Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. febrúar 1963
Hf O R C V y fí r.4 fí I Ð
MARGT hefur verið rsett og
ritað um að íslendingum
beri að auka útflutningsverð-
mseti fiskafurða sinna og
og freista þess að selja þær úr
landi þannig, að þær eigi
sem skemmst eftir á matborð
neytendanna. Með því móti
opnast nýr markaður auk þess
sem vinna við framleiðsluna
er meiri og þar af leiðandi út
flutningsverðmætið.
Saltfiskur okkar hefur fram
til þessa nær eingöngu verið
seldur til Miðjarðarhafsland-
anna og Suður-Ameríku, en fá
ir hafa komið auga á að í
Bandaríkjunum kynni að leyn
ast sölumöguleikar.
Elías Pálsson, fyrrum yfirfiskimatsmaður, er hér að roðfletta saltfiskinn, en hann er síðan
skorinn í stykki, sem eru mátulega stór í pakkana.
Saltfisksala hafin
til Bandaríkjanna
SÍF, Sölusamband íslenzkra
fiskframleiðanda, er nú að
hefja útflutning á saltfiski til
Bandaríkjanna, en stór hluti
íbúanna þar er einmitt upp-
runninn í þeim löndum. sem
hafa verið stærstu saltfisk-
kaupendur okkar.
Forsaga þessa máls er, að
sonur eins umboðsmanns SÍF
á Kúbu, sem eftir byltingu
Castros flúði til New York,
þar sem hann er nú búsettur,
skrifaði í fyrra til SÍF að
hann teldi talsverða mögu-
leika á að vinna upp markað
fyrir saltfisk í Bandaríkjun-
um, ef hann væri sérverkað-
ur og pakkaður í neytendaum
búðir.
Stjórn SÍF faldi síðan Lofti
Loftsyni verkfræðingi að at
huga um verkunarmöguleika
og umbúðir, en um sumarið
var send þangað lítil sending,
sem var verkuð í tilrauna-
skyni, og gáfu viðtökurnar,
sem hún fékk góðar vonir um
framtíðarmarkað.
Var nú gengið í málið af
krafti, og í fyrradag var byrj
að að pakka nýja sendingu
af sérverkuðum saltfiski til
Bandaríkjanna. Er að minnsta
kosti fyrst um sinn pakkað
fyrir eitt matvæladreifingar
fyrirtæki, Krasdale. sem er
eitt stærsta dreifingarfyrir-
tæki í Bandaríkjunum.
Þessi fyrsta sending verður
12000 pakkar en fiskurinn er
allur pakkaður í eins Ibs.
pakka, svo þessi sending er
tæp 6 tonn. Verðið hefur ekki
endanlega verið ákveðið, en
gert er ráð fyrir að söluverð
héðan verði 15—17 krónur
fyrir pakkann eða um 35 þús
krónur fyrir tonnið. Líklegt’
má telja, að söluverð hvers
pakka verði í Bandaríkjunum
um 70 cent.
Fiskurinn er saltaður í bein
lausum flökum og þunnildin
skorin af honum. Hann er
ekki eins mikið þurrkaður og
venja hefur verið og áður en
hann er pakkaður er- flett af
honum roðinu.
Síðan er hann skorinn í hæfi
lega stór stykki fyrir umbúð
irnar, veginn og hver skammt
ur pressaður, þannig að hann
tekur á sig lögun umbúðanna.
Eftir að búið er að setja fisk
inn í kassa er honum lokað
loftþétt með cellófan-pappír,
þannig að fiskurinn hvorki
þorni við geymslu né óhreinki
loftið í verzlununum.
Fréttamaður og Ijósmynd-
ari Morgunblaðsins fóru í gær
vestur í Baldursstöð, sem svo
er kölluð, við Sörlaskjól, en
þar vinna um tíu manns við
að ganga frá þessari fyrstu
sendingu, roðfletta. skera í
stykki, vigta, fergja, pakka
og loks raða pökkunum í
kassa. Hittum við þar Loft
Loftsson, og tjáði hann okkur
að hann hefði í sumar geymt
samskonar pakka í á að gizka
25 stiga hita í þrjá mánuði og
hefði ekki verið hægt að fnna
neinn mun á fiskinum.
— Finnst þér ekki líklegt,
að sala saltfisks í slíkum
umbúðum muni ryðja sér til
rúms hér, eftir að byrjað er
að pakka honum á annað
borð?
— Mér finnst það mjög
sennilegt, þótt það hafi ekki
enn komið til tals. Þetta er
allt annar matur, en saltfisk-
urinn, sem núna er hérna á
markaðinum. Þetta er reynd
ar dýrari matur. mundi kosta
líklega nokkrum krónum
meira hver pakki, en sam-
svarandi magn í lausu, en það
er líka ólíkt skemmtilegra að
setjast til borðs, þar sem þessi
fiskur er fram borinn, fyrsta
flokks, roðlaus og beinlaus,
heldur en að byrja að gera
að fiskinum á disknum hjá
sér.
— Hér er verið að gera
merka tilraun, og ég tel
ekki útilokað, að jafnvel
muni vera unnt að koma fisk
inum í þessum neytendaum-
búðum inn á okkar gömlu
markaði, að minnsta kosti að
einhverju leyti. — Þ.
Þannig líta saltfiskpakkarnir út, sem bandarískum hús-
mæðrum verður boðið að kaupa í matinn.
Hver skammtur er siðan pressaður, þannig að hann taki á
Big form pakkanna, og gengið er loftbétt frá umbúðunum.
UM bádegi í gær var veðór
kyrrt hér á landi og í grend-
inni en djúp lægð og hvass-
viðri við Nýfundnaland. Enn
er norðlæg átt og kalt í veðri
um Norðursjó og aðliggjandi
lönd. Víðast er þó frostlaust
" Bretlandseyjum en 1—5
stiga frost í Danmörku og 7
stiga frost í Osló og Stokk-
hókni. Á Jan Mayen vair 25
stiga frost, og er það óvana-
lega mikið. í New York var
1 stigs frost og 20—25 stiga
frost um miðbik Bandarikj-
anna.
STAKSTEINAR
Lítil banuingjasaga
Fyrir skömmu kaus fulltrúa-
ráð Sósíalistafélags Reykjavíkur
uppstillingarnefnd, sem skipuð
er 21 manni. Þetta væri ekki í
frásögur færandi, ef hugmyndin
væri sú, að Sósíalistaflokkurinn
byði fram, því að eðlilegt væri
þá að hann kysi kjörnefnd til að
ganga frá framboðslista við Al-
þingiskosningarnar. En þannig
er þessu ekki varið. Sósíalista-
flokkurinn ætlar alls ekki að
bjóða fram sem slíkur, heldur
Alþýðubandalagið svonefnda. En
kommúnistum þykir einkar
skemmtilegt að niðurlægja enn
frekar en orðið er bandingja
sína í Alþýðubandalaginu með
því að láta Sósíalistafélag
Reykjavíkur kjósa kjörnefnd til
að stilla upp fyrir Alþýðubanda-
lagið!
Ætlar Framsókn
út úr pólitík?
Framsóknarmenn lýsa þvl
fjálglega yfir, að þeir hyggist
ekki mynda „þjóðfylkingar-
stjórn“ með kommúnistum, þótt
þessir tveir flokkar fengju
meirihluta á Alþingi í komandi
þingkosningum. Þeir segja meira
að segja sjálfir, að aldrei komi
til þess, að þessir tveir flokkar
geti náð meirihluta og þess vegna
sé hættulaust að kjósa Fram-
sóknarflokkinn. En Framsóknar-
menn bæta því við, að þeir keppi
að því að ná „stöðvunarvaldi“ á
Alþingi, þ.e.a.s. að hindra að nú-
verandi stjórnarflokkar getí
haldið áfram viðreisnarstefn-
unni. Framsóknarmenn segja
það meginkappsmál að innleiða
á ný uppbótakerfið og þá stjórn-
arhætti r,pillingarinnar, sem nú
hafa verið upprættir. Stjórnar-
flokkarnir lýsa því hinsvegar
yfir, að þeir muni aldrei undir
neinum kringumstæðum hverfa
frá viðreisnarstefnunni. Þannig
segja Framsóknarmenn í raun
réttri, að þeir ætli að draga sig
út úr pólitík, þeir ætli sér
hvorki að mynda „þjóðfylking-
arstjórnina“ með kommúnistum,
né taka þátt í viðreisnaraðgerð-
um. Annað mál er svo, hvort
nokkurt mark sé takandi á yfir-
lýsingum þessa flokks nú frem-
ur en áður. Hitt má vera, að
hann æti ofan í sig öll stóru orðin
eftir kosningar, ef hann sæi hilla
undir ráðherrastóla.
Hver vill stjórnleysi?
En yfirlýst stefna Framsókn-
armanna er sú, að hindra það að
að hér verði starfhæf þingræðis-
stjórn. Sjálfir segja þeir, að ekk-
ert annað vaki fyrir þeim. En
hver er sá góður íslendingur,
sem vill óska landi sínu og þjóð
þess, að hér ríki upplausn og
stjómleysi um svo og svo lang-
an tíma. Okkur hefur nú tekizt
að endurreisa fjárhag þjóðar-
innar og treysta gmndvöll efna-
hagslegra framfara. Ljóst er að
þessi árangur mundi skjótt
verða að engu, ef stjórnleysi
ríkti. — Gjaldeyrisvarasjóðimir
mundu étast upp, hér mundi
ríkja verðbólga og af því gæti
leitt stöðnun og atvinnuleysi.
Þegar einn stjórnmálaflokkur
lýsir því yfir, að hann stefni að
því marki, þá ættu kjósendur
ekki að þurfa að hugsa sig lengi
um, áður en þeir hafna slíkri
stefnu og slíkum flokki. Traust
stjórn er frumskilyrði þess, að
ör framþróun verði og lífskjör
geti batnað. Grundvöllurinn hef-
ur nú verið lagður að stórstíg-
ustu framförum, sem um getur,
og það væri vissulega hörmu-
legt, ef þannig tækist til, að við
glötuðum því, sem áunnizt hefur
vegna stjórnleysis og upplausn-
ar, sem Framsóknarflokkurinn
nú segist keppa að.