Morgunblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Micívikudagur 6. febrúar 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur . Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. ■Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 4.00 eintakiti. AÐ TRUA Á LANDIÐ Ibúafjöldi jaröar IT'ramsóknarmenn leggja sig * um þessar mundir alla fram um að sanna það, að þeir — og þeir einir — trúi á landið. Þeir tala um „trú- leysið á land og þjóð“ o. s. frv. Slíkt hugarfar eigna þeir andstæðingum sínum, en sjálfir segjast þeir hafa mikla trú á framtíð landsins. Það er saga út af fyrir sig, að þessi trú Framsóknar- manna á landið, hefur m.a. birzt í móðuharðindatali þeirra, áróðri fyrir því, að menn yfirgæfu jarðir sínar og stanzlausum raunasöng og barlómi. En það er líka fleira að athuga við þessar nýstár- legu kenningar Framsóknar- manna. Þeir segja, að það lýsi van- trú andstæðinga þeirra áfram’ tíð íslands, að þeir vilja hafa viðskipti við aðrar þjóðir. Þeir nefna sérstaklega erlent fjármagn til atvinnurekstrar hér á landi og boða, að þeir menn séu einir trúaðir á framtíðina, sem fylgja vilja einangrunar- og innilokunar- stefnu, þótt alþjóðleg sam- skipti aukist hvarvetna hröð- um skrefum. Þegar þetta mál er athugað nánar sést hve algjör öfug- mælin eru. Ef menn vilja fylgja innilokunar- og hafta- stefnu hlýtur það að byggj- ast á því, að þeir treysti ís- lendingum ekki til að varð- veita sjálfstæði sitt og þjóð- emi, ef þeir hafi svipuð skipti við útlendinga og nú tíðkast með þjóðunum. Eng- inn dregur lengur í efa, að framfarir munu því aðeins aukast verulega að alþjóða- samskipti fari vaxandi en dragist ekki saman. Það gæti því einungis þjónað íslenzk- um hagsmunum að taka upp einangrunarstefnu, ef menn væru sannfærðir um, að ís- lendingar væru slíkir aum- ingjar, að ekki væri á það hættandi, að þeir kepptu við erlenda menn. Sannleikurinn er sá, að ís- lendingar hafa sýnt það í al- þjóðlegum viðskiptum, að þeir eru fullkomlega færir um að ráða málum sínum far- sællega til lykta. Meginþorri þjóðarinnar hefur líka þá trú á sér og landinu, að hann vill ótrauður halda áfram heil- brigðri utanríkismálastefnu og auka gagnkvæm skipti frjálsra manna og frjálsra þjóða. LAUSN LAND- HELGISMÁLSINS ITVramsóknarmenn hafa oft *■ bent á það sem dæmi þess, hvernig íslendingar eigi ekki að halda á utan- ríkismálum sínum, að þeir skyldu semja við Breta og leysa þannig landhelgisdeil- una. Framsóknarmenn töldu það mestu fásinnu, sem staþp aði nærri landráðum, að ræða við deiluaðilann og komast að samkomulagi við hann, þótt óumdeilanlegt sé, að það samkomulag var meira að segja hagkvæmara okkur en sú tilhögun, sem við börð- umst fyrir að samþykkt yrði sem alþjóðalög á tveimur Genfarráðstefnum. Nú ráð- ast Framsóknarmenn á ráð- herra Viðreisnarstjómarinn- ar fyrir það, að þeir hafa lagt sig fram um að kynna viðskiptasjónarmið íslend- inga á erlendum vettvangi. Þeir segja, að alls ekki eigi að tala við útlendinga, held- ur eigum við að einangra okkur og loka okkur inni. Það er sannarlega furðu- legt, að slík sjónarmið skuli sett fram á síðari helmingi 20. aldarinnar. Þau kyimu að hafa verið góð og gegn fyrir nokkrum öldum, enda áttu slík sjónarmið víða formæl- endur fyrrum. En á öld hrað- ans og sífellt aukinna alþjóða samskipta eru þessi sjónar- mið ekki einungis fáránleg, heldur og stórskaðleg. Því aðeins getum við ís- lendingar varðveitt sjálf- stæði okkar og aukið fram- farir, að við höfum þann manndóm til að bera, að við þorum að verja og sækja mál okkar á alþjóðlegum vett- vangi. Það væri þess vegna fráleitt að fela þeim mönn- um forystu mála, sem segja að okkur henti bezt að þegja og einangra okkur. Þessar nýju kenningar Framsoknarmanna um van- mátt íslendinga benda því til þess, að það sé ekki einungis í innanríkismálum, sem flokk urinn keppi að því að ná „stöðvunarvaldi“ og hindra stjórnarforystu, heldur ætl- ist hann líka til þess, að við einangrum okkur frá um- heiminum og verðum algjör- lega áhrifalausir um gang þeirra mála, sem hljóta að skipta okkur jafnmiklu og alla aðra. REYNA ÞEIR AÐ HINDRA KJARA- BÆTUR? 17erkamenn og aðrir þeir, * sem við lélegustu kjör bjuggu, hafa nú fengið raun- hæfar kjarabætur, þar sem kauphækkanirnar eru ein- EKKI er hægt með fullu öryggi að ákvarða íbúatölu einstakra landa, hvað þá allr- ar jarðarinnar, fyrr á öldum. Þó er hægt að komast að nokkuð réttri tölu í Vestur- Evrópu á síðari öldum. Helzt er miðað við gamlar skatt- skrár, herþjónustuskrár, kirkjubækur, einstöku mann- töl, sem eru misjafnlega áreiðanleg, o. s. frv. Enn á vorum dögum eru heimildir um íbúatölu ónákvæmar frá ýmsum hlutum jarðar, eink- um frá ýmsum löndum í Asíu og Afríku, og að nokkru leyti frá Suður-Ameríku og jafn- vel ákveðnum landsvæðum í Suður-Evrópu. — Flestir fræðimenn hafa fallizt á þá skoðun, að við upphaf tíma- tals vors, þegar Ágústus Róm- verjakeisari ætlaði að skrá- setja alla heimsbyggðina, hafi heildaríbúatala jarðar verið nálægt 200 milljónum. Nú eru íbúar jarðar taldir fleiri en 2.900 milljónir. Á síðastliðnum fjörutíu árum hefur mannfólkinu fjölgað um rúmlega 50%. Haldi þessi skorðaðar við minnihluta launþega og verða þess vegna ekki étnar upp af hækkuðu verðlagi þegar í stað, eins og svo oft hefur viljað við brenna. Kommúnistum er meinilla við þessar kauphækkanir, vegna þess að þær færa verkamönnum raunhæfar kjarabætur og þess vegna mun reynast erfitt að fá þá til þess að leggja út í póli- tísk verkföll. En kommúnistum dettur í hug að reyna aðra leið. Þeir ráða þýðingarmiklum laun- þegafélögum, sem þeir geta látið hefja nýja kaupgjalds- baráttu, Sem miðar að því að hindra, að launahækkanir verkamanna endist þeim til verulegra kjarabóta. Enn er ekki vitað, hvort kommúnistar þora að leggja til atlögu við hagsmuni verka manna, en þeir munu nú vera að þreifa fyrir sér um það, hvort þeir geti ekki aukning áfram, verða íbúar jarðar orðnir 6.300 milljónir árið 2000, þ'e.a.s. meira en tvö falt fleiri en núna. Þessi þró- un veldur miklum erfiðleik- um í þeim löndum, þar sem fjölgunin er mest. Enn eru víðáttumikil landflæmi ó- byggð, en aðallega eru það harðbýl lönd, sem mjög kostn- aðarsamt er að nytja eða koma í rækt. Gífurlegt fjár- magn þarf þess vegna til að gera þessi landsvæði byggi- leg. Það er einkuim í fátæk- ustu löndunum, sem viðkoma fólksins er mest, svo að hér er við torleysanlegt vandamál að je,tja- Vestrænar þjóðir, einkum Bandaríkjamenn, hafa veitt fátækum þjóðum geysi- lega efnahagshjálp og aðra aðstoð á síðari árum, svo að aldrei fyrr í sögunni hefur meiri hljálp verið veitt þjóða á milli. Þrátt fyrir þessa hjálp og eigið framtak margra hinna fátækari þjóða, er engin frambúðarlausn á vandamáli fólksfjölgunarinnar eygjan- leg, því að þjóðunum fjölgar enn hraðar en áður vegna fengið t.d. jámiðnaðarmenn til þess að ríða á vaðið. — Á þessu stigi skal engu um það spáð, hvort reynt verður að hindra kjarabætur verka- manna, en alveg er öruggt að verkámenn og aðrir þeir, sem nú hafa fengið launahækkan- ir, munu fylgjast vel með því hvort kommúnistar reyna að gera þær að engu. Smásíld veiðist í Borgarfirði eystra Borgarfirði, eystra, 4. febr. AB undanförnu hefir orðið vart mikillar smásíldar hér í Borgar- firði, en hún er svo smá að hún ánetjast ekki. Er síldin sem svar ar fingurlengd á stærð. Hér munu hafa náðzt um 20 tunnur og var loðnunót notuð við veið- ina. Síldin var rétt við bryggj- urnar. Afli þessi er notaður til skepnufóðurs. Tíðarfar befir verið mjög gott frá því fyrir jóla þar til í gær að gerði norðan hret. Vegir eru allir vel færir. — Ingvar. lyfja og læknisdóma nútím- ans. Margar stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna vinna að því að leysa þennan hnút, svo sem FAO (Matvæla- og land- búnaðarstofnun S. Þ.j, UNESCO (Menningarmála- stofnun S. Þ.), WHO (Heil- brigðismálastofnun S. Þ.) o. fl. Þessar stofnanir senda pen- inga, verkfæri og sérfræðinga til hinna vanþróðuðu landa. Langmestan hluta kostnaðar- ins við þessar stofnanir greiða Bandaríkjamenn, en annar stærsti aðili Sameinuðu þjóð- anna, Sovétríkin, greiða eins lítið og þeim er unnt og skulda samtökunum geypilegt fé. Þó hafa Sovétríkin þrefallt / atkvæði á við Bandaríkin hjá I Sameinuðu þjóðunum, þar i sem fallizt var á það í upp- i hafi að veita Rússlandi, Hvíta- Rússlandi og Úkraníu atkvæðisrétt. Mun mikilvægari en aðstoð hiininia sameinuðu þjóða er hjálp sú, er Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir veita. Hjálp Bandaríkja- manna einna er miklu meiri en öll hjálp S. Þ., enda hefur engin þjóð, hvorki fyrr né síðar í veraldarsögunni, gefið jafn mikið fé öðrum þjóðum, þeim til viðurværis og fram- dráttar. (Með einkarétti: Mbl. og Nordisk Pressebureau). Fiimskur námsstyrkur FINNSK stjórnarvöld hafa ákveð ið að veita íslendingi styrk til háskólanáms eða rannsóknar- starfa í Finnlandi námsárið 1963 — 1964. Styrkurinn veitist til 8 mánaða dvalar og nemur 490 eða 500 finnskum nýmörk- um á mánuði, eftir því hvort um er að ræða nám eða rann- sóknir. Til greina getur komið að skipta styrknum milli tveggja umsækjenda, þannig að hvor um sig hljóti styrk til fjögurra- mánaða dvalar í Finnlandi. Ætl azt er til þess, að öðru jöfnu, að sá Sem styrk hlýtur til náms, hafi stundað a. m. k. tveggja ára háskólanám á íslandi. Umsóknir um styrkinn sendist menntamálaráðuneytinu, Stjórn- arráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 10. marz n.k. og fylgi stað- fest afrit prófskírteina, svo og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu og hjá sendiráðum íslands erlend- is. (Frétt frá menntamálaráðuneytinu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.