Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 10
10 M OHCVISBI 4Ð1Ð Föstudagur 22. febrúar '1963 Reykja-plpur leysa vandann 50 ára reynsla „MASTA“-pípan er af sérstakri gerð, sem engin önnur píputegund hefur. Gerð „MASTA“ pípunnar er einföld en hún tryggir nauðsynlegt hreinlæti og útilokar nikótin-hlaðið remmubragð í munni, sem orsakast af sósu, sem safnast í munn- stykkin á venjulegum pípum. Raki er í öliu tóbaki en í „MASTA“ dregst þessi raki gegnum rör inn í safnhólfið. Me5 þessu móti verður reykurinn þurr og kaldur. M A S T A er frábær píputegund Se3d á hóflegu verði Umboð: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. h.f. Fást í verzlunum víða um land. Nýi vatnstnrbínusnigillinn Pétur Aðalsteinsson, stöðvarstjóri. Með handfanginu til hægri á myndinni getur hann tekið af allan straum. Irafossstöðin áukin um 15,500 kw. Nú eru hafnar miklar fram kvæmdir við vatnsaflsstöðina í írafossi. Stöðin verður bráð- lega stækkuð og orka hennar aukin um 15.500 kw. Orka hennar er nú 31 þús. kw Fréttamaður og ljósmyndari Mbl. brugðu sér austur í heimsókn fyrir skömmu í tii- efni af þessu. ★ ★ ★ — Ef ég sný þessu hand- fangi, þá slökkna öll ljós í Reykjavík og á öllu Reykja- nesi. Við erum staddir á efri hæð stöðvarhússins á írafossi, og það er stöðvarstjórinn, Pétur Aðalsteinsson, sem mælir þessi orð. — Rofinn er þarna úti, enda, svo að okkur fer ekki að verða um sel. — Ætlarðu með okkur í heimsókn til þess gamla? — Nei, ætli það nú, en 30 metra niður förum við. Nú nemur lyftan loksins staðar. Við stígum út, og kom- um þá inn ,í geysistóran sal. í enda hans fyrir framan lyft- una eru 30 metrar til lofts. Við göngum inn eftir salnum fram hjá vélasamstæðunum tveim- ur, sem fyrir eru, og komum að djúpri, stórri gryfju í gólf- inu fyrir enda sálarins, þar sem hin þriðja verður. Niðri í gryfjunni eru menn að störf um. Þeir vinna að því að koma fyrir túrbínu, sem vatninu verður hleypt á, er allt verð- ur til reiðu. Vatnsgöngin liggja við hliðina á túrbínun- um, en færanlegir flekar eru á göngunum á þremur stöðum og eru þeir notaðir, þegar vél- arnar eru stöðvaðar. — Hvenær verður vatninu hleypt á nýju túrbínuna? — Sennilega í desember. Tólf menn vinna nú að því að sjóða saman túrbínuna, en mikið verk er eftir. Sumar vélanna eru enn ókomnar til landsins. Svo verður þessi gryfja fyllt af steypu. Hún er átta metra djúp. — Hve mikla orku gefur nýja samstæðan af sér? — 15.500 kw, jafnstór og hinar tvær. Orkan eykst því um 50%, eða upp í 46,5 þús. kw. Heildarorka Sogsvirkjan- anna er nú 73 þús. kw., svo að talsvert munar um aukning- una. — Hve margir vinna að framkvæmdunum? — Tólf menn, ■ þar af tveir Svíar. Þetta eru aðallega suðu menn. ★ ★ ★ — Hafið þið komið niður og skoðað göngin? spyr Pétur. — Niður? Er hægt að kom- ast enn neðar? — Já, við komumst 8 metr- um dýþra ennþá, og þar renn- ur Sogið í göngunum. Við förum nú niður stein- steyptar tröppur og sjáum loks inn í stórt op á göngum, sem sprengd' hafa verið í berg ið, og liggja að aðalgöngun- um. Yfirborðið er óslétt eins og í helli, marglitt og úr loft- inu falla vatnsdropar. Þetta er eins og að ganga inn í leyndardómsfullan og ógn- vekjandi töfraheim, og eykur þungur dynur árinnar enn á ugg þann, sem að okkur setur. Það hallar undan fæti og nú sjáum við vatnsflauminn, sem rennur um göngin í geysileg- um straumi. Steyptur veggur er milli okkar og árinnar, og getum við gengið alveg fram á hann og virt fyrir okkur þetta feikna afl brjótast áfram farveg sinn rétt við fætur okkar. ★ ★ ★ Er við komum aftur upp á yfirborð jarðar, spyrjum við Pétur, hve margir starfi að staðaldri við írafossvirkjun- ina. —1 Við erum _níu vélstjór- arnir, en auk þess vinna hér tveir verkamenn. Tveir vél- stjórar eru á vakt í einu allan sólarhringinn — einn uppi á lofti og annar rúmum 30 m neðar. Framhald á bls. 17. heldur Pétur áfram og bendir út um gluggann á mannvirki, sem þar eru. — Það var hann, sem bilaði þegar rafmagns- laust varð í 20 mínútur um daginn. Salurinn, sem við stöndum í, er eins konar stjórnklefi vatnsaflsstöðvarinnar. Þar eru alls kyns rofar, mælar og ljós, sem á kviknar ef ekki er allt með felldu, enda er þarna vél- stjóri á vakt allan sólarhring- inn og hefur vakandi auga með gangi stöðvarinnar. — Það er rétt að við kom- um niður og lítum á fram- kvæmdirnar, segir Pétur. Við förum í lyftu og ferðin virðist aldrei ætla að taka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.