Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 12
MORCVISBL 4ÐIÐ
Fostudagur 22. febrúar 1963
fHíargiitiM&Mfr
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
JTramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Rítstjórar: Valtýr Stefánsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Að\lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakib.
EKKERT RITFRELSI
í RÚSSLANDI
10% atkvæðaaukning er
næstum of mikið í einu
sagði talsmaður sósíal-demokrata eftir
stórsigur í kosningunum í V-Berlín
T eiðtogar Sovétríkjanna
^ hafa nú gripið til nýrra
kúgunar- og ofbeldisaðferða
gegn rússneskum listamönn-
um. í staðinn fyrir að gera
þá höfðinu styttri, eins og
gert var á dögum Stalins, eru
rithöfundar og myndlistar-
menn nú lokaðir inni í geð-
veikrahæli, ef listaverk þeirra
þykja brjóta gegn hinni lög-
boðnu listastefnu kommún-
istastj órnarinnar!
Nokkrir þekktir íslenzkir
rithöfundar létu í ljós álit sitt
á þessu atferli hér í blaðinu
í gær. Þeir fordæmdu það að
sjálfsögðu undantekningar-
laust. En Jóhannes skáld úr
Kötlum tók þó þetta fram:
„Ég get náttúrlega ekkert
sagt um málið fyrr en ég hef
um það fullgilda heimild að
mínum dómi, en það tel ég
Morgunblaðið eitt ekki vera.
Án þess þó að ég sé að mæla
þessu bót, ef rétt er“.
1 framhaldi af þessum um-
mælum Jóhannesar úr Kötl-
um mætti rifja það upp, að
þegar Morgunblaðið flutti
fyrr á árum fréttir af fjölda-
morðum Stalíns, fangelsun-
um og pyntingum þeirra,
sem urðu fyrir barði „hreins-
ana“ Stalíntímabilsins, sögðu
kommúnistar á Islandi, með
Jóhannes úr Kötlum og fleiri
kommúníska rithöfunda í
broddi fylkingar, að þetta
væri ekkert nema „Morgun-
blaðslygi“. Islenzku komm-
únistamir þóttust með öðr-
um orðum vita betur um það,
sem væri að gerast í Rúss-
landi en áreiðanlegustu
fréttastofur og glöggskyggn-
ustu blaðamenn heimsins, en
frá þeim hafði Morgunblaðið
'fréttir sínar um hermdar-
verk kommúnistastjórnarinn-
ar rússnesku gagnvart and-
gtæðingum sínum.
En nokkrum árum síðar
reis svo Nikita Krúsjeff upp
á sjálfu flokksþingi kommún-
istaflokksins í Moskvu og
lýsti því yfir, að Stalín hefði
verið „óður fjöldamorðingi".
Krúsjeff staðfesti allt það
sem Morgunblaðið og önnur
blöð hins frjálsa heims höfðu
sagt um ógnir Stalíntímabils-
ins.
í>á stóðu menn eins og Jó-
nannes úr Kötlum og sálufé-
lagar hans hér uppi á íslandi
uppi ráðþrota og ringlaðir.
f>eir stóðu frammi fyrir
þeirri staðreynd, að það. ?em
þeir höfðu kallað „Morgun-
blaðslygi" var sannleikurinn
sjálfur, að vísu beizkur eins
og malurt.
Nú segist Jóhannes úr
Kötlum heldur ekki trúa því,
þótt Morgunblaðið segi, að
sovézkir listamenn séu settir
í geðveikrahæli, ef þeir fylgi
ekki lögboðinni listastefnu
rússneskra kommúnista. En
einn góðan veðurdag fær
skáldið úr Kötlum áreiðan-
lega staðfestingu á þessari
frásögn Morgunblaðsins af
heimildum, sem hann tekur
gildari.
Sannleikurinn er sá, að
hver sá, sem horfa vill opnum
áugum á ástandið í Rússlandi
í dag, hlýtur að viðurkenna
það sem eitt rússneskt skáld
hefur gert að einkunnarorð-
um bókar, sem kom út eftir
hann árið 1961, og Tómas
Guðmundsson vitnar í hér í
bláðinu í gær:
„Það er ekki til ritfrelsi í
Rússlandi, en. hver getur
bannað manni að hugsa?“
Þetta er þó ekki allur
sannleikurinn um afstöðu
rússneskra kommúnista til
listanna. — Nikita Krúsjeff
skoðaði nýlega myndlistar-
sýningu í Moskvu og gat þá
ekki stillt sig um að mæla ó-
kvæðisorð um einstakar lista-
stefnur.
Kjami málsins er sá, að
kommúnistar í Rússlandi og
um allan heim vilja hafa list-
ina að þemu í eldhúsi sínu.
Frjáls listsköpun er þeim
eitur í beinum.
Af þessu leiðir að hinn al-
þjóðlegi kommúnismi hefur í
raun og sannleika lýst yfir
stríði á hendur listamönnum
allra landa.
ER ÞAÐ HJALP
VIÐ KOMMÚN-
- ISMA?
r þ a ð hjálp við umboðs-
menn hins alþjóðlega
kommúnisma á íslandi að
benda íslenzkum kjósendum
á það, að þegar þeir yfirgefi
flokk Moskvumanna sé skyn-
samlegra fyrir þá að ganga í
lið með þeim flokkum, sem
berjast af heilindum gegn
kommúnistum, heldur en aði
efla Framsóknarflokkinn,
sem er í þjóðfylkingu með
kommúnistum og styður þá
leynt og ljóst innan verka-
lýðssamtakanna, á Alþingi og
í fjöldamörgum stofnunum
og félagssamtökum í þjóðfé-
laginu?
Vissulega ekki. Ef Fram-
sóknarflokkurinn væri venju-
legur, heiðarlegur lýðræðis-
flokkur, bæri að sjálfsögðu
að fagna því, að fólk sem
fylgt hefur kommúnista-
• Sunnudaginn 17. febrúar sl.
fóru fram kosningar til borg-
arþingsins í Vestur-Berlín, svo
sem skýrt hefur verið frá í frétt-
um. Sósíal-demókratar — flokk-
ur Willys Brandts aðalborgar-
stjóra — vann stórsigur i þess-
um kosningum, hlaut 61.9%
greiddra atkvæða og 89 sæti af
140, sem kosið var um.
• Vestur-þýzku dagblöðin voru
einróma um, að sigur þessi
væri fyrst og fremst að þakka
Willy Brandt sjálfum. Sigurinn
væri traustsyfirlýsing íbúa borg-
arinnar á stefnu aðaiborgarstjór-
ans í því máli er þá skiptir
mestu, samskiptunum við A-
Þjóðverja.
Úrslit kosninganna urðu sem
hér segir, tölurnar í svigum eru
frá síðustu kosningum:
SPD — Sósíal-demókratar:
961.942 atkv. 61.9% (52.6%)
CDU — Kristilegir demókratar:
448.389 atkv. 28.9% (37.7%)
FDP — Frjálsir demókratar:
123.318 atkv. 7.9% (3.8%)
SED — Kommúnistar:
20.887 atkv. 1.3% (1.9%)
Þingsæti skiptast þannig:
Sósíal-demókratar 89
Kristilegir demókratar 41
Frjálsir demókratar 10
Willy Brandt sagði á fundi
með fréttamönnum á mánudag,
að þrátt fyrir, að flokkur hans
flokknum, sneri baki við hon-
um og gengi í Framsóknar-
flokkinn. En þegar sú stað-
reynd blasir við allra augum,
að Framsóknarflokkurinn,
þrátt fyrir það að hann er
rammasta afturhald landsins,
er í bandalagi við umboðs-
menn Moskvuvaldsins, þá
verður auðsætt, að slíkt frá-
hvarf frá kommúnistum dug-
ir ekki til þess að hnekkja á-
hrifum þeirra og valdaað-
stöðu á íslandi. Til þess verð-
ur það fólk, sem yfirgefur
kommúnistaflokkinn, að
ganga í lið með raunveruleg-
um andstæðingum hans,
þeim flokkum, sem berjast
af heilindum og manndómi
gegn skemmdarverkastefnu
hins alþjóðlega kommúnisma.
Framsóknarflokkurinn og
kommúnistaflokkurinn hafa
myndað samtök með sér um
það, að hnekkja meirihluta
Viðreisnarstjórnarinnar á Is-
landi. Þeir mundu mynda
nýja vinstri stjórn, ef þeir
fengju aðstöðu til þess. Það
fólk, sem er orðið þreytt og
vonsvikið ■ á Moskvustefnu
„Sósíalist'aflokksins" og „Al-
þýðubandalagsins" hlýtur
þess vegna að efla Sjálfstæðis
flokkinn eða Alþýðuflokkinn.
Framsóknarflokknum getur
enginn sannur lýðræðissinni
treyst í baráttunni gegn hin-
um alþjóðlega kommúnisma.
hefði aukið svo meiri hluta sinn
væri hann reiðubúinn að mynda
nýja borgarstjórn í V-Berlín í
samvinnu við aðra flokka. Hins-
vegar yrðu þeir að sætta sig við
forystu sósíal-demókrata. Hann
sagði, að það væri sérlega mikil-
vægt vegna þeirra sérstæðu
vandamála, sem að íbúum V-
Berlínar steðja, að hann gæti
beitt lagalegum rétti sínum og
innt af hendi pólitískar skyldur,
sem aðalborgarstjóri, án þess að
eiga á hættu spark í hrygginn
frá samstarfsflokkunum.
Með þessum ummælum þykir
Brandt hafa sýnt ótvlrætt, að
hann telji hinn mikla sigur
stuðningsyfirlýsingu íbúanna við
þá stefnu, sem hann tók í janúar
sl., er hann tók upp samband við
fulltrúa austur-þýzkra stjórnar-
valda með hugsanlegar viðræður
við Nikita Krúsjeff, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, fyrir aug-
um. Hafði Brandt í huga að fara
þess á leit við sovézka forsætis-
ráðherrann, að hann beitti áhrif-
um sínum til þess að íbúum V.-
Berlínar yrði leyft að hitta ást-
vini sína, sem búsettir væru í
Austur-Berlín. Það er ekki hvað
sízt þessi sundurlimun fjöl-
skyldna sem hefur þrúgandi á-
hrif á borgarbúana. Á sínum
tíma var frá því sagt, að Nikita
Krúsjeff hefði boðið Brandt að
koma til fundar við sig í Aust-
ur-Berlín, um það bil, er þingi
austurrþýzka kommúnistaflokks-
ins var að ljúka. Þá var það,
sem kristilegir demókratar í
borgarstjórn V.-Berlínar risu
öndverðir gegn þeirri hugmynd
og hótuðu að segja af sér, ef
Brandt ræddi við Krúsjeff. Var
fundinum því aflýst, enda þótt
Adenauer, kanzlari, hefði sjálf-
ur sagt, að hann sæi ekkert á
móti slíkum fundi. En Brandt
vildi ekki ganga í berhögg við
samstarfsmenn sína.
Þrátt fyrir yfirburðasigur
Brandts í þessum kosningum
bíða hans mörg vandamál. Einn
talsmaður sósíaldemókrata sagðí.
að sigurinn væri það mikill, að
hann í sjálfu sér skapaði alla
kyns vandamál. — „Við höfðum
vissulega vonað og búizt við þvi
að halda okkur stöðu og jafnvel
styrkja hana — en tíu prósent
atkvæðaaukning er næstum of
mikið í einu“, sagði talsmaður-
inn.
Sósíaldemókratar hafa nú
frjálsar hendur um skipan
manna í borgarstjórnina. Þeir
geta haldið áfram samstarfi við
kristilega demókrata eða reynt
að telja frjálsa demókrata á að
ganga til samstarfs, — en þeir
fengu nú tíu þingsæti, höfðu
ekkert áður.
Varðandi samvinnu við kristi-
lega demókrata geta þ_r orðið
ýmis vandamál, því að í kosn-
ingabaráttunni kom til hörku-
deilu milli Brandts og borgar-
stjórans Amrehn, úr flokki krLsti
legra. Haft er eftir ýmsum framá
mönnum flokksins, að Amrehn
verði ugglaust fórnað á altari
áframhaldandi samstarfs og sett-
ur nýr maður í hans stað, setji
sósíaldemókratar það sem skil-
yrði fyrir samstarfi við þá.
Þá hefur sigur sósíaldemókrata
ekki svo lítil áhrif á stjórnmálin
í Bonn. Stjórnmálafréttaritarar
segja, að Adenauer hafi nú feng-
ið hina erfiðustu hnot að brjóta.
Adenauer hafi enga löngun til
stjórnarsamstarfs við sósíaldem-
krata, en á hinn bóginn sé frjáls-
um demökrötum og mörgum úr
flokki kristilegra orðið verulega
í mun að losna við Adenauer úr
sæti kanzlara og fá Ludwig Er-
hard, efnahagsmálaráðherra, 1
hans stað. Og þótt Willy Brandt
hugsi sér án efa að gera allt, sem
í hans valdi stendur, til þess að
bæta hag og létta áhyggjur íbúa
Vestur-Berlínar eftir það traust,
sem þeir hafa sýnt honum, þá sá
hann þess vel minnugur, að hann
verður frambjóðandi sósíaldemó-
krata við næstu kanzlara-kosn-
ingar. Hann verður því að halda
þannig á spilum sínum, að hann
bregðist hvorki trausti Vestur-
Berlínarbúa né flokksmanna
sinna.
krata, óskar Wiliy Brands tii hamingju með kosnlngaslgurinn. ,
Að baki þeim eru Otto Bach, form. borgarþingsins og eigio-
kona Brandts, Ruth, sem er af norskum ættum. >