Morgunblaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 10
10
MORCUNBL 4 f) 1 Ð
MiSvikudaguT 20. febrúar 1963
KLUKKAN er átta að kveldi,
veðrið er kyrrt og milt. Ég ek
niður Oddeyrina og nem staðar
við Hríseyjargötu 15. Þar býr
hinn síkviki og syngjandi Oddur
Kristjánsson.
Ég drep á dyr og spyr eftir
Oddi. Mér er vísað inn í hlýlega
stofu og upp úr sófa sprettur
hann, fremur lágvaxinn, tág-
grannur og teinréttur. Hann ber
sín áttatíu ár þannig að manni
flýgur í hug að hann sé talandi
tákn þess að alltaf eru undur og
stórmerki að gerast í náttúrunn-
ar ríki.
Líkaminn er furðulega ung-
legur og enga hrörnun er að
finna í hugsun hans. Er ég hef
heilsað honum, segi ég. „Mig
langar til að fá að eiga viðtal
við þig, ég ætla að senda Mogg-
anum það“. „Eitt og annað berðu
nú við segir hann og verður ef-
laust hugsað til þess tíma er við
strituðum saman í byggingar-
vinnu við góðan orðstir fyrir
nær 20 árum. „Það er verst að ég
er búinn að eiga viðtöl við ein-
hverja svo ég held að ég hafi ekki
Jaö er
Oddur Kristjánsson við stjórnvöl á siglingu til Vestmanna
eyja í söngför Geysis sumarið 1962.
svo margt
Afmælrsviðtal við Odd Kristjáns-
son áttræðan
frá me.iru að segja. Viltu ekki
bara lesa það“.
„Nei, þakka þér fyrir“ segi ég
og þykir nú óvænkást minn hag-
ur ef einhverjir fuglar eru búnir
að kroppa allt korn af þeim
akri, er ég hugðist sjálfur hirða
uppskeruna af.
„En ég vil nú alltaf tala við
þig“, segir hann. „Fínt! segi ég“
við skulum þá tala um söng.
Og svo töluðum við um söng og
hófumst þegar handa.
— Þú byrjar ungur að syngja.
— Það er engu logið þó sagt
sé að ég hafi byrjað 8 ára. 10
ára fór ég að syngja í kirkjunni
og pabbi lét okkur syngja heima.
Hann var mikill söngmaður og
við bræður urðum að taka undir
hvað sem tautaði. Það var alltaf
sungið í heimahúsum við hús-
lestra og passíusálmarnir voru
allir sungnir á hverjum vetri og
svo var sungið við öll möguleg
tækifæri.
— Þú varst með í Hekluförinni
1905.
— Já og hún tókst í alla staði
vel, það hafði aldrei fyrr verið
farin söngför frá íslandi, svo
þetta yar mikið ævintýri. Það
liðnu mörg ár þangað til íslenzk-
ur kór fór til útlanda næst.
Annars er búið að segja frá
öllu í sambandi við þessa för.
— Fyrst allt er sagt um ferð-
ina, segðu mér þá frá æfingum
kórsins undir hana.
— Hekla var æfð hér á Akur-
eyri því flestir söngmennirnir
voru héðan, en við vorum þrír
sem fengnir vorum þarna utanað
Árni Jónsson, Jón bróðir minn
og ég. Akureyringarnir voru bún-
ir að æfa allan veturinn og fram
á sumar. Við komum svo ekki inn
eftir fyrr en æfingar hófust um
haustið- Við höfðum nótur og vor
um búnir að læra lögin um sum-
arið, en svo var æft stanzlaust
í þrjár vikur, tvisvar og stund-
um þrisvar á dag og það var bara
sungið og sungið. Svo fórum við
út með „Kong Inge" og feng-
um blankalogn alla leið út.
— Eitthvað hafið þið nú gert
á leiðinni í öllu þessu logni.
— Já, það var nú margt brall-
að. Það var sett upp að allir væru
Gootemplarar á meðan á förinni
stóð, en ég fór nú ekkert eftir
því. það voru náttúrlega'fleiri en
ég sém þóttu guðaveigar góðar.
í þessu indælisveðri var setið
uppi á dekki spjallað, ort og
lapið ónýtt öl. Við vissum að það
var nógur „Gamli Carlsberg“ í
skipinu ^n við máttum ekki láta
sjá að við snertum hann, svo ég
var sendur í þjóninn til að vita
hvort hann gæti ekki látið okkur
hafa miðalausan „Gamla Carls-
berg. Hann sagðist skyldi gera
það með ánægju. Svo samdi ég
um það við hann að ef hann væri
beðinn um miðafrían bjór þá
fengjum við „Gamla Caflsberg".
Þetta gerði hann. Hinir voru allt
í kringum okkur með ónýta sullið
en við drukkum okkar fína öl.
En allt fór þetta nú vel fram og
enginn sá að við kipptum.
— Viltu segja mér frá söng-
stjóra Heklu, Magnúsi Einars-
Einarssyni.
— Hann hafði lifandi áhuga á
söngnum.
Hann kenndi allar raddir á
fiðlu og hafði mjög gott eyra
fannst mér.
Lög og texta skildi hann mjög
vel og var snillingur að samræma
það.
Ég man eftir því einu sinni þá
surtgum við lítið lag eftir Sigfús
Einarsson. Það er allt frekar milt
en þó er nokkur styrkur í því
aumstaðar.
Hann útfærði þetta alveg snilld
arlega. Einu sinni þegar við vor-
um búnir að syngja þetta lag þá
sagði hann.
„Nú spilaði ég á ykkur“.
Og það var satt. Þetta er það
sem söngstjórar eiga að gera, þeir
eiga að spila á kórinn eins og á
hljóðfæri og láta allt koma skírt
syngja
sér
og vel fram. Já það er víst óhætt
að segja að Magnús var góður
söngstjóri og langt á undan öllum
á þeirri tíð.
Hann fór gangandi út um allar
sveitir og kenndi smá söngflokk-
um. Ég man að hann kom út í
Glæsibæ og fólk kom langt að
t. d. þekíkist ekki annað í gömlu
Heklu en allir voru mættir á æf-
ingum. Annað voru svik við kór-
inn.
— Þú ert búinn að syngja í
mörgum kirkjukórum.
— Ég hef sungið í kirkjukór
þeirrar sóknar er ég hef verið í
hverju sinni. Ég hef raunar sung-
ið í flestum kirkjum við Eyja-
fjörð, en í sumum þeirra aðeins
við jarðarfarir.
— Hvernig væri að þú segðir
mér eitthvað frá þeim söngferð-
um sem þú hefur farið héðan út
um sveitir til þess að syngja við
jarðarfarir. Það er þó ekki búið
að segja allt um þær.
— Þetta voru nú svo sem eng-
ar frægðarferðir, en margt gerð-
ist nú og mikið var sungið. Áður
fyrr var venja að syngja allan
sálminn. „Allt eins og blómstið
eina“ öll 13 erindin, á meðan
mokað var ofan í gröfina og ef
það dugði ekki til þá var tekinn
sálmur sem var þar skammt frá
með sama lagi.
Ég man eftir því einu sinrv
á Möðruvöllum. Síra Davíð á
Hofi jarðsöng. Það gekk eitthvað
seint að koma ofan í gröfina og
„Allt eins og blómstrið eina“ var
búið en ekki mátti nú hætta að
syngja fyrr en búið væri að
moka ofan í gröfina. Prestur var
fljótur til þegar hann sá að þetta
ætlaði ekki að duga og bendir
okkur á 5 erinda sálm sem þarna
er nálægur og fellur undir sama
lag og það rétt dugði. Þegar við
vorum rétt búnir að syngja 18
erindi þá var búið að moka ofan
í gröfina. Það var norðan kulda-
steyta, en þetta mátti maður hafa.
En þetta er nú liðin tíð, nú eru
bara sungin tvö erindi.
Oft var drukkið mikið við jarð-
arfarir hér áður fyrr. Mér var
sögð sú saga að á kikjustað ein-
um hér í nágrenninu, gerðist það
að vetri til að koipið var með iík
til greftrunar. Að loknum öllum
formsatriðum, en þá var komið
þreifandi myrkur. Menn voru
ðkki alveg klárir á hvar gröfin
var og settu kistuna niður og
fara að leita að gröfinni. Svo
finna þeir hana nú loksins, þá
fara þeir að leita að kistdnni en
hana fundu þeir ekki þann dag-
inn.
— Þú ert búinn að syngja lengi
í Geysi“.
— Ég kom hingað 1936 og þá
Elztu starfandi félagar vinakóranna Fóstbræðra og Geysis:
Hallur Þorleifsson ( t. v. og Oddur Kristjánsson (t.h.).
úr sókninni og hann kenndi lög
og svo var sungið saman, ekki
í þeim tilgangi að syngja opin-
berlega heldur til þess að læra
lög og syngja sér til ánægju og
upplyftingar. Þá var nú ekki ver-
ið að segja: „Er ekki tíminn bú-
inn. Er ekki tíminn búinn“. Það
var sungið þrjá, fjóra og upp í
fimm tíma uppihaldslítið og þá
var einhvert gagn að þessu.
Það var ekki „pása“ eftir þrjú
lög.
— Þér finnst áhugi fyrir söng
hafa dofnað.
— Já, það finnst mér áreiðan-
leg. Þetta hefur breyzt mikið hin
síðari ár. Nú er orðið svo margt
annað en söngur sem menn geta
leitað sér upplyftingar í og æf-
ingar margra söngfélaga hafa
goldið þess.
Hugsun manna gagnvart sínu
söngfélagi hefur mikið breytzt
fór ég strax að syngja með Geysi,
fyrst söng ég I. bassa en síðar
II. bassa og hann syng ég enn.
— Þú byrjaðir sem I. tenor.
— Já, ég byrjaði þar og alltaf
feerði ég mig niður. Ég mundi
nú ekki leika mér að því, að
syngja I. tenor núna.
— Þú söngst lengi undir stjórn
Ingimundar Árnasonar.
— Já, það voru mörg og
ánægjuleg ár og ég skal segja þér
eitt. Að sumu leiti var Ingimund-
ur ekki ólíkur Magnúsi Einars-
syni, að minnsta kosti var áhug-
inn og eldmóðurinn hinn sami,
en Ingimundur stjórnaði af meiri
krafti og þegar maður átti að
beita sér þá færðist hann allur
í aukana svo bæði við sem sung-
um og áhorfendur hrifust með.
Ég man eftir Sigurði skóla-
meistara einu sinni. Hann var á
samsöng hjá okkur og eftir söng-
inn stóð hann upp og mælti fyrir
minni söngsins og Ingimundar og
ég man að hann sagðist háfa haft
innilega ánægju af að horfa 4
baksvipinn á Ingimundi við
stjórnina. Svo er ég búinn að
syngja undir stjórn sonar Ingi-
mundar, síðan hann tók við
stjórn Geysis. Árni er mjög músik
alskur og hefur margt gott til að
bera sem söngstjóri, en hann er
meira gefinn fyrir veikan söng
en faðir hans var. Ég hef verið
á mörgum söngmótum karlakóra
og sungið þar undir stjórn
margra beztu söngstjóra landsina
svo sem Sigurðar Þórðarsonar,
Jóns Halldórssonar og Þormóðs
Eyjólfssonar. Það varpar enginn
skugga á þá þó ég segi að alltaf
fannst mér nú Ingimundur bezt
ur, léttast að syngja undir hans
stjórn og hann ná mestu ut úr
flokknum. Það var eins og það
kæmi annað líf í allan skarann
þegar hann tók við.
— Hvaða söngmenn eru þér
minnisstæðastir þeirra er þú hef-
ur sungið með.
— Þeir eru nú margir minnis-
stæðir. Það eru nú t. d. Gunnar
Pálsson og Hreinn Pálsson, þeir
voru sóló söngmenn Geysis 1
mörgurn viðamiklum lögum.
Gunnar Magnússon, Hermann
Stefánsson og Kristinn Þorsteins
son sungu einnig oft einsöng og
ég minnist fjölmargra athyglis-
verðra söngmanna sem allt of
langt mál er upp að telja, og svo
er það náttúrlega hann Ingimund
ur. Hann var nú við stýrið, en
þegar komu háir tónar þá greip
hann inn í og þá munaði nú það.
Ingimundur hafði ótrúlega mikið
raddsvið og geysimikla rödd. Ja
hann fór léttilega yfir þrístrikað
C. og það gera nú ekki margir.
— Þú fórst aðra söngför til
Noregs 1952.
— Já, með „Geysi“, en við höf-
um nú ekki tíma til að tala um
hana núna, en hún var öll mjög
skemmtileg, eintómt sólskin.
— Og þú ætlar að halda áfram
að syngja í Geysi.
— Já á meðan eitthvað heyrist
í mér og ég vona að ég finni það
sjálfur þegar ekkert gagn er að
mér lengur.
— Og þú verð þínum tómstund
um í söng.
— Já, ég hef alltaf gert það. Ég
er oft á þremur til fjórum æfing
um í viku. Það eru venjulega
tvær æfingar á viku hjá Geysi,
stundum þrjár og ein hjá kirkju-
kórnum og maður ryðgar nú ekki
á meðan maður æfir svona, en þó
hefur nú röddin minnkað eins og
eðlilegt er. Maður getur ekki
endalaust sungið á fullu.
— Þér finnst söngurinn hafa
fært þér mikið.
— Það-er regluleg unun að fást
við söng, þó það sé bara verið
að læra raddir á æfingum. Söng-
ur er alltaf uppörfun og lættir
bæði fyrir sál og líkama. Maður
getur sungið svo margt frá sér.
Ég skal t. d. segja þér að síra
Geir Sæmundsson sagði að ef hon
um þætti við einhvern mann þá
sagðist hann ævinlega fara inn að
píanóinu og spila þar og syngja
tvö þrjú lög og þá var allt gleymt
og orðið gott aftur.
Söngurinn bætti allt sagði
hann.
— Þekktir þú Geir Sæmunds-
son.
s — Já, já, ég þekkti hann mjög
vel. Hann hafði þá fegurstu söng-
rödd sem ég hef heyrt. Sumir
vilja efast um að hafi haft eins
fagra rödd og sagt-hefur verið.
Fólk heldur að maður hafi ekki
verið dómbær á þetta vegna þess
að maður hafi ekki verið vanur
að heyra til góðra söngmanna og
þess vegna fundist svo mikið til
um þetta. En það er ekki tilfellið.
Þetta er áreiðanlegt, enda ber
mörgum sem gott vit hafa á söng
ag heyrðu síra Geir syngja sam-
an um þetta.
— Hélt hann konserta hér?
— Já, já hann gerði það, en
það var nú ekkert oft. Hann var
ekkert að trana sínum söng fram.
Ég man eftir því að hann hafði
einu sinni konsert hér og hafði
15 lög á söngskránni. Þetta voru
allt gamlir kunningjar, smá lög,
„Ég man þá tíð“ og fleiri slík —
Framhald á Pls. 15.