðurs um helginu í ÓVEÐRINU sem gerði á sunnu dag uxðu rafmagnstruflanir á nokkrum stöðum á Suðurlandi. Um hádegi á sunnudag brotnaði t.d. slá á Kjalarneslínunni í mýrinni fyrir ofan Álfsnesmela. Varð við það rafmagnslaust í Kjósinni. Veður var ofsalegt um það leyti, og tafði það -viðgerð. Urðu viðgerðarmenn að ráðast í viðgerðina í þremur lotum, en stóðu í höm á milli. Tókst Jjó að koma línunni í lag um mið- nætti. Tvær aðrar bilanir urðu á Kjalarneslínunni og bæir á Kjal- arnesi og í Kjós rafmagnslausir meðan viðgerð fór fram. Smávegis truflanir urðu í gær- morgun vegna kraps við Ljósa- foss og írafoss, sem stafaði af veðrabreytingu, er skyndilega kólnaði samfara roki. Varð að stöðva vélar og hreinsa ristar og taka álag af nokkrum hverfum í Reykjavík á meðan. Olli það nokkrum truflunum í bænum kl. 8—9 um morguninn. Þessar upp- lýsingar fékk blaðið hjá Indriða Einarssyni, verkfræðingi. Þak sleit háspennustreng Austur í Villingaholtshreppi fauk þak af útihúsi í Bár á há- spennustrenginn og sleit hann. Var gert við hann og var raf- magnslaust á bæjum í 1—2 tíma af þeim sökum. Aðrar bilanir urðu austur undir Eyjafjöllum og var verið að gera við þær i gær. Þá var samsláttur á línum f Ölfusinu, og urðu af því truflan- ir á rafmagni á sunnudag. París, 4. febrúar. (NTB) Skoðanakönnun hefur farið fram í Frakklandi um álit í- búanna varðandi aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu. Leiddi könnunin í ljós að 22)4 voru móttfallnir aðild Breta, 35)4 voru fylgjandi Bretum, en 43)4 höfðu ekki myndað sér álkveðna skoðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.