Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 22
M o R c V TS B r. 4 Ð 1 Ð
F'fíotiifloííiir foíiriiar 1963
Móiherjar voru úrvalsHö tveggja
landshluta
Hörð
ÍSLENZKU landsliffsmennirnir
unnu hraðkeppnismót þriggja
liSa í Panploma á Soáni í gær-
kvöld. Mótherjar íslendinganna
voru tvö úrvalslið frá landssvæð
um nærliggjandi Pamploma. ís-
lenzka liðið hefur með þessari
keppni lokið Frakklands og
Spánaför sinni. Liðið hefur
unnið þrjá sigra, þessa tvo í
gærkvöldi og úrvalslið Bordeaux.
En liðið tapaði báðum lands-
leikjunum eins og áður hefur
verið skýrt frá.
„Anzoaoequi“ af-
hent Venezuela
Belem, 21. febr. — (NTB) —
YFIRVÖLD Brazilíu afhentu í
dag skipið „Anzoaoequi“ frá
Venezuela, sem rænt var á dög-
unum. Fulltrúar eigenda skipsins
og sendiráðs Venezuela í Brazilíu
tóku við skipinu í Belem. Skipið
á að lesta í Belem og síðan verð-
ur því siglt til Venezuela.
Mennirnir níu, sem rændu
skipinu, verða fluttir til Rio de
Janeiro á morgun og talsmaður
utanríkisráðuneytis Brazilíu hef-
ur skýrt frá því, að þeim verði
veitt hæli í landinu.
★ LEIKIRNIR.
íslenzka liðið mætti fyrst úr-
valsliði Guipuzcoa og vann þann
leik með 14—11. Mörk íslands
skoruðu í þeim leik Ragnar
Jónsson 6, Karl Jóhannsson 2,
Birgir Björnsson 2, Karl Bene-
diktsson 2, Matthías Ásgeirsson
og Öm Hallsteinsson 1 hvor.
í fréttaskeyti sem blaðinu barst
I í gær segir ekkert um gæði leiks
ins en ýmsir sterkir leikmenn
okkar voru ekki með m.a. Gunn-
Iaugur.
íslendingarnir unnu einnig
hitt úrvalsliðið í keppninni. Það
var frá Navarra. Úrslit leiksins
urðu 13—7. Mörk íslendinga í
þeim leik skomðu Ragnar 4,
Pétur Antonsson 2 Rósmundur
Jónsson 2, Karl Jóhannsson,
Kristján Stefánsson, Birgir
Björnsson, Matthías og Örn Hall-
steinsson eitt hver.
Guipuzcoa hafnaði í öðru sæti
í þessari hraðkeppni með því að
sigra liðið frá Navarra með 17
móti 12.
★
fslenzku leikmennirnir halda
nú heim á leið, en í París skilj-
ast leiðir. FH-leikmennirnir
verða eftir og halda í keppnis-
för til Esslingen í Þýzkalandi,
hinir koma heim um og eftir
helgina ýmist um Kaupmanna-
höfn eða London.
— Grænland
Framhald af bls. 1.
margir fengið þar talsverðan
afla. Bretar hafa verið iðnir
við aflann á þessum slóðum.
Er lengra kemur norður eru
allgóð mið í Julianehaabbugt-
inni og þá ekki hvað sizt
karfamið. Séu grunnlínupunkt
ar teknir við Kitsigsuteyjar
að sunnan og Desolationhöfða
að norðan og 6 mílna línan
dregin miðað við þá, lendir
hluti karfamiðanna innan við,
en mestur hluti þeirra virðist
þó utan línu. Þessi m,ið hverfa
hins vegar að mestu þegcir
fært er út í 12 mílur.
Miðin á ofanverðum Fyllu-
banka myndu að hluta lenda
innan við 6 mílna mörkin og
þá einkum vetrarþorskmið.
Undan Holsteinsborg og norð
ur á Stóra Hellesfiskebanka
er sömu sögu að segja.
Skerðing miðanna á þess-
um slóðum kæmi verst við
togara sem stunda þorsk-
veiðar. Norður undir Rifkoi
eru mið fremur grunnt úti.
Lausleg athugun bendir þvl
til að útfærsla í 6 mílur hafi
ekki alvarleg áhrif fyrir ís-
lenzku togarana, því þeir
stunda fremur lítið veiðar við
Hvanf, en útfærsla í 12 milur
er hins vegar mun alvarlegra
mál fyrir þá.
102 keppendur á
skíðamófi Rvíkur
102 ÞÁTTTAKENDUR eru í
Skíðamóti Reykjavíkur sem hefst
við skíðaskála ÍR í Hamragili
á sunnudagsmorgun. Hafa ÍR-
ingar undirbúið mótið vel og
verður skáli þeirra fullsetinn
dvalargestum frá föstudegi til
sunnudags, en þar verða jafn-
framt á boðstólum veitingar fyr-
ir alla, svo og húsaskjól.
Mótið verður -sett kl. 11 ár-
degis en keppni í stórsvigi hefst
kl. 2 síðdegis og keppni í 10
km göngu kl. 4. Stórsvigskeppn-
in hefst efst í Skarðsmýrarfjalli
en lýkur í gilinu rét-t við skál-
ann. Göngukeppnim verður á
fjaillinu ofan við ÍR-skálann.
Þar er nægilegur snjór.
Þátttaka í mótinu er óvenju-
lega mikil og er víst að keppni
verður hörð og jöfn.
Ferðir uppeftir eru á föstu-
dagsfcvöld, margar á laugarda.g
og sunnudag. Ferðir er farnar
frá BSR og þar eru veittar all-
ar upplýsingar um þær.
ÍR-ingar halda upp á 25 ára
afmæli skíðadeildar félagsins
m.a. roeð þessu móti. Eina sem
skyggir á mótshaldið er að stökfc
keppnin getur ekki farið fram
nema meira snjói.
Skíðaskóli / hezta
skíðalandi á íslandi
keppni
ÞESSAR myndir eru báðar
úr leik KR og ÍR í fyrrakvöld
Leikirnir voru spennandi og
mjög skemmtilegir og spáðu
góðu um skemmtilegt fram-
hald mótsins. (Ljósm. Sv. Þ.)
Ráðagóður húsvörðux
ÞESSI „klifrari“ er ekki sirk
usstjarna — heldur „bara“
húsvörður að Hálogalandi.
Hann var skjótráður og ráð
góður í fyrrakvöld er bilaði
festing annarar körfunnar í
æsispennandi leik. Gestur Sig
urjónsson heitir pilturinn sem
brá sér upp súlumar og upp
í rjáfrið. Hann hangir þarna
í bita sem er í yfir 5 metra
hæð frá gólfi — alls óhrædd
ur.
ísafirði, 15. febr. 1963.
SKÍÐASKÓLINN á ísafirði tek-
ur til starfa sunnudaginn 3. marz
n.k. Skíðafélag ísafjarðar hefur
rekið skólann mörg undanfarin
ár við skála sinn á Seljalandsd^l,
en þar um slóðir er eitthvert
bezta skiðaland, sem völ er á hér
á landi. Skáli félagsins var reist-
ur 1959 og er mjög vandað stein-
hús. Þar eru rúmgóð herbergi —
tveggja manna og 6 manna, vist-
legur salur meðarni, heitt og kalt
bað og skálinn er raflýstur.
Skálinn er á Seljalandsdal, um
þriggja kilómetra leið frá bæn-
um og stendur á mjög fallegum
stað um 200 metra hæð yfir sjó.
Er mjög fallegt útsýni frá skál-
anum yfir ísafjörð og út á Djúp-
ið.
Skíðaskólinn mun standa í um
6 vikur. Kennari verður nú eins
og undanfarin ár hinn góðkunni
ísfirzki skíðakappi, Haukur Sig-
urðsson. Kennsla verður fyrir
byrjendur, keppnismenn fá að-
stoð við þjálfun og skólinn út-
skrifar skíðakennara að lokinni
skólavist. Er þetta eini skíðaskól-
inn á landinu.
Skólinn hefur verið vel sóttur
undanfarin ár og aðsókn farið
vaxandi ár frá ári. Seljalandsdal
ur hefur verið nefndur Paradís
skíðamanna, endu er þar jafnan
nægur snjór og brekkur við allra
hæfi í grennd við skálann. Ágæt-
ur skíðasnjór er nú við skálann
og í næsta nágrenni. Þegar
kennslu og æfingum er lokið
á daginn geta dvalargestir
stundað billjard, borðtennis, tafl
eða spil. Kostnaði er mjög í hóf
stillt. Gestir, sem dvelja 4 vikur
eða lengur, greiða 120 kr. á dag,
en þeir, sem dvelja skemur en
4 vikur, greiða 160 kr. á dag. Er
þar innifalið fæði, gisting og
kennsla. Skólinn tekur á móti
gestum á öllum a-ldri, konum og
körlum. (Dvalargestir þurfa að
hafa með sér rúmfatnað og hrein-
lætisáhöld, en svampdýnur eru
í rúmum og borð og stólar
í herbergjum.) Upplýsingar um
skólavist veita Jón Karl Sigurðs-
son á ísafirði og Þorsteinn Ein-
arsson íþróttafulltrúi.
(Myndirnar eru teknar af Árna
Matthíassyni). — HT.
jÞRÍTTAFITTIR MORGHILMS
ísland vann 3ja úrvais-
liða hraðkeppni á Spáni