Morgunblaðið - 20.02.1963, Page 20

Morgunblaðið - 20.02.1963, Page 20
20 Miðvikudagur 20. febrúar 1963 MOR G U TS BL AÐIP PATKICIA WENTWORTH: ^KEMUR í HEIMSÓKN — Hann var nú alltaf svo hefnigjarn. Rietta var heppin að fara ekki að giftast honum. Og það sagði ég henni þá þegar. Hr. Holderness humn aði. — Hanri sagði mér, að hann ætiaði að kæra þetta. — Það sagði hann mér líka. Hún gerði dálitla þögn en hélt svo áfram. — Þess vegna fór ég að finna hann. — Fórstu að finna hann? — Já, þetta miðvikudakskvöld. En Rietta var þar fyrir, svo að ég sneri við. ■— Góða Katrín mín! — En ég fór þangað aftur .... seinna. — Hvað ertu að segja? -— f>að er eins og þú sagðir við mig — ég er í hættulegri klípu. Eða væri það, ef allt kæm- ist upp. — Það er engin ástæða til, að það komist upp. Þú getur ver- ið þagmælsk, er ekki svo? — Jú, jú, ég hef verið það .... ég get það. Og því ætla ég að halda áfram, nema ég ráði ekki við það — Eg skil ekki, hvað þú ert að fara. — Jú, það er gömul og leiðin- leg kerling, sem hefur blandað sér inn í þetta mál .... gömul kennslukona. Hún er í heimsókn hjá henni frú Voycey. — Hvað kemur hún málinu við, góða mín? Rietta hefur dregið hana inn í þetta. Það virðist helzt sem þessi kerling haldi sig vera ein- hvern spæjara. — Eg býst nú við, að lög- reglan verði fljót að afgreiða hana. Hún kærir sig ekki um að láta grípa fram fyrir hendurn- ar á sér. — Hún kenndi einu sinni hon- um Randal March, sagði Katrín. — Rietta hefur einhverjar voða háar hugmyndir um hana. Að minnsta kosti kom hún í heim- sókn til mín seinnipartinn í gær, og ég get fullvissað þig um, að hún er þegar búin að leggja sairw- an tvo og tvo. — Hvað áttu við, Katrín? — Eg á ekki við, að Rietta hafi sagt frá neinu .... það mundi hún aldrei gera. En þessi ungfrú-Silver vissi allt um mun ina, sem saknað er úr Melling- húsinu og eins hitt, að James hafði skotið upp kryppunni, og látið ófriðlega. Hún gizkaði á, að ég hefði hringt til Riettu út af þtssu, þarna um kvöldið, og ef þessi Lukkerstelpa hefur hlust að, þá sit ég í súpunni. Auðvitað var ég vitlaus að vera að tala um þetta í símann, en Jmes var nýbúinn að hringja til mín, svo að ef hlustað hefur verið á það líka, þá .... en ég var alveg viti minu fjær, og það sagði ég Riettu. 44 — Þá er þér víst betra að geta vonað. að stúlkan hafi ekki hlust að. Katrín veifaði þessu frá sér. — Eg býst nú ekki við, að hún hafi gert það .... hún getur ekki alltaf verið að hlusta. En það er þessi ungfrú Silver, sem ég hef áhyggjur af. Hún veit um þetta déskotans minnisblað .... ekki veit ég hvernig. Ef hún heldur áfram eins og hún hefur byrjað, verður dómsdagur yfir alla línuna. Eg veit bara ekki nema ég ætti sjálf að gefa lög- reglunni skýrslu og hafa það frá. Holderness setti upp hneyksl- unarsvip. — Það væri óráðlegt .... og .... auk þess stórhættulegt. Þú verður fyrst og fremst að vera varkár, Katrín. Tíu mínútum seinna bjóst Katrín til brottfarar. Hún sneri sér við í opnum dyrunum og sagði með skýrri rödd: — Jæja, ég skal ekki hrapa að neinu........ því lofa ég þér. AJan Grover, sem kom út úr skrifstofu Stanways, sá, að hún var brosandi. Hann heyrði líka það, sem hún' sagði, en ekki, hvort hr. Holderness svaraði því nokkru. Hann gekk til hennar og svo gengu þau saman fram að stiganum. Hann hafði ákafan hjartslátt. Hann gat ekki látið sér detta neitt í hug að segja, en ef hann segði ekkert, mundi hún fara. Hvað getilr maður sagt, þegar hjartað er fullt af forboðnum hugsunum? Hann roðnaði við hugsunina um; þetta og sneri sér því að hinu hvers- dagslega: — Farið þér með vagninum til Melling? — Ja, .... já. — Ætlið þér ekki að standa við í Lenton fram yfir hádegis- verð? Þér gætuð ekki .......... ég á við .... þér vilduð ekki ... borða hádegisverð með mér? Hann vissi ekki sjálfur, hvern- ig hann kom orðunum út úr sér. Roðinn brenndi andlit hans. En hún varð ekki reið, heldur brosti bara. — Það er voða fallega boðið af yður, Alan, en ég verð að kom- ast heim. — Eg mundi gera hvað sem væri fyrir yður, frú Welby. — Mundum þér það? Ætli það? Nei, annars, ég trúi því vel, að þér munduð gera það. Þér eruð góður drengur. Komið þér einhverntíma að heimsækja mig, eins og áður. — Ó, frú Welby .... má ég það? Hún kinkaði kolli brosaridi, og svo varð brosið að hlátri. — Þér megið ekki vera bjáni, vitið þér. — Er það bjánaskapur að elska yður: — Já, mjög svo. Hún hló enn. En það er indælt samt. Hérna! Hún laut fram, kyssti hann laust á kinnina og hljóp svo nið- ur stigann, veifandi hendi. XXXVIII. Laugardagurinn leið einhvern veginn. Katrín Welby keypti sér andlitskrem, dós af púðri og nýj- an varalit, og tók síðan næsta vagn til Melling. Þar sem ekki var unnið nema hálfan laugar- daginn, flýtti Alan Grover sér að borða og fór síðan á knatt- spyrnukeppni. Þegar hann kom heim klukkan sex, þvoði hann sér og lagaði sig til og fór síð- an út aftur og lét í veðri vaka, að hann ætlaði í krána og skjóta gaflokum. Klukkan hálfellefu var hann kominn heim aftur og skömmu síðar í rúmið, en svefn- inn vildi ekki koma. Frú Grover, sem var í næsta herbergi við hann, sagði við sjálfa sig í hundraðasta sinn, að hún yrði að gera eitthvað við rúmið hans, svo að ekki brak- aði svona í því. í hvert sinn sem hann bylti sér, gaf það frá sér hljóð eins og hurð á ryðguðum hjörum og hún gat ekki skilið, að ungur og heilbrigður drengur skyldi þurfa að láta svo illa í svefni. Nú, en svona voru þessir strákar og stelpur alltaf — voru til vandræða þegar þau voru að taka tennur og svo þegar þau 1 Nú er rétti tíminn að panta tiikÍk iinriil 20ára reynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON&CO HF — Ég heyrði hávaðann í gær kvöldi, en ég hélt að það væri sakamálamynd í sjónvarpinu. áttu að fara í skóla og eins þegar þau fóru að verða skotin. Alan hlaut að hafa eitthvað á sálunni — eins og hann lét, og hún þurfti ekki að hugsa sig mikið um til að finna út, hvað það var. Leiðinlegt, að þann skyldi ekki geta haldið áfram með henni Gladys Luker, sem var ágætis stúlka og alveg vitlaus 1 honum. Nú, jæja, karlmaður var nú al- drei karlmaður, ef hann gerði sig ekki hlægilegan einhverntíma á ævinni, og þá ekki nema gott að ljúka því af sem fyrst. Hann var ungur og kæmist yfir þetta, svo mundi hann seinna gifta sig — og Doris líka. Og svo byrjaði ballið aftur með þeirra börn — það varð ekki hjá því komizt. Hún dró sængina upp fyrir eyru og sofnaði aftur. Sunnudagsmorguninn kom, bjartur og fagur. Frú Fallow, sem þurfti nú ekki að vinna neitt úti, tók sér frí frá eigin heimilisverkum til þess að hlaupa upp í Melling-húsið, rétt til þess að sjá, hvað þar gerð- ist. Ef, -til dæmis að taka, Cyril yrði tekinn fastur, þá var það beinlínis móðgun að frétta það af annarra vörum en frú May- hew sjálfrar. Þegar hún gekk gegn um hliðið, klukkan hálf- tíu, fannst henni það undarlegt, að frú Welby skyldi ekki vera komin á fætur — en að minnsta kosti rauk ekki úr strompinum og mjólkin hafði ekki verið tek- in inn fyrir. Hún lét þess getið við frú Mayhew, að einskis ósk- aði hún fremur en mega sofa út. Hún þáði tebolla og þannig liðu tuttugu minútur. Þá hneppti frú Fallow að sér kápunni og lét þess getið, að hún vissi ekki, hvað hún væri að hugsa, að sitja svona meðan allir biðu heima og sunnudagsmaturinn ó- tilbúinn. Hún gekk sv_ niður stíginn á hröðu brokki. Þegar hún kom að Hliðhúsinu, hægði hún ofurlítið á sér, og varð hissa og dálítið hneyksluð að sjá mjólkurflöskuna standa þarna enn, og engan reyk upp úr strompinum. Það var ekki nema gott og vel að taka lífið með ró á sunnudögum, en að liggja í bælinu alla leið til klukkan tíu, var heldur mikið. Hún gekk út um hliðið, en eitt- hvað togaði í hana að snúa aft- ur. Öll þau ár, sem hún hafði þekkt frú Welby, hafði hún aldrei vitað hana fara mjög seint á fætur. Það væri ekkert ef viss- ir aðrir ættu í hlut, en frú Welby var ein hinna árrisulu — eða það hafði hún verið alla þá stund, sem þær tvær höfðu þekkzt. Hún gekk alla leið að dyrun- um og horfði á mjólkurflöskuna. Hún hefði átt að vera tekin inn fyrir tveim klukkustundum. Henni líkaði þetta ekki. En svo mundi frú Welby heldur ekki verða neitt hrifin af því ef ó- viðkomandi fólk færi að hnýs- ast í hennar mál. Ef frú FalloW hefði ekki verið einhver forvitn- asta manneskja í heimi, hefði hún snúið frá og farið leiðar sinnar. En hún gat ekki fengið sig til þess. Hún gekk bak við húsið og sá, að dregið var fyrir alla glugga og þeir lokaði. Það var nú beinlínis ekki almennilegt. Frú Welby svaf alltaf fyrir opn- um glugga, bæði var sá bakatil og svo einn á framhliðinni opnir, ef hún var á fótum og að lofta húsið út. Þegar hún s'íðar sagði frá þessu, sagði hún, að sér hefði runnið kalt vatn milli skinns og fiörunds, og sér hefði þá strax dottið í hug, að ein- hver væri dauður í húsinu. ailltvarpiö Miðvikudagur 20. febrúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við sem heima sitjum". 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í dönsktt og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Sig- urður mállausi" eftir Þorstein Erlingsson; sögulok (Helgi Hjörvar). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Kristján Júliufl- son yfirloftskeytamaður talar um neyðarsenditæki. KALLI KUREKI * — * ~ Teiknari; Fred Harman — 300 ára gamall spænskur hjálm- «r hæfir kannski ekki kúreka, en ef ég treð hann út með grasi veitir hann að minnsta kosti einhverja vörn. — Litli Bjór, sjáðu hvað ég fann. Heyrðu, komdu hingað, vertu ekki að hlaupa. — Hvað er að þér? — Ég er hræddur. Ertu viss um að þú sért ekki afturganga dauða mannsins í hellinum? 20.05 Kórsöngur: Drengjakórinn f Vínarborg syngur. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Ólafs saga helga, XVI. (Óskar Halldórs- son cand. mag.). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Árna Thorsteinsson. c) Amór Sigurjónsson rithöf- undur flytur síðari hluta frá- sögu sinnar: Þorrakvöld 1912, d) Snorri Sigfússon fyrrum námstj. segir frá viðförlum Svarfdælingi á 18. öld. e) Guðrún Gísladóttir á Sauð* árkróki les frumort kvæði. 21.45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (9). 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið** eftir Fred Hoyle, I. (Örnólfur Thorlacius menntaskólakenn- ari þýðir og les). 22.40 Næturhljómleikar: Nútíma- tónlist 23.35 Dagskrárlok !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.