Morgunblaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.1963, Blaðsíða 11
MiðvikucJagur 2Q, fcbvúar 1963 .§ wo r avis n ir4 ».i ð Karl Halldórsson toElfóónn — IV9*nn!ng ^INUR minn, Karl Halldórsson, to'lvörður, er horfinn yfir landa- mærin miklu um aldur fram. Hann verður jarðaður frá Foss- vogskapellu í dag kl. 1,30 e. h. Öll erum við á þessari sömu leið, þó er eins og það komi manni ailtaf jatnmikið á óvart, þegar náinn samferðarmaður hverfur úr hópnum. Þá léttir þokunni sem að einhverju leyti hefur fall- ið á atvik og áhrif langrar kynn- ingar, allt stendur manni skýr- ara fyrir sjónum og fær réttara gildi. Nú lít ég yfir þetta minn- ángasvið þrjátíu ára kynna. Það er hugsvölun í því, fegurð og söknuður í senn. Ég fylgi helztu áningarstöðunum, kalla fram þessar Ijúfu myndir og átta mig á því í einrúmi, hvers vegna þær eru svona bjartar og góðar. Karl Halldórsson var náinn kunningi minri alla stund, og ég hygg að ég hafi þekkt þennan karimannlega, viðkvæma mann mörgum betur. Við vorum fé- lagar í landsmálum, veiðiskap og vísnagerð og það var sannarlega gott að ræða við þennan stillta, stórvelgefna mann um alla hluti. Hugsunin var öfgalaus, sann- gjörn og skýr. Hann elskaði landið sitt, fjöll og dali, voginn, blómin og blæinn, var ótrúlega kunnugur sögu þjóðar sinnar, fundvís á kjarnann í máli og menningu og stóð þar svo föst- um fótum að aldrei varð bifað. Hann var söngmaður, ágætt ljóð- skáld og ritfær vel. Karl hafði mikinn áhuga á félagsmálum og voru ótaldar þær stundir sem hann eyddi þar að. í félagi sínu, Tollarafélaginu, var hann ötull málssvan og formaður þess fé- lags um skeið. Hann starfaði með Karlakórnum Fóstbræður og svo mætti lengi telja. Karl er fæddur að Útibleiks- stöðum í Heggstaðanesi, 8. júní í 1904, sonur hjónanna Vilborgar Pálsdóttur og Halldórs Ólafsson- ar. Þau fluttust þaðan að Hvammstanga og þar ólst Karl upp í náinni snertingu við sjó og sveit. Þar festi hann rætur sem aldrei biluðu, þótt aðalstarf hans yrði í Reykjavík, og óft sagði hann mér frá bænurri lága, æskuheimilinu góða. Karl Halldórsson var þrígift- ur. Hann var tollvörður í Reykja vík í 25 ár, einarður og réttsýnn í starfi, lét jafnt yfir alla ganga og var virtur af öllum sem þekktu hann. En þótt atvikin höguðu því svo, að störf Karls yrðu hér í Reykjavík, þá var hann í eðli sínu barn náttúrunnar. Til fjall- anna vildi hann sjá. Oft fylgd- umst við að í dölunum okkar inn af Húnaflóa og víðar með laxám og vötnum á áólbjörtum sumar- dögum. Þar átti Karl Halldórs- son heima, þá var harjn glaður. Alltaf mun ég minnast hins á- gæta félaga bezt, þar sem hann sat við hlið mína í blómabrekk- unni við ána. Ég þakka þér Karl ómetanlega samfylgd. Far þú vel vinur minn. Börnum Karls, systkinum hans og öðrum vandamönnum votta ég dýpstu samúð mína. Hjörtur Jónsson. BOSCH BIFRHÐAVARAHLUTIR fyrír eftir- taldar bif- reiðir; Ford Landrover Mercedes Benx Opel Volvo Volkswagen Flatfnur, þéttar, kveiltjulok, kerti, háspennukefli, spennustillar, radio þéttar, flautur 10 tegundir, stefnuljósablikkarar, flestar tegundir rafmagnspera, loftnetsstangir o. fL Gæðin eru heimsþekkt verð samkeppnisfært Bræðurnsr Ormsson hf. Vesturgötu 3. — Sími 11467. Til sölu Einbýlishús í Silfurtúni, 5 stofur, eldhús, bað, WC, þvottahús og bílskúr. Verð 700 þús. Útb. 350 þús. Einbýlishs á erfðafestulandi að stærð 8400 ferm. í Foss- vogi. Verð 600 þús. Útb. 150—200 þús. Timburhús við Laugaveg á 250 ferm. lóð. Verð 800 þús. Útb. 400 þús. Tvær hæðir í steinhúsi í Austurbænum, 2. hæð og ris. Á hvorri hæð eru 4 stofur og eldhús. Verð 800 þús. Útb. 400 þús. Byggingarlóðir í Kópavogi, við Alfhólsveg og Hlíðar- veg ásamt teikningum. Steinn Jónsson hdl lögfræðistofa — fasteignasaia Kirkjuhvoli Símar 1-4951 og 1-9090. - Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu - Hanzkar Nýtt glæsilegt úrval af háum og lágum samkvæmis- hönzkum. LÉTT STRAUJÁRN með nýju lagi, vegur aðeins 1.2 kg. Verð 630,00. Atvinna Vantar vanan kranamann. Uppl. í sima 14965 og á kvöldin 16493. Vörur allir þekkja Kakvélar fyrir dömur og herra, 4 gerðir. Hrærivélar 2 gerðir. Straujárn 2 gerðir Rafmagnspönnur 3 gerðir. ALLT FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.