Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 2
2
MORCVNBLAÐIÐ
Föstudagur 22. febrúar 1963
v
<
Lisfasatni borgarinnar
œtlað gott rúm
í RáBhúsinu
Tillöguuppdrættir væntanlegir
FYRIR fundi borgarstjórnar í
gær lá tillaga frá Guðmundi Vig-
fússyni (K), sem hófst þannig:
„Borgarstjórnin ákveður að
hefja undirbúning að því, að
reist verði Listasafn Reykjavík-
ur, er verði minnisvarði um stofn
un lýðveldis á íslandi 17. júní
1944“. f lok tillögunnar var ráð
fyrir því gert, að vígsla safnsins
gæti farið fram „eigi síðar en á
aldarfjórðungsafmæli lýðveldis-
stofnunarinnar 17. júní 1969“.
Flutningsmaður tillögunnar
fylgdi henni úr hlaði með ræðu.
Borgarstjóri, Geir Hallgríms-
son, tók því næst til máls. Kvað
hann það rétt vera, að þótt Lista-
safn ríkisins væri staðsett hér,
ætti Reykjavíkurborg sjálfstæð-
um skyldum að gegna í þessu
sambandi. Skv. tillögu G. V. hlyti
hér að verða um töluverða fjár-
festingu að ræða. Væri því at-
hugandi, hvort ekki væri hægt
að sinna fleiri hagsmunum sam-
tímis. Tillöguupþdrættir að Ráð-
húsi Reykjavíkur yrðu senn
lagðir fram ásamt smiðalíkani.
Þar væri gert ráð fyrir Ráðhús-
skála, sem væri rúml. 500 ferm.,
og sérstökum listaverkasal, 300
fermetra stórum. Bæði í Ráðhús-
skálanum og listasalnum ætti að
hýsa listsöfn og sýningar. Taldi
borgarstjóri rétt, að Ráðhúsið
gegndi því hlutverki fyrst um
sinn að geyma. listaverk borgar-
innar, enda beinlínis ráð fyrir
því gert.
Hins vegar kæmi til greina, ef
í ljós kæmi, að Ráðhúsið gæti
ekki leyst þetta verkefni af
hendi, að reist yrði sérstök menn
ingarstofnun, þar sem alhliða
menningarstarfsemi ætti sér stað,
en í þá átt beinist þróunin er-
lendis.
Borgarstjóri taldi sýnt, að Ráð
húsið ætti að geta hýst lista-
Aluminiumræmur
safn borgarinnar fyrst um sinn,
og leggja bæri áherzlu á að
koma því upp hið fyrsta. Það
væri vænlegasta ráðið til þess að
hugmyndin um listasafn borgar-
innar rættist hið fyrsta.
Lagði borgarstjóri síðan fram
eftirfarandi tillögu:
„í tillögum að væntanlegri
ráðhúsbyggingu er gert ráð fyr-
ir, að mikið húsrými verði ætlað
listasafni borgarinnar og aðstaða
verði þar til kynningar lista-
verka og sérstakra listsýninga.
Að svo miklu leyti sem lista-
verk í ráðhúsi og væntanlegt
ríkislistasafn fullnægir ekki
þeim kröfum, sem gera verður í
höfuðborginni í þessum efnum,
telur borgarstjórn æskilegra að
byggt verði listasafn og listsýn-
ingarsalur í tengslum við aðra
menningarstarfsemi, svo sem
leikhús, hljómlistarsal, minja-
safn, bókasafn eða þ.u.l. og með
því að athugun fer nú fram á
staðsetningu borgarleikhúss og
sýningarskála myndlistarmanna
og í trausti þess að greitt verði
fyrir byggingu þeirra, visar borg
arstjóm till. borgarfulltrúa Guð-
mundar Vigfússonar til borgar-
ráðs.“
Tillaga þessi var samþykkt
með 12 atkvæðum gegn 3, öll-
um atkvæðum borgarfulltrúa
nema kommúnista.
til radartruflana
— féllu af himnum i Skaftafellssýslu
UH sl. mánaðamót veittu menn
í $kaftafellssýlu athygli mjóum
og næfurþunnum ræmum úr
alúminiumpappír, sem virtust af
himni komnar. Eru ræmur þessar
liðlega hálfur cm. á breidd og
20—22 cm á lengd og fisléttar.
Þótt mönnum hér kynlegt úrfelli
á ferðum sem vonlegt er. Skýr-
ingin á þessu mun vera sú að
hér hafi verið um að ræða það
sem nefnt er „chafe“, en það eru
ræmur úr alumininumpappír,
sem dreift er úr flugvélum til
þess að rugla radartæki annara
flugvéla, svo þær finnist ekki.
Málmræmur þessar koma fram
á radartækjum leitarflugvéla
þannig að illmögulegt er að stað-
setja flugvélina sem dreifir þeim.
Sennilegast er að einhverjar af
þotum varnarliðsins hafi verið að
æfingum með ræmurnar, enda
flugu þotur yfir svæðið morgun-
inn sem ræmumar svifu til jarð-
ar. Mbl. tókst þó ekki að afla sér
endanlegrar staðfestingar á þessu
í gær.
Mbl. átti í gær tal við Þor-
berg Jónsson, bónda að Prests-
bakkakoti í gær, en hann sá m. a.
slíka ræmu svífa til jarðar við
bæ sinn.
Þorbergur sagði að þetta hefði
gerzt 30. janúar s.l. Hefði hann
séð eina ræmu falla til jarðar úr
talsverðri hæð og hefði hann
fylgzt nokkuð lengi með henni
þar sem heiðskírt hefði verið og
glampað á málminn. Ræmur
þessar hefðu fundizt víða á stóru
svæði, en erfitt væri að segja
um fjöldann, þótt ekki væri ólík-
legt að þær skiptu þúsundum,
sagði Þorbergur. Hann kvað þot-
ur hafa flogið þarna yfir að
morgni dags þess er hann sá
ræmuna falla til jarðar og styð-
ur það þá skýringu að ræmurnar
séu komnar frá æfingaflugi
þeirra. Eins og fyrr getur tókst
Mbl. ekki að afla staðfestingar á
þessu í gær en hún mun væntan-
lega' fást innan tíðar.
Hvert stefnir
Framsókn?
ÞAÐ er engin furða, þótt
menn spyrji hvert Framsókn
arflokkurinn stefni. Sjálfir
segja Framsóknarmenn, að
þeir hyggist hvorki mynda
stjóm með kommúnistum né
fylgja viðreisnarstefnunni að
afstöðnum kosningum. Þeir
segjast aðeins ætla að ná
„stöðvunarvaldi“. Samkvæmt
þvi er kappsmál þeirra það
eitt að koma á stjómleysi og
upplausn á íslandi.
Menn vita það raunar af
langri reynslu, að ekkert er
að marka yfirlýsingar Fram-
sóknarflokksins. Þar er um
að ræða hentistefnuflokk, sem
ýmist getur verið rammasti
afturhaldsflokkur eða hálf-
kommúnisk klíka. Þess vegna
getur enginn maður vitað
hvað hann er að kjósa, er hann
kastar atkvæði sínu á Fram-
sóknarflokkinn. Þeir hægri
menn, sem kjósa hann, geta
veriS að efla verstu vinstri
stefnu. og þeir vinstri menn
sem greiða honum atkvæði,
geta verið að styrkja aftur-
haldsöfl, sem berjast fyrir
kyrrstöðu og hverskyns þving
unarráðstöfunum.
Þjóðin hefur nú séð í fram
kvæmd frjálslynda viðreisn-
arstefnu. Lýðræðissinnar eiga
á milli þess að velja að trygg
ja framgang hennar og stofna
til algjörrar óvissu, því að eng
inn veit hvert Framsóknar-
flokkurinn í raun réttri stefn
ir.
Um þetta mál er nánar rætt
í Staksteinum í dag.
Upprennandi söngkona
á Pressuballinu
ÞESSI unga stúlka er einn af
aðalskemmtikröftunum á Pressu-
ballinu í nýja salnum í Sögu
annan laugardag. Hún heitir
Svala Nielsen og hefur verið
mikið umtöluð í hópi söngelskra
síðan hún kom fram hjá Mus-
MÁNAFOSS, hið nýja skip Eim-
skipafélagsins, kom til Reykja-
víkur í fyrrinótt og bauð forstjóri
félagsins, Óttar Möller, blaða-
mönnum að skoða það í gærdag.
Skipinu hefur áður verið lýst en
aðalhlutverk þess er að annast
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Eyr-
arbakka og Stokíkseyri haida
sameiginlegan fund sunnudaginn
24. febrúar n-k. í samikomuihús-
inu „Fjölni“, Eyrabákika kl 15.
Aðalræðumaður fundarins verð
ur Ingólfur Jónsson, landbúnað-
arráðiherra.
Auk þess verða stutt ávörp
og frjálsar umiræður. Frambjóð-
endur Sjálfstæðisflokksins í Suð-
urlandskjördæmi mæta á fund-
inum.
KÓPAVOCUR
STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐ TÝS
Stjómmál'anámskeiðinu lýkur
á laugardaginn kerruur,^ 23. þm.,
með erindi Mattlhíasar Á. Matihie-
sen yalþingismanns: Stjórnmála-
ástandið og kosningarnar fram-
undan. Erindið hefst kl. 4 síð-
degis. Að loknu ei-indinu verða
frjálsar umræður. — Kaffiveit-
ingar á staðnum.
Allt Sjálfstæðisfólik í Kópa-
vogi er eindregið hvatt til að
koma á þennain fund, þar sem
kosningabaráttan er að hefjast.
TÝR, félag ungra
Sj álifstæðismanna.
ica Nova um jólin, í aðalhlut-
verki í óperunni „Amahl og næt-
urgestirnir“ eftir Menotti. Tón-
listargagnrýnandi Mbl., Jón Þór-
arinsson, sagði er blaðamenn
spurðu hann um þessa upprenn-
andi söngkonu: „Þetta var í
vöruflutninga til staða út á landi
svo að komast megi hjá umskip-
un í Reykjavíkurhöfn.
Óttar Möller sagði að það væri
ætlun Eimskip að auka enn skipa
stól sinn og tilboð væru í athug-
un þar um Félagið stefndi að
sífellt bættri þjónustu og sagði
hann að það hefði mætt góðum
skilningi hjá ráðamönnum og
landsmönnum öllum
Óttar kvaðst viss um að Mána-
foss ætti eftir að gegna þýðing-
armiklu hlutverki. Hann myndi
sækja vörur til erlehdra hafna
hvar sem þær söfnuðust fyrir,
sem fara ættu á hafnir út á landi
og annast flutning milli hafna
utan Reykjavíkur. Næsta verk-
efni skipsins er að sigla til Norð-
urlandshafna, halda til Hull og
sækja vörur sem dreifðust um
ýmsar hafnir utan Reykjavíkur.
Skipstjóri á Mánafossi er Ei-
ríkur Ólafsson en 1. vélstjóri
Haukur Lárusson.
Á 35 ÁRA afmæli Slysavamafé-
lags íslands fyrir skömmu ákvað
stjómin að senda slysavarna-
deildum bréf og hvetja þær til
að beita sér fyrir söfnun til
kaupa á talstöðvum fyrir björg-
unarsveitimar um allt land, en
þær kosta mikið fé.
Kvennadeild Slysavarnafélags-
ins í Reykjavík hefur ákveðið að
verja sínum söfnunardegi, Góu-
deginum, í að safna fé til þess-
ara kaupa.
Góudagurinn, hinn árlegi
fyrsta skipti sem Svala fékk
stórt hlutverk og kom hún al-
gerlega á óvart með tiig>rifa-
miklum söng og glæsilegri rödd“,
Svala er dóttir Hjartar Niel-
sen og vinnur í skrautimunaverzl-
un föður síns í Templarasundi,
og þar var meðfylgjandi mynd
tekin í gær. Hún (kvaðst alitaif
hafa haft gaman af söng, frá
því (hún var smástelpa. Hún byrj-
aði að læra að syngja hjá Guð-
muindi Jónssyni 15 ára gömul,
en tók söngnámið ekkd alltoX
alvarlega fram yfir tvítugt. En
1954 fór hún til söngnáms til
ítaliu og í fyrrasumar var hún
við söngnám í Þýzkalandi. Hún
hefur alltaf sungið í Þjóðleik-
húskórnum, en lítið komið ann-
að fram en að hún song fyrir
styrktarmeðlimi með Fóstibræðr-
■um í fyrra. Núna er hún í söng-
tímum hjá Miaríu Markan.
Og hvað er framundan? Það
er áformað að hún syngi á
páskaihl'jámleikum Polyfonkórs-
ins í apríl, og henni hefur ver-
ið boðið lítið hlutverk í „H
Trovatore í Þjóðleikhúsinu
í vor. Sem sagt upprennandi söng
kona.
Blaðamenn hafa enn sem kom-
ið er Mtið viljað láta uppi um
lákemmtiatriði á Pressuballin'Uw
Þó er vitað að Kristinn Halls-
son mun syngja nýja skopkviðl-
inga. Áður hefur verið skýrt frá
því að Gunnar Gunnarsson,
skáld, sé ræðumaður kvöldsins,
og að forseti íslands og frú öóra
Þórhallsdóttir ætli að heiðra
samkomuna með nærveru sinni.
merkja- og kaffisöludagur
Kvennadeildarinnar er næstk,
sunnudag. Þá verða seld merki,
sem afhent verða í öllum barna-
skólunum frá kl. 9 um morgun-
inn. Og eftir kl. 2 e. h. verður
kaffisala í Sjálfstæðishúsinu.
Heitir deildin á konur a8
styðja þetta máiefni og gefa kök-
ur í kaffisöluna og koma þeim I
Sjálfstæðishúsið á sunnudags-
morgun og einnig á foreldra að
leyfa börnum sínum að seija
merkin. .
MúnaSoss í Mvihur-
hötn í tyrsta sinn
Slysavarnakonur
safna til talsfiöðva