Morgunblaðið - 22.02.1963, Blaðsíða 24
Mií
HIBYLAPRYÐI HF
Hallarmúla mlml 38 177
LUMAJERUÓSGJAFl|=
44. tbl. — Föstudagur 22. október 1963
Þrír listar í kjöri í Iðju
Listi lýðræðisslnna er B>listinn
1 G Æ R á hádegi var útrunninn framboðsfrestur til stjórnarkjörs
í Tðju — félagi verksmiðjufólks í Reykjavík.
Þrír listar bárust: A-listi kommúnista, borinn fram af Birni
Bjarnasyni o. fl., B-listi lýðræðissinna, borinn fram af stjórn og
trúnaðarmannaráði félagsins og listi framsóknarmanna, C-listi,
borinn fram af Einari Eysteinssyni o. fl.
Á undanförnum árum hafa
framsóknarmenn stiltt lista
kommúnista í Iðjukosningum.
Hafa þeir ekkert farið dult með
þetta, heldur beitt öllu sínu
flokksvaldi, ótakmörkuðu fjár-
magni, blaðkosti og öðru er
þurfti til þess að styðja við bak
þeirra og fella stjórn lýðræðis-
sinna, sem unnu félagið á sínum
Jökulfell
tók niðri
á Raufarhöfn
Raufarhöfn 21. febrúar —
MS. Jökulfell tók niðri í höfn I
inni hér um hádegisbilið í
dag. Lá það ekki við Bæjar-
bryggjuna þar eð Reykjafoss
átti aðgang að henni, heldur
við bryggju söltunarstöðvar-
innar Borga. Er skipið var að
sigla út úr höfninni lenti það
á sandrifi beint fyrir framan
þessa bryggju og stóð fast. Lá
skipið þar þangað til í kvöld
er flæddi en þá losnaði það af
eigin rammleik. Skipið er tal
ið óskemmt enda botninn
mjúkur, sandur og leir.
— E.J.
tíma úr höndum Björns Bjarna-
sonar og annarra harðsvíraðra
línukommúnista.
Lýðræðissinnar hafa hins veg-
ar verið í stöðugri sókn í félag-
inu og styrkt aðstöðu sína við
hverjar kosningar og var svo
komið við síðustu ASÍ-kosning-
ar að andstæðingar þeirra treyst
ust ekki til að bjóða fram gegn
þeim.
Nú þykir hentistefnuforingjum
Framsóknar hins vegar ráðlegast
að bjóða fram sérstakan lista til
þess m. a. að drepa niður sívax-
Framhald á bls. 23.
Erlendur Patursson
nflúenzan
út
BóIuefrtMð ókomlð frá Ameríku
INFLÚENZAN í Reykjavík breið
ist út. Borgarlæknir tjáði
Mbl. í gær að enda þótt áreiðan-
legar heimildir um útbreiðsluna
Xægju ekki fyrir, væri ljóst að
talsverð aukning hefði orðið, eink
um á ákveðnum vinnustöðvum,
og mætti því búast við að veikin
færi að breiðast örar út. Ekkiværi
þó vitað um að fólk hefði veikst
alvariega né um dauðsföll af völd
um inflúenzunnar, sem lýsir sér
eins og aðrir inflúenzufaraldar,
sem hér hafa gengið. Borgarlækn
ir sagði að ekki virtist bera á
auknum vitjunum næturlækna
vegna veikinnar.
Unnið er að því á Tilrauna-
stöðinni að Keldum að ákvarða af
hvaða stofni inflúenzan er. Ekki
er búizt við niðurstöðu fyrr en
síðdegis í dag, en sterkar líkur
benda til þess að veikin sé af
stofninum A 2, þ.e.a.s. Asíuin-
flúenza, sem nefnd hefur verið
og hér geisaði 1957 og hefur
breiðst út í Ameríku sl. 5 vikur.
Ekkert hefur frétzt af bólu-
efni því, sem pantað var frá
Ameríku í byrjun vikunnar, en
skeyti með fyrirspurn var sent
út í gær. Ekki er til bóluefni í
eina sprautu á landinu.
Ekki er Mbl. kunnugt um að
komið hafi til tals að framleiða
bóluefni að Keldum nú líkt o.g
gert var með góðum árangri 1957.
Prófessor Kristinn Stefánsson
tjáði Mbl. í gær að Lyfjaverzlun
ríkisins hefði í byrjun vikunnar
pantað bóluefni frá Ameríku
með flugvél. Skeyti hefði verið
sent í gær og spurst fyrir um
hvað liði pöntuninni, en svar
við skeytinu væri ekki væntan-
legt fyrr en í fyrsta lagi í dag.
Sagði hann að ástæðan til þess
að bóluefni væri ekki fyrir
hendi væri sú að það entist tak-
markaðan tíma, og erfitt væri að
segja til um fyrirfram hvaða
stofntegund af inflúenzu kynni
að berast hingað hverju sinni.
Bóluefnissendingunni frá Amer-
íku yrði hraðað sem kostur værL
Birgir Einarsson, formaður
Lyfsalafélagsins, tjáði Mbl. að
lyfsalar hefðu yfirleitt ekki pant
að bóluefni, enda sæi ríkið yfir-
leitt um það og bæri kostnaðinn
af því. Mbl. hefur hinsvegar
fregnað að a.m.k. ein lyfjaverzl-
Framhald á bls. 8
í fyrradag var byrjað að
pakka saltfisksendingu, sem
á að fara til Bandaríkjanna.
Saltfiskur þessi er sérverk-
aður og pakkaður i mjög
snyrtilegar Vi kg. umbúðir,
og fiskurinn seldur þannig
beint til neytenda. Hér sjást
pakkarnir á borðinu, og ver
ið er að ganga frá kassa,
eins og fiskinum verður
dreift í. Nánari frásögn af
þessari útflutningsvöru er
á bls. 3.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Kvikmynd um björgun
flugvélar af Vafnajökli
Á AÐALFUNDI Jöklarannsókna
félags íslands, sem haldinn var
í Breiðfirðingabúð sl. miðviku-
dag, voru sýndar tvær kvikmynd
ir, annað mynd sem Magnús Jó-
hannsson tók í fyrrasumar af
skíðanámskeiði í Kerlingarfjöll-
um, en hitt ný 20 mín. kvik-
mynd, sem Loftleiðir hefur látið
gera af björgun skíðaflugvélar
af Vatnajökli 1951, og hefur sú
mynd ekki sézt á opinberum stað
hér á landi áður.
Kvikmynd þessi heitir á ensku
„The Glacier Adventure" og er
gerð með ensku tali, þar sem hún
er aðallega notuð til sýninga er-
lendis. Segir þar frá því er flug-
mennirnir Kristinn Olsen og Al-
freð Elíasson fóru með' fjölda
manns upp á Bárðarbungu, þar
sem bandarísk Douglasflugvél
hafði orðið eftir og fennt í kaf, er
reynt var að bjarga Geysisfólki
úr lífshættu á Bárðarbungu, en
ekkert frá Geysisslysinu sjálfu.
Sést hvernig hópurinn stritar
með tvær jarðýtur við að grafa
upp flugvélina, koma henni nið-
ur af jöklinum og síðan er henni
flogið til Reykjavíkur.
Myndin er samansafn af film-
um, sem þeir Alfreð og Kristinn
tóku meðan á björguninni stóð,
Guöslukka ef Bretar settu á löndunarbann
segir Eriendur Palurson
f GÆR birtist í blaðinu frétt
um að viðræðurnar í London
um fiskveiðiréttindi Breta við
Færeyjar hefðu farið út um
þúfur, og fréttastofur hafa
upplýst að Haakon Djurhus,
forsætisráðherra Færeyja, hafj
lagt af stað heim með togara
frá Grimsby á þriðjudag, og
ferðin tæki 5 daga.
Mbl. hefur átt símtal við Er
lend Patursson, sem ekki var
í sendinefndinni í London, og
spurði hvað hann hefði um
málið að segja á þessu stigi.
— Ja, hvað á að segja. Það
hafa engar fréttir borizt nema
þær sem sendar voru út í gær
og þið hafið.
— Færið þið fiskveiðimörk-
in út í 12 mílur eftir 27.
apríl, þegar samningurinn við
Breta rennur út?
— Já, okkar ákvörðun var
tekin fyrir löngu, í maímánuði
1960 og breytist ekkert nú.
En auðvitað er þetta undir
Dönum komíð, því þeir fara
með utanríkismál okkar, þar
á meðal þessi mál.
— En hvað um hótun
brezkra togaraeigenda um að
færeyskir togarar fái ekki að
lenda í Bretlandi?
— Það væri nú bara guðs-
lukka ef þeir gerðu það.
^ — Af hverju?
— Af því þá mundum við
hætta þeim taprekstri sém á
því er að selja Bretum hrá-
vöru fyrir ekki neitt. Þá mund
um við skera niður í flök,
pakka fiskinum, og láta frysta
hann og selja hann löndum
sem vilja kaupa fisk á almenni
legu verði.
— Hafið þið útbúnað til að
gera það?
— Við höfum það að nokkru
leyti. Við erum alltaf lítilshátt
ar að byggja og ætlum að
byggja mikið. Nýja stjórnin
leggur einmitt áherzlu á bygg-
ingu frystihúsa. Okkur fynd-
ist bara ágætt ef þeir bönnuðu
löndun.
Framhald á bls. 8
myndum frá Eðvarð Sigurgeirs-
syni, sem var í björgunarleið-
angri Norðanmanna til móts við
Geysi og kvikmyndum frá Magn
úsi Jóhannssyni, sem var með
fjugvélum er flugu yfir til að
varpa niður birgðum, og einnig
skeytt inn í jökulmyndum frá
honum. Hafa þeir Magnús Jó-
hannsson og Sigurður Magnús-
son búið til úr þessu eina heil-
lega og skemmtilega kvikmynd.
Herfeio flkur-
eyrorlöpegiu
Akureyri, 21. febrúar. — Akur-
eyrarlögreglan og bifreiðaeftir-
litsmenn hafa síðan um áramót
hert mjög eftirlit með ljósabún-
aði bifreiða í bænum. Hefur
fjöldi bifreiða verið stöðvaður og
til athugunar teknar margar með
gallaðan eða ófullkominn Ijósa-
búnað. Hefur eigendum bifreið-
anna verið gert að láta lagfær*
ágallana umsvifalaust. Nokkrir
hafa hlotið sekt fyrir að óhlýðn
ast þeim fyrirmælum.
Undanfarin kvöld hefur enn
verið hert á eftirliti þessu og
hafa 60 bifreiðir sætt athugun
að þessu leyti. — Sverrir.