Morgunblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 23
MiSvikudagur 6. febrúar 1963 MORGXJ N BL AÐIÐ 23 Pessi skemmtilega mynd er tekin í Ferðafélags-ferðalagi á annan vetrardag. Myndin er tekin undir Markarfljótsbrú, og í baksýn er Stóri Dímon. (Ljósm. Páll Pálsson). Skálholti berst guð- fræðibókasafn að gjðf Kennedy vill stö&va siglingar til Kúbu SÍRA Finn Tulinius, prestur í Strö á Sjálandi, hefur fyrir mokkru tilkynnt mér, að hann hefði í hygg'ju að gefa Skáliholti mikinn hluta bókasafns síns. Hefur hann nú gengið formlega frá þessu og eru bækurnar komn ar til landsins. í gjafabréfi sínu skrifar hann á þessa leið: „Lengi hefur það verið setlun imín að arfleiða Skálholt að guðfræðibókum mínum. Og nú hef ég ákveðið að gefa þessar beekur meðan ég er á lífi, svo að ég geti veitt sjálfum mér þá gleði að vita þær niður ikomnar á helgasta stað íslancbs ........Ef bækurnar mættu verða að notum við kyrrlátt nám í Skálholti, þar sem saga aldanna talar á helgum grunni í umhiverfi stórfenglegrar nátt úrufegurðar, fjarri óró, asa og Iháreysti veraldar, þá væri til- gangi mínum náð, ósk mín upp Tveir seldu í Bremenhaven TVEIR íslenzfkir togarar seldu í Bremerhaven í gærmorgun. Egill Skallagrímsson seldi 72,9 tonn af síld fyrir 29.080 mörk og 111 tonn af fiski yrir 73,920 mörk. Sala hans var því samtals fyrir 103 þúsund mörk. Freyr seldi nokkurn hluta farmsins í gærmorgun, en lýkur sölu í dag. f gær seldi togarinn 1<6 tonn af ýsu og nokkuð af síld. Pressuleikur I KVÖLD fer fram aS Háloga- landi leikur milli handknattleiks- liðs þess, sem er á förum til Frakklands og Spánar, og liðs er íþróttafréttaritarar hafa valið. Verður án efa um skemmtilegan leik að ræða. Á undan leik þessum fer fram leikur í kvennaflokki milli tveggja liða, er stjóm H.S.Í. hefur valið. Liðin era þannig skipuð: Lið I Arndís Gísladóttir Á, Her dís Björnsdóttir Br.blik, Sig- ríður Sigurðardóttir Val, Guðrún Helgadóttir Vík., Valgerður Guð mundsdóttir FH, Sigrún Ingólfs- dóttir Br.blik, Sylvía Hallsteins- dóttir FH, Sigurlína Björgvins- dóttir FH, Steinunn Hauksdóttir Á, Guðbjörg Ágústsdóttir Vík., Ingibjörg Jónsdóttir Fram. Lið H Jónína Jónsdóttir FH, Margrét Jónsdóttir Vík., Liselotte Oddsdóttir Á, Jóna Þorláksdótt- ir Á, Sigrún Guðmundsdóttir Val, Díana Óskarsdóttir Á, Gerða Jónsdóttir KR, Unnur Færseth Fram, Ása Jörgensdóttir Á, Elín Guðmundsdóttir Vík., Halldóra Jóhannsdóttir Vík. fyllt og bæn mín heyrð.“ Síra Finn Tulinius er kunnur maður hér á landi, af íslenzku bergi brotinn, góður og tryggur vinur ættlands síns og vinmarg- ur hér. Hann hefur jafnan sýnt Skálholti mikinn áhuga og fylgzt vel með miálum þess, eins og öðr- 26. JANÚAR sl. var stofnað í Reykjavík félag, sem nefnist Fuglaverdnarfélag íslands. Eins og nafnið greinir, eru það sam- tök áhugamanna um fuglavernd. Aðalverkefni félagsins er að hindra að fuglategundir deyi út hér á landi af mannavöldum. — Einkum er hér um að ræða ís- lenzka örninn, sem er komiim ískyggilega nærri því, að verða útdauður. Samtökin munu reyna að annast eftirlit með þeim fáu varpstöðum, sem eftir eru. Þau munu reyna að standa undir kostnaði, sem slíku eftirliti fylg- ir, og stuðla að því, að bændur sem verða fyrir tjóni af völdum arnarins, fái það bætt og jafnvel að veita verðlaun fyrir hvern þann arnarunga, sem upp kemst. Samtökin hafa í hyggju að reyna að fá breytt lögum um eyðingu refa og minka, þar sem lögboðið er að bera út strychnin. Það er vitað að eitrið er aðal- óvinur arnarins og mun gjör- eyða honum sé það ekki bann- að. Á sl. ári er vitað um 3 erni, sem dóu af eitri og vitað er um 2 aðra, en það er um 12% af Mýrarsýsla FÉLAG ungra Sjálfstæðismanna heldur aðalfund miðvikudaginn 6. febrúar að Hótel Borgarness og hefst hann kl. 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa í kjördæmis- ráð, fulltrúaráð og á landsfund. 3. önnur mál. 4. Kvikmynd. Allt ungt Sjálfstæðisfólk er beðið að fjölmenna. EGGERT CLAESSEÞ og GUSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn Þórshamri. — Sími 11171. Málflutningsskrifstofa JON n sigurðsson Símj 14934 — Laugavegi 10. um íslenzkum kirkjumálum. Hann hefur ritað bók um helgi- dagaprédikanir Árna biskups Helgasonar í Görðum og eru 50 eintök af því riti meðal gjafa- bókanna. En alls er gjötf þessi hátt á annað hundrað bindi guð fræðilegra rita af ýmsu tagi. Þetta er fyrsti Tfísir að væntan- legu bókasafni Skálíholtsstaðar og má vænta þess, að hann sé miikils vísir og að fordæmi þessa ágæta drengs örvi til eftir- hreytni. Biskup fslands. Sigurbjörn Einarsson. stofninum. Stjórn félagsins álít- ur einnig, að viðurstyggilegt sé að deyða dýr með strychnini, þar eð dauðdaginn af þess völd- um er kvalafyllri en nokkur ann ar dauðdagi. Það er einkennilegt að almenningur skuli geta keypt strychnineitur í kílóavís, þar eð annars þarf recept upp á sama eitur í milligrammatali, sem af- greitt er í lyfjabúðum. Að þeirra áliti hæfir það ekki siðuðu þjóð- félagi að levfa að bera út eitur, hvað þá heldur að lögbjóða það. Auk arnarins eru nokkrar aðr- ar fuglategundir, sem vaka þarf yfir að ekki verði útrýmt. Er hér um að ræða nokkrar tegundir, sem hafa verið eftirsóttar af eggjasöfnurum, bæði innlendum og erlendum. Samtökin munu leitast við að hafa eftirlitsmenn og trúnaðarmenn á vissum stöð- um, og munu þá gera nauðsyn- legar ráðstafanir í því sambandi. Allir geta orðið meðlimir fé- lagsins 21 árs eða eldri, árgjald- ið er kr. 250.00. Stjómina skipa: Úlfar Þórðar- son, læknir, formaður, Svavar Pálsson, gjaldkeri, Hákon Guð- mundsson, ritari. í meðstjóm og varastjórn eru Birgir Kjaran, Agnar Koefod-Hansen, Björn Þorsteinsson, Broddi Jóhannes- son, Björn Guðbrandsson og Dagur Jónasson. — De Gaulle Framh. af bls. 1 feldni að álíta að það, sem gerzt hefur, muni ekki hafa alvarleg áhrif á Efnahagsbandalagið. — Vísði Hallstein á burt óskum Frakka um að Evrópa ætti að vera þriðja stórveldið milli Austurs og Vesturs, og lagði áherzlu á nauðsyn samstöðu Ájt- lantshaf srík j anna. Miklar umræður urðu að lok- inni ræðu Hallsteins og voru allir nema fulltrúi Frakklands á einu máli um að fordæma aðgerðir de Gaulle forseta. — Margir ræðumanna bentu á að de Gaulle hafi fyrst látið frétt- ast um afstöðu sína varðandi aðild Breta á fundi með frétta- mönnum, en ekki látið banda- menn sína vita um málið fyrir- fram. Washingbon, 5. fdbr. (AP). TALSMENfs bandarísku stjórnariimar .vjgðu í dag að Framboðslisti Framsóknar í Reykjavík FULLTRÚARÁÐ Framsóknar- félaganna í Reykjavík hefur gengið frá framboðslista Fram- sóknarmanna í Reykjavík við næstu alþingiskosningar. Er hann skipaður þessum mönnum. 1. Þórarinn Þórarinss., ritstjóri 2. Einar ÁgústssOn, sparisjóðstj. 3. Kristján Thorlacius, deildstj. 4. Kristján Benediktss., kennari 5. Sigríður Thorlacius, húsfrú. 6. Jónas Guðmundss., stýrim. 7. Hjördis Einarsd., húsfrú.. 8. Kristján Friðrikss. iðnrekandi 9. Jón S. Péturss. verkamaður. 10. Stefán Magnússon, flugstjóri 11. Hannes Pálsson, bankafulltr. 12. Bjarney Tryggvad., hjúkrun. 13. Benedikt Ágústsson, skipstj. 14. Binar Eysteinsson, vérkam. 15. Magnús Bjarnfreðss. blaðam. 16. Kristín Jónsd. flugfreyja. 17. Ásbjörn Pálsson, trésmiður. 18. Sæmund'ur Símonars. simr. 19. Sigurður Sigurjónss., rafv. 20. Sigurður Þórðarson, vélsm. 21. Lárus Sigfúss. bifreiðarstj. 22. Unnur Kolbeinsd., húsfrú. 23. sr. Kristinn Stefánss. áfvn. 24. Sigurjón Guðmundss. frkvstj. — Þorskveiðar Framhald af bls. 6. er beitan, fer til frystihúsanna og skapar markað fyriraflasíldveiði skipanna. Sá kostnaður fer því til greiðslu á innlendri framleiðslu. Með þeirri miklu fjölbreytni, sem er í fiskiðnaði okkar, er nú orðið hægt að gera góðar mark- aðsvörur úr öllum fisktegund- um. Það er því þjóðhagslega hag stætt og sjálfsagt að veiða sem flestar tegundir jöfnum höndum, eftir því sem kostur er á.' Þegar notuð eru þorskanet, veiðist svo til eingöngu þorskur, einstöku sinnum lítils háttar af ufsa. En þegar lína er notuð, veiðast auk þorsksins flestar fiskitegundir, sem á miðunum eru, t. d. ýsa, langa, keila, lúða, steinbítur, skata, karfi o. fl. Ég tel, að ég hafi nú fært rök að því, að það sé til hagsbóta fyrir alla aðila að taka upp línu- veiðar hér við Faxaflóa, en þorskanetaveiðar lagðar niður. Og ég held, að fleiri og fleiri séu að komast á þá skoðun. Ég vil nú að lokum alvarlega skora á alla aðila, sem geta haft áhrif á þessi mál, að beita þeim í þá átt að þessi þróun komist á sem fyrst. á morgun, miðvikudág, væri væntanleg yfirlýsing frá Kennedy forseta, sem miðaði að því að draga úr siglingum til Kúbu. Yfirlýsing þessi hefur lengi verið í deiglunni, og áður hafði verið búizt við birtingu hennar í dag. Nú mun Bandaríkjastjórn vera að leggja síðustu hönd á yfirlýs- inguna. Gert er ráð fyrir að bannað verði að flytja vörur á vegum Bandaríkjastjórnar með skipum, sem siglt hafa til Kúbu eftir 1. janúar sl. Tilgangurinn með banni þessu er að hvetja skipaeigendur vest- an járntjalds til að hætta sigl- ingum til Kúbu og styðja þann- ig Bandaríkin í einangrun komm únistastjórnar Castrós. Segja tals menn stjórnarinnar að ef komm únistaríkin neyðist til þess í rík- aui mæli að nota eigin skip, verði þeim aðstoðin við Kúbu kostnað- arsamari en ella. — Albingi Framhald af bls. 8. sameining tveggja eða fleiri smá< jarða í eina, góða jörð, seim gæfi meira af sér en smábýlin áður hvert í sínu lagi. Þá sagði ráðherra verðgrund- völlinn vera bændum hagkvæm- ari nú en fyrir 3 — 4 árum. Nú fengju þeir t. d. vexti af eigin fé í grundvöllinn, að vísu ekki nema 5%, en ekkert áður. ★ Með lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins hefði verið lagð- ur öflugur grundvöllur að öflugri lánadeild. Ekki væri nema ár liðið frá stofnun hennar, og því hefði hún ekki enn getað leyst það hlutverk, sem henni er ætlað, að kaupa veðbréf af veðdeild Búnaðarbankans. Því væri veð- deildin enn févana, en úr því væri mikil þörf að bæta á ein- hvern hátt, svo að veðdeildin gæti lánað fé til jarða- og bú- stofnskaupa. ★ Björn Pálsson svaraði .ræðu ráðherra. Kvaðst hann hafa farið með réttar tölur, enda hefði hann miðað við annað ártal og eldra en landbúnaðarmálaráð- herra. Að lokum svaraði Ingólfur Jónsson Birni. Björn hefði vitn- að til skýrslu Arnórs Sigurjóns- sonar um það, að bændur vatn- aði 30% til þess að fá sömu laun og hinar þrjár stéttir, sem miðað er við, verkamenn, sjómenn og bændur. Þetta stæði alls ekki í skýrslu Arnórs, enda væri hann þekktur að nákvæmri skýrslu- gerð. ★ Síðasta mál á dagskrá var fram hald 1. umræðu um „Áætlunar- ráð ríkisins“. Hélt Einar Olgeirs- son (K) áfram ræðu sinni, unz þingfundi var slitið, er líða tók á daginn. Laugarásvegur - Hjallavegur Duglega krakka eða unglinga vantar nú þegar til að bera Morgunblaðið til kaup- enda við þessar götur. Gjörið svo vel að tala við skrifstofuna eða afgreiðsluna. ilúrgmlblaxíilí sími 22-4-80. Fuglaverndurfélag stofnað Hyggst hindra að fuglategundir deyi út hér á landi af mannavöldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.