Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 13
Föstudagur 22. febröar 1963
MORCVNBLAÐIÐ
13
Var þaö risasmokkfiskur?
sem Vopnfirðing<amir sáu
* r *
Alit Ingimars Oskarssonar,
Jóns Jónssonar og Þór-
bergs Þórðarsonar
VAR l>að risasmokkfiskur,
sem 3 menn á Vopnafirði sáu
13. febrúar sl.? Það er tilgáta
Ingimars Óskarssonar og Jóns
Jónssonar, fiskifræðings.
Af lýsingu mannanna á hegð
un skepnunnar og teikningu,
sem þeir gerðu af þeim hluta
bók sinni. Síðar var gerð teikn
ing af skrímslinu. Særfræðing
ar telja fullvíst, að þarna hafi
risasmokkfiskur verið á ferð,
enda getur hann komið upp
úr sjónum í ýmsum „líkams-
stellingum“.
Vopnfirðingar lýsa skepn-
Teikning Vopnfirðinganna af furðuskepnunni, eftir að sér-
fræðingamir hafa bætt því við, sem neðansjávar væri ef
um risasmokkfisk væri að ræða. — Ath.: Hlutföllin
mjög ýkt.
hennar, sem kom upp úr sjón
um. telja sérfræðingar að
ráða megi að um risasmokk-
fisk hafi verið að ræða, þó
ekki mjög stóran.
Risasmokkfiskar geta örðið
mjög stórir, oft á sjöunda
metra að lengd, án þess að
armarnir séu reiknaðir með.
Þessi sjávardýr hefur nokkr
um sinnum rekið á land hér.
efnkum þó á Norðurlandi. Er
sagt frá því í annálum- og síð
ar í blöðum.
í gömlum sögum er mikið
talað um sjóslöngur en nú-
tíma fiskifræðingum þykir
líklegt að risasmokkfiskar
hafi orðið til þess að flestar
sögurnar um sjóslöngur og sæ
gkrímsli hafi myndazt.
Þegar Hans Egede var á
leið til Grænlands sást sæ-
skrímsli hinn 6. júlí 1?34 og
segir Hans Egede frá því dag
unni þannig, að hún hafi ver
ið um 5 metrar sem upp úr
sjónum kom. Á bakinu hafi
verið 2 kambar, sá aftari mun
stærri og hafi komið um 1
metra upp úr sjónum.
Töldu Vopnfirðingarnir, að
skepnan hagaði sér ekki í lík
ingu við hvali eða fiska og
ekki hafi sézt straumiða frá
því, þótt á grunnu vatni væri.
Þeir Ingimar og Jón álíta, að
þessi lýsing komi vel heim
við risasmokkfisk. Þegar þeir
höfðu teiknað á mynd Vopn
firðinganna, það sem ætti að
vera niðri í sjónum, ef um risa
smokkfisk væri að ræða, kom
í ljós, að aftari kamburinn líkt
ist hinum stóra sporði smokk
fisksins, en sá fremri gæti
verið einn armurinn.
Þórbergur. spurður.
Morgunblaðið sneri sér í
gær til Þórbergs Þórðarsonar
rithöfundar, sem mun einna
fróðastur manna hérlendis
um furðudýr og skrímsli, og
spurði hann, hvað hann segði
um myndina af furðudýrinu á
Vopnafirði, sem birtist hér í
blaðinu fyrir skemmstu, hvort
dýr þetta líktist nokkru af
þeim skrímslum sem hann
hefði heyrt sögur af.
Þórbergur sagði, að komið
gæti til mála, að dýrið í
Vopnafirði líktist að einhverju
leyti svonefndu Grjótárvatns
skrímsli, eins og það birtist í
frásögn systranna Helgu og
Ragnheiðar Þorkelsdætra,
merkra kvenna. sem sáu
skrímslið í Grjótárvatni ekki
langt frá 1&80 og sagt er frá
í ævisögu séra Árna Þórarins
sonar (V. bindi, bls. 354-3<55),
en er auk þess þekkt saga í
byggðarlaginu.
Grjótárvatn er í Mýrasýslu
alldjúpt en ætislaust. í því
hafa sézt furðudýr um langt
skeið og eru nú tveir menn á
lífi, sem sáu þar skrímsli 1910
en þeir eru Guðjón Guðmunds
son á Svarfhóli í Hraunhreppi,
sem hefur nýlega skrifað Þór
bergi, staðfest frásögu systr-
anna, sem voru móðursystur
hans, og skýrt Þórbergi frá
því, þegar hann sá skrímslið,
og Magnús Jónsson í Ólafs-
vík en frásögn hins síðar-
nefnda skrifaði Þórbergur sl.
sumar og hefur fléttað hana
inn í skýrslu, sem hann hef-
ur í smíðum um furðudýr á
íslandi fyrir brezkt vísinda-
félag. Um það mál sagði Þór
bergur við fréttamann Morg-
unblaðsins:
,.í London var nýlega stofn
að félag fræðimanna og vís-
indamanna til að rannsaka til
veru skrímsla, sem þeir eru
vissir urh að séu til, sérstak
lega er ætlunin að rannsaka
tilveru Loch Ness skrímslis-
ins, sem 3000 menn hafa borið
vitni um að hafa séð. Formað
ur þessa félags er þingmaður
í Neðri málstofunni, og sneri
hann sér til Finns Guðmunds
sonar og bað hann gefa sér
upplýsingar um furðudýr hér
á landi, en Finnur bað guð fyr
ur eftirfarandi um önnur
skrímsli, sem komið gætu til
greina að líktust Vopnafjarð
ardýrinu. Hann sagði.
„Eitt furðudýr sást með
kryppur upp úr sjó við Nor-
egsstrendur fyrir mörgum ár
um, en ekki man ég hversu
margar kryppurnar voru.
Þess má einnig geta að lok-
um, að áhöfnin á ensku her-
skipi sá undir lok síðari heim
styrjaldar að mig minnir suð
austur af íslandi, dýr furðu-
mikið í yfirborði sjávarins.
með kryppur upp úr bakinu,
ég man ekki hvað margar.
ir sér og sagðist ekkert vita
um furðudýr. Síðan sneri Finn
ur sér til mín og spurði, hvort
ég vildi taka að mér að gefa
þessa skýrslu um furðudýr
hér á landi og sagði ég strax
já. Hann skrifaði til London
og sagði, að Þórbergur Þórð
arson væri fróðastur manna
á íslandi í skrímslafræði, svo
ég fékk „embættisbréf" frá
formanninum í sl. desember.
og þar með tel ég mig vera
orðinn monstrólog hennar há
tignar Bretadrottningar. í þess
ari fyrstu skýrslu, sem ég
mun senda féíaginu verður
fjallað um skrímslið í Grjót-
árvatni, sem, að því er mér
bezt er kunnugt, hefur ýmist
sézt með hnúðum eða hnúða
laust.
Að lokum sagði Þórberg-
Dýr þetta synti í sömu átt og
skipið. Skipstjórinn eða æðsti
herforinginn tók nokkra menn
á víð Og dreif af skipinu og
bað þá gizka á. Síðan tók
hann þá afsíðis hvern um sig
og spurði þá um lengd dýrs-
ins tók síðan meðaltal að á-
gizkun þeirra, en hvað langt
það var, man ég ekki. En svo
gerðu þeir það, sem þeir hefðu
ekki átt að gera. í stað þess að
athuga dýrið lengur skutu þeir
á það og þá hvarf það í kaf
Ekki tóku þeir myndir af því
og veit ég ekki hvers vegna
þeir gerðu það ekki.
Frásögnina af þessu dýri og
dýrinu við Noregsstrendur
las ég í vel grundaðri monstró
lógíu sem Hermann Einars-
son, fiskifræðingur, léði mér
fyrir nokkrum árum.“
Smokkfiskur syndir á yfirborði sjávar.
Júlíus Þórðarson, útgerðarmaður Akranesi:
k rányrkjan að haida
áfram á höfunum ?
Mannfjölgun, fæðuþörf:
Nýlega birtist rammagrein í
Morgunblaðinu, sem skýrir frá
áliti Dr. Fritz Baade á hugsan-
legri fjölgun jarðarbúa og fæðu-
öflun þeim til handa, en hann
er einn fremsti sérfræðingur
Þjóðverja um landbúnaðar- og
efnahagsmál. — Hann telur að
árið 2000 verði íbúatala jarðar
orðin sex þúsund. milljónir, eða
tvöfaldist frá því sem nú er. —
Mikil verður matarþörfin og
eftirspurnin eftir sjávarafurðum
á þeim tíma, verður mönnum
á að hugsa. — Hánn býst við að
henni verði samt fullnægt, þrátt
iyrir það, að meira en helmingur
hnattbúa hungrar nú í dag, að
6ögn vísra manna. Hann leggur
mesta áherzlu á landbúnaðinn til
þessa þarfa, ræktunaraðferðir og
vélvæðingu hans, en lætur þess
Svo að lokum getið, að öll höfin
6éu eftir og bíði þá ræktunar,
en fæðuframleiðsla þeirra hafi
mjög lítið verið nýtt. Hann mein-
*r þá eflaust rætkun þörunga og
íiska.
Hér á landi hefir einnig verið
rætt og ritað um „ráðstafanir
til þess að hindra eyðingu gróð-
urlendis landsins", og er það
vissulega rétt stefna, reyndar
hefir verið framkvæmd mjög stór
felld ræktun á því sviði, síðasta
áratuginn.
Eru öll höfin eftir?
Það er óhætt að svara þeirri
spurningu játandi. — Allflestar
fiskveiðiþjóðir, stórar sem smáar,
hafa lagt mest kapp á veiðitækni
og vélvæðingu, en alls enga rækt
un framkvæmt, til þess að auka
afraksturinn af fiskveiðum í höf-
unum. — Rányrkjan hefir átt sér
stað á öllum sviðum. — Hér við
land hefir þorskurinn orðið verst
útleikinn verið drepinn í þúsunda
tonna tali á aðal hrygningarsvæð-
unum, á sama tíma og. hrognin
eru fullþroska og fiskurinn er
gjótandi. Smásíldin hefir verið
veidd ótakmarkað, þrátt fyrir
slæma nýtingu til vinnslu. —
Annar uppfæðingur nytjafiska,
hefir verið líflátinn með dragnót
upp við landsteina, miklu meira
að magni, en menn í landi gera
sér grein fyrir. — Einnig má
nefna veiði með þorskanótum á
grunnsvæði í þessu sambandi. —
Svo er þetta kórónað með því að
krydda þessa plokkfiskveiði með
því, að sami báturinn togar, ekki
einu sinni heldur 3 svar sinnum
í landhelgi, á sama sólarhrignum,
eða því sem næst.
Menn eru undrandi yfir þessari
dirfsku landhelgisbrjóta, og að
þeir telja sig hafa öðrum hnöpp-
um að hneppa, en að élta verði
laganna á hafinu inn í hafnir, til
þess að svara til saka, og þola
dóm. — En hver er afsökun
þeirra? Jú aflaleysi, og ef til vill
sú ,að aðrir geri álíka spjöll á
fiskstofninum í skjóli laga og rétt
ar.
Uppskerubrestur:
Áðurnefndur Dr. Fritz Baade
teíur, að til þess að unnt verði
að fæða 6000 milljónir manna ár-
ið 2000, verði að beita öllum hugs
anlegum nýungum til eflingar
landbúnaðar, það verður að
rækta jurtirnar eftir vísindalega
kannaðri áburðarþörf, það verð-
ur að koma í veg fyrir uppskeru-
brest af völdum sjúkdóma og
skordýra o. s. frv.
Uppskeru-brestur hjá sjávar-
útvegnum virðist vera staðreynd
í dag, þegar frá er dregin síldin.
En hvað endist hún lengi?, með
því að slátra lömbunum á vorin?
Það verður því að beita öllum
hugsanlegum nýungum og ráð- (
um til þess að auka fiskstofnana,
ekki síður en jurtirnar hjá land-
búnaðinum, ef fullnægja á flest-
um þörfum hinnar ört fjölgandi
ísl. þjóðar og eftirspurn viðskipta
þjóða hennar. — Það verður að
vernda hrygningarsvæðin, tak-
marka eða jafnvel banna þorska-
netaveiði á hrygningartímanum,
banna dragnót í fjörðum og fló-
um, stofna klak og fiskræktunar-
stöðvar í stórum stíl o. fl.
Faxaflóinn og Hvalfjörður:
I sambandi við klak og upp-
eldisstöðvar, hefir mönnum fyrr
og siðar verið hugsað til Faxa-
flóa og Hvalfjarðar, einnig mætti
nefna Miklavatn í Skagafirði o. fl.
Fyrir 30 árum og áður úði og
grúði allt af varaseiðum (upp-
fæðingi þorsks, Ýsu og Ufsa) við
bryggjur og í vörum við Faxa-
flóa. — Það sýndi ótvírætt, að
mikil hrygning og uppeldi var í
flóanum. — Þá fiskaðist helm-
ingi meiri afli en nú gerist, á
helmingi styttri lóð, þótt meir en
helmingi styttra væri róið. — Nú
sjást varla varaseiðistorfur
„dorma“ við bryggjur. — En
aftur á móti úir og grúir loftið
af Veiðibjöllu, en ein og ein flaug'
hér áður fyrr yfir höfðum skot-
manna, sem lágu í leyni í kletta-
skorum. Þetta hefir allt sína sögu
að segja, en vissulega getur margt
hjálpað ofveiðinni og rányrkj-
unni, til þess að fækka fiski í
sjó.
Við skulum ekki efast um tak-
i markaða glöggskyggni og þekk-
ingu fiskifræðinga, en reynslan er
ólýgnust. — Eitthvað og ef til
vill margt er á ferðinni, sem veld
ur upskerubresti hjá aðalatvinnu
vegi vorum í dag, og við þann
vanda verða hinir vísu menn að
glíma.
Það er ekki nægjanlegt, þótt
gott sé, að hafa unnið sigur 1
landhelgisstríðinu, ef vér svíðum
sjálfir landið, sem unnið var eða
réttara sagt, höldum áfram að
stunda rányrkjubúskap á hafinu,
með ört vaxandi fiskisikipum og
vaxandi veiðitækni. — Ef við sigl
um sama strik, má jafnvel reikna
með því, að framtíðin verði efna-
hagslega, hvorki fugl né fiskur.
Akranesi, 17. febrúar 1963.
J. Þ.
Bretar fá full
yfirráð yfir
Polariskafbáium
London, 21. febrúar (NTB).
HAROLD Macmillan, forsætis-
ráðherra Breta, lýsti því yfir i
dag, að kafbátarnir, sem Bret-
ar ætluöu að smíða og búnir
yrðu Polariseldflaugum yrðu und
ir brezkri stjórn. Macmillan
lýsti þessu yfir eftir að þing-
maður hafði látið að því liggja,
a Bandaríkjamenn n:.yndu ráða
nokkru tun það hvort bá-tarnir
og eldflaugarnar yrðu notaðar.