Morgunblaðið - 20.03.1963, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.03.1963, Qupperneq 11
Miðvikudagur 20. marz 1963 MORCUlVfíLAÐIÐ 11 Tómas Guðmundssori, skáld: Avarp á kvðldvöku Stúdentafélagsins Góðir álheyrendur, stúdentar og gestir! St.jórn Stúdentafélagsins sýndi mér þann heiður að biðja mig að segáa eitthvað að upphafi jþessarar kvöldvöku, og er mér mikil ánægja að verða við þeirri Ósk. Sannleikans vegna verð ég þó að taka fram, að þessi heið- ur er dálítið takmarkaður, því að mér var tekiiín vari fyrir því að tala lengur en í fimm mínútur. Þetta mætti benda til ! þess, að talað orð væri farið að læikka í verði, sennilega vegna meira framboðs en eftirspurnar. 1 Veslings andlegheitin sæta líka s'num viðsikiptalögmáilium, og það er jafnvel hægt að koma óorði : á menininguna með því að halda henni of fast að mönnum. I>að er eins og menningin kunni ekki heldiur við sig nema þar eem kallað er á hana af innri þörf. Sem sagt — ég get í þessum íáu orðum látið menninguina liggja milli hluta. Það vill líka evo vel til að Stúdentafélagið hefur nýlega haft hana til með- ferðar á umræðufundi, þó að hitt kunni að orka tvímælis, að hún hafi sætt þar góðri með- ferð. Þar voru einkum bókmennt ir og listir á dagskrá, og hef ég þar litlu við að bœta. Kannske mætti ég sarnt drepa á það, að ég er ekki alveg viss um að ný gullold í islenzkum bókmennt- um sé beinlínis yfirvofandi. Sannleikurinn er sá, að staða faguirbókimennta í heimi nýrrax aldar er dáHtið óákveðin, og þó að við viljum trúa þvi að þær eigi enn fyrir sér að gegna þýð- ingarmiklu hlutverki, þá verð- ur það ekki sama hlutverk og óður. í annan stað kallar nú miklu fleira en nokkru sinni fyrr á gáfur og geníaditet ungra manna og ég er hræddur um að bókmenntirnar séu þegar tekn ar að gjalda þess. Það er þó að sjálfsögðu fjarri lagi, að ekki komi þar sitthvað athyglisvert fram, og vist er það ánægju- legt, ef maður má hafa það fyrir eatt, að heimsfrægðin sé farin að stinga sér niður hér og þar á meðal hinna yngstu höfunda, og væntanlega sigla þá afrekin í kjölfarið. Áður fyrr gátu höf- undar í hæzta lagi vænzt þess að verða frægir af verkum sán- um eftir að þeir voru búnir að eemja þau, og sjá þá adHr, hve Ihitt er miklu ihuggudegra fyrir- bomuJag. Þá er ég ekiki heldur fná því, að lesendum sjáist yfir jþað, sem bezt er gert og nýstór- legast, vegna þess, að hitt er engu síður hafið til skýjanna, eem er vanunnið og vanlhugsað, ptundum jafnvel svo þunnt, að MjólkursamsaHan yrði sótt til ábyrgðar fyru: samskonar íram- leiðsdu. Bn um þetta verður ekki rætt nánar. Ég hef ekki heldur tíma til að ræða ýmis þau veraldar- próblem, sem hafa verið efst á baugi um sinn, »vo sem eilífðar- tnálin .Evrópubandalagið og eyði- jörðina BakkaseL Mér er þessa stundina meir í mun að fagna því að vera hér enn einu sinni é meðal stúdenta. Stúdentafélag Reykjavíkur hefur oft komið við eögu og mætti þó gera það miklu ©ftar, og satt að segja er það furðuiitið sem atúdentax í heild Jóta að sér kveða, jafnvel því minna^ sem þeim hefiu: fjölgað Baeir. í minni tíð voru víst álika tnargir stúdentar í báskólanum ©g lögregluiþjónar eru nú hér í bæmuo, en samt er méar óhætt að fullyrða að við létum talsvert á ökkur bera, enda höfum við kannske verið meira á ferH en götulögreglan er nú. Við reynd- um að hrinda ýmsu af stað og brutum upp á ýmsum nýjungum. Enginn þarf að halda, að yngri kynslóðir stúdenta séu síður hæf- ar til að verða vekjandi afl í þGÓðlifinu. Áreiðanlega standa þær fyrri stúdentum framar í Tómas Guðmundsson ýmsum þekkingaratriðum, sem þó kemur ekki að öllu leyti til af góðu. Það er eins og höfund- ar fræðslukerfisins geti aldrei skilið, að menn eiga að hafa lexioon við höndina en ekki að ganga með þau í kollinum. Ef stefnt verður lengra í þessa átt, rekur senn að þvi, sean er dá- lítið ískyggilegt: mönnum verður gert að læra svo mikið, að þeir hafa engan tíma til að verða menntaðir menn. Samt er enn halt á orði að auka námskröf- urnar, og mér er td. sagt, að nú sé í ráði að bæta við kennslu í kynferðismálum. Vist er um það, að þetta gæti stund- um komið sér vel, og ekki þarf heldur að efa, að nemend- urnir gætu veitt kennurum sín- um talsverða fræðslu í þessum efnum. En hvað sem þessu Hður, þá verð ur vonandi svo um langa fram- tíð, að stúdentum fylgi sá andi, sá stúdentsamdi, sem veitir þeim í heild nokkra sérstöðu. Stúd- entsmenntumin skuddlbindur þá til að vera andlega vakandi, til að berjast fyrir hugsjónum og til að vera hollir landi sínu og þjóð. Þetta er svo sjálfsagt mál, að óþarft væri að eyða orðum að því, ef ekki yrði þess stund- um vart, að sá hinn sami stúd- entsandi láti á sjá á leiðinni gegn- um sérmenntunina og inn í at- vinnustéttirnar. Auðvitað taka stúdentar þangað með sér gáfur sínar óg haefileika, en eldmóður hugsjónanna á það til að dvína og ættjarðarástin að verða nokk- uð sikilorðsbundin. Þegar Gunn- ar verkfræðingur frá HHðarenda ríður til skips í dag, svo að dæmi sé nefnt, þá snýr hann ekki við vegna þess, að hlíðin er fögur, heldur vegna þess ,að hann hef- ur haft í hótunum við þjóðfélag sitt og það hefur mótt láta í minni pokann. Ættjarðarástin fer eftir taxta. Nú er það vitanlega svo, að það er ekki eingöngu sanngjarnt heldur þjóðfélagsleg nauðsyn, að allir fái viðunandi laun — og helzt meira — fyrir störf sín, og það er þjóðinni beinlinis lífs- nauðsyn að geta notið þeirra manna, sem hafa sótt sér mesta menntun og kunnáttu. Samit heí- ur svo ógiftusamdega viljað til, að fjöldi þeirra ungu mennta- manna, sem einmitt hafa reynxt I mestir afburðamenn í fræðigrein sinni, hafa sezt að erlendis, orð- ið þar eftir. Það er alveg vafa- laust, að ýnusir þessara ágætu manna og kannske flestir þeirra hafa ílenzt í öðrum löndum — ekki vegna þess, að þeir hefðu síður viljað vinna hér heima, heldur af hinu, að þeir hafa við langdvöl erlendis slitnað úr tengslum við land sitt og þess vegna ekki komið þar auga á verkefni, er bæfðu menntun þedrra,hvað þá að eftix þeim væri sótzt héðan að heiman. Ég veit af kynnuim við suma þessa menn, að þeir sakna lands síns og þjóðar, enda er hver sá maðux illa farinn, sem ekiki finnur fyr- ir ættjörðinni í hjarta sér. Og það er ekki annað hægt en finna sárt til þess, að slíkir menn gla-t- ist ökkur. í okkar þjóðfélagi, þar sem stórir hlutir eiga að geta gerzt í náinni framtíð, hlýt- ur það að vera góð fjárfesting að gera þeim kleift að setjast hér að. Og þá er ég í lok þessara orða kominn að því, sem var í raun erindi mitt. Ég sá í vet- ur í ensku blaði, að auglýst var af opinberri hálfu eftir vitneskju um þá brezka vísindamenn og aðra sérfræðinga, sem ynnu er- lendis, en nuundu fáanlegir til að snúa heim. Hér þarf að fara Hkt að. Það þarf að leita sam- bands við þó sérmenntuðu ís- lendinga, sem við eigum erlend- ið, og leita samtímis uppi alla möguleika til að afla hæfileik- um þeirra svigrúms hér heima. Og nú er það áskorun min tál Stúdentafélags Reykjavíkur að það hafi forgöngu um þetta mól, í samivinnu við stjómarvöld rák- isins og þau fyrirtæki, félög og einstakdinga, sem þar geta átt Ihlut að. Þetta máJ þolir en.ga bið. Það kallar ekki á vanga- veltur, heldur á gangskör. Kæru stúdentar og gestir; Ég þaikka ykkur góða áiheyrn og biðst afsökunar á þvi, ef togn- að hefur of mikið úr þessum fimm mínútum. I. O. G. T. Stúkan Mínerva nr. 172 heldur fund í kvöld kl. 20.30. Kosning embættismanna. Hagnefndaratriði. Æt. Stúlka Ábyggileg stúlka óskast til afgreiðslustarfa í verzlun í Miðbænum, ekki yngri en 20 ára. UmsóLnir sendist í afgr. Mbl. merktar: „H — 6532“. Afgreiðslumaður Viljum ráða ábyggilegan og reglusaman mann til af- greiðslustarfa á bifreiðavarahlutum o.fl., stráx eða frá n.k. mánaðamótum. Framtíðarstarf. — Kaup eftir samkomulagi. JÓN LOFTSSON, Hringbraut 121, sími 10600. 4ra herbergfa íbúðarhæð Til sölu er óvenju skemmtileg 4ra herb. íbúðarhæð við Stóragerði. íþúðin er á annarri hæð í enda (112 ferrn.) öll teppalögð og méð harðviðarinnréttingum. 1 herb. fylgir í kjallara. Bílskúrsréttindi. Sameign fullfrágengin. Allar nánari uppl. gefur: Skipa- og fasteignasalan (Jóhannes Lárusson, hdl.) Kirkjuhvoli. Símar 14916 og 13842. Lúxus einbýlsshús Til sölu eru glæsileg einbýlishús á einni hæð í Garða- hreppi. Húsin eru 177 ferm og 210 ferm. fyrir utan bílskúr og seljast tilbúin undir tréverk og málningu. Teikningar til sýnis á skrifstofunni, ennþá mögu- leiki að breyta teikningum til hagræðis fyrir kaupendur. — Nánari upplýsingar gefur: Skipa- og fastelgnasalan (Jóhannes Lárusson, hdl.) KirkjuhvolL Símar 14916 og 13842. INDUSTRIE DIESEL 4 gengis 80-1800 hestöfl, 750-300 sn/min. TRAU STB YGGÐAR GANGVISSAR SPARNEYTNAR AUÐVELDAR í MEÐFERÐ VINSÆLAR Sanddæluskipið SANDEY. Aðalvél INDUSTRIE DIESEL Hinn reyndi yfirvélstjóri á m.s. SANDEY, hr. Bjarni Jónsson, segir; „Stæði ég andspænis því í dag að velja vél í skip, myndi ég hiklaust velja INDUSTRIE DIESEL. EHVKAUMBOÐ Á ÍSI AMDI S. SIGURÐSSON H'l. ________Lækjargötu 6B — Reykjavík — Sími 24945

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.