Morgunblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 6
6 MORGVISBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. febrúar 1963 Sextugur I gær: Gunnlaugur E. Briem rá ð uney tisstjóri Þorskveiðar vélbátanna eftir Finnboga Guðmundsson, útgm, ÞAÐ hefir oft verið sagt, að J>ær miklu umbyltingar, sem orðið hafa á nær öllum sviðum í okkar litla þjóðfélagi á þess- ari öld hafi haft í för með sér þær óheppilegu afleiðingar, að tengslin við fortíðina hafi ekki varðveizt svo sem skyldi. Þetta er í sjálfu sér ekki óeðli legt en það er hins vegar eins víst, að hverju þjóðfélagi er það holt að varðveita „tradition", því það skapar nauðsynlega festu í þróunina. Á þessari öld höfum við ís- lendingar orðið að byggja flest upp frá grunni, ekki bara at- Vinnulega heldur á velflestum sviðum þjóðfélagsins. Eitt af því er stjórnarkerfið, en með heimastjórninni árið 1904 flutt- ist stjórnarráðið inn í landið og enda þótt við uppbyggingu Stjórnarkerfisins væri að nokkru byggt á reynslu annarra voru aðstæður í ýmsu ólikar hér og kröfðust því sérstakra úrlausna. Því kemur mér þetta í hug, að í gær varð sextugur einn af fremstu embættismönnum stjórn arráðsins, Gunnlaugur E. Briem, ráðuneytisstjóri atvinnumála- ráðuneytisins. Ekki er unt að minnast þess- ara tímamóta. í ævi Gunnlaugs án þess um leið að leiða at- hyglina að þeirri sérstæðu „tradi- tion“, sem að baki honum stend- ur, þar sem eru þrír ættliðir merkra embættismanna, þ.e. langafi hans Gunnlaugur Briem, sýslumaður —afi hans Eggert Ó Briem, sýslumaður og faðir hans Eggert Ó. Briem, skrifstofu stjóri í stjórnarráðinu og síðar hæstaréttadómari. Móðdr Gunn- laugs var Guðrún Jónsdóttir prófasts á Auðkúlu Þórðarsonar. Embættisferill þessara fjór- menninga sömu ættar, er nú orðinn samanlagt 153 ár, nær óslitinn. Ekki er ólíklegt, að þessi sterka arfleifð hafi ráðið nokkru um það, að Gunnlaugur valdi sér lögfræðinámið. Að prófi loknu gerðist hann starfsmaður í atvinnumálaráðuneytinu og árið 1947 var hann skipaður ráðu neytisstjóri þess ráðuneytis. Undir það ráðuneyti heyra bæði landbúnaðar- og sjávarút- vegsmál auk ýmsra annarra mála. í meira en hálfan annan áratug hefi ég átt þess kost að starfa með Gunnlaugi að mál- efnum sjávarútvegsins. Vanda- málin, sem upp hafa komið hafa verið mörg og ekki alltaf auð- leysanleg enda umbyltingaf á sviði sjávarútvegsins, einmitt á þessu tímabili, verið með ólík- indum. 1 smáu sem stóru hefir Gunn- laugur jafnan sýnt, að hann hef- ir einmitt það til að bera, sem prýða má hvern embættismann, staðgóða þekkingu á þeim mál- um, sem fjallað er um, sterka réttlætiskennd og að fylgja sann- færingu sinni í hverju máli. Gunnlaugi hafa auk starfsins í ráðuneytinu verið falin fjölmörg trúnaðarstörf, sem ekki verða talin hér. En það er ekki aðeins embætt ismaðurinn, sem verður manni minnisstæður heldur engu síður •maðurinn Gunnlaugur Briem. Óbifanleg trú hans á hið góða í manninum gerir það að verkum, að hann á gott með að umgang- ast menn á þann hátt að vekja traust manna. Skemmtilegast er þó að vera með honum í hópi góðra vina á heimili hans. Eins og jafnan í vinahópi er hann þá hrókur alls fagnaðar og er hann þó ekki einn um að skapa það andrúmsloft hjartahlýju og falslausrar lífsgleði, sem þar ríkir, því þar eru við hlið hans kona hans, Þóra, dóttir Garðars Góslasonar, stórkaupmanns, Og börnin þrjú, en sameiginlega hafa þau skapað hið yndælasta heimili, þar sem hverjum gesti er tekið opnum örmum. Það er ekki ætlunin með þessu stutta greinarkorni að rekja æviferil Gunnlaugs en aðeins minnast þessara tímamóta í ævi hans. Enn á hann vonandi eftir að starfa lengi að þeim mikil- vægu verkefnum, sem lífið færir honum óaflátanlega í embættis- starfinu og honum og fjölskyldu hans fylgja hlýjar árnaðaróskir fram á veginn. Davíð Ólafsson. Moskvu, 1. febr. (AP) ANTONIN Novotny forseti Tékkóslóvakíu kom í dag til Moskvu eftir ferðalag til ýmissa ríkja Suðaustur Asíu. Átti Novo tny einkaviðræður við Krúsjeff forsætisráðherra strax eftir kom una til Moskvu. Um áburð í garða Kæri Velvakandi! 'í dálkum þínum 31. janú- ar sl. var grein frá forstjóra Alaska gróðrarstöðvarinnar um áburð og trjáklippingar, sem gefur tilefni til íhugunar og eftirfarandi skrifa minna: Lífrænn áburður (skarni, búfjáráburður etc.), sem bor- inn er á trjábeð er ekki ein- ungis góð einangrun, heldur bætir hann einnig eðliseigin- leika moldarinnar, eykur smá- verugróður hennar og inni- heldur að auki flest þau nær- ingarefni, sem plöntum eru nauðsynleg. ÞÓTT nýliðið ár, 1962, hafi orð- ið aflametsár í heild, sem varð vegna óvenjumikils síldarafla, varð útkoman allt önnur og lak- ari hvað þorskveiðunum við- kemur. Jón Jónsson, fiskifræðingur, spáði því í byrjun ársins, að þorskgengd á miðunum myndi verða mun meiri, eða allt að 40% meiri, en á árinu á undan, 1961. Útvegsmenn og sjómenn voru því bjartsýnir í byrjun ver- tíðar. En árangurinn af veiðun- um varð því miður ekki i sam- ræmi við þetta. Vertíðaraflinn varð yfirleitt mun minni en árið áðtu-, sérstaklega varð léleg vertíðin við Faxaflóa. Enda hef ég oft heyrt síðan, að ekki sé mikið að marka fiskifræðingana. Ég hef ekki viljað taka undir það, að spádómur Jóns hafi ver- ið úr vegi, eins óg veiðamar virt- ust benda til. Ég held, að ástæð- ur til þess, að vertíðin varð svo léleg, sem raun varð á, hafi ekki verið fyrst og fremst vegna lít- illar þorskgengdar á miðunum, heldur hafi aðrar ástæður vald- ið þar meiru um. Ég held, að ef vélbátaflotinn hér við Faxaflóa hefði almennt notað línu, hefði orðið mjög sæmileg þorskveiði- vertíð, enda eru nú fleiri og fleiri farnir að átta sig á því, að þorsknetaveiðarnar gefa ekki ávallt öruggan afla. Þeir fáu bát- ar, sem stunduðu línuveiðar frá sandgerði og Akranesi, fengu mjög góða vertíð. Ástæðurnar til þess að þorska- netaveiðar hér við Faxaflóa hafa verið og munu verða, mjög 6- tryggar, eru þekktar af okkur, sem hér höfum búið og kynnzt fiskveiðum hér í áratugi. Það er margra ára reynsla fyrir því, að til þess að þorskur veiðist í net hér við Faxaflóa, þarf að fara saman mikil þorskgengd og miklar sílisgöngur, annaðhvort eða hvort tveggja, loðna eða sandsíli. En reynslan hefur sýnt, að þótt þorskgegnd sé nokkurn veginn árviss hér við Faxaflóa, er ekki hægt að reikna með veru legri sílisgengd hér nema 2—3 ár af hverjum 10. Fiskurinn fæst ekki í þorskanet nema í sílis- gönguárunum að nokkru ráði, Ég get ekki séð neitt athuga- vert við það að nota lífrænan áburð fyrst á grasflötinn og síðan í beðin, en það gera margir í þeim tilgangi að nýta áburðinn betur. Ég efast ekki um, að tilbúinn áburður getur að mestu leyti komið í stað lífræns áburðar sem áburðargjafi á bletti, en þá vaknar bara sú spurning, verndar hann grasrótina eins vel gegn rysjóttu veðurfari og átroðningi, t.d. ágangi barna, á viðkvæmasta skeiði hennar, þegar hún hefur mesta þörf fyrir hvíld? Ég veit, að það eru ekki hvað sízt þessi atriði, sem vegna þess að til þess að koma í netin þarf hann að komast nið- ur undir botn. En það er reynsla, að fiskur leggst ekki að botni hér við Faxaflóa nema þegar hann hefur troðið sig fullan af síli. Þegar ekki er um síli að ræða að ráði, er fiskurinn upp um allan sjó í ætisleit og veiðist þá auðveldlega á línu. Góð þorsk ......-..—T... ■ Finnbogi Guðmundsson veiði er hins vegar nokkum veg- inn árviss fyrir Suðurlandi, t.d. við Vestmannaeyjar, og mun á- stæðan til þess vera sú, að þar eru aðalhrygningarstöðvarnar, og mun þorskurinn fara svo nærri botni við hrygninguna, að hann veiðist í þorskanetin. Á þessum slóðum hrygnir fiskur- inn örugglega á hverju ári í svo ríkum mæli, að veiði í þorska- net hefur verið örugg í stórum stíl allt frá því að þorskaneta- útgerð var tekin í notkun. Á þessu svæði þarf því ekki sílis- gengd, til þess að þorskaneta- veiði verði góð. Veiðin byggist að mestu á því, hversu sterkar þorskgöngurnar koma á hrygn- ingarstöðvarnar. Sennilega munu þó sílisgöngur hafa nokkur á- hrif á aflabrögð netabátanna á þessu svæði einnig, en þær eru ekki eins afgerandi þar eins og við Faxaflóann. Að fiskur veið- ist ekki í þorskanet í Faxaflóa án þess að verulegar sílisgöngur komi til, gæti verið vegna þess margur garðeigandinn er að hugsa um, þegar hann dreifir lífrænum áburði á blettinn sinn. Einnig mætfci skjóta því inn, að hér hafa margir garð- eigendur yndi af því að stunda lax- og silungsveiðar og vilja vera sjálfum sér nógir um maðk til beitu. Notkun lífræns áburðar stuðlar að fjölgun maðksins, en tilbúinn áburður verkar aftur á móti frekar skaðlega á hann. Þannig er það ekki einungis áburðar- gildið eitt, sem ber að líta á, þegar rætt er um, hvort rétt sé að bera lífrænan áburð á grasfleti eða ekki. að þorskurinn hrygnir hér lítíð sem ekkert, eða þá að hann haldi sig fjær frá botni við hrygningu hér en við suður- ströndina. Hverjar sem ástæður kunna að vera fyrir þessari hegðun fisks- ins hér við Faxaflóa, þá eru þær og munu verða til þess að gera þorskanetaveiðar hér mjög ó- tryggar. Það er því víst, að fyrir heildipa verður miklu meiri aflavon hér við Faxaflóa, ef vél- bátaflotinn notaði almennt línu, en ekki þorskanet, svo sem ver- ið hefur nú nokkur undanfarin ár. En er þá ekki rétt að láta reynsluna skera úr, þannig að þeir, sem hafa trú á línu, noti hana, en hinir, sem meiri trú hafa á netum, noti þau? Þetta virðist fljótt á litið eðlilegt. En við nánari athugun er málið ekki svona einfalt. Fiskveiðar með línu og netum geta ekki farið saman samtímis á tak- mörkuðu veiðisvæði. Á veiði- svæðum, sem þorskanet eru lögð á, er ekki hægt að stunda veiðar með línu. Þorskanetin flæma línubátana út af veiði- svæðum þeim, sem þeir leggja net sín á. Það hefur nokkuð ver- ið rætt um að skipta veiðisvæð- um við Faxaflóa og Breiðafjörð á milli þeirra, sem vilja nota línu og hinna, sem vilja nota net. Ef þetta fengist fram, yrði það til nokkurra úrbóta, myndi auka eitthvað línuveiðar á ný. En ég held, að réttast væri að taka róttækt á málinu og banna allar netalagnir á öllu svæðinu frá Reykjanesi að Látrabjargi. Auk þess sem aflabrögð munu reynast árvissari, ef notuð er lína í stað neta, eru ýmsar aðrar ástæður til að gera þessa ráð- stöfun. Fiskur, sem veiðist á línu, kemur að landi í fyrsta flokks ástandi, en netafiskurinn er vægast sagt mjög misjafn. Þorskanetaútgerð er mjög dýr, þar sem eingöngu eru notuð nælonnet. Sá mikli kostnaður fer allur úr landi, aflinn, sem fer til að greiða þann kostnað, kemur okkur ekki til góða. Hins vegar er veiðarfærakostnaður á línu mun minni. En sá stóri út- gjaldaliður við þær veiðar, sem Lítið eitt um trjá- klippirigar Jafnvel þótt klippingar- verkefni væru æskilegri að sumarlagi en vetri, fyrir um- rætt fyrirtæki, er hæpið að taka jafn sterkt til orða gagn- vart ábendingum annarra stéttarbræðra og gert er í um- ræddri grein, eftir að hafa á liðnum árum auglýst dvala- tímann sem bezta klippingar- tímann. Tré og runna, sem þurfa endurnýjunar við, er að flestra áliti rétt að klippa um dvalatímann, svo nýir sprot- ar, sem myndast á næsta vaxt- arskeiði geti óhindraðir náð fullum þroska. En hægt er að sjálfsögðu að lagfæra vöxt trjáa og runna á flestum tím- um árs. Runna, sem blómgast fyrri hluta sumars, ætti helzt að klippa að aflokinni blómg- un sé nauðsynlegt að grisja þá, en runnar, sem blómgast síð- sumars ætti að klippa á dvala- tímanum. Ýmis trjágróður þarf bæði sumar- og vetrarklipp- ingu, sérstaklega 1 uppvextin- um. Að lokum vil ég benda þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér þessi atriði nánar, á eina af beztu bókum, sem fá- anleg er um skrúðgarða, en það er Anlægsgartneri eftir danska garðaarkitektinn Georg Boye. Með þökk fyrir birtinguna. Þórarinn Ingi Jónsson, fyrrverandi starfsmaður hjá Alaska. Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.