Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 14
14
r
M O R f' F/.JV It L A'&J'B*
Föstadagur 22. febrflar 1903
Innilega þakka ég vinuna og vandamönnum vinarhug
og góðar gjafir á siötugs afmæli mínu 14. febr. s.L
Guðmundur Magnússon,
Leifsgötu 27, Reykjavík.
Saumasfúlkur
Saumastúlkur óskast. — Upplýsingar hjá
ver kstj ór anu m.
IMámskeið fyrir
leisögumenn
NÁMSKEIÐ fyrir leiðsögumenn
verður haldið á vegum Ferða-
skrifstofu ríkisins á tímabilinu
25. febrúar til aprílloka. Nám-
skeiðið verður í Háskólanum á
mánudags- og miðvikudagskvöld-
um kl. 8:30 — 10, ep ferðir verða
farnar öðru hverju um helgar.
landi. Þó hefur á síðustu árum
verið vaxandi eftirspurn eftir leið
sögumönnum.
Þetta námskeið verður með dá-
lítið öðru sniði. Leiðbeinendur
verða einkum þeir, sem mesta
reynslu hafa í fararstjórn hér á
landi, og þeirra á meðal eru
nokkrir, sem sóttu fyrra nám-
skeiðið og hafa síðan reynzt
mjög traustir fararstjórar.
Lögð verður aðaláherzla á hag-
nýta fræðslu. Ferðir verða farnar
um Reykjavík og nágrenni og
þátttakendur þjáilfaðir í leiðar-
lýsingum.
Nánari upplýsingar um nám-
skeiðið eru gefnar á Ferðaskrif-
stofu ríkisins.
R í M A Skipholti 27 I. hæð.
Árs fyriríramgreiðsla
Útlend hjón vantar nú þegar eða 14/5 n.k. 2ja til
3ja herbergja íbúð í Vesturbænum. Tilboð sendist
blaðinu fyrir 1/3. merkt: „Árs fyrirframgreiðsla —■
Kúsasmíðanemi
Nemi óskast í húsasmíði. Tilboð merkt: „Húsasmíði
— 6104“ sendist afgr. MbL fyrir 1. marz ásamt uppL
um aldur og fyrri störf.
FRAMTÍÐARSTARF
Einkaritari
Vér viljum Táða vana skrifstofustúlku, sem
gæti tekið að sér einkaritarastarf hjá oss.
Málakunnátta er nauðsynleg ásamt góðri
æfingu í vélritun, hraðritunarkunnátta er
æskileg eða æfing í að vélrita eftir segul-
bandi. Nánari upplýsingar gefur Starfs-
mannahald S.Í.S., Sambándshúsinu.
Vélritunarstúlkur
Vér viljum ráða nokkrar vanar vélritimar-
stúlkur strax. Samvinnuskólamenntun,
verzlunarskóla eða önnur hliðstæð mennt-
un æskileg. Umsóknareyðublöð fást hjá
Starfsmannahaldi S.Í.S., í Sambandshúsinu,
sem gefur ennfremur nánari upplýsingar.
STARF S MANNAHALD
BJÖRN GUÐMUNDSSON
fyrrverandi skólastjóri frá Núpi,
Verður jarðsettur að Mýrum í Dýrafirði, laugardaginn
23. þ. m. Kveðjuathöfn að Núpi hefst kl. 1 e.h.
Fyrir hönd aðstandenda.
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Björn Guðmundsson.
Þökkum innilega samúð og vinarhug, við andlát og
jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR
Skáleyjum, BreiðafirðL
Þorbjörn Sveinsson,
Júlíana Sveinsdóttir, Guðmundur Guðmundsson,
Vilhelmína Tómasdóttir, Jón Guðmundsson,
og barnabörn.
Fagur kirkjugripur
Þar verður kennd fararstjórn
og fjallað um helztu leiðir hér
á landi, og Reykjavík, söfn borg-
arinnar og nágrenni hennar.
Leiðbeinendur verða: Árni
Böðvarsson, Ásta Stefánsdóttir,
Björn Th. Björnsson, Björn Þor-
steinsson, Gísli Guðmundsson,
Kristján Eldjárn, Rósa Gestsdótt-
ir, Vigdís Finnbogadóttir o. fL
Veturinn 1960 efndi Ferðaskrif
stofa ríkisins til námskeiða fyrir
leiðsögumenn og sóttu það rúml.
hundrað manns. Þá var aðal-
áherzlan lögð á fræðslu um nátt-
úru íslands. Margir þátttakendur
sóttu námskeiðið einkum vegna
þeirrar fræðslu, en höfðu ekki
beinlínis hug á að gerast leiðsögu-
menn, enda er engin atvinna fyrir
slíkan fjölda fararstjóra hér á
Á NÝÁRSDAG síðastliðinn var
Kollafjarðarneskirkju í Stranda-
prófastsdæmi afhentur að gjöf
veglegur og fagur kirkjugripur.
Fór sú athöfn fram að aflokinni
guðsþjónustu í kirkjunni að við-
stöddu fjölmenni.
Gjöfin, sem er forkunnarfagm
kaleikur, er trúlega einn fegursti
kirkjugripur sinnar tegundar hér
á landi.
Þessi veglega gjöf var kirkj-
unni gefin til minningar um Matt
hjldi Benediktsdóttur, fyrrum hús
freyju á Smáhömrum í Stranda-
sýslu, og tvo menn hennar, en
gefendurnir eru börn, tengda-
börn og barnabörn þeirra.
Guðbrandur Benediktsson,
bóndi á Broddanesi, sonarsonur
Matthildar, afhenti gjöfina, en
form. sóknarnefndar, Benedikt
Grímsson, hreppstjóri á Kirkju-
bóii, og sóknarpresturinn þökk-
uðu.
Matthildur Benediktsdóttir var
tvígift, eins og áður getur. Fyrri
maður hennar var Guðbrandur
Jónsson frá Broddanesi, en síðari
maður Björn Halldórsson hrepp-
stjóri á Smáhömrum. Frá þeim
Smáhamrahjónum er komið
margt mætra manna og kvenna
í Strandasýslu og víðar. Matthild
ur lézt í hárri elli 102 ára göm-
ul, og var til tekið hve vel hún
bar aldur sinn. Hún var fædd
á nýársdag 1848, og voru því lið-
in nákvæmlega 115 ár frá fæð-
ingu hennar er minningargjöfin
var afhent.
Kaleikurinn, sem gefinn var,
er af allra vönduðustu gerð. Hann
er 9,5 þumlungur á hæð, gerð-
ur úr góðu silfri, gullhúðaður
með þykkri og varanlegri gull-
húð. Hann er mikið flúraður og
settur ekta rúbinsteinum á stétt
og stöpul. Honum fylgir oblátu-
diskur (patina), sem á er letrað
fangamark Krists I.H.S. Undir
kaleiknum er haganlega komið
fyrir gullplötu með áletrun, þar
sem skráð eru nöfn, fæðingar- og
dánardagur þeirra, sem minnzt
er með gjöfinni,, ártalið, hvenær
gjöfin er gefin, og hverjir gef-
endur eru. Eykur þessi áletrun
stórum á minningargildi kirkju-
gripsins er fram iíða stundir.
Ég vil þakka gefendunum öll-
um fyrir .þessa höfðinglegu gjöf
og þá ræktarsemi er þeir með
henni sýna minningu ættmóður
sinnar og feðra. Ánægjulegt er
til þess að hugsa að þeir skyldu
kjósa sér að heiðra minningu
þeirra með þessum hætti, að gefa
afskekktri sveitarkirkju slíkan
dýrgrip, er sökum göfgi sinnar
myndi sóma sér í hinum vegleg-
ustu og íburðarmestu guðshúsum.
Andrés Ólafsson.
Verzlun Jóns A.
Þórólfssonar á Isa-
firði opnuð á ný
ÍSAFIRÐX, 20. febrúar — Sl. laug
ardag var opnuð á ný verzlun
Jóns A, Þórólfssonar við Aðal-
stræti á ísafirði eftir gagngerð-
ar breytingar og endurbætur á
verzluninni, en hún hefur verið
lokuð síðan í júlí, þegar skemmd
ir urðu á húsinu vegna eldsvoða
Verzlunin verzlar með skipa-
vörur og járnvörur. Eigandi er
Marselíus Bernhardsson, skipa-
smíðameistari. — H.T.
Akranesbátar
afla vel
AKRANESI, 20. febrúar — Hér
'bárust á land í gær 131 tonn af
fallegum fiski af 19 bátum. Afla
hæstur var NáttfarL sem kom
eftir viku útilegu með 25 tonn
hafði verið á línu. Annar var
Skírnir 15.2 tonn, er hann fisk-
aði í þorskanót, Sigrún 11 tom»
og Heimaskagi 11. Höfrungur U.
fór á þorskanót í morgun.
Hér er blitt veður og kyrrt
og vaxandi sólfar, eftir því sem
skýin greiðast meira 1 sundur.
ÚTSALA
Fyrir börn:
Nankin barna- og unglinga
gallabuxur kr. 98.00.
Drengjaúlpur kr. 295.00.
Telpnaúlpur kr. 310.00.
Crepe sokkabuxur
kr. 75.00.
Fyrir konur:
ítalskar kvengolftreyjur
kr. 380.00 lítil númer.
Amersíkar kvenblússur
kr. 40.00.
Amerískar kvenpeysur
kr. 50.00.
Ullargarn kr. 17.00 hespan.
Útsalan hættir um helgina.
Notið tækifærið og gerið ódýr innkaup.
MIDBÆR
Skrifstofuhúsnæð: til leigu við Miðbæinn.
Upplýsingar í síma 19113.
HljllilIðaSaust
Vil kaupa stóra 4ra—5 herb. íbúð, tilbúna undir
tréverk. — Upplýsingar í síma 35539.
Verksmiðjur - Verzlenir:
Lokunarvélar fyrir pappakassa eru
nauðsynlegar fyrir alla, er slíkar um-
búðir nota.
Heftir kassar eru margfalt sterkari
en limdir.
Hefting er fljótvirkari og ódýrarL
Hefta kassa er hægt að nota aftur og
aftur, og styrkja með heftingu.
Nokkrar vélar á lager.
'AKURFELL
sími 24966.