Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 17
FvVtudagur 22. febrúar 1963 17 m o r n i’ y n r. 4 ðið Sesselja Árnadóttir frá KálfatjÖrn — Mlnning SESSELJA Árna-dóttir fæddist 1. júLí 1879 í Reykjavík. Foreldr ar hennar voru hjónin Ingibjörg Valgerður Sigurðardóttir frá IÞerney og stud. theol. Árni Þor- Bteinsson frá Úthlíð í Biskups- tungum, siðar lengst ævinnar prestur að Kálfatjörn. Langafi er. ■ Árna var Þorsteinn bóndi Steingrimsson í Kerlingardal foróðir Jóns prófasts Steingríms- eonar á Prestbakka, er sá ætt- bálkur kominn af Sfeingrími Jónssyni, bónda á Þverá í Skaga firði, aiikunnar ættir. Ekki ætla ég að rekja ættir hér enda hreinn óþarfi, því ættir Sesselju Árna- dóttur eru kunnar þeim er þau Éræði stunda. — Sesselja ólst lipp xneð stórum systkinaihópi ('þau voru alls átta systkinin) lengst af á Kálfatjörn. Það var Igott Oig glaðvært prestheimiii, eins og bezt gerðist á þeim tíma. Naut hún þar góðrar menntuinaæ og menningar. Árið 1900 giftist liún Helga Eirikssyni bakara- meistara frá Karlsskála. Helgi var mikill ágætismaður, rólyndur geðprúður, greindur og vel nnenntaður. Karlsskálaættin er stór og vel metin ætt. Eru nú öll börn þeirra Eiríks Björnsson- ar og Sigríðar Pálsdóttur dáin ©n fjöldi afkomenda lifir. Þau Sesselja og Heigi reistu fyrst bú á Eskifirði, en fluttu þaðan til Keflavííkur, þá til Akureyrar, þaðan til fsafjarðar, þar sem þau dvöldu í 10 ár, síðan til Stykkis- Ihólms og loks til Reykjavíkur. Áttu þau jafnan gott og fallegt heimili og var gott til þeirra að Ikoma enda jafnan vinsæl og vin- mörg. Helgi náði ekki háum aldri, hann dó úr lungnabólgu í veiðimannahúsi við Grímsá, þar Bem haxm hugðist dvelja nokkra daga við laxveiði. Það var 5. júní 1940. myndi bæta úr öllum þessuim óskiljanlegu örlögum tilverunn- ar fleyttu henni yfir alia erfið- leiikana. Þótt söknuður h’afi vafa- laust ætið búið henni í brjósti, lét hún iítið á sjá, er frá leið, hún hélt sínu glaða létta við- móti. Hún kunni og gat sigrað harma sína og tekið því óum- flýjanlega með þeirri tignu ró, sem þeim einum er gefin sem eru andlega heilbrigð mikil- menni. Enda átti hún mikið eft- ir, mörg elskuð börn, tengda- börn og barnaböm, auk systra og nákominni vina, sem hún hef- ur fundið að vildu allt fyrir hana gera. Á síðasta áratugnum sem hún lifði varð hún fyrir nokkrum áföllum, varð tvisvar að þola þungar legur í 'sjúkra- húsum, en rétti þó furðanlega við aftur. En sumarið 1961 veikt- ist hún alvarlega og náði sér aldrei eftir það. Hún andaðist í sjúkrahúsi hinn 17. febrúar 1963 og var þá á 84. aldursári. Gamalt rómverskt máltæki eða spakmæli hljóðar eitthvað á .1 Börn þeirra '.jóna eru: Ingibjörg, gift Sigurði Ágústs- syni, alþingismanni, Stykkis- hólmi. Sigríður, gift Hjálmi Konráðs- eyni, kaupfélagsstjóra, Vest- mannaeyjum. Klara, gift Kristjáni Magnús- syni listmálara. Steinunn, gift Haraldi Ágústs- eyni, stórkaupm., Rvík. Hansína, gift Baldri Jónssyni, Btórkaupm. Rvík. Grda, gift Guðmundi Guð- xnundssyni, forstjóra, Rvik. Eiríkur, rafvirkjameistari, Ikvongaður Unni Jónsdóttur. Harnn býr í Stykkishólmi. Þær Sigríður og Klara og Inenn þeirra létust öll á bezta aldri. Sesselja Árnadóttir fékk 1 arf frá foreldrum sínum heilbrigða sál, æðruleysi og dugnað. Hún hafði létta, glaðværa lund og fná henni lagði aðlaðandi og þægi legan blæ eða kennd sem gerði heimili hennar notalegt og eftir- eókrvarvert. Hún var afhragðs húsmóðir, óvenju fjölhæf í allri þessa leið: „Segjum aðeins gott um þá sem dánir eru“. Þetta er auðvitað falleg regla, og einkum þó kristileg og gætu allir látið sér að kenningu verða, nema sagnfræðingar Og þeir sem vilja segja satt. Nú vill svo heppir lega til er ég rita um frænd- konu mína elskulega, Sesselju Árnadóttur, að ég get af heil- um huga sagt allt gott um hana látna. Ég þekkti hana mjög vel um langa ævi, þekkti góðvild hennar, gestrisni, umburðar- lyindi, æðruleysi og sálarþrek. Hún var hógvær í gleði, mikil og sterk í sorg, þakklát í Kieð- læti og auðmjúk í mótlæti. Ó- venju vel gerð mannssál. Sesselja Árnadóttir var sér- lega frið kona, glæsileg í allri framikomu. En meira virði var þó hjartalag hennar, góðvild og hjálpsemi við þá er við erfiði áttu að stríða. Hún var mjög vinsæl, ég skil ekki að hún hafi nokkurntima átt óvin, enda aldrei á langri ævi heyrt neinn taía óvinsamlega um hana. Hennar dagur var langur, góður og bjart ur. handavinnu. Var gott að koma á heimili þeirra hjóna meðan flest lék í lyndi því þau voru mjög samvailin í alúðlegri gestrisni. Keimilislífið var jafnan afar gott, ást og eindrægni ríkti milli for- eldra og barna eins og bezt verð- ur á kosið. Hjónin, Sesselja og Helgi mátu hvort annað að verð- leikum, lífið gaf þeim mikið í þau fjörutíu ár, sem þau fengu að njótast. Það var þungt áfall íyrir Sesselju er hún missti sinn eiskaða eiginmann, svo snögg- Jega sem það varð. En hún bar það eins og hetja. Hún átti börn- in að lifa fyrir og hjá. Erfitt var eð missa tvo efnilega og ágæta iengdaisyni, hin miklu prúðmenni og dugnaðarmenn, Hjálm Kon- ráðsson og Kristján Magnússon, báða í blóma aldurs. Og svo dæturnar tvær, Sigríði og Klöru. En hin einlæga trú Sesselju á eóðan guð, sem á einhvern hátt Þorsteinn Jónsson. „Vinir berast burt með tím- ans straumi". Það var falleg fjölskylda, sem fluttist til Stykkishólms í maí 1921. Helgi Eiríksson, bakari og frú Sesselja Árnadóttir með 7 börnin sin, sex dætur og einn son. Þann stutta tíma, sem þessi heiðurshjón dvöldu í Hólminum, myndaðist vinátta okkar á milli, sem haldizt hefur æ síðan. Sesselja Árnadóttir var bor- in í þennan heim á sólbjörtum sumardegi, mér finnst Mf henn- ar allt liafa verið eins og sá dag- ur. Þótt sorgir og erfiðleikar yrðu á lífsleið hennar, lét hún það ekki drepa ljósið 1 sál sinni. Hún var alla tíð að miðla öðr- um — lýsa þeim, sem voru- 'henni samferða á lífsbrautinni, hún átti svo mikið af birtu og yh f sjón var Sesselja falleg kona allir hlubu að taka eftir henni, þó í fjölmenni væri — ljóshærð, bláeyg með hreinan, mildan svip. Framkoman glæsileg og djörf. Heimili hennar var fagurt, hún var listræn og hafði yndi af öllu, sem var til prýðis, gat búið til fallega hluti úr litlu efni. Góð móðir var Sesselja, enda naut hún ástar og virðingar barna siinna, tengdabarna og barna- barna til- hinstu stundar. Nú er hún horfin, en við eld minninganna verma þeir sig, sem ! hana þekktu bezt. Blessuð sértu! nafna min, fyr- ir öll þín kærleiksriku störf, unn in í kyrrþei og án kröfu til end- urgjlalds. Þegar ástvinir þínir þurftu mest á hjálp þinni að halda, breiddir þú faðminn á móti þeim með bros á vör, þótt úr sorgarsárum þinnar eigin sál- ar blæddi. Þú varst hetja. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. Sesselja Konráðsdóttir. — Irafoss Framhald af bls. 10. — Eruð þið allir giftir? — Já, hér helzt enginn við nema hann sé giftur. Það búa engir hér nema starfsmenn stöðvarinnar og fjölskyldur þeirra. — Hafið þið skóla hér fyrir börnin ykkar? — Já, Ljósafossskólinn er þarna uppi á hæðinni. í hann ganga börn starfsmanna allra virkjananna, en hann gegnir auk þess hlutverki barnaskóla fyrir þrjá næstu hreppa. — Átt þú mörg börn? — Ég á tvö. Þau gengu í skólann hér, en nú taka þau að vaxa úr grasi, og er annað í Reykjavík og hitt í Mennta- skólanum að Laugarvatni. — Hvað hefurðu búið hér lengi? — í 23 ár, eða síðan stöðin var stofnuð. — Leiðist þér ékkert í fá- menninu? — Nei, nei, ég er fæddur og uppalinn í Dýrafirði, og þótt ég hafi verið í Reykjavík í 4 ár áður en ég kom hingað, þá sakna ég ekki margmennis- ins. - Því dæmist rétt Framhald af bls. 15. aðdróttunum brotið gegn 108. gr. alm. hegningarlaga.“ Þá var og veitzt að slökkviliðs- stjóra með margendurteknum fullyrðingum og stóryrðum um ódugnað, hæfileikaskort og van- rækslu í starfi án þess að það væri rökstutt með einstökum dæmum, að undantekinni fram- angreindri ásökun rpn tjöru- geymslu í vatnsgeym.um. Um þetta atriði segir svo í forsendum að dómi Hæstarétt- ar: „Ákærð; hefur í málflutningi borið fyrir sig, að eldsuppkoman í skálanum á Reykjavíkurflug- velli, sem áður var getið' hafi stafað af því, að neisti ‘frá raf- suðutæki hafi komizt í loklausan benzíngeymi snjóplógs, sem þar var geymdur, en vítavert hafi verið að hafa geymi þennan loklausan. Skv. skýrslu rannsókn arlögreglunnar hafði snjóplógur þessi verið fluttur í skálann á ágústmánuði 1961, en Guðmund ur slökkviliðsstjóri hefur í fram haldsprófum málsins talið plóg- inn hafa komið þangað um það bil ári áður en bruninn varð. Kveðst hann hafa veitt því at- hygli, fljótlega eftir komu snjó- plógsins í skálann, að benzín- geymir á plógnum var loklaus. Hafi hann haft oft orð á því við umráðamann plógsins, að hann lokaði feeyminum, en um ráðamaðurinn hafi þá svarað Margrét Jónsdóttir Keflavík — Minning FRÚ Margrét Jónsdóttir var jarðsett frá Keflaviburkirkju laugardaginn 2. þ.m. að við- stöddu fjölmenni. (Um ættir hennar og lífsstarf vísast tál á- gætrar greinar í Morgunblaðinu 2. febrúar þ.á.) Hún fluttist hing ■að til Keflavíkur árið 1909 og giftist þá eftirlifandi manni síri- um Gísla Sigurðssyni vélstjóra og járnsmið og höfðu þau búið í farsælu hjónabandi yfir 50 ár. Þeim varð 8 barna auðið og komust 7 af þeim til fullorðins ára, manndóms og myndarfólik eins og þeirra foreldrar. Einn soninn misstu þau ungan og var það foreldrunum mikill harmur. Tvær sonardætur sínar ólu þau upp sem sín börn, en þær höfðu misst sina ágætu móður, korn- unga. Það geta allir skilið hvíl'kt starf það var fyrir ungu konuna að ala upp og annast þennan stóra barnahóp, eins og þægindi á heimilum voru þá af skornum skammti. Þess vegna vakti það ekki litla athygli þegar fóru að sjást frá Margréti Ijómandi fall- egir útprjónaðir vettlingar eða forláta vel tættir uUarsokkar, mikið vandaðri og fínni en þá gerðist hér. Það duldist engum, að hér var að verki mjög hög kona, sem not aði sínar fáu tómstundir til þess að sinna sínum hugðaiefnum, liandavinnunni. En það var ekki fyrr en hún hafði komið upp hópnum sín- um og heldur var farið að halla undan fæti, að hún ga.t gefið sig fyrir alvöru að útsaumi, sem hún vann að með miklum dugn- aði og smekkvísi. Gleði hennar yfir loknu verk- efni var svo rík og tilhlökkunin yfir að byrja á einhverju fallegu verki aftur var svo innileg. En það var fleira en hannyrð- irnar, sem átti ríkan þátt í lífi Margrétar. Hún var framúrskar- andi félagslynd kona og tók um árabil virkan þátt í starf- semi Slysavarnadeildar kvenna í Keflavíik og Kvenfélagi Kefla- víkur. Við munurn seint gleyrna góða kaffinu hennar Margrétar okk- því, að hann væri i þann veg- inn að taka benzíngeyminn af plógnum. Þetta hafi þó ekki ver- ið gert og kveðst slökkviliðsstjór- inn hafa veitt því athygli nokkru síðar, að tuska hefði verið breidd yfir opið. Ekki kveðst hann hafa aðgætt, hvort benzín var í geyminum. Það verður að teljast van- gæzla af hálfu slökkviliðsstjór- ans, að hann gekk ekki úr skugga um, að umræddum benzíngeymi á snjóplógnum væri tryggilega lokað, ekki hvað sízt þar sem notkun rafsuðutækja fór fram í skálanum. En með þessum á- töldu ummælum er slökkviliðs- stjóra borin á brýn síendurtekin og stórfelld »vanræksla í starfi, frá því að hann tók við stjórn slökkviliðsins. Eru ummælin því miklu víðtækari en svo, að þau séu réttlætt með framan- greindri vörn ákærða, þó að til- lit beri að taka til hennar við ákvörðun refsingar fyrir um- mælin, sem í heild sinni varða við 108. gr. laga nr. 19. 1940. Niðurstöður málsins í Hæsta- rétti urðu þær, að ritstjóri Nýrra vikutíðinda, Baldur Hólmgeirs- son var dæmdur til að greiða kr. 3.000.00. Ummælin voru ómerk gerð. Ákærði skyldi greiða Guð- mundi Guðmúndssýni krónur 10.000.00 í bætur. Þá skyldi á- kærði greiða allan sakarkostnað og áfrýjunarkostnað, þ.á.m. kr. 10 þús. í saksóknarlaun og máls- varnarlaun. Þá var ákærða gert að skyldu að birta forsendur beggja dómanna í heild í blaði sínu. ar. Hún var alltaf boðin og bú- in til hjálpar hvenær sem hún var beðin og alltaf var sama glaða og góða viðmótið og sam- starfið með prýði á meðan heils- an leyfði. En hún gleymdi ekkí símum félögum og áhugamálum þó að heilsan bilaði. í rúm 8 ár, sem hún var meira og minn.a rúmliggjandi sjúkling- ingur sendi hún Slysavarnadeild inni okkar rausnarlegt framlag á hverjum einasta fjáröflunar- degi hennar, og það nú síðast í nóvamber er hún dvaldist í sjúkrahúsi og beið sinnar lausn- arstundar. Þetta er að skilja anda Slysa- varnafélagsins. Mættu allar konur innan sam- takanna hafa til að bera hennar skilning og rausn. Við þökkum henni af hjarta allt hennar góða starf fyrir deildina okkar. Megi guð nú launa henni af rikdómi sinum. Þrátt fyrir áralangar líkam- legar þrautir Margrétar var sál- in þá sterk og hetjulundin rik. Aldrei heyrðist hún kvarta yfir kjörum sínum og alltaf var þrá- in sama, að komast heim á heim- ilið sitt aftur, þótt hún dveldist um tíma í sjúkrahúsum eða hjá sínum ágætu bömum, sem oillt vildu fyrir hana gera. Þau voru henni öll svo innilega góð, börn- in, tengdabörnin, barnabörnin og ekki síst sonardæturnar, sem hún ól upp sem væru þær henn- ar eigin börn. En ríkastur var þó kærleik- urinn til eiginmannsins og heim ilisins þeirra, sem hún hafði prýtt svo mjög með sinni fögru handavininiu. Þar hafði lífssaga hennar ritast sterkum dráttum. Þar hafði hún mætt bæði gleði og sorg. Þar hafði mörg þrautin verið sigruð og þar voru Líka erfiðleikarnir bornir með hetju- lund. Og þar fékk hún loks að skilj- ast við þennan heim, sátt við guð og menn, laugardaginn Í26. janúar síðastliðinn. Blessuð sé minning hennar. Jónina Guðjónsdóttir. Stróbor stela í VIKUNNI var kært yfir þjófn aði úr bátnum Víkingi, elzta skipi flotans, sem er á . þurru við Gelgjutanga þar sem unnið er ’að því að breyta skipinu, sem nota á til að bjarga járni úr flaki Pourquoi Pas, á Mýrum. Stolið var 2 sjódælum, þremur mælum og talsverðu af koparleiðslum úr vélarrúmi. Rannsóknarlögreglan hafði brátt upp á þjófunum sem reynd ust vera strákar. Höfðu þeir selt þýfið brotajárnssölu í bænum. Mest af því er nú- komið til skila, en auk þess skemmdu strákarnir töluvert í skipinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.