Morgunblaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 24
VöLVO 42. tbl. — Miðvikudagur 20. febrúar 1963 60 daga varðhaid og 20 bús. kr. sekt ípffi5|Cí;>R:r.?S?íftK?Wír / f ' */>Ai f ' t ' 'V' ' A w / w /'VV / < V Í VESTMANNAEYJUM, 19. febr. — Skipstjórinn á fyrsta bátnum af þeim f jórum, sem teknir voru í landhelgi á sunnudag, fékk dóm í dag. Var það skipstjórinn á Ver, Jón Guðmundsson, og var hann dæmdur í 20 bús. kr. sekt og 60 daga varðhald. Þetta var í ann- að skiptið sem hann er tekinn í landhelgi síðan um áramót. Freymóður Þorsteinsson, sett- ur bæjarfótgeti, veitti þær upp- lýsingar í dag að máli bátsins Sindra lyki líklega á morgun, mál Haraldar hafi verið sett suð- ur til umsagnar saksóknara og mál Glaðs væri ekki tilbúið. Ixig fræðingur bræðranna á Sævaldi hefur fengið frest í máli þeirra. Fyrsti netabáturinn Fyrsti netabáturinn, Stígandi, lagði net sín í dag, og fékk 7 lestir, sem þykir frekar tregt. j Sáralítill afli hefur verið á lín- una, sem oft vill verða þegar loðnan er hlaupin yfir miðin. — Bj. Guðm. --iTOD.ptr^: Kosið í kjörnefnd á fundi fulltrúaráðs Sjálf- 'stæðisfélaganna Á FJÖEMENNUM fundi full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í gærkvöldi var kosið í kjörnefnd fyrir þær alþingiskosningar, sem í hönd fara, og að þeim loknum hélt formaður SjáLfstæðisflokks- ins, Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra, ræðu er hann nefndi: „Um hvað verður bar- izt?“ Birgir Kjaran, formaður full- trúarráðs Sjáifstæðisfélaganna setti fundinn og skipaði Styrmi Gunnarsson fundarritara. Síðan fór fram kosning fjögurra manna Slökkviliðið 4 sinnum kallað út f GÆR var Slökkviliðið kallað út fjórum sinnum. Kl. að verða 11 um morgunin kviknaði í vöru lyftu í porti hjá SÍS við Granda garð og skemmdist hún nokkuð. Klukkan 13 kviknaði í rusli í portinu bak við Zimsensverzlun í Hafnarstræti 21. Á fimmta tímanum var slökkvi liðið kallað í Kópavoginn á Háa vog 21. Þar hafði kviknað í ben- zini á pönnu í bílskúr. Eigand- inn, Skúli Eysteinsson, bjargaði því að eldurinn breiddist út með því að kasta fyrst asbestplötu á eldinn og síðan ráðast að honum með handslökkvitætki og réði slökkviliðið niðurlögum hans er það kom á vettvang. Loks var eldur uppi í hásetaklefa í mótor skipinu Kötlu í Slippnum og var hann fljótlega slökktur. í kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins fyrir þær alþingiskosningar, sem 1 í hönd fara, og hlutu þau Ágúst Hafberg, Friðleifur Friðriksson, Magnús L. Sveinsson og Kristín Magnúsdóttir kosningu. Auk þess er stjórn fulltrúaráðsins sjálf- skipuð í kjörnefnd og loks til- nefnir hvert Sjálfstæðisfélaganna einn mann í nefndina. Vakirnar í Lagarfljóti eru undan bænum á Hreiðarsstöóum Eldfimar loftkólur úr vökum í Lagarfljóti Magna eldspýtnaloga í 60—80 sm. BLAÐINU hefur borizt eftir- farandi frá fréttaritara sínum á Egilsstöðum: Nálægt bænum Hreiðarstöð um í Fellum eru vakir í ísn- um á Lagarfljóti. Gæti verið um jarðhita að ræða. Sl- sunnudag fóru þeir Grét ar Brynjólfsson á Skipalæk og Gisli Helgason á Helga- felli inn að vökunum. Var þá skænt yfir götin. Stungu þeir göt á svellið, og báru u*m leið logandi eldspýtu að og bloss- aði þá upp loginn. Sýnir það að eldfim lofttegund hefur safnast fyrir undir ísnum, enda stíga loftbólur upp í gegnurn vatnið og er ummál þeirra svipað og tuttugu og fimmeyringur. í dag fór ég svo við þriðja mann að vökunum. Voru þeir með mér Helgi Gisla- son og Sigurbjöm Brynjólfs son. Var fljótið ísi lagt. Við höfðum með okkur mjóan Framhald á bls. 23 Er Asiuinflúensan komin? Margir veikir á Elliheimilinu og víðar UM helgina fór borgarlæknis- skrifstofan að fá tilkynningar frá nokkrum læknum í bænum um inflúensusjúklinga, og í gær tók Margrét Guðnadóttir, læknir á Keldum, skolvatn úr hálsi inflúensusjúklinga á Elli- heimilinu Grund til að rann- sáka hvort hér sé á ferðinni sama innflúensan, svdködluð Asíuinnfiuensa, sem er nú mjög útbreidd í Bandaríkjunum. Tek- ur viku að ganga úr skugga um það. FurÖuskepnan í VopnafirBi VOPNAFIRÐI, 17. febrúar. — Teikning þessi af furðu- skepnu þeirri, sem sást á Vopnafirði 13. þ.m., er gerð eftir fyrirsögn sjónarvotta, en alls sást hún koma 7 sinnum upp á yfirborðið. Telja þeir að svona hafi hún litið út, þegar hún sveigði sig lítið eitt saman I miðju, um leið og hún kafaði og hvarf þá minni kamiburinn fyrst í sjóinn. Þó er rétt að geta þess að bílstjórinn, sem sá skepnuna tvisvar, telur að fremri kamb urinn hafi verið heldur stærri, en teikningin sýnir hann, villl þó ekki halda því ákveðið fram, þar sem hann var í 200—250 m. fjarlægð frá skepnunni og auk þess í tölu verðri hæð. Bræðurnir, sern voru á trillunni og komust í allt að 20 m. fjarlægð við skepnuna, telja að með teikn- ingu sé ekki hægt að lýsa betur því sem þeir sáu af dýr inu, eins og það kom þeim fyrir sjónir, en alls sáu þeir það 5 sinnum, eins og áður hefur verið getið. Það þótti þeim undarlegt, að í síðasta skiptið sem dýrið kafaði, sáu þeir enga straum- iðu frá því, þótt það væri á mjög grunnu vatni og telja þeir líkur til, að það hafi þá lagst á botninn eða synt mjög hægt, enda fannst þeim aðfar- ir skepnunnar allar hinar lymskulegustu — S.J. Inflúensan hefur breiðst mjög ört út á Elliheimilinu og liggur þar margt af gamla fólkinu, skv. upplýsingum frá Karli Sig. Jónassyni, lækni heimilisins. Stakk veikin sér þar niður fyrir helgina. Henni fylgir hár hiti, en hún virðist ekki mjög slæm, þó er það ekki að marka svona í upp- hafi, að sögn læknisins. Hafði hann orð á því að venjulega legðist inflúensa ekki svona mikið á fullorðið fólk, t.d- hefði það veri gamla fólkið sem gat gert það sem gera þurfti í faraldrinum 1918. BORIZT FRÁ AMERÍKU. Talið er líklegt að hér sé um sömu inflúensu að ræða og er í Ameríku, því rétt fyrir helgina bárust fregnir af þriggja manna fjölskyldu er hingað kom frá f vökinni á ísnum eru (' loftbólur á stærð við 25 £ eyringa. Ameríku fyrir allt að þremur vikum, og hafði komið á heimili fyrir vestan þar sem veikín var. Veiktist tvennt eftir komuna hingað. En þar sem Svo langt er síðan og þessir sjúklingar orðnir heilbrigðir, er of seint að gera nokkrar athuganir á því. Ekki er heldur ólíklegt að fleiri hafi komið hingað af inflúensusvæð- unum. útbreidd en venjuleg. Margrét Guðnadóttir læknir tjáði blaðinu að inflúensuvirus sá sem herjaði í Ameriku sé af A-stofni. Sé inflúensan þar æði útbreidd og hafi sums staðar þurft að loka skólum, en annars séu engin, sérstök einkenni á Framhald á bls. 23 Pressuball" í // nýjum sal Sögu BLAÐAMANNAFÉLAG fslands hefur ákveðið að endurvekja þann sið að halda „Pressuball" og verður pressuballið fyrsta opinbera samkvæmið í nýjum og glæsilegum danssal, sem verið er að fullgera í Hótel Sögu. Er sal- urinn í kringlunni með útsýni í allar áttir og gólfið þannig að hækka má miðjuna svo að skemmtiatriði, sem þar fara fram, sjáist vel um allan salinn. Pressuböil eru haldin árlega meðal allra nágrannaþjóða og þykja viðburður í samkvæmis- lífinu. Þóttu þau fáu pressubðll sem Blaðamannafélagið efndi til fyrir mörgum árum einnig tak- ast vel, og svo verður vafalaust um ballið í Sögu. Það hefst með borðhaldi kl. 7 síðdegis. Undir borðum verður skemmtiskrá m. a. flytur Gunnar Gunnarsson skáld ræðu dagsins. Sitthvað verður til skemmtunar undir borðum og á eftir stiginn dans. Mikið orð fer af hinum glæsi- lega sal í Sögu og er ekki að efa að fjölmenni verður á pressu ballinu á opinunarhátið salarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.