Morgunblaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 20. febrúar 1963 iHORGV TS BL AÐIÐ T3 Krúsjeíf er hættur að skjófa | menn - hann lokar þá inni á geðveikrahæli ENN einn sovézkur listamaður j hefur verið hnepptur í fjötra og lokaður inni á geðveikrahæli, fyrir þá sök eina, að hafa látið gefa út verk sín erlendis. Er síðasta fórnarlamb Sovétstjórn- arinnar rithöfundurinn Valeriy Tarsis, sextugur að aldri. Bókmenntagagnrýnandi blaðs- ins, „The Observer", sagði frá tveim sögum hans „The Blue- bottle“ og „Red and Black“, er þær komu út í einni bók á veg- um Collins, í enskri þýðingu og undir dulnefninu Iván Valeriy. Var dulnefnið notað að frum- kvæði útgefandanna, sem von- uðu, með hliðsjón af sovézku „hlákunni“ undanfarið, að sovézk ir ráðamenn myndu ekki telja ástæðu til þess að ganga svo hart að manni, er ekki flíkaði um of sínu rétta nafni. En þeir hefðu ekki þurft að gera þessa varúðarráðstöfun, því í ágústmánuði sl., tveim mánuð- um áður en bók Tarsis kom út í London, hafði honum verið komið á öruggan stað, án þess Ivinskaya þeir hefðu nokkra hugmynd um. Hin venjulegu viðbrögð Sovét- stjórnarinnar við fregnum, sem þessum, er þær birtast í erlend- um blöðum, eru, að lýst því yfir, að fréttaritarar, sem sendi slíkar fregnir, séu einungis að finna sér tækifæri til að koma á framfæri áróðri, sem blásið geti að glæðum kalda stríðsins. Það er eins og þeim komi aldrei í hug, að tæki- færi verði fyrst að vera fyrir hendi. Á hinn bóginn vita þeir vel, að „The Observer" og mörg önnur blöð hafa þráfaldlega beðið — oft mánuðum saman — með að segja frá því, er listamenn í Sovétríkjunum hafa verið órétti beittir — í þeirri von, að unnt yrði með einkaviðræðum bak við tjöldin, að létta nauðinni af þess- um mönnum, án þess að Sovét- stjórnin biði við það of mikinn álitshnekki gagnvart heiminum. Gleggsta dæmið um þessa afstöðu fréttamanna er mál Olgu Ivin- skayu, vinkonu Boris Pasternaks, og dóttur hennar Irinu. Þær voru að vísu ekki lokaðar inni á geð- veikrahæli, heldur í fagelsi, þar sem þær eru enn. Mál Tarsis er annað ljóst dæmi. Þegar ég fyrir nokkrum vikum skrifaði um hinn nýja hátt sovézkra ráðamanna, — að lýsa géðveika þá lista- og Eflir Edward Crankshaw menntamenn, sem víkja út af brautunum, sem ráðamenn hafa ætlað þeim, — sagði ég ekki frá máli Tarsis, því að þá var enn von um, að Sovétstjórnin kynni að breyta ákvörðun sinni og leysa hann úr haldi. En sú von hefur brugðizt. Tarsis er ekki óþekktur maður. Hann er einn af eldri félögum sovézka rithöfundasambandsins, þekkir vel flesta rithöfunda, sem honum eru nokkurn veginn jafn- áldra og marga hinna yngri — — og allir þessir menn þekkja hann. Faðir hans tók þátt í bylt- ingunni 1905 og minnist Valeriy þess enn með skelfingu, þegar lögregla keisarans gerði húsleitir heima hjá þeim. Síðar hvarf faðir hans sporlaust í einni af hreinsun um Stalíns. Tengdafaðir Tarsis var Alksnis, hershöfðingi í so- vézka flughernum, sem Stalín lét skjóta. Gefnar hafa verið út í So- vétríkjunum margar bækur eftir Tarsis um vestrænar bókmenntir, en síðustu tuttugu árin hefur hann orðið að skrifa skáldsögur sínar, smásögur og ljóð í laumi, Þegar Tarsis uppgötvaði sér til gremju, að mildi Krúsjeffs var, þegar til kom, alls ekki svo mikil, að nokkurt þessara verka hans fengizt gefið út í Sovétríkjun- um, fór hann að senda þaU til útgáfu erlendis. Hann hafði ákveðið að skrifa Krúsjeff bréf, þegar ritverk hans væru komin á markað erlendis, — segja þar hvað hann hefði gert og hvers vegna. Hugðist hann óska eftir því, að fá annað hvort leyfi til útgáfu verka sinna heima fyrir eða til þess að mega flytjast úr landi fyrir fullt og allt, ásamt eiginkonu sinni og sautján ára dóttur. Þess ber að minnast, að Pasternak var opinberlega boðinn þessi kostur, þegar hann hlaut Nóbelsverðlaunin á sínum. tíma. Myndhöggvarinn Naritsa fór einnig fram á þessa sarria, áður en hann var -handtekinn og hnepptur í fangelsi — en þaðan var hann síðar fluttur í geðveikra hæli. Einu merki geðveilu, sem fyrir fannst hjá báðum þessum mönn- um, Tarsis og Naritsa, er að þeir skyldu birta verk sín erlendis, án þess að skeyta um afleiðing- arnar — láta eftir scr að vona, að Krúsjeff leyfði þeim að fara úr landi. En Tarsis gerði sér glögga grein fyrir því, hvernig fara kynni. Sagan „The Bluebottle" er í senn gagnrýni á framkomu fólks yfirleitt og framkomu, sem einkennandi er fyrir Rússa. Aðal söguhetjan rússneskur mennta- maður á það sjálfur á hættu að vera úrskurðaður „sjúkur". Fyrst. er það opinber öryggisvörður, síð an starfsbræður hans við háskóla, sem skýra elskulega fyrir hon- um, að hann sé „mjög sjúkur og þarfnist læknisaðstoðar", — jafn vel ástkona hans varar hann við því, að honum sé „samkvæmt rót gróinni rússneskri siðvenju" sú hætta búin, að vera úrskurðaður „sjúklingur“. Hin rússneska siðvenja hefur farið með sigur af hólmi. Stalín hefði látið skjóta hvern þann rit- höfund, sem gert hefði það, sem Tarsis hefur gert. Krúsjeff er hættur að skjóta menn. Hann kann því vel að geta hælzt um yfir því, að í Rússlandi séu ekki lengur neinir pólitískir fangar. En Rússland er ennþá sá staður, þar sem því er jafnað við geð- veiki, ef andans menn láta í ljósi óánægju sína á erlendum vett- vangi. (OBSERVER öll réttindi áskilin.) MIG langar til að segja nokik ur orð við vjn minn, Níels Dungal út af ummælum er hann lét falla viðvíkjandi Indriða sál. bróður mínum. Það er flestra, að minnsta kosti menntamanna, siður að hella ekki svívirðingum _á dauða menn, ef einhverjjr þeirra nánustu eru ofan mold ar. Dungal' sagði, að það hefði verið tekin mynd af fyrirbær- um sem fram komu hjá Indr- iða sem miðli, og við athug- un á hennj hefði komið í ljós að um blekkingu væri að ræða. Ég staðhæfi, að Dungal hefur enga sönnun á þessu, og býst ekki við að honum garigi betur héðan af að fá vottorð hjá Einari Hjörleifs- syni og Haraldi Nielssyni, sem víst áttu að vera dóm- endur á myndatökunni, en Ttið mæðiveikinni forðum. Ég er alveg viss um að Dungal mín- um hefði verið nóg boðið, ef hann hefði verið á fyrsta fund inum hjá Indriða, sem var á Stýrimannastíg 6, þar sem Einar Hjörleifsson bjó þá, í húsi föður síns, þar sem til- raunafundirnir voru haldnir. Þetta var veturinn 1907—08. Þann vetur var ég við smíða nám í Reykjavík og var iðu- lega þarna á fundum. Á þessum tíma var Jón Ólafsson ritstjóri Reykjavík- urinnar og gat átt til að láta hálf illa. Mér fannst svipað koma fram hjá Dungal í þætt inum Spurt og spjallað þann 4. þ.m. Jón var skömmóttur út í tilraunafundina og Ind- riða bróður minn, og það varð til þess að ég fór að sækja þessa fundi í hinum nauma frítíma mínum. Þá byrjaði dagvinnan kl. 6 og lauk, þegar Völundur flautaði kl. 6. að kvöldi. Og í stað þess að fara á böll var haldið upp í Iðn- skóla. Rétt svona í gamni vildi ég segja það, að þegar ég fór á fyrsta fundinn hjá Indriða, hittist svo á, að það fóru að sjást líkamningar. Af þeim sökum héldu Einar og Haraldur og aðrir sem á fund- inum voru (um 60 manns) að ég væri miðill eins og bróðir minn. Hefðu þeir vitað í hvaða tilgangi ég fór að sækja þessa fundi, mundu þeir hafa hugsað um annað, því tilgamg ur minn var fyrst og fremst sá að ljóstra upp, ef ég kæm- ist að því að svik væru í tafli, dáleiðsla eða eitthvað slíkt, eins og Jón Ólafsson hélt fram 1 Reykjavíkinni. Á fyrsta fundinum, sem ég sat, var svo mikið haft vfð mig, víst af því ég var bróð- ir Indriða, að ég fékk að velja mér sæti og var ég fljót- ur að kjósa sætið í fremstu röð, á milli Björns Jónssonar í ísafold og Einars Hjörleifs- sonar. Þar sem Einar var for- ystu sauðurinn í þessum félags skap, þá vildi ég heldur vita hvað homum liði og kaus mér því sæti við hlið hans, því ég vissi ég að myrkt átti að vera. Þegar messan byrjaði vildi svo til að fyrsti líkamningur- inn, sem sézt hafði hér á lamdi, kom fram. Það fór mú Indriði Indriðason heldur en ekki að koma spenn ingur í mannskapinn. Ég skal rétt svona til gam- ans lýsa dálítið hvernig þetta gekk til þarna á fundinum. Það skyldi enginn af þeim, sem spjölluðu í útvarpssal á dögunum halda, að þarna hafi verið viðhafðar einar eða aðr- ar særingar, eins og sagt var að hefði átt sér stað við upp- vakningu drauga í garmla daga. Það var öðru nær. í horninu á salnum hægra meg- in, á móti áhorfendunum, var stór kolaofn og uppi á honum stóð olíulampi, sem slökkt var á, áður en byrjað var. Öðru megin við salinn var svefn- herbergi Indriða. Dyrnar á því voru beint á móti fólk- inu og tjöld fyrir herbergis- dyrunum. Inni í herberginu var rúm hans og kommóða, sem sást á milli tjaldanna. Indriði sat á stól salarmegin við herbergjsdyrnar, eftir að slökkt var. Áður en nokkuð gerðist voru sungnir sálmar: „Hærra minn guð til þín“, „É<g fell í auðmýkt“, o.fl. Forsöngvarinn var Brynjólfur Dóimkirk j uorganisti. Þegar búið var að syngja, heyrðist rétt á eftir eins og svefnrof eða stunur í Indriða. Ávarpaði Konráð Gíslason, afa.bróðir okkar bræðranna, mannskapinn. Svo byrjuðu fyrirbærin. Það var eins og kveikt væri á éidspýtu inni 1 svefmherbergi Indriða og um leið birti inni í því, svo kommóðan sást greinilega milli tjaldanna. Ég hugsaði með sjálfum mér, að Indriði hefði brugðið sér inn í herbergið og kveikt á eldspýtu, en eftir augna- blik er kveikt aftur og maður í hvítum hjúp gengur fyrir dyrnar inni í herberginu. Ég hélt enn, að Indriði hefði brugðið sér aftur inn í her- bergið, kveikt og breitt yfir sig lakið úr rúminu, sem var innst í herberginu. En þá var kveikt í þriðja sinn og þá kem ur kempan í hjúpnum alskap- aður í herbergisdymar, á mdli tjaldanna, og horfði fram í salinn. Um leið birtir af þessu fyrirbæri og sjá þá allir, hvar Indriði situr framan við dyrn- ar á stólum. Ég býst við að aðrir hafi hugsað svipað og ég,' því að það fór að koma kvik á mann skapinn, þegar allir sáu, hvar Indriði sat á stólnum graf- kyrr. Nú var stutt hlé. Þá heyrð- ist eins og kveikt væri á eld- spýtu, í því kemur veran, eða hvað maður vill kalla þetta, í hjúpnum í fullorðins manns stærð í ljýs í horninu hjá kola ofninum og stóð þar upp við ofninn. Eftir gott augnablik hvarf sýnin, hjaðnaði ofan frá og mynduðust eins og tvær stjörnur á gólfinu undan fótunum. Nú fór fólkinu ekki að lít- ast á blikuna, þegar það sá þessa heimsókn frammi í sal. Síðast þetta kvöld birtist kunn ingi í hjúpnum rétt fyrir framan hnén á okkur þre- menningunum, mér, Birni og Einari, svo allur mannskapur inn tókst á loft í salnum og var dauðhræddur. Björn minn Jónssón sagði við mig, til að bæri minna á hvað þeir Einar voru hræddir: „Nú hrukkuð þér við, Kristinn." Mér várð þá að orði, að mér hefði ruú fundizt koma kvik á fleiri, því sessunautar mínir tókust báðir á loft, að ég tali nú ekki um alla þá sem voru á baik við okkur. Þeir höfðu á- hyggjur af því, ef veran kæmi oftar, að hún mundi kannski hlassa sér ofan á þá í bekkj- unum. Þetta kvöld kom líkamning urinn þrisvar sinnum fram í salinn og í hvert sinn sást hvar Indriði sat á stólnum við herbergisdyxnar. Lýsti svo af verunni að Indriði sást gat maður hvergi grillt í kúst skaft með slæðu, eins og þegar myndin átti að hafa verið tekin. Mörgu gæti ég sagt frá fleira þarna af fundunum, sem ég, var á þennan vetur, en al- veg brást mér bogalistin áð finna hvort svik væru í tafli, hvorki hjá Indriða eða öðr- um. Það mætti einstakt heita, ef jafn prúðir og gæfuríkir menn og Björn Jónsson, Einar Hjörleifsson og Haraldur Niels son, væru að leika sér með tilbúnar fígurur til að blekkja með sig og aðra. Ég var þennan vetur iðu- legur heimagangur á heimil- um þessara þriggja heiðurs- manna, Björns, Einars og Har aldar og það verð ég að segja, að öllum ólöstuðum, að ann- ara verk hafa varla tekið þeirra fram. Það var álit margra, að það hefði ekki dregið úr anda- gift hjá Haraldi eftir að hann komst í tæri við Indriða og andatrúna, og Einar var far- inn að nálgast Harald á þvi sviði, en Björn minn Jónsson varð alltaf að vera í brjóst- vörn við áleitna orustumenn í landsmálum og halda sig frek ar við jörðjna. Þó að margt fleira mætti segja viðvíkjandi þessum til raunum, þá læt ég þetta nægja. Býst ekki við að fjöld- inn endist til að lesa meira, en bið þeim að verða að góðu, sem úthaldið hafa. Skarði, 15. janúar 1963. Kristinn Indridason. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.