Morgunblaðið - 20.03.1963, Blaðsíða 17
Miðvíkudagur 20. marz 1963
MORCl’TSBL 4ÐÍÐ
17
Verkkúgun?
Þrettánda þessa mánaðar birti
dagblaðið Tíminn grein á for-
6Íðu undir yfirskriftinni: „Eru
húseigendur beittir verkkúgun?"
Grein þessi fjallar um málefni
sem varðar mjög iðnmeistara og
viðskiptamenn þeirra og því
nauðsynlegt að gera almenningi
grein fyrir þeim á gleggri hátt,
en gert er í grein þessari, enda
munu réttar upplýsingar vera
hlutaðeigendum gagnlegri, en
fljótfærnislegar ályktanir og til-
gátur.
Það er almennt viðurkennt af
þeim, sem kunnugir eru verkleg-
um framkvæmdum, að mikið ó-
hagræði er að því að skipta um
menn í miðju verki og má benda
á mörg dæmi því til sönnunar,
að mannaskipti hafa valdið verk-
kaupanum verulegum fjárútlát-
um. Þegar reyndir aðilar bjóða
út verk, leggja þeir mikla á-
herzlu á, að verktaki geri sarnn-
ing um fullunnið verk, en fari
ekki frá því hálfunnu.
Jafnvel í þeim tilfellum, sem
ekki hefur verið hægt vegna ó-
nógs undirbúnings, að bjóða út
nema fyrsta áfanga verks, hefur
raunin oftast orðið sú, að heppi-
legra hefur þótt að semja við
eama verktakann um áframhald-
ið, þótt hagstætt tilboð stæði til
boða við endurútboð. Svo mikil
hefur áhættan þótt vera við verk
takaskiptin.
Jafnframt má benda á, að iðn-
meistarar eru ábyrgir fyrir verk-
um sínum og sinna manna, en
vafasamt að slíkri ábyrgð sé
hægt að koma við, ef skipt er
um meistara í miðju verki.
Að því er varðar hagsmuni iðn
meistarans er það augljóst, að
geti hann ekki gert ráð fyrir að
ljúka þeim verkum, er hann hef-
ur vinnu við, skapar slík óvissa
óþolandi öryggisleysi og getur
valdið vandræðum í sambandi
við mannaráðningar og útvegun
efnivara til framkvæmdanna. En
þetta tvennt eru forsendur þess
að hægt sé að framkvæma verk
nokkurn veginn snurðulaust.
Af þeim ástæðum, sem hér
hafa verið tilgreindar, auk ann-
arra smærri atriða, hafa samtök
iðnmeistara beitt sér fyrir því, að
félagsmenn færu ekki inn í verk
hvers annars, nema sérstakar á-
stæður væru fyrir hendi, svo
sem vanræksla á framkvæmd eða
ósætti á milli verkkaupa og verk
taka. í þessu efni verða iðn-
meistararnir að treysta á rétt-
vísi hvers annars og sín eigin
samtök, en tilgangslaust og alveg
út í hött, að þeim gagni að kæra
slíkt ti!i dómstólanna. Aftur á
móti getur verkkaupinn snúið sér
til dómstólanna með skaðabóta-
kröfur, telji hann sig órétti beitt-
an eða verða fyrir tjóni af völd-
um meistarans eða samtakanna.
Á undanförnum árum hefur það
orðið algengara, að óánægðir
verkkaupar hafa snúið sér til
stjórnar viðkomandi meistarafé-
lags vegna ágreinings við meist-
ara og hafa slíkar málaleitanir í
flestum tilfellum, leitt til þeirrar
lausnar, sem báðir aðilar hafa
getað sætt sig við.
Ég hef ekki orðið þess var, að
verkkaupar hafi talið rétt sinn
fyrir borð borinn í þeim við-
skiptum. í þeim tilfellum, sem
meisturum hefur haldizt uppi að
beita yfirgangi og órétti, munu
verkkauparnir ekki hafa haft vit
á að leita aðstoðar samtakanna
og er þá engum um að kenna,
þótt illa fari, nema þeim sjálfum,
Að sjálfsögðu hljóta iðnmeist-
arar að vera misjafnir, sem aðrir
menn og hafa mismunandi rétt-
sýni til að bera, en verkkaupar
ættu að hafa það hugfast, að
hlutverk samtaka iðnmeistara er
tvíþætt, annars vegar að gæta
hagsmuna félagsmanna sinna, en
hins vegar og engu síður að gæta
þess, að félagsmennirnir gangi
ekki á rétt þeirra, sem þjónust-
una kaupa.
Á undanförnum árum hefur
eftirspurn eftir vinnuafli verið
mun meiri en framboðið og af
þeim sökum hefur skapazt það
ástand, að verkkaupar hafa orðið
að bíða eftir verktökum og jafn-
vel sætt sig við ýmsan órétt og
yfirgang af hræðslu við að drátt-
ur yrði á framkvæmdum. Þegar
slíkt ástand hefur staðið lengi,
má búast við, að ýmislegt mis-
jafnt viðgangist, á sama hátt og
ámóta vandræði geta skapazt
gagnvart verktökunum, þegar
minnkar um verklegar fram-
kvæmdir. Líklegasta ráðið til
þess að ráða bót á vandamálum
þeim, sem hér hefur verið minnzt
á, er að samstarf takist með
sambökum iönmeistara og þeirra
aðila, sem tekið hafa að sér það
hlutverk að gæta hagsmuna verk
kaupa.
Ekki er að efa að samtök iðn-
meistara myndu taka slíku sam-
starfi fegins hendi og svo mikið
er víst, að kvartanir til slíkra að-
ila myndu vera árangursríkari,
en lítt rökstuddar upphrópanir í
dagblöðunum.
Árni Brynjólfsson.
V erzlunar starf
Maður óskast til afgreiðslustarfa í verzlun vora.
Slippfélagið í Reykjavík hf.
Dömur - saumaskapur
Dömukjólar saumaðir eftir máli. Einnig tekið
í sníðingu.
SAUMASTOFAN Sólvallagötu 45,
Sími 17055.
AUSTLRRISKU
SEMPERIT
hjólbarðarnir eru komnir aftur.
Verðið er ótrúlega lágt.
640x13 6 strigal. nylon. 670x15 6 strigal. nylon
560x13 4 — — 710x15 6 — —
590x13 4 — — 760x15 6 — —
590/610x14 6 — — 600x16 6 — —
750x14 4 — — 650x16 6 — —
560x15 4 — — 750x20 10 — —
640x15 6 — 825x20 12 — —
Einkaumboðsmenn:
G. HELGASON & IVIELSTED HT
Hafnarstræti 19, Rauðarárstíg 1.
Sími 1-16-44.
Útsölustaðir í Reykjavík:
HJÓLBARÐAVIIMIMUSTOFA
OTTA SÆIVIUIMDSSOIMAR,
Skipholti 5.
NÝKOMNIR
enskir vor og sumorkjólor
Fyrir fermingarstúlkur
kjólar, hvítir hanzkar, blúndu vasaklútar.
3-5 herb. íbúð óskast
fyrir hjón (sem bæði vinna úti) með 13 ára bam.
Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 24595 eftir
kl. 7 á kvöldin.
Hólel Veitingur
Óska eftir duglegum, reglusömum manni, sem gæti
lagt fram fé eða útvegað, til veitingareksturs, sem
gæti verið í bænum og utanbæjar. Þagmælska. —
Tilb. merkt: „Hótel — 6529“ sendist afgr. Mbl.
Ceymslupláss
Óska að taka 30—40 ferm. geymslupláss
á leigu, fyrir húsgögn. Þurr og góður bíl-
skúr kemur til greina. Leigutími verði til
1. október í haust. — Uppl. í síma 13410.
Tveir til þrír
laghentir menn
helzt vanir járnsmíði óskast strax. — Upplýsingar
í símum 33767 og 37467 milli kl. 7 og 8 á kvöldin.
Framtíðaratvinna
<•
Kaupmannasamtök íslands óska eftir að
ráða til sín starfsmann, sem auk almennra
skrifstofustarfa getur tekið að sér ritstjórn
„Verzlunartíðindanna". — Skriflegar um-
sóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist til skrifstofunnar
fyrir 25. þessa mánaðar.
Kaupmannasamtök íslands.
Klapparstíg 26.