Morgunblaðið - 20.02.1963, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.02.1963, Qupperneq 17
MORCVISBT. AÐIÍ) Miðvikudagur 20. febrúar 1963 17 Stjórnmálanám- skeið Heimdallar Á stjórnmálanámskeiði þvi, er nú stendur yfir á vegum Heimdallar F.U.S., hefur ver- ið fjallað mjög ítarlega um íslenzka stjórnmálasögu allt frá 1918. Síðar munu flutt er- indi um ýmis vandamál líð- »ndi stundar svo. og framtíð- arhorfur í íslenzkum stjórn- málum. — Myndir þessar vom teknar á einum fundi námskeiðsins á dögunum, er Sigurður Bjarnason, ritstjóri, flutti erindi um íslenzk stjórn mái 1944—1956. (Ljósm. Birgir Thómsen.). ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA ir upp Ólafsfjörð FRÁ ólafsfirði (Ljósm.: Brynjólfur Sveinsson) Aðalfundur F. U. S. í Dalasýsiu AÐALFUNDUR félags ungra Sjálfstæðismanna í Dalasýslu var haldinn 28. desember s.l. að Búð- ardal. Skjöldur Stefánsson, for- maður félagsins setti fundinn og stjórnaði honum. Tilnefndi hann sem fundarritara, frú Rósu Sig- tryggsdóttur, Búðardal. Síðan skýrði formaður frá starfi félagsins s.l. ár. Gat hann Iþess m.a. að s.l. sumar hefði kjördæmisþing ungra Sjálfstæðis jnanna í Vesturlandskjördæmi verið haldið að Staðarfelli á Fellsströnd í Dalasýslu. Mættu |þar fulltrúar úr öllum sýslum kjördæmisins um 20 manns og voru fulítrúar eins margir og I segir í lögum, er samþykkt voru | á 14. þingi Samibands ungra | sjálfstæðismanna á Akureyri í j septembermánuði 1961. Voru fjörugar uihræður um félags- og flokksmál á þinginu og samþykkt ar ályktanir. Var ákveðið að næsta kjördæmisþing yrði hald- ið á Akranesi á þessu ári og var (Haraldur Jónasson, lögfræðing- u-r, Akranesi kosinn í Sambands- ráð ungra Sjálfstæðismanna, en Sarobandsráðsful'ltrúinn kallar saman næsta kjördæmisþing. Sama d-ag, u-m kvöldið, var Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Dalasýslu haldið að sama stað. Var það fjölmennt og fór að venju v-el fram, en Friðjón Þórð- arson, sýslumaður stjórnaði mót- inu. Farin var hin árlega sum-ar- ferð Sjálfstæðismanna í Dala- sýsl-u. Að þessu sinni var farið Skjöldur Stefánsson að Flúðum í Hrunamaninahreppi í Árnessýslu og verið þar á hér- aðsmóti um kvöl-dið. Gist var við Geysi í H'aukdal. Voru margir staðir skoðaðir í ferð þessari, sem tókst með ágætum. Síðan var gengið til kosninga. Voru fuLltrúar bæði kosnir í kjör d-æmisráð og fulltrúaráð, sam- kvæmt hinum nýju skipulags- regl-um. Einnig var kosið í kvöld- vökunefnd. í stjó-rn félagsins voru kosnir: Framhalu á bls. 17. Þ A Ð var einn sunnudag í jan- úarmánuöi, aö fréttaritari síö- unnar var á ferö í Ólafsfiröi. Þaö var Tcyrrt og stillt veÖur eins og um vordag og varla snjó föl á jöröu. Hvar sem tveir menn komu saman var varla um annaö rœtt en veöurblíöuna. „Slíkt veöur hefur ekki komiö hér svo lengi sem ég man“, sögöu miöaldra menn. Þaö var þó ekki laust viö, að yngsta kynslóöin saknaöi þess að hafa varla fengiö tœkifœri enn á vetrinum til aö dusta rykiö af skíöunum sinum og renna sér niður hinar bröttu hlíöar, er liggja aö Ólafsfiröi. Það var í slíkri veðurblíðu, að fréttaritarinn gekk um Ólafs- fjarðarbæ ásamt Þorsteini Jóns- syni, bæjarfulltrúa og fræddist um ýmsar framkvæmdir og ann- að, er Ólafsfjörð snertir. Þorsteinn er 34 ára gamall og var á sl. vori kjörinn bæjarfull- trúi og er hann yngsti bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins í Ólafs- firði og skipaði 3ja sætið á lista flokksins. Þorsteinn rekur vélsmiðju þar á staðnum. Hvarvetna sem gengið er um bæinn blasa við nýjar fram- kvæmdir, bæði íbúðarhús og at- vinnufyrirtæki. Og því spyrjum við Þorstein: — Móðuharðindin hafa ekki náð hingað til ykkar í Ólafs- fjörð? — Nei, ekki aldeilis. Það sem >á hefur verið úthlutað hér í lænum 15 lóðum undir íbúðar- íús og mun bygging þeirra vænt mlega hefjast næsta sumar. Það em er öðru fremur gleðiefni við )essar byggingar, er að hér er mgt fólk að verki, sem hér vill ifram lifa og starfa. jíér fjölgar iú íbúum. Árið 1960 var tala búa 905, ’en er nú 960. — Hér eru ennfremur ný- nyggð atvinnufyrirtæki, er það :kki? — Jú. Tvö stór verzlunarhús lafa verið tekin hér í notkun lýlega. Það eru stórar og vand- iðar kjörbúðir. Þá hefur nýtt frystihús tekið hér til starfa og :r það eign Magnúsar Gamalíels- sonar. * — Eru fleiri framkvæmdir á döfinni? ■— í vaxandi bæjarfélagi blasa alls staðar ný verkefni við. Fyr- ir utan höfnina, sem er nú okk- ar mesta hagsmunamál, þá þarf að byggj a hér verbúðir fyrir smá bátaútveginn og er undirbúning- ur þegar hafinn. Þá höfum við hug á að gera götur bæjarins úr Þorsteinn Jónsson varanlegu efni og er verkfræði- legur undirbúningur hafinn. Þá er sjúkrahúsbygging mikið hags- munamál okkar, en hér er nú engin slík stofnun. Getur það komið sér sérstaklega illa á vet- urna, én þá má segja að Ólafs- fjörður sé næstum innilokaður. — Þú minntist á höfnina? — Já, aukin hafnargerð er okkar stærsta mál. Héðan eru gerðir út 10 þilfarsbátar og 20 —30 trillubátar og sl. ár komu hér á land um 4500 tonn af fiski. Hafnarskilyrði eru hér ekki eins góð og æskilegt væri í höfninni að meira eða minna leyti. Síðan fara bátarnir héðan og leita sér skjóls annars stað- ar, ef veðurspáin er slæm. Þetta er að sjálfsögðu mjög slæmt fyr- ir okkar dugmiklu sjómenn, sem smóm saman hljóta að gefast upp við að róa héðan, enda þótt þeir vilji í raun og veru hvergi annars staðar vera. Útgerðin er grundvöllur lífsafkomu manna hér, svo að við vonumst eftir skilningi ráðamanna í þessum efnum. — ólafsfjörður er hitaveitu- bær, ekki satt? — Jú, hér hefur verið hita- veita síðan 1944 eða ’45. Hgita vatnið er tekið á jarðhitasvæð- inu í svonefndum Skeggja- brekkudal, hér skammt frá. Norð urlandsborinn kom hingað á sl. hausti og var borun hér hans fyrsta verkefni. Árangur varð góður og við bættust rúmlega 30 sekúndulítrar af 35° heitu vatni. Þetta jók mjög hitann í bænum, en hitaveita er hér í öll- um íbúðarhúsum. Nú stendur hins vegar á því að koma öllu þessu vatni til bæjarins, en gömlu stofnleiðslurnar eru of grannar. Hér þarf því að gera átak næsta sumar og leggja al- veg nýja og sverari stofnleiðslu. Þá komum við til með að hafa nóg vatn hér í bænum um næstu framtíð. Þá leikur og grunur á, að vatn sé hér til staðar í bæn- um sjálfum og verður vafalaust reynt að bora eftir því síðar. Heita vatnið er okkur ómetan- legur fjársjóður og léttir okkur bæjarbúum mikið lífsbaráttuna. — Þið kvartið mikið um sam- gönguleysi. — Jú, vissulega og það með réttu. Venjulega erum við Ólafs- firðingar innilokaðir mestan hluta vetrar og aðeins um báts- ferðir að ræða tvisvar í viku. Veðráttan í vetur er alveg ein- stök, svo að Lágheiðin er ennþá fær flestum bifreiðum, en yfir þá heiði liggur eini vegurinn hingað og liggur hann úr Skaga- firði. I samgöngumálum er sv® nefndur Múlavegur okkar aðal hagsmunamál og reyndar enn- fremur fyrir Akureyringa og Dalvíkinga. Sá vegur á að liggja meðfram Eyjafirðinum og fyrir svonefnd- an Ólafsfjarðarmúla. Það eru nú liðin allmörg ár síðan að nokkr- ir áhugamenn beittu sér fyrir því að byrjað var á vegi þess- Framhald á ols. 17. okkur vantar öðru fremur er vinnuafl til að annast þau marg- víslegu verkefni, sem ýmist er byrjað á eða eru í undirbúningi. Hér eru nú t. d. 35 íbúðir í smíðum og stöðugt unnið við •, þegar vinnukraftur fæst. fyrir þessa starfsemi. í verstu veðrum kemur hér mikið brim og þá er ómögulegt að verja bát- ana. Sl. vetur kom hér t. d. slíkt foráttuveður að brimið gekk yf- ir hafnargarðinn og svo leit út um tíma sem allur flotinn færist ,-í • BITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON PG ÓLAFUR EGILSSON Rœtt við Þorstein Jónsson, bœjarfulltrúa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.