Morgunblaðið - 20.03.1963, Page 14

Morgunblaðið - 20.03.1963, Page 14
14 ' MORCTITS RL AÐIÐ Miðvikudagur 20. marz 1963 SPEGLAR - SPEGLAR Speglar í TEAK-römmum. Nýkomið f jölbreytt úrval. ENNFKEMUR: Baðspeglar, Rakspeglar, Handspeglar, Veggspeglar. SPEGLABLÐIÍM Laugavegi 15. — Sími 1-96-35. Móðir okkar MARGRÉT HINRIKSDÓTTIR, Hringbraut 59, lézt hinn 19. marz. Geir Guðmundsson, Hinrik Guðmundsson, Ogmundur Guðmundsson. Móðir mín INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR frá Hjartarstöðum, Vallargerði 40, Kópavogi, lézt í Landsspítalanum, 19. marz. Ragnhildur Jónsdóttir. Eiginmaður minn SNORRI I»ÓRARINSSON Nóatúni 32 andaðist 16. þessa mánaðar. Helga Friðriksdóttir. Jarðarför ÞÓRARINS KRISTJÁNSSONAR trésmiðs, sem andaðist á Landsspitalanum 15. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. marz n.k. kl. 13,30. Systkini hins látna. Jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður GUÐMUNDAR ÁGtÍSTS EIRÍKSSONAR frá Egilsstöðum, fer fram laugardaginn 23. þ.m. og hefst með bæn að heimili hans, Skólavöllum 14, Selfossi kl. 1 e.h. — Jarðsett verður frá Villingaholtskirkju kl. 2 e.h. Kristín Gísladóttir, börn og tengdabörn. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát systur minnar og móðursystur RAGNHILDAR RUNÓLFSDÓTTUR, kaupkonu, Brávallagötu 18. Vilborg Runólfsdóttir, Unnur II. Eiríksdóttir. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, er vottuðu mér og börnum mínum samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar KRISTÍNAR STEFÁNSDÓTTUR. Sérstaklega vil ég þakka læknum og hjúkrunarliði Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur, er önnuðust hina látnu í sjúkdómslegu hennar. Ágúst Sveinsson, Ásum. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför HELGU NÍELSDÓTTUR Strandgötu 30, Hafnarfirði. Kristinn Árnason, Níels Ámason, Guðbjörg Guðjónsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUÐFINNU ÞÓRÐARDÓTTUR frá Vatnagarði. Einnig færum við kirkjukór Skarðskirkju innilegustu þakkir. — F.h. vandamanna. Ófeigur Jónsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför HALLGRÍMS A. TULINIUS stórkaupmanns. Fyrir hönd aðstandenda. Margrét Tulinius. THRIGE Rafmötorar Eins fasa og þriggja fasa fyrirliggjandi jgflDk LUDVIG STORR simi. 1-1620 Tæknideild TRULOFUNAR HRINGIR AMTMANN SSTIG 2 iiLDOR mmm GULLSMIÐUR. SIMl 16979. fngi Ingimundarson héraðsdómslögmaður nálflutningur — lögfræðistöri riarnargötu 30 — Sími 24753 verd adeins kr34,50 Meiri gliái - minni vinna Meira síitpol - minna verd Híð nýja Super Glo- Coat fljótandi gólfbón frá lohnson's Wax fœst nú í íslenzkum verzlunum og kostar aðeins 34.50 HEILDSÖLUBIRGÐIRi MALARINN HF EGGERT KRISTJANSSONaCO HF Herdís Jóhannesdóftir Minningarorð Dáin 14. marz 1963. Ég stend svo hljóð og stari á eftir þér, og strýk af hvarmi táx og fel þau eigi. Sem eldri systir ávallt reyndist mér svo ástúðleg, já, fram að hinzta degL í návist þinni, næði veikum var. Þú verma þráðir allt er kuldinn særðL Þú gafst svo margar gleðistund- imar, er græddu sár og hjörtun endurnærðL Mér finnst ég aldrei geti þakkað þér, og það ég sé er minningarnar rísa. En Drottinn veit um það sem inni er sem innsta kima hjartans fær að lýsa. Þú oft að barmi lagðir lítinn dreng, hann lœrði vel að meta hlýju þína. Hve varlega þú hrærðir hjrta- streng. Nú hann þér einnig vandar kveðju sína. Við beðinn þinn, ég býð þér góða ferð. Þú borinn ert af þessum heimi í friði Á lífsins þungu gátum lausn þú sérð. Til Ijóssins halla berst, með englaliði. Vinkona. ÞANN 14. þ.m. andaðist hér í borg frú Herdís Jóhannesdóttir, og fer útför hennar fram í dag frá Dómk irk j un nL Herdis var fsedd hér í Rvík, 1. ág. 1886, dóttir Jóhannesar kaup- manns Péturssonar og Helgu Helgadóttur, konu hans. Jóhann- es var Reykvíkingur að uppruna en Helga ættuð af Suðumesjum. Af fjórum dætrum sem þau hjón eignuðust komust tvær upp: Guð- rún og Herdís. Um aldamót flutt ist Jóhannes til ísafjarðar með fjölskyldu sína. Þar rak hann verzlun. og útgerð og efnaðist vel. Hann byggði Sér hús á fögr- um stað og nefndi Sjónarhæð. íburðarmikið hús þótti það á sinni tíð, og hélt þé lengi sínum virðulega svip, þótt það hrörn- aði. Þarna var æskuheimili Her- dísar og rómað fyrir myndar- brag. Hún komst til góðs þroska enda ekkert til sparað að veita henni sem bezt uppeldi. í Skot- landi var hún hátt á annað ár sér til menntunar. Síðan var hún aftur í foreldrahúsum, unz hiún giftist Hreggviði Þorsteinssyni, sem þá var ekkjumaður. Þau áttu heima um alllangt skeið í Ólafs- vík, þar sem Hreggviður stjórn- aði verzlun fyrir Garðar Gísla- son, stórkaupmann. Heimili þeirra var fagurt og tiltekið fyrir rausn, enda reyndist Herdís frábœr húsfreyja. Ekki varð þeim hjónum barna auðið og má kalla það eina skuggann á þeirra sam búð. En hópur af börnum var jafnan hjá þeim einkum á sumr- in, og mörg héðan úr Rvík. Öll munu þau minnast með þakk- læti móðurlegrar umhyggju frú Herdísar, írá þessum björtu bernskudögum 1 stóra húsinu í Ólafsvík. Systurdáetrum sínum tveimur var frú Herdis sem önnur móðir. Seinna fluttu þau hjón til Siglu- fjarðar. Verzlaði Hreggviður þar til dauðadags. Hann fórst á Húna flóa í byrjun árs 1931 með notrsku skipL Eftir að frú Herdís missti mann sinn kom hún hingað suð- ur. Seinustu ár sin hefur hún löngum átt við mikla vanheilsu að stríða. En sem hetja tók hún þessu. Ekkert megnaði að brjóta niður kjark hennar og gott skap. Með Herdísi er fallin í valinn mikil frú, góð kona og eftir- minnilegur og tryggur vinur vina sinna. Hún var tilkomumikil manneskja í sjón og raun. Bráð- myndarleg var hún og stjórn- söm við allt húshald. Á stóru heimili, með gestaboðum og miklu umleikis, naut hún sín bezt. Frábser var gestrisni henn- ar alla tíð. Smekkvís var hún mjög og naut þess að hafa allt fágað og prýtt í kringum sig. Hún var fríðleikskona, en gerð- ist snemma nokkuð þrekin. Lík og bjarg að sjá á velli var hún og bjargföst í tryggð sinni og vináttu þar sem hún tók því. Ég þakka henni allt sem hún var mér og mínum frá því ég man fyrst eftir mér. Friður og blessun Guðs sé með hennar sál. Þorst. Björnsson. - Eðlisfræðingarnir Framhald af bls. 13. mennsku! Þetta er hin sérkenn- andi afstaða hinna síðbornu, sem einnig birtist í liststíl hinna vís- vitandi epigóna. Eins og Thomas Mann á skáldsagnasviðinu veitir Friedrich Diirrenmatt arfteknu leikritsformi nýtt gildi með list- brögðum glettni og skopstælingar og breytir leikritinu í sorglegan gamanleik. Gamanleikurinn „Hjú skapur hr. Mississippi" sýnir, hve miklum tómleika hann getur hlað ið hátíðleikann og vakið til nýs iífs. Gamanleikirnir „Heimsókn gömlu konunnar" og „Eðlisfræð- ingarnir" sýna, hvernig hann get- ur gerbreytt hinu sorglega í hrika lega gráglettni og veitt hinu sorg lega þannig nýján áhrifamátt. FRIEDRICH DURRENMATT. Fæddur 5. 1. 1921 í Konolfingen (í kantonunni Bern, Sviss). Árið 1935 flytjast foreldrar hans til borgarinnar Bern, þar sem hann lýkur stúdentsprófi. Frá 1941 stundar hann háskólanám í heim- speki, bókmenntum og náttúru- vísindum. Hann ætlar að gerast kennari eða listmálari. En Diirr- enmatt vinnst ekki tími til að ljúka námi sínu, því að fyrr en varir tekur ritmennskan af hin- um ráðin. Þannig hefur hann lifað sem óháður rithöfundur frá árinu 1946, fyrst í Basel, en i Neuenburg (Neuchátel) frá 1952. Nokkur verka hans: 1) Leikrit alvarlegs eðlis og gamanleikir. Skrifað stendur, frumsýnt 19. apríl 1947. Romulus mikli, frums. 25. aprfl 1949. Hjúskapur hr. Mississippi, frums. 26. marz 1952. Engill kemur til Babylon, frums. 22. desember 1953. Heimsókn gömlu konunnar, frums. 29. janúar 1956. Romulus mikli (2. gerð), frutns. 24. október 1957. Frank V., ópera einkabanka, frums. 19. marz 1953. Eðlisfræðingarnir, frums. 2L febrúar 1962. Herakles og Ágíasarfjósið, frums. í marz 1963. 2) Útvarpsleikrit: Tvífarinn. Málaferlin út af skugga asnans. Stranitzky og þjóðhetjan. Herakles og Ágíasarfjósið. 3) Skáldsögur: Dómarinn og böðull hans. Grunurinn. Grikki leitar grískrar konu. Loforðið — og annað laust mál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.