Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 20
20 ntnncrvnt aðið Föstudagur 22. febrúar 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD SILVER KEMUR í HEIMSÓKN Ungfrú Silver kinkaði kolli og hamaðist að prjóna. — Haltu áfram. — Jæja, svona er það þá. Hún hlýtur að hafa beðið eftir að Rietta færi. !>á fór hún sjálf inn og reyndi að mýkja hann, en það mistókst. Hann hefur sjálf- sagt setið þarna við borðið með minnisblaðið fyrir framan sig. Hún hefði hæglega getað tekið regnkápuna og farið í hana — hann myndi ekki hafa tekið eftir því eða skeytt um það. Honum hefur ekki dottið i hug að vera hræddur við neitt, sem hún kynni að gera. Hann var fullur sjálfstrausts, og hann hafði ráð hennar í hendi sér. Hún var ný- búin að segja Riettu, að hún væri viti sínu fjær. Hún hefði vel getað gengið að baki honum og tekið skörunginn. Það liggur ljóst fyrir. Ungfrú Silver þagði góða stund. Það small í prjónunum. Þegar hún svo rauf þögnina, sagði hún: — Telur þú, að hún hafi fram- ið sjálfsmorð? -— Mér finnst eklci geta leikið neinn vafi á því. Vitanlega verð ur líkið krufið, en það er vist enginn vafi á, að hún hefur dáið af ofstórum skámmti af svefn- töflum. Það var tómt glas við hliðina á henni á borðinu — það voru einhverjar af þessum töfl- um, sem allir virðast flýja til nú, ef eitthvað gengur að þeim. — Hvernig tók hún þær? -— í kaffi. Bakkinn stóð þarna á borðinu — kannan, mjólkur- kannan og svo bollinn með dreggjum í. ■— Það þyrfti talsvert mikið kaffi til að leysa upp n:igar töflur til að gera út af við heil- brigða manneskju. Hvað var | bollinn stór? -— Það var gamadl bolli. Tals- vert stór. Hversvegna spyrðu? — Ég var að velta því fyrir mér, hvort töflurnar hafa verið leystar upp í bollanum eða í kaffikönnunni, eða leystar sér- staklega upp í vatni og því svo hellt annaðhvort í könnuna eða bollann, því að þá ^etti ekki að finnast neitt botnfall. Haftn setti upp undrunarsvip. — Það var ekkert botnfall af töflunum. En ég skil ekki al- mennilega.... Hún brosti sem snöggvast. — Það gerir ekkert til, Rand- al. Hefurður nokkuð meira að segja mér. — Ekki um Katrínu Welby. En við höfum fengið skýrslu um Cyril Mayhew, og ég skal játa, að þar hefurðu líka farið nærri hinu rétta. Hún hóstaði, eins og í mót- mælaskyni. — Góði Randal minn, ég var bara að endurtaka álit Alans Grover, vinar hans, að því við- bættu, að það væri hreinskilnis- legt og trúlegt. — Jæja, drengurinn virðist hafa komið þangað sem hann leigir, og verið heldur illa á sig ALLTAF FJÖL6AR VOLKSWAGEH © Akið mót hækkandi sól og sumri í nýjum y VOLKSWAGEN VORIÐ ER Vinsældir VOLKSWAGEN hér á landi sanna ótvírætt kosti hans við okkar staðhætti — VOLKSWAGEN er ekkert tízkufyrirbæri, það sannar bezt hið háa endursöluverð hans. Verð aðeins kr. 121.525,00. V O L K S W A G E N er vandaður sígildur bíll.- Volkswagen er einmitt framleiddur fyrir yður. — PANTIÐ TÍMANLEGA - VOLKSWAGEN ER 5 MANNA BÍLL HEILDVERZLUNIN HEKLA HF Laugavegi 170—17?- — Reykjavík — Sími 11275. kominn. Sagðist hafa misst af síðustu'lest og orðið að sníkja sér far. Hann hefur verið liggj- andi og með hita síðan. Gull- stytturnar eru fyrir víst ekki í herberginu hans, og hann virð- ist ekki geta haft neina mögu- leika á að selja þær. Eini tim- inn, sem það hefði getað gerzt á, er frá því, að hann fór frá Mell- ing og þangað til hann kom heim til sín, og það er útilokað, þvi að við höfum náð í manninn, sem flutti hann — það er læknir, sem var kallaður út í sjúkra- vitjun. Hánn segir, að drengur- inn hafi áreiðanlega verið veik- ur, þegar hann tók hann upp í Lenton, svo að hann tók á sig heillar mílu krók og ók honum alla leið-heim til hans. Ungfrú Silver kepptist við að prjóna, og ermin á peysunni henn ar Jósefínu litlu lengdist óðum. — Hvað segir Cyril Mayhew sjálfur? — Jú, hann viðúrkennir að hafa farið að hitta hana mömmu sína og einnig það, að það hafi verið til þess að hafa út úr henni peninga, og að mamma hans hafi gefið honum þá. En þegar fastar var gengið á hann, viðurkenndi hann, að pabbi hans ætti pening- ana og_ hann hefði ekki vitað um þetta. Nú, það er nú innan fjölskyldunnar nema því aðeins Mayhew fari að kæra — og það gerir hann ekki. En það skýrir hitt, hversvegna frú Mayhew var svona óróleg og áhyggjufull. Ég geng út frá, að henni hafi verið harðlega bannað að gefa glataða syninum nokkurn aur, en hafi verið að gera það á laun við manninn sinn. Það small í prjónunum hjá ungfrú Silver. — Þú fannst ekki gullstytt- urnar í Hliðhúsinu? —• Nei, það gerðum við ekki. Hún sagði, eins og hugsi: —• Einhversstaðar hljóta þær að vera Hann hló. —- Það er því miður ekki nema satt, en við höfum bara ekki fundið þær. Hún hélt áfram, jafnróleg: — Kona í stöðu frú Welby mundi eiga mjög erfitt með að selja svona muni, sem væru stolnir. Hann bandaði eins og til að mótmæla þessu: — Henni hefur tekizt að selja sumt annað. •— Það var ekki vitað, að þeir munir væru stolnir. Og mér dett- ur ekki eitt augnablik í hug, að hún hafi talið þá vera stolna. Hún var áreiðanlega búin að telja sjálfri sér trú um, að frú Lessiter hefði gefið henni þá. og hafði enga hugmynd um, að það álit hennar yrði nokkurntima vefengt. Það var allt annað en að selja þessar fjórar styttur, sem voru teknar um leið og morðið var framið og inni hjá myrta manninum. — Því miður eigum við ekkert eftir til þess að smíða árar úr. — Hún getur hafa falið þær einhversstaðar. Ungfrú Silver hóstaði. — En hversvegna þyrfti hún yfirleitt að hafa stolið þeim? Kona eins og hún hlýtur að þurfa að vera viti sínu fjær til að fremja morð. Lessiter var að hóta henni kæru. Ef hún var svona frá sér af hræðslu, að geta framið svona ofbeldisglæp. myndi hún þá leggja sig í stór- aukna hættu með því að bæta þjófnaði við morðið, sem ef til vill yrði til þess að sanna það á hana? Það finnst mér næsta ó- trúlegt. En það er annar mögu- leiki. Ungfrú Cray yfirgaf hr. Lessiter klukkan kortér yfir níu. Við vitum, að frú Welby stóð þá bak við sýrenurunna, og við höfum ályktað, að hún hafi verið að bíða eftir því, að hin færi. Við vitum, að hún steig upp á þrepin og það liggur beint við að halda, að hún hafi hlerað við gluggadyrnar. Ungfrú Cray sleit samtalinu í reiði, og hún viðurkennir, að hún hafi verið reið fyrir hönd vinkonu sinnar. Geturðu efazt um, að sú vinkona hafi verið frú Wel'by, og að þessi réttláta reiði ungfrú Cray hafi stafað af neitun hans að láta málið kyrrt liggja og hætta við að kæra? — Jú. ég viðurkenni, að allt þetta getur verið rétt hjá þér. — Geturðu þá, Randal, útskýrt ástæðuna til þess, að frú Welby lét hálftíma líða, áður en hún fór inn í skrifstofuna? —• Hvernig færðu þann hálf- tíma? Hún svaraði rólega: — Af framburði frú Mayhew. Hún hef- ur sagt, að klukkan kortér fyrir tíu hafi hún opnað hurðina í hálfa gáW; og séð regnkápu hanga þarna á stól. Hún segir, að ermin hafi verið með blóðblett- um. Þegar fastar var gengið á hana, játaði hún að þetta hefði ekki verið meira blóð en svo, að það hefði vel getað komið úr þessari rispu á handarbakinu á ungfrú Cray. En þegar Carr Robertson kom heim með káp- una, var ermin öll ötuð í blóði. Ef hún hefði atazt þannig út meðan frú Welby var í kápunni, þá befur það gerzt eftir að frú Mayhew opnaði, klukkan kortéri fyrir tíu. Og eftir því, sem ung- frú Cray sagði mér frá, held ég, að þetta hafi gerzt talsvert seinna. Hún segir, að blóðið hafi enn verið óstorknað. Blóð þorn- KALLI KUREKI * - * — Teiknaii: Fred Harman UITTLS BITTT' BOWfttO’AREOW like kid'stoy/ yojWaste-um TIMEj i POtfTLAU&H YET/ THIS CROSSBOW’S TEMPEEEP STEEL' SET THATOL’ PIECE Of ARYOR OUT ABOUT IOOYARPS/ — Em eyðir tímanum í að leika þér með barnaleikföng, Kalli. — Hlæðu ekki strax. Þessi bogi er úr stáli. Farðu með þessa gömlu brynju og stilltu. henni upp svona 100 metra héðan. — Ha, ha, heldurðu að örvar fari gegnum stálbrynju? — Beint í mark. ar fljótt, og hún serir, að þarna hafi verið mjög h.eitt Ínni í skrif- stofunni. Ef frú Welby hefur at- að kápuermina um leið og hún myrti hr. Lessiter, þá hlýtur hún að hafa dregið þetta viðtal við hana um hálftíma til klukku- tíma og kortéri betur. Og til hvers getur hún hafa gert það? SHUtvarpiö Föstudagur 22. febrúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna'-: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan“: Guðmundur M. Þorláksson talar um meistara Jón Vída- lín. , 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: Kvikmyndir og kvik- myndaeftirlit (Högni Egils- son blaðamaður). 20.25 Píanómúsik: Sergej Proko- jeff leikur eigin tónsmíðar. 20.35 I Ijóði, — þáttur í umsjá Bald urs Pálmasonar. Herdís Þor- valdsdóttir les ljóð eftir Stef- án frá Hvítadal og Andr's Björnsson Ijóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. 21.00 Mozarttónleikar Sinfóníu- hljómsveitar fslands í Há- skólabíói, fyrri hluti. Stjórn- andi: Gustav König. Ein- söngvari: Irmgard Seefried. Einleikari á fiðlu: Wolfgang Schneiderhan. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. i 22.10 Passíusálmar (11). 22.20 Efst á baugi (Tómas Karls- son og Björgvin Guðmuncis- son). 22.50 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tónlist. a) Sænski barnakór- inn syngur í Saint Chapelle í París lög eftir Hándel, Pal- estrina, Söderman, Thyre- stam o.fl., Erik Algárd stjórn ar. b) Lúðrasveitin Svanur leikur undir stjórn Jóns G. Þórarinssonar. 23.25 Dagskrárlok. Laugardagur 23. febrúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalog sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir.) ..„ 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins). 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 16.30 Danskennsla (Heiðar Ást- valdsson). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra Ragnar Jónsson afgreiðslu- maður velur sér hljómplötur, 18.00 Útvarpssaga barnanna, I, (Helgi Hjörvar). 18.20 Veðurfregnir. > 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. ) 19.30 Fréttir. 20.00 „Þyrnirós kóngsdóttlr", tðn- list eftir Erkki Melartin við leikrit Topeliusar (Hljóm- sveitin Finlandia leikur, Jussi Jalas stj.) 20.20 Leikrit: „Kíkirinn" eftir J. C Sheriff, í þýðingu Gunnara Árnasonar frá Skútustöðum Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (12). 22.20 Góudáns útvarpsins, þ.á.m. leikur Neó-tríóið. Söngko' Margit Calva. 01.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.