Morgunblaðið - 20.03.1963, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.03.1963, Qupperneq 8
8 MORCVNBLAÐIB Miðvikudagur 20. marz 1963 Stóraukin framlög til almenningsbókasafna Að meðalfali 3,9 bindi lánuð hverj- um einstaklingi 1960 Á FUNDI neðri deildar í gær gerði Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra grein fyrir frum- varpi ríkisstjórnarinnar um al- menningsbókasöfn, en höfuðtil- g’angur þess er að auka framlög til safnanna, en auk þess er nýjum kafia bætt í lögin, fram- lag til húsabóta, sem er ákveð- ið 500 þús. kr. á ári. 678 þús. bindi lánuð úr almenningsbókasöfnum. í uphafi rnáls síns vék ráð- herrann að þvi, að í 261 almenn- ingsbókasafni á íslandi hefði aukning bókakosts árið 1960 alls numið 24j292 bindum og hefði bókakosturinn þá alls num ið 569.392 bindum. Lánþegar voru alls 23.328 og lánuð bindi 679.081. Meðaltal lánaðra binda á hvern einstakling þjóðarinnar árið 1960 var 3,9; árið 1956, þeg- ar lögin um almenningsbókasöfn voru eins árs gömul, 2,2 og árið 1959 3,2 og hefur meðaltalið því aukizt um nær helming á þess- um árum. Hafa lögin um almennings- bókasöfn frá 1955 því horft til i mikilla fram- fara og það sýnt j sig, að hin kerf- j isbundna skip- \ an þessara mála og bæirnir heldur vair dregið frá þeirri upphæð framlag sýsl- unnar, kr. 3 á íbúa, og frá fram- lagi ríkissjóðs vegna hreppanna þær kr. 2.50, sem riikið leggur á móti sýsluframlaginu. En héraðsbókasöfnunum ber að rækja hlutverk sveitarbókasafns í þeim hreppi, sem þau eru stað- sett í, og kr. 12 frá sveitarsjóði og kr. 5 úr ríkissjóði verða að- eins kr. 17 samtals, en sveitar- bókasafn, sem ekki er um leið héraðsbókasafn, getur samkvæmt núgildandi lögum fengið sam- tals kr. 12.50 á íbúa gegn kr. 20 frá hreppssjóði eða öðrum aðilum heima í héraði og verða þá tekjur þess kr. 32,50 á íbúa. Er því í frumvarpinu gert ráð fyrir sama framlagi frá sveitar- sjóðurn, þar sem héraðsbókasöfn eru staðsett, og bæjarsjóðum er gert að greiða til bæjarbóka- safna, og greiði ríkið 50% á móti því framíagi eins og í bæj- unum í stað 41,7% áður. Greiðsl- ur sýslna tvöfaldast og sömu- leiðis framlag ríkissjóðs vegna sýslnanna. Óánægju heftur vakið, að rík- ið hefur ekkert greitt á móti því fé, sem bæjar- og héraðs- bókasöfnum hefur verið lagt til umfram það lágmarksframlag, sem þeim er gert að greiða, en til sveitarbókasafna hefur framlag ríkisins getað hækkað úr kr. 5 í kr. 12,50, ef heimaaðilar hafa lagt safninu fé sem nemur kr. 20 á íbúa. I>ess vegna er í frum- varpinu gert ráð fyrir, að ríkið greiði 50% á móti því fé, sem bæir, sveitir og sýslur leggja til héraðsbókasafna fram yfir lög- skylt lágmark, imz framlag rík- issjóðs hefur hækkað um kr. 5 á ibúa gegn aukaframlagi bæj- ar og sveitarsjóða alls staðar nema i Reykjavíik og kr. 2 gegn aukaframlagi sýslna, Getur því ríkisframilagið móti bæjar- og sveitarsjóðum numið kr. 20 á íbúa, móti framlagi sýslna num- ið kr. 7 og móti framlagi bæjar- sjóðs Reykjavíkur numið kr. 15. Amtbókasöfn, sveitarbóka- söfn o.fl. Loks er kveðið svo á um, að amtbókásöfnin í Stykkishólmi, á ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði fái árlega 25 þús. kr. hvert til bands á hinum gefnu eintökum bóka, sem þau fá af öllu því, sem prentað er hér á landi, en tilgangur þess var sá ,að tiltækt væri í öllum landshlutum ein- tak alls þess, sem hér er prent- að, og hefur þessi geymslu- skylda verið baggi á söfnunum. Lágmarksframlag heimaaðila og ríkis til sveitarbókasafna tvö- faldast, en hins vegar er ekki talið, að brýna nauðsyn bæri til, að sú hámarksupphæð, sem um- framgreiðsla ríkissjóðs miðist við, hækkaði um meira en kr. 10 á íbúa, nema í þeim sveit- um, þar sem íbúatala nær ekki 150 manns. Þar skal hámartks- upphæðin tvöfaldast. Framlag til bókasafna í heima vistarskólum hækikar um 150% úr kr. 10 í kr. 25 á einstakling, og framlag til bókasafna sjúkra- húsa og visíheimila hækkar úr 25 kr. í 40 kr. á sjúkrarúm og vist mann. Framlag til húsabóta. Þá er í frumvarpinu nýr kafli undir fyrirsögninni framlag til húsabótat Á tfjáklogum ársins 1955 voru kr. 175. þús. til bygg- ingar bókasafna. Þessi upphæð hélzt óbreytt í nokkur ár, en síaðn var hún lækkuð í kr. 166.250.00. Nú er svo kveðið á í frumvarpinu, að ríkið leggi fram árlega 500 þús. kr. í þessu skyni og verði fénu ráðstafað samkvæmt reglugerð, er Mennta- málaráðuneytið setur. En vaknað hefur meðal forráðamanna al- menningsbókasafna mikill áhugi á að bæta húsakost þeirra, og hafa þegar verið reist tvö mynd- arleg bókasafnshús, þrjú eru 1 smíðum og á komandi vori verð- ur hafizt handa um smíði þriggja til fjögurra. Þá hafa og nokkur söfn fengið bjarglegt húsnæði 1 félagsheimilum, sem reist hafa verið undanflarin ár. Öll hin nýju húsakynni safnanna eru i samræmi við það, sem bezt þyk- ir henta í þeim löndum, þar sem mest áherzla er lögð á starf a-1- menningsbókasafna, Þótt ólíku sé saman að jafna um stærð og íburð. Lítur bókafulltrúi svo á að fenginni reynslu, að ef verð- lag á byggingarefni breytist ekki að mun ,frá því sem nú er, megi takast á einum áratug með 500 þús. kr. framlagi árlega frá rí'k- inu að bæta úr brýnustu þöri fjölmargra almenningsbókasafna. j var tímabær f nauðsyn. Hins vegar var að- I kallandi að end- urskoðun lag- ' anna færi nú fram, þar sem fjárframlög til safnanna voru orðin ónóg, ef þau áttu að halda áfram að vaxa. Aukin framlög úr ríkissjóði. í núgildandi lögum eru fram- lög bæjarsjóða til bæjarbóka- safna ákveðin kr. 15.00 á íbúa og ríikisfrarnlog kr. 7.50. Þó er heimild fyrir bæjarstjórnir í þeim bæjum, þar sem 4000 ibúar eða fleiri eru búsettir, til stiglækk- unar á framlaginu, en hins veg- ar ákveðið, að ríkisframlagið til safna í þessum bæjum læbki um kr. 0,75 á ibúa, þegar íbúa- talan hefur náð 4000 og síðan um sömu upphæð fyrir hvert þús- und, sem við bætizt, unz ríkis- framlagið er bomið niður í kr. 2,50. Nú hafa bæirnir ekki notað sér lækkunarheimildina, heldur flestir lagt fram miklu hærri uphæðir en nemur kr. 15 á i'búa, en hins vegar fylgt ákvæðinu um stiglækkandi framlag ríkisins, svo að þar hefur skapazt misrétti. Er þó fjárþörfin til bókasafns sízt minni í stærstu bæjunum. Því er nú gert ráð fyrir, að lágmarksframlag allra bæja á íslandi sé hið sama, kr. 30.00 á ibúa og rílkisframlagið kr. 15. Þó skal Reykjavík heimilt að leggja fram kr. 25 á hvern íibúa og verður rilkisframlagið þá 50% aí þeirri upphæð. Framlag til héraðsbókasafna og bæjarbókasafna hið sama. í núgildandi lögum er mjög ilila búið að héraðsbókasöfnum og hefur raunin orðið sú, að víð- ast hafa þau komið að miklu minna gagni en bókasöfn bæj- anna. Hreppsnefndir og sýslu- nefndir hafa reynzt miklum mun tregari til þess en bæjarstjómir að leggja fram meira fé en gert er ráð fyrir í lágmarksákvæð- um laganna, án þess að neitt komi á móti frá rikissjóði. Sveit- arsjóðir hreppanna, þar sem hér- aðsbókasöfn eru staðsett, voru ekki með lögum skyldaðir til að leggja fram kr. 15 á íbúa eins Markmiðið er að samræma inn- anlandslög alþjóðlegur: reglum um loftferðir Á FUNDI neðri deildar á fimmtu dag mælti Ingólfur Jónsson sam göngumálaráðherra fyrir frum- varpi ríkisstjórnarinnar til loft- ferðalaga. En það er samið af nefnd, er samgöngumálaráðherra skipaði 1956 og í áttu sæti Gizur Bergsteinsson, hæstaréttardóm- ari, Hákon Guðmundsson hæsta réttarritari og Jónas G. Rafnar alþingismaður. Var við samningu frumvarpsins höfð hliðsjón af nýjum norrænum loftferðalög- um, einkum þeim norsku og dönsku. TÆKNILEG BYLTING. í upphafi máls síns veik ráð- herrann að því, að síðan núgild- andi loftferðalög voru sett árið 1920 hefði orðið tæknileg ger- bylting á sviði flugmála. Hefur hinn mikli vöxtur flugstarfsem- innar og sérstaklega flugs milli landa valdið þvi, að mikil og góð alþjóðleg samvinna hefur tekizt um flugmál, einkum ör- yggismál. ísland er aðili að mörg um alþjóðasamþykktum á sviði flugmála og hafa sumar þeirra lagagildi hér en aðrar ekki. Hafa hin mörgu og dreifðu ákvæði, sem gilda um íslenzk flúgmál, oft valdið baga- legri óvissu um, hvaða reglum skuli fara eftir,| m.a. vegna þess, að íslenzkir flugmenn erlendis eru ávallt bundnir hinum alþjóð- legu ákvæðum. Hlýtur því eðli málsins samkvæmt löggjöf sér- hvers lands um flugmál að sníð- ast í verulegum atriðum eftir alþjóðlegum reglum. ALÞJÓÐLEGAR REGLUR UM LOFTFERÐIR. Kvað ráðherrann nokkuð að þessu í athugasemdum við frum- varpið: „Loftför eru eðli sínu sam- kvæmt alþjóðleg samgöngu- og flutningatæki í enn þá ríkara mæli en skip. Skipin verða að halda sig við löginn, en loft- förin fara eftir láði og legi á örskömmum tíma. Á einni stundu eru þau yfir yfirráðasvæði ríkisins A, á annari stundu eru þau yfir úthafinu og þeirri þriðju yfir yfirráðasvæði ríkisins B og svo koll af koll. Þótt loftför hafi geysimiklu hlutverki að gegna í sínum heimalöndum sem sam- göngutæki til áburðardreifingar o.s.frv., þá er innanlandsflug ein ungis takmarkaður þáttur af starfsemi loftfara, ef rétt er á haldið. Af þessu leiðir, að inn- anlandslög, sem miðuðust aðal- lega við notkun loftfara innan- lands yrðu mjög ófullkomin og þung í framkvæmd, enda yrðu loftför þá að hlíta síbreytilegum reglum, er þau fljúga yfir landa- mæri eins ríkis til annars. Mark miðið hlýtur því að vera að skapa alþjóðlegar reglur um loftferðir, bæði stjórnvaldsreglur og einka málareglur, og samræma síðan innanlandislög hinna einstöku ríkja þessum reglum. Niðurstað- an er því sú, að setja verður milliríkjasáttmála um þau efni, er loftferðir varða og veita þeim lagagildi í sáttmálarikjunum. Verða slíkir milliríkjasáttmálar að ganga fyrir annarri innan- landslöggjöf, ef á milli ber. Eyð- ur í sáttmálanum ber síðan að fylla með reglum alþjóðlegs valdsstjórnarréttar, alþjóðlegs einkamálaréttar og innanlands- lögum samkv. þeim kennisetn- ingum lögvisinda, sem þar um fjalla.“ Kvað ráðherrann getið um það í frumvarpinu, hvaða sáttmálar það væru, sem ísland hefur gerzt aðili að og kvað ráðherrann því óþarfa að telja þá upp. En óhætt væri að fullyrða, að ýmsir alþjóða sáttmálar varðandi flug hefðu verið hin raunverulegu loftferða lög íslendinga síðustu áratugina í öllu millilandaflugi. Er frum- varpið efnislega að mestu leyti I samræmi við hin mörgu dreifðu ákvæði gildandi laga og alþjóða- samiþykkta, sem ísland hefur gengizt undir varðandi flug, og stefnir að því, að færa loft- ferðarlög okkar í sem bezt sam- ræmi við alþjóðlegan flugrétt. Er lagt til, að það komi í stað hinna gömlu loftferðalaga og einnig í stað laga um flugvelli frá 1945, en þau lög verður einnig að telja algerlega úrelt að undanskilinni heimild til eignar náms á landi undir flugvelli og önnur mannvirki, en að sjálf- sögðu er gert ráð fyrir að slík slíku heimild verði áfram í lög- um. Eftir er að semja frumvarp um réttindi yfir flugvélum, svo og um kyrrsetningu flugvéla, en bæði þessi efni gilda sums stað- ar sérstök lög, Þótt annars staðar hafi þau verið felld inn í loft- ferðalög. Lög um fjárhagslegan stuðning við tónlist- arskóla Á FUNDI neðri deildar alþingis í gær gerði Gylfi Þ. Gíslason menntamáiaráðherra grein fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fjárhagslegan stuðning við tón- listarskóla, en með því er átt við þá skóla, er fulluægja eftir- töldum skilyrðum: 1) hefur a.m.k. einn fastan kennara, auk tveggja eða fleiri stundakennara. 2) starfar minnst 7 mán. á ári og lýkur með vorprófum og opinberum nemendatónleikum. 3) Veitir hverjum nemanda um sig kennslu í hljóðfæraleik eina stund í viku. Auk þess séu a.m. k. tvær aukanámsgreinar kenndar í hóptímum. 4. Ilefur a.m.k. 30 nemendur. FYRSTU LAGAÁKVÆÐIN Kvað láðherrann þetta i fyrsta skipti, sem gert væri ráð fyrir lagaákvæðum um fjárhagsstuðn- ing ríkisins við íslenzka tónlistar- skóla. En þeir eru allir einka- skólar, sem þó hafa notið stuðn- ings ríkis og sveitarfélaga. Á fundi, sem menntamálaráðherra átti með skólastjórum allra tón- listarskóla á landinu 1962, kom m.a. fram, að skólastjórarnir voru ánægðir með stofnun kenn- aradeildar við Tónlistarskólann í Reykjavík, og var talið æski- lagt að lengja starfstíma hennar hið fyrsta úr tveim árum í þrjú ár. Þá taldi fundurinn og, að framlög ríkis og sveitarfélaga til tónlistarskóla væru ónóg, og að rétt og eðlilegt væri að miða þau við fjölda nemenda og kennslugreina, aúk sérstakra að- stæðna á hverjum stað, enda sé þá haldið uppi svo fuilkominni kennslu í nauðsynlegum auka- greinum sem frekast er unnt. Frumvarp þetta er samið af þeim Birgi Torlacius, ráðuneytis stjóra, Jóni Nordal, skólastjóra, og Magnúsi Jónssyni, alþingis- manni, en þeim var og falið að gera tillögu um styrkveitingar til tónlistarskóla í sambandi við samningu fjárlaga fyrir árið 1963 og eru fjárveitingar í gild- andi fjárlögum í samræmi við tillögur þeirra. MEGINSTEFNA FRUMVARPSINS Meginstefna frumvarpsins er, að tónlistarskólarnir verði áfram einkaskólar, er njóti fjárhags- legs stuðnings úr ríkissjóði og frá hlutaðeigandi sveitarsjóði. Gerir frumvarpið ráð fyrir, að skólarnir fái allt að % rekstrar- kostnaðar síns greiddan úr ríkis- sjóði, en þó aldrei hærri fjár- hæð en nemur framlagi hlut- aðeigandi sveitarfélags. Má þvl gera ráð fyrir að tónlistarskól- arnir fái % rekstrarkostnaðar síns greiddan af opinberu fé. Ef óskir berast um rekstrar- styrk til tónlistarskóla, sem er að hefja störf, þá er mennta- málaráðuneytinu falið að kann* aðstæður til stofnunar og rekstr- ar slíks skóla á viðkomandl stað og getur ráðuneytið í þvi Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.