Morgunblaðið - 20.03.1963, Side 6

Morgunblaðið - 20.03.1963, Side 6
6 MORCV1SBLAÐ1Ð Miðvikudagur 20. marz 1963 Fáum við allgott voroggottsumar? SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík ræddi við blaðamenn á föstudag og kynnti þeim lítið tæki, sem kalla mætti eldvara. Þetta er litið tæki, 7x14x4 sentimetrar. Ætlast er til þess. að það sé hengt upp á vegg í húsum, og komist hitinn yfir visst stig í námunda við það, gefur það frá sér nístahdi ýl, svo að fólk vakn- ar og getur gert slökkviráðstaf- anir í tima. Varaslötkkviliðsstjórinn í RvJk sagði m.a. þetta um tækið og notkun þess: „Undanfarið hefur verið mikið spurt um ýmis öryggistæki, svo sem aðvörunarkerfi, björgunar- kaðla og slökkvitæki. Ég taldi því rétt að óka eftir samstarfi við blöðin og útvarpið um að koma þeim upplýsingum til almenn- ings. sem eldvarnareftir'itið get- ur gefið um þetta. Við höfum haft nú um stuttan tíma til at- hugunar lítið tæki, sem gefur merki um hættu, ef hitastigið við það fer yfir 70° C. Á þessu tæki er lítil fjöður. Ef fjöðrin hitnar yfir 70° C, færist endi hennar að snertu, en við það opn ast straumrás frá rafhlöðu að flautu, sem gefur frá sér sker- andi hljóð. Tæki þetta er mikið notað í bátum nú orðið. Skipa- skoðun ríkisins krefst þess að þau séu í hverjum báti og er mér kunnugt um að það hefur þegar bjargað einum báti. Tæki þetta má einnig nota, t.d- 1 miðstöðvarherbergjum húsa. Tel ég það jafn nauðsynlegt og stökkvitæki, einkum í timbur- húsum.. þar sem eldhætta er mikil. Tækið á að staðsetja í mið- stöðvarklefanum, þar sem líkur eru fyrir að hitinn verði mestur, en það er undir flestum kringum stæðum uppi við loft. Við gerum ráð fyrir, að kyndi- klefinn sé lokaður og þá er spurn ingin, heyrist nægilega vel_í tæk- inu ti1 svefnherbergisins. Ég hefi undanfarið gert nokkrar athug- anir með það, og álít, að til greina geti komið, að tækið verði of innilokað í klefanum og nái ekki að vekja athygli. Þetta má bæta. með því að losa flautuna frá tæk- inu og staðsetja hana frammi á gangi. eða jafnvel uppi á næstu hæð. Varast skal þó að hafa leiðs^una milli tækis og flautu lengri en tvo metra vegna þess að spennan frá rafhlöðunni er ekki nema 3 volt. Ef lögnin er lengri, verður spennufallið það mikið, að flautan verkar ekki. Einnig er athugandi að setja tæki upp á fleiri stöðum í timb- urhúsum en í kyndiWefa, t.d. í kjallara, stigagöngum eða uppi í risi, þannig að fleiri en eitt tæki sé í hverju húsi, því að erfitt er að benda á einhvern einn stað í húsinu, þar sem hitinn verkar fyrst á tækið. Rafhlöður tækisins eru þær sömu og mest eru notaðar í vasa- ljós. og mjög auðvelt um útveg- un þeirra. þegar endurnýjunar er þörf. Óvarlegt er að treysta á raf- hlöðurnar of lengi; þarf því að fylgjast ve1 með þeim, og séu þær byrjaðar að bólgna eða leka vökvanum, þarf þegar að fjar- lægja þær og fá nýjar- Mögu- leikar er á að rafhlöðurnar end- ist í eitt ár eða svo, en ég álít það of langan tíma til að treysta á, og vil því ráð^eggja, að endur- nýja þær tvisvar á ári, t.d. í septembermánuði og aftur í febrúar eða marz. Fullkomnara aðvörunarkerfi er til, en kostnaður við slíkt kerfi er það mikill. að ég geri ekki • Auglýsingastarfsemi Velvakanda hefur borizt þetta bréf um auglýsingastarf- semi hér: „Er ekki auglýsingaþvargið hér hjá oss fámennum og fátæk um komið út í glórulausar öfg- ar? Getur þú, Velvakandi góður, upplýst, hve miklu fjármagni er ausið í auglýsingu um t.d. eina bók? Það væri fróðlegt að vita það. Bækur eru orðnar svo furðulega dýrar, að það er hreint ekki fyrir tekjulága menn að kaupa marga tugi á ári. En blindur er bóklaus mað- ur, svo að það er þess vert, að athugað sé, hvort bækur, sem hafa menningargildi, mætti ekki bjóða á skaplegu verði. Annað í auglýsingabrjálæðinu vil ég benda á. Vissar reglur gilda um ráð fyrir. að slíkt kerfi verði notað í íbúðarhús. Slíkt kerfi er í tveimur húsum hér í Reykja- vík, í Miðbæjarbarnaskólanum við Fríkirkjuveg, og í birgða- skemmu S.H. við Héðinsveg. Þannig aðvörunarkerfi er athug- andi að setja upp í byggingar, verkstæði eða skemmur, þar sem mikil verðmæti eru geymd- Kerfi þau, er að framan greinir, eru tengd brunaboðaborði Slökkvi- stöðvarinnar. Eldvarnareftirlitið í Reykja- vík er á slökkvistöðinni. Við það starfa þrlr menn. Hafa þeir yfir- leitt þurft að sækja á, til að leið- beina fólki við val og staðsetn- ingu á s^ökkvi- og björgunar- tækjum eða öryggisútbúnað á kynditækjum. Þeir eru reiðu- búnir að leiðbeina fólki með ör- yggisráðstafanir gegn eldi. og vii ég hvetja fólk til að nota sér það. Hægt er að hafa samband við þá eða koma skilaboðum til þeirra í síma 11316. Munu þeir reyna að hjálpa ti1 að leysa vandamólin eins og hægt er. í öllurn kaupstöðum og kaup- túnum, og einnig í nokkrum hreppum, eru starfandi eldvarn- areftirlitsmenn. Yfirmaður þeirra er Erlendur Halldórsson, Hafnar- firði, en hann er starfsmaður brunavarnaeftirlits ríkisins. Nú fer hættu^egur tími í hönd, þegar sinubruni stendur sem hæst. Unglingar og börn fá þá löngun til að leika sér með eld, en vara sig ekki á hættunni, sem því er samfara. Takist þeim ekki að kveikja eld á víðavangi. fara þeir heim að húsum eða skúrum, jafnvel inn í þá, því að þar geng ur betur að láta lifa á ekispýt- unum, og vita oft ekki af, fyrr en eldur er orðinn það mikill, að þau ráða ekki við neitt, eða skilja svo illa við eldinn, að neisti leynist, sem síðar verður að eldi, er veldur miklum skemmdum. Ég vil vekja athygli foreldra á, að gæta þess vel, að börn leiki sér ekki með eld, þó það virðist í augnablikinu vera sak- 'aust. í marzmánuði 1962 var slökkvi liðið í Reykjavík kvatt út 73 sinnum og var það að langmestu leyti íkveikju barna og unglinga. Einnig kom það nokkrum sinn- greiðslutíma opinberra gjalda Það virðist öliu vitlegra að t.d. r íkisskattst j órinn eða annar einn aðili auglýsi þetta fyrir allt landið, heldur en fjöldi skatt- stjóra, bæjarstjóra og oddvita séu að staglast á þessum ein- földu reglum, hver fyrir sinn fá menna hóp. í alvöru sagt er auglýsinga- þvargið plága. -- XXX ------ Vilt þú ekki, Velvakandi góð ur, birta rök frá þeim aðila, sem stjórnar því, að tvisvar á ári hverju er klukkunni breytt?“ — Það fylgir nú einu sinni nútímaþjóðfélagi, að töluverð auglýsingastarfsemi er óhjá- kvæmileg, þótt vera megi, að hún fari oft út í öfgar. Og erfitt gæti orðið að fara að flokka bækur eftir því, hvort þær hafa SUMIR óttast, að eftir jafn góð- an vetur og verið hefur hingað til, hljóti að bregða til hins verra um veðurlag i vor og sumar. Morg- unblaðið frétti, að veturinn 1931 — 1932 hefði að veðurfari verið svipaður því, sem liðið er af þess- um vetri. Mbl. sneri sér af þessu tilefni til Jónasar Jakobssonar, veður- fræðings. Kvað hann það rétt vera, að veturinn 1931 — 1932 hefði um margt verið líkur þess- um. Þá hefði verið heldur kalt framan af vori, í apríl og maí, en hlýtt og gott veður síðari hluta maí. Þó hefði víða verið of þurrt fyrir gróðurinn, enda úrkoma 20% fyrir neðan meðallag. Hiti Grundarfirði, 19. marz. f GÆR þann 18. marz, var bezti afli Grundarfjarðarbáta á þess- ari vertíð. Alls bárust á land 165 lestir af sjö bátum. Afla- hæstur var v.b. Grundfirðingur II. með 32 tonn. Allir eru þessir um fyrir, að fullorðnir voru að brenna sinu, réðu ekki við neitt og báðu slökkviliðið um aðstoð. Við sku^um vera þess minnug, að það er bezt fyrir alla aðila, að þurfa ekki að kalla á slökkvilið- ið. og bezta ráðið við því er að hafa góðar gætur á eldinum. mismunandi mikið eða lítið menningargildi. Rétt er aftur á móti, að draga mætti úr auglýs- ingum skattheimtumanna, eða réttara sagt samræma þær. í þessum dálkum hefur svo oft verið þráttað um klukkuna og öll rök verið tínd til bæði með og móti breytingunum, að Velvakandi heldur, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að rifja þetta eilífðar-deilu- mál enn upp. Þar að auki hefði það sjálfsagt engin áhrif. • Reykingar unglinga X sendir Velvakanda þetta bréf: „Mikið hefur verið skrifað og skrafað um vaxandi vandamál meðal unglinga. Það er sá löst- ur, sem sífellt færist í aukana, að unglingar, bæði drengir og var 0.4 stig yfir meðallag utn vorið. Frost var síðast um vorið 28. maí. Veðurfar frá júní til septem- ber var yfirleitt gott á landinu. Hiti var 0.7 gráður yfir meðallag og úrkoma 20% yfir meðallag. Sólskin var í Reykjavík 14 stund- um skemur en meðaltal næstu níu ára á undan. Nokkrir óþurrkar voru á Norðurlandi í júlí og suð vestan lands í ágúst. Hröktust hey sums staðar af þeim sök- um, en yfirleitt var sumarið gott og grasfengur góður. Niðurstaðan er í því sú, að við eigum í vændum allgott vor og gott sumar, ef veðurlagið verður eitthvað líkt því, sem var fyrir 31 ári. bátar meff net, og var þetta allt einnar náttar fiskur. Mikil atvinna hefur veriff og er nú í Grundarfirffi og tilfinn- anleg ekla á vinnuafli til hag- nýtingar á aflanum, en fátt aff- komufólk er hér í vetur. Fiskurinn er ýmist verkaður 1 frost, salt eða herzlu á vegum tveggja fyrirtækja, Hraðfrysti- húss Grundafjarðar h.f. og Verzl- unarfélagsins Grundar h.f. Inflúenzju hefur litið sem ekk- ert orðið vart hér, enda hafa margir verið sprautaðir giegn henni. — EmiL telpur, eru farnir að reykja tals vert þegar á unga aldri. Menn hafa ekki getað komið auga á neina leið, til þess að ham'.a gegn reykingunum, en ég vil benda á eina, sem einhver áhrif getur haft. Það væri að banna al gerlega stykkjasölu á sígarett- um og jafnvel smávindlum líka. Þá ynnist tvennt: Smyglaðar sígarettur yrðu ekki seldar 1 verzlunum, og unglingar byrj- uðu a.m.k. eitthvað seinna að reykja. Þeir byrja venjulega á að kaupa eina og eina í senn til reynslu og af forvitni. Á einum skemmtistað í borg- inni, sem nú er aðallega sóttur af unglingum, og mér er kunnug ur vegna starfs míns, tókum við eftir því, að unglingar rápuðu mikið út og inn, eftir að skemmt un var hafin. Við fórum að grennslast eftir þvi, hverju þetta sætti, og komumst að þvi, að þeir voru alltaf að fara út 1 sölubúð, sem er í sama húsi, tii þess að kaupa sígarettur í lausu. Inni í salarkynnum veitingahúss ins sjálfs eru sígarettur aðeina seldar í heilum pökkum. Þarna var gátan ráðin, og svona mua þetta vera algengt". IVIik.il atvinna ■ Grundarfirði Vantar tilfinnanlega vinnuafl BOSCH Dynamóar í báta 1,5 kw 32 volt og 3 kw 32 volt BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Sími 11467. BOSCH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.