Morgunblaðið - 20.02.1963, Síða 5

Morgunblaðið - 20.02.1963, Síða 5
Miðvikudagur 20. febrúar 1963 M O R GllTS B L AÐ l Ð 5 Chevrolet ’53 eða ’54 óskast. Tilboð um verð og ástand sendist Mbl. fyrir laugardag merkt „Staðgreiðsla“. Aukavinna Stúlka óskast í kvöldsölu- búð annað hvert kvöld og helgi. Tilboð sendist í pósthólf 1354 merAt „Heiðarleg". Keflvíkingar Suðurne^jamenn. ■ Afgreiðsla mín er flutt úr verzl. Elsu á Vesturbraut 9, niðri. Sími 1914. Beltagerð Suðurnesja. Keflavík Yfirdekki belti, hnappa og spennur. Set smellur í barnafatnað. Beltagerð Suðurnesja, Vesturbraut 9, niðri. Sími 1914. Gleraugu í hlfrri umgjörð og grænu hulstri töpuðust nýlega. Uppl. í síma 32982. Landrover árgerð 1957 er til sölu í því ástandi sem hann er eftir veltu. Upplýsingar í síma 18329. IDvalizt hefur hér á landi að undanförnu, færeyingurinn Sámal Davidsen. Davidsen starfar nú sem yfirstýrimaður á einu olíu- skipa A.P. Möller-félagsins í Danmörku, og siglir víða um heim. Sjómennsku hefur hann stundað allt frá unglingsárum svo sem títt er um Færeyinga, bæði hér við land og víðar er- lendis. Skipstjóri hefur hann verið á skútum og síðar á öðr- j um stærri skipum, einna helzt dönskum. Hann hefur dvalið I nokkrum sinnum hér á landi. I Davidsen er góðkunningi l og vinur okkar KR-inganna, I og í tilefni af dvöl sinni hér | nú bauð hann nokkrum fé- í lögum úr KR til hófs að Hótel i ' Sögu- ÍVoru þá og þar rifjuð upp og endurnýjuð gömul kynni frá árinu 1939, en þarna voru nokkrir þeirra pilta er þetta sumar fóru með hinum sigur sæla 2. flokki KR til Færeyja. Á þeim árum stundaði Sámal blaðamennsku í Thors- havn, og hafði hann með hönd um móttöku vegna komu og dvalar okkar þar, og fylgdi okkur fast eftir um Færeyj- arnar. Meðfylgjandi mynd af sam- kvæminu að Hótel Sögu, sýn- ir, talið frá vinstri, Gunnar Jónsson, nú sölumann hjá Nathan & Olsen, Skúla rakara Þorkelsson, þá Bomma eða réttu nafni Birgir Guðjónsson, er starfar hjá Helga Magnús- syni & Co., Jón Jónsson skipa smið og Matthías Jónsson póstmann. Innst við borðið hægra meg in er Guðbjörn Jónsson, klæð skerameistari og knattspyrnu- dómari, Sigurður Jónsson, bak arameistari, Páll Hannesson, tollvörður, þá Sámal David- sen, yfirstýrimaður og blaða- maður, og að lokum Sigurður Halldórsson, forstjóri, núver- andi formaður knattspyrnu- i deildar KR. \ Viðræður voru fjörugar í 1 hófinu enda margs að minn- 1 ast úr Færeyjaförinni fyrir / 24 árum, þá er allir voru ung J ir og óréyndir. \ t>ótti þetta í þá daga stór- mikið í ráðist, enda mun þetta vera fyrsta utanför ungl- inga í íþróttum. Að sigla með Dronning Alex andrine í þá daga og komast í kaldaborðið þar um borð var eikkert „smotterí“, svona í restina á kreppuárunum. En 1- september þá er KR-liðið var á förum frá Færeyjum braust stríðið út óg leiðir skildu hjá þeim félögum og lífið breyttist hjá hverjum og einum þessara unglinga. Þarna að Hótel Sögu voru þeir komnir saman á ný. — VINÁTTAN SÚ SAMA, OG ALLT EINS — i KR-ingur. / Söfnin Mlnjasafn Reykjavíkurbæjar. Skúia túni 2. opiö daþ, ega frá kl. 2—4 »li nema mánudaga. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74. er ©pið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu daga kl. 1.30 til 4 e.h. Bæjarbókasafn Reykjavikur, simí 1-23-08 — Aðalsafmð Þingholtsstræti 29A: Útlánsdeild: 2-10 alla virka daga nema laugardaga 2-7 og sunnqdaga 6-7. — Lesstoian: 10-10 alla virka daga 2-7. — Útibúið Hólmgarði 34: Opið 5-7 alla virka daga nema laug- ardaga og sunnudaga. — Útibúið Hofs vallagötu 16: Opið 5.30-7.30 alla daga daga nenia laugardaga 10-7 og sunnu- nema iaugardaga og sunnudaga. Asgnrnssaín, Bergstaöastræli 74 er opiö þríðjud., fimmtud. og sunnudaga trá kl. ) .30—4 e.h. Ameríska bókasafnið, Hagatorgi 1, er opið mánudaga. miðvikudaga og föstudaga, kl. 10—21. priðjudaga og fimmtudaga kl. 10—18. Strætisvagna- ferðir: 24,1,16,17. Útibú við Sólheima Z7 opið kl. 16-19 alla virka daga nema laugardaga. Þjóðminjasafnið er opi'ð þriðjudaga. fimmtudaga, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 1.30 til 4 e.h. Tæknibókasafn IMSl. Opið alla virka daag frá 13-19 nema laugardaga frá 13-15. Listasafn Einars Jónssonar er lok- að um óákveðinn tíma. Listasafn íslands er opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 1.30 til 4 e.h. + Gencrið + 13, febrúar Kaup Sala 1 Enskt pund ...... 120,40 120,70 1 Bandaríkjadollar .... 42.95 43,06 1 Kanadadollar ....... 39,89 40,00 100 Danskar kr. ______ 621,50 623,10 100 Norskar kr. ...... 601,35 602,89 100 Sænskar kr.....828,35 830,50 100 Pesetar ..„...... 71,60 71,80 lö" Finnsk möt-k ..„ 1.335,72 1.339,1 100 Franskir fr. _____ 876.40 878.64 100 Belgiskir fr. _____ 86.28 86.50 100 Svissn. frk....... 992,65 995,20 100 Vestur-Þýzk mörk 1.073,42 1.076,18 100 Tékkn. krónur _____ 596,40 598,00 HÉR á landi er nú staddur í boði Stúdentaráðs Háskóla íslands, öystein Opdahl, fyrr- verandi formaður Norsk Stud- entsamband. Opdahl dvelur hér í viku og flytur tvo fyrir lestra. Hinn fyrri flutti hann s.l. föstudag og fjallaði fyrir- lesturinn um vandamái og skipulag norskra stúd- enta samtaka. Var fyrirlestur þessi rnjög fróðleg ur, enda eru vandamál norskra og íslenzkra stúdenta mjög svipuð. Sfðari fýrirlest urinn verður í kvöld kl. 8.30 í háskólanum. Fjallar hann um norrænt samstarf stúd- enta og samstöðu þeirra á al- þjóðavettvangL Sá fyrirlest- ur verður áreiðanlega einnig mjög fróðlegur og fluttur, einkum með hliðsjón af hinni nánu samvinnu Stúdentaráðs og stúdentasambandanna á Norðurlöndum og samstöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Blaðamaður Mbl. hitti Op- dahl að máli í gær og innti hann eftir heimsókninni. Ég hef áður komið hingað árið 1959 og sýndi þjóðdansa. Nú er heimsóknin í nokkuð öðru skyni. Það var mikill heiður, sem Stúdentaráð sýndi mér með heimboðinu og ég hef hlakkað mikið til þess- arar heimsóknar, ekki hvað sfzt vegna hins góða samstarfs milli sambanda okkar. Sktpu- lag heimsóknar minnar hefur verið mjög gott og ég hef fengið að kynnast íslenzkum málefnum og málefnum stúd- enta- Rætt við íslenzka stúd- enta í gamni og alvöru. Sér- staklega vil ég nefna háskóla. rektor, borgarráð og frú Ragn hildi Helgadóttur, sem hafa rætt við mig og sýnt mér gest- risni. Hvernig líta norskir stúd- entar á norrænu samvinn? una? Tvímælalaust mjög jákvætt, Samvinna háskólanna og stúd entanna á Norðurlöndunum hefur verið mikil og löng. Stúdentarnir þekkja því mjög vel til norrænna málefna. Persónuleg tengsl margra norrænna stúdenta eru einnig til þess fallin að ryðja sam- starfinu braut. Þessi samvinna, einnig á stúdentasviðinu hlýtur að verða fastari og skipulagðari í náinni framtíð. Þar er ein- ungis um tímaspursmál að ræða. Samstaða Norðurland- anna á alþjóðavettvangi kem ur til með að fá meiri þýð- ingu, ekki hvað sízt á alþjóða þingum stúdenta. Norsk Stud entsamband og Stúdentaráð hafa haft mjög góða samvinnu á alþjóðavettvangi og ég vona að svo verði framvegis. Þessi heimsókn mín hefur tekist mjög vel. Við höfum rætt málin og Stúdentaráð hefur lagt fram ákveðnar til- lögur um tilhögun stúdenta- samvinnunnar á Norðurlönd- unum. Ég hef lesið greinar- gerð formanns Stúdentaráðs fyrir þessu máli og tel mikla möguleika á því að málið kom ist á lokastigið á fundi okkar í Helsingfors í byrjun næsta mánaðar- Að lokum vil ég segja það, að ég er staðráðinn í því að koma hingað aftur, ef tæki- færi gefst til. I ! r Kuldaskór Kvenna — barna og unglinga Verð kr. 195,00 Verö kr. 298,00 Stærðir frá 27—33 Stærðir frá 34—40 SKÓHÚSIÐ Hverfisgötu 82. Sími 11788. íbúð óskasf TIL LEIGU Bifreiðar og landbúnaðarvélar Brautarholti 20 — Sími 19345 og 19346. Stakir skinnkragar Skinnhiifur Leðurvesti Leðurpils Leðurjakkar Leðurdragtir Leðurkápur Feldur, Veltusundi Bútsög Góð bútsög óskast til kaups eða leigu. Trésmiðja Birgirs Ágústssonar Brautarholti 6 — Sími 10028 og 20049. Svampféðraðir herrafrakkar Einnig fermingarstærðir. — Glæsilegt úrval. HERRAFÖT Hafnarstræti 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.