Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 23
Föstudagur 22. fehrúar 1963 MORCUNBLAÐIÐ 32 Schneiderhan kominn • í GÆRDAG kom hingrað til landsins austurriski fiðiusnillingurinn Wolfgang Scheneiderhan, sem leikur ein leik með Sinfóniuhljómsveit- inni á hljómleikunum í kvöld. Schneiderhan er kvæntur söngkonunni Irmgard See- fried, eins og kunnugt er — en hún hélt ljóðakvöld í Há- skólabíó á miðvikudagskvöld- ið við mikla hrifningu áheyr- enda. Heimili þeirra hjónanna er í Vínarborg. hau eiga tvær dætur, sex og þrettán ára. Scneiderhan sagði í örstuttu viðtali við blaðdmann Morg- unblaðsins í gær, að hann kynnzt hér 1927. Hann spurði, hvort goshverinn Grýta gysi enn á fcveggja klst. fresti eins og fyrir 35 árum. Sagði hann, að mynd væri af hvernum í ævisögu hans, sem út kom í Sviss á sl. ári. ★ ★ ★ Scheneiderhan hefur mikið ferðast um dagana. Á styrjald- arárunum var hann. koncert- meistari í Vínarborg, en bæði fyrir og eftir styrjöldina hefur hann ferðazt um og haldið hljómleika. Er hljómleika-áætl un hans ákveðin a. m. k. tvö ár fram í tímann. Á hljómleikunum í kvöld Wotfgang Schneiderhan í gær Lék hér fyrir 35 árum hefði. vart trúað sínum eigin augum, er hann kom til Reykjavíkur nú, svo mjög væri allt orðið breytt frá því hann var hér á ferð fyrir 35 árum. Þá hafði hann dvalizt hér í tíu eða tólf daga og hald ið átta hljómleika. Scneider- han var þá tólf ára, undrabarn, sem hvarvetna vakti feikna hrifningu. Hér mun hann hafa leikið í Gamla bíói og kom fram í flauelsfötum, skrýddum hvítum blúnduleggingum, eins og sézt á meðfylgjandi mynd, er tekin var hjá Lofti. Schneiderhan kvaðst hafa átt mjög ánægjulega daga hér þá og þegar þeim hjónum hefði borizt tilmæli um að koma til íslands, hefði hann sagt við konu síná, að hún mætti til með að koma einu sinni til íslands. Schneiderhan kvaðst vonast til að hitta aftur einhverja, sem hann hefði Wolfgang Schneiderhan 1927 mun Irmgard Seefried syngja tvær aríur eftir Mozart, „II Tramonto“ eftir Respighi og tvö sönglög eftir Richard Strauss. Scheneiderhan leikur með hljómsveitinni fiðlukon- oert í A-dúr eftir Mozart og hljómsveitin leikur auk þess forleik að óperunni „Brúð- kaup Figarós“ eftir Mozart og tilbrigði eftir Brahms um stef eftir Haydn. Vegna gífurlegrar aðsóknar hefur verið ákveðið að halda aukatónleika á laugardags- kvöld kl. 7. Syngur Seefried þá verkin eftir Mozart og Strauss, Schneeiderhan leikur með hljómsveitinni fiðlukon- sertinn eftir Beethoven og þess utan verður leikin Sinfónía í G-moll eftir Mozart. Flugvéiar frá Kúbu skjóta eldflaugum að rækjubát Washinigton 21. felbr. NTB-AP. TVÆR sovézkar flugvélar af gerðinni MIG, sem staðsettar eru á Kúbu, skutu í gær eld- flaugum að bandarískum rækjubát á Flóridasundi. Varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna skýrði frá þessu í dag. Sagði í tilkynningu þess, að f jórar MIG flugvélar hefðu verið á æfingu yfir Flórida- sundi, en aðeins tvær þeirra skotið að bátnum. Bandaríkjastjórn hefur sent Stjórninni í Havana harðorð mótmæli vegna atburðarins og krafizt skýringa á fram- ferði flugmannanna. Einnig hefur Kennedy Bandaríkja- forseti falið hernum að gera allar nauðsynlegar ráðstafan- ir til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. j ★ Tveir menn voru um borð í raekjuibátnum „Ala“, á Flórída- sundi. Var báturinn með bilaða vél 60 sjómílur norður af Kúbu og 73 sjómilur austsuðaustur af Key West á Flóridaskaga, á al- þjóðlegri siglingarleið. Á báteium voru tveir menn og sakaði þá ekki. Eftir að MIG flugvélarnar höfðu skotið eld- flaugunum að bátnum var tund- urspillir sendur á vettvang mönn unum til aðstoðar. í tilkynningu bandarískra vam armálaráðuneytisins var ekki tek ið fram bvort áhafnir MIG flug vélanna hefðu verið kúbanskar eða rússnesikar. MIG flugvélarnar hættu að skjóta að bátnum þegar banda- rxskar orustuf lugvéiar voru send SÍDUSTU FRÉTTIR: KÚBUSTJÓRN neitaði í kvöld að flugvélar frá Kúbu hefðu skotið eldflaugum að rækjubátnum. Var yfirlýsing frá stjórninni lesin í Havana útvarpið og sagði í henni, að stjórnin neitaði ásökunum Bandaríkjastjórnar harðlega. ar á vettvang, en ekki kom til átaka milli flugvélanna. Banda- rísku flugvélarnar voru sendar á loft eftir að óþekktar flugvélar höfðu sézt í ratsjá í Key West, sáu flugmenn bandarísku vél- anna, að sikotið var eldflaugum að rækjubátnum frá MIG flug- vélunum. Strax og flugmenn MIG flugvélanna urðu banda- rísku flugvélanna varar flugu þæ-r áleiðis til Kúbu. Strax eftir að Kennedy Banda ríkjaforseti fékk fregnir af at- burðinum á Flóridasundi í gær- kvöldi kallaði hann nánustu ráð gjafa sína til fundar. Mikill óró- leiki ríkti í bandaríska þinginu í dag vegna atburðarins og lét einn öldungardeildarþingmaður svo ummælt, að erfitt yrði að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig meðan að sovézkar flugvélar væru 150 km, frá stiöndum Bandaríkjanna. BINGÓ OG DANS verður í Sjálfstæðishúsinu við Borgar- holtsbraiut í Kópavogi laugar- dagskvöld, 23. febr. kl. 21.00. Spilaðar 5 Bingó-umferðir. — Dansað á eftir. — Mætið vel og snemma. — Sjálfstæðisfóllk í Kópavogi og Seltjarnarnesi vel- komið — TÝR Ljóðakvöld Irm- gard Seefried MARGA Austurríkismenn mun hafa tekið það einna sárast af mórgum þungum áföllum, sem land þeirra varð fyrir í síðari heimsstyrjöldinni, þegar Ríkis- óperan í Vín eyðilagðist í loft- árás. En þeir létu ekki hugfallast. Óperan var þeim lífsnauðsyn, og fáurn dögum eftir að bardög- um var hætt, voru óperusýningar hafnar í tveimur gömlum leikhús um inn á milli rústanna í borg- inni: Teater an der Wien og Volks oper. Þeir, sem fyrstir riðu þarna á vaðið, voru nokkrir kjarkmiklir ungir söngvarar, og munu Vínar- búar enn telja sig standa í þakk- arskuld við þá. Meðal þeirra var sópransöngkonan Irmgard See- frield, sem um þessar mundir gist ir Reykjavík. Endurbygging óperunnar var látin ganga fyrir flestu öðru, sem lagfæra þurfti að stríðslokum, en tók þó hátt í árafcuig, og var nýja óperuhúsið tekið í notkun haust- ið 1955. Þegar utanríkisráðherrar bandamanna undirrituðu friðar- samning við Austurríki þá um vorið og framundan var, að Aust- urrílki endurheimti fullt sjálf- stæði sitt eftir margvíslegar og lanigvarandi þrengingar, var skrif að um það í Vínarblöðin í fyllstu alvöru, hvort ekki mætti stilla svo til, að opnunardagur óper- unnar — sem þá hafði verið ákveðinn fyrir löngu — gæti jafn framt orðið sjálfstæðisdagur landsins. Segir þetta meira en langt mál um stöðu óperunnar og tónlistarinnar í austurrísku þjóð- lífi. . Síðasta veturinn, sesm Ríkis- óperan starfaði í gömlu húsunum, sem áður voru nefnd, átti ég þess kost að vera viðstaddur þar allmargar óperusýningar. Voru þær að sönnu harla misjafnar að gæðum, sumir helztu söngv- ararnir teknir fast að eldast, og flest stórátök látin bíða nýja húss ins. En meðal þeirra söngvara, m alltaf var óblandin ánægja uJ heyra, var Irmgard Seefried. Hjá henni fór saman blæfögur rödd, sem söngkonan hafði full- komlega á valdi sínu, fullkomin tónvísi og næm stílvitund, óvenju heillandi framkoma á sviðinu og miklir persónutöfrar. Undirritaður hafði því hugsað til ljóðakvölds hennar hér með mikilli tilhlökkun. Reyndin varð og sú, að hér gat að heyra þýzk- an ljóðasöng eins og hann verð- ur einna fegurastur, stílhreinn, innilegur, ótilgerður og öfgalaus. Einkum mun verða minnisstæð meðferðin á lagaflokknum „Frau — Iðja Framh. af bls. 24. andi óánægju í liði sínu yfir ambáttarhlutverki Framsóknar innan verkalýðshreyfingarinnar. En tilgangurinn er auðsær og þegar um hann vitað. MeS framboði sínu ætla for- ingjar Framsóknar a3 kljúfa rað- ir lýðræðissinna, en á bak við tjöldin hafa farið fram samning- ar milli þeirra og kommúnista um að Framsókn styðji, að venju, lista þeirra, en nó á laun, og með þessu takist þeim að ná stjórn Iðju í sínar hendur. Lýðræðissinnar munu svara þessum loddaraleik á verðugan hátt og fylkja sér um lista stjórn ar og trúnaðarmannaráðs, B-list- ann en hann skipa: Form.: Guðjón Sv. Sigurðsson, Hörpu. Varaform.: Ingimundur Erlendsson, Iðju. Ritari: Jón Björnsson, Vífilfell. Gjaldkeri: Ingibjörg Arnórsdóttir, Svanur. Meðstjórnendur: Jóna Magnús- dóttir, Andrés, Guðm. Jónsson, Nýja skóverksmiðjan, Steinn I. Jóhannsson, Kassagerð Reykja- víkur. Varastjóm: Runólfur Péturs- son, ísaga, Klara Georgsdóttir, Borgarþvottahúsið, Ingólfur Jón- i asson, O. J. Kaaber. v ^ enliebe und Leben“, svo og á sum um lögunum eftir Brahms. Lögin eftir Schubert, sem voru fyrst á efnisskránni voru svipminni, og lögin eftir Richard Strauss nokk- uð misjöfn. '— Því verður ekki neitað, að rödd söngkonunnar hefir breytzt til muna á síðustu árum, lækkað og dökknað, og tónmyndun á efsta hluta tón- sviðsins er ekki alltaf fyllilega - örugg. Blæbrigði raddarinnar eru og minni en áður, En ekkert af þessu kemur verulega að sök, þegar svo er á haldið sem hér var, og allt þetta er sagt með þeim fyrirvara, sem hafa verður vegna hljómburðar í samkomuhúsi Há- skólans, og raunar verður sá salur — að öllu óbreyttu — að teljast ónothæfur fyrir svo fíngerðan tónlistarflutning som hér er um að ræða. Austurrískur píanóleikari, Erik Werba, aðstoðaði söngkonuna með snilldarbrag. Jón Þórarinsson. — Norðurlandaráb Framhald af bls. 1. um aðild að bandalaginu, hefðu farið út um þúfur. Sagði hann að smærri löndin yrðu að vona, að hin stærri tækju afstöðu síná til endurskoðunar. Það væri mjög mikilvægt fyrir alla aðila, að fundin yrði í náinni framtíð, lausn á viðskiptavandamálum V.-Evrópu, yrði það ekki gert gæti það haft mjög slæm áhrif á samstöðu Vestur-Evrópuríkja. Gylfi Þ. Gíslason sagði, að stærstu markaðir íslendinga væru í Vestur-Evrópu, og íslend- ingar legðu megin áherzlu á gott samstarf Norðurlandanna. A5 lokum sagði ráðherrann, að ekki gæti komið til greina fyrir ís- lendinga að sækja um fulla aðild að E.B.E. vegna hins einhliða at- vinnulífs landsins. • Meðal þeirra, sem tóku til máls á fundinum auk ráðherr- anna, var Poul Möller, formaður danska íhaldsflokksins. Möller sagði, að Danir yrðu að halda heimleiðis af fundi Norðurlanda ráðsins án þess að hafa fengið góðan hljómgrunn fyrir sjónar- mið sitt varðandi útflutning land- búnaðarafurða. • Formaður sósíalíska dánska þjóðarflokksins Aksel Lar- sen tók einnig til máls. Sagði hann, að niðurstöður fundarins í Genf væru ekki slæmar, þær sýndu að Fríverzlunarbanda- lagslöndin ætluðu ekki að bíða aðgerðarlaus þar til þeim yrði boðið að hefja á ný viðræður um aðild að E.B.E. Hann lagði til að viðskiptastefna Norður- landa yrði samræmd og og benti á hve Fríverzlunarbandalags- löndin og þá sérstaklega Norð- urlöndin væru mikilvægur mark aður fyrir útflutning E.B.E. landanna. Norðmaðurinn Jon Leirfall tók til máls og minntist á ummæli Per Hækkerup utan- ríkisráðherra Dana á blaða- mannafundi í dag, en þar sagði Hækkerup, að Danir væntu þess að Norðmenn veittu þeim ívilnanir í sambandi við land- búnaðarafurðir. Leirfall sagðist vilja gera Dönum það ljóst, að framlag Norðmanna í þessa átt gæti ekki orðið stórt. Hann sagð- ist ekki gera ráða fyrir, að Danir ætluðust til þess að Norðmenn skæru niður sinn eigin landbún- að aðeins til þess að hjálpa þeim. Sagði hann það álit sitt, að Danir gætu dregið nokkuð úr fram- leiðslu landbúnaðarafurða án þess að biða tjón af. Við viljum hjálpa Dönum eins og okkur er framast unnt, sagði Leirfall, en 1 ár framleiddum við 2 þús. tonn- um minna af fleski en eftirspurn- in krafðist, en ég geri ekki réð fyrir að það sé mikið í saman- burði við hinn mikla útflutning Dana á landbúnaðarafurðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.