Morgunblaðið - 20.03.1963, Síða 20
20
MORCVNBL4Ð19
Miðvikudagur 20. marz 1963
— Þetta málverk myndi manninum mínum þykja fallegt.
Hann elskar hrossakjöt.
f>etta var ekki nema satt, en
jþað eina, sem Hesba sagði Laurie
var þetta: — Eftir þetta leið mér
ágætlega. Hr. Verecker útvegaði
mér atvinnu hjá frú Söru Army-
tage. Já, það er sú eina sanna
Sara, með framhaldssöguna í
„Dunkerley, sem hlýtur að hafa
kostað föður yðar dálaglegan
skilding. Fyrst gerði ég allt, sem
fyrir kom á heimilinu, en Sara
gamla kunni vel við mig, og
brátt varð ég ritari og félags-
kona hennar. Það var skemmti-
legt líf. Ég hitti allt mögulegt
fólk og hafði nógan tíma til að
laera. Eg rifjaði svo upp allt það
gamla, sem ég hafði lært.
Franskan og þýzkan komu fljótt
aftur hjá mér, og það kom sér
vel fyrir Söru, þegar við vorum
á ferðalagi. Við flæktumst um
allt meginlandið helmingin af
hverju ári. Ég sparaði saman
þegar ég var nítján ára fór ég
peninga, eins og maurapúki, og
frá henni og til Girton. Hún tók
því ágætlega enda þótt hún yrði
vond. Ef þér þekktuð Söru
gömlu, munduð þér skilja, hvað
ég á við.
— Og hvað lögðuð þér aðal-
lega stund á í Girton?
— Grísku og latínu.
Hún hoppaði upp úr bátnum
um leið Og hann snerti bryggj-
una við leiðarlok, og tók til fót-
anna. Laurie fór hægt á eftir.
Hebreska, gríska og latína!
Franska og þýzka! Þetta var
heilt ævintýri hjá tuttugu og
tveggja ára gamalli stúlku. Jæja,
guði sé lof og dýrð! hugsaði
hann. Hann hafði aldrei vitað, að
svona konur væru til í heimin-
um. Sir Daniel kynni sannarlega
að velja þær!
ANNAH KAFLI
1.
Sir Daniel Dunkerley sást
sjaldan einn. Það var ekki nema
eðlilegt, að maður, sem hafði
með höndum svo margbrotinn
atvinnurekstur, gæti hvenær
sem var fengið snögga hug-
dettu, en það kostaði aftur, að
eihhver væri við höndina til
þess að hlaupa, ef svo mætti
segja, á hestbak og þeysa á
sveittum hestinum frá Aix til
Ghent.
James Carmichael, taugaveikl-
aður og afbrýðisamur eins og
gömul piparkerling, sem fær að
snúast krngum fræga leikkonu,
var númer eitt í fylgdarliði hans,
og hver sem var gat á ýmsum
tímum og undir ýmsum kring-
umstæðum verið númer tvö. Þeg
ar þeim húsbónda hans kom vel
saman, var hann, í munni Sir
Daniels, Mike, en ef sir Daniel
langaði til — og það var oft —
að ná sér niðri á honum, var
hann vanur að kalla á Isambard
Phyfe — ritarans og kalla hann
Izzy. Þetta þýddi það, að hr.
Phyfe dansaði á þessum mjóu
landamærum milli þess að vera
númer eitt og númer tvö, en slík
útskýring gat nú vel verið mis-
skilningur. Sir Daniel gat vel
verið að kalla hann Izzy, bara til
að iáta James Carmichael kipp-
ast við og minna hann á stöðu
hans. Og svo var annað. Sir
Daniel, sem var manna fróðast-
ur um allt, sem var að vita um
hvern, sem var í þjónustu hans,
vissi, að Isambard Pfyfe hafði
bara verið Sam Fife í fátækra-
hverfisgötunni, sem hann ólst
upp i. Hann hafði gaman af
metorðagirnd þessa unga Lund-
únabúa, sem hafði sótt að öllum
bréfaskólum og öðrum mennta-
stofnunum, eftir hverjum þeim
ókeypis lærdómsmola, sem á
boðstólum var og gjöfulir menn
voru að strá fyrir spörfugla fá-
tækrahverfanna. Já, honum var
skemmt við tilihugsunina um, að
Izzy Thyfe, hafði á þessu snapi
sínu safnað sér meiri fróðleik
en Laurie hinn ungi hafði náð
sér í Beckwith og Oxford. Þeir
voru álíka gamlir. Laurie virt-
ist snúa sér beint til Phyfe, ef
hann var í vafa um eitthvað.
Ef „upprennandi menn“ og „upp
rennandi konur“ í æðstu merk-
ingu orðsins voru aðal-áhugamál
sir Daniels, þá gat hann samt
notað Phyfe áhugamálum sínum
til fremdar. En það, sem Phyfe
hefði viljað brjóta af honum,
var ekki hornin heldur vissir
'broddar hörku og illgirni. Það
varð að siða hann ofurlítið til.
James Carmiohael var meistari
frá sánkti Andrésar Háskólan-
um, og stóra, hátíðlega sköllótta
höfuðið á honum, ásamt gler-
augum, stóð þarna til afnota,
eins og réttur framborinn á borð.
En að festa gaffalinn sinn í Is-
ambard Phyfe fannst sir Daniel
mundi verða álíka verk og að
éta baunir úr kvikasilfri með
gaffli. Honum leið betur í návist
Phyfes, enda þótt hann vissi sig
öruggari í návist Carmiohaels.
2.
Eftir hádegisverð, daginn áður
en Laurie fór út á bátnum með
Hesbu, sagði sir Daniel: Izzy, við
verðum að leggja af stað eftir
hálftíma. Ungfrú Jekyl’l átti
ekki að koma fyrr en seinna um
daginn og það var alveg óhugs-
andi, að sir Daniel hefði ekki
annað að gera þangað til en bíða
eftir henni.
Svipurinn á Carmichael varð
likastur og á uglu, sem hefur
orðið fyrir óvæntum ástvina-
missi. Hann flýtti sér að flytja
sig inn í her-bengin, sem voru
ætluð þeim af fylgdarliði sir
Daniels, sem fylgdu honum til
Dickons. Þarna voru tvö svefn-
herbergi og bað og stór og þæ’gi-
leg setustofa, sem var köl'luð
skrifstofa. Hr. Carmichael gat
því eftir vild farið í bað eða í
rúmið eða sett sig niður og gert
ekki neitt, eða þá hann gat verið
síðara hluta dagsins við allt
þetta þrennt. Sir Daniel var
sama, hvað hann tók sér fyrir
hendur. Hann ætlaði að fara að
finna Theódór Chrystal, sem
hafði verið aðstoðarprestur í
Manohester, þegar fyrsta blað
sir Daniels, „Blákaldar stað-
reyndir" var stofnað þar og því
minnti Chrystal hann jafnan á
baráttuárin, þegar hann var ung
ur. Annars var nú sir Daniel
enn ekki nema fjörutíu cwg
tveggja ára. Og þegar hann var
í þessu skapinu, var Phyfe betri
félagi en Charmichael.
— Izzy, sagði sir Daniel, þegar
vagninn ók burt frá húsinu,
— þegar ég var ungur, var pabbi
gamli vanur að segja: „Við get-
um orðið það, sem við viljum
verða“.
— Alveg rétt hjá honum, sam-
þykkti Izzy með ákafa.
— Kolvitlaust, leiðrétti sir
Daniel hann, rólega. — Við get-
um orðið það, sem við höfum í
okkur að verðá. Flestir menn
verða ekki einu sinni það, og þá
vantar býsna mikið upp á, að
þeir verði það, sem þá langar
til að verða. Það eina, sem við
getum gert er að keppa að því
að verða það, sem okkur langar
til, og á þann hátt verðum við
það, sem við höifum í okkur að
verða.
Fylgdarlið sir Daniels var vant
þessum fyrirlestrum hans, og hr.
Phyfe kinkaði kolli til samþykk-
is þessari speki, sem honum
hafði verið látin í té.
— Við erum núna á leiðinni
til manns, hélt sir Daniel áfram,
— sem hefur vitað flestum mönn
um betur, hvað hann vildi verða
og keppt flestum mönnum meir
að því að ná settu marki. Þar á
ég við hr. Chrystal, skólastjór-
ann í Beckwith. Það eru rétt tíu
ár síðan „Blákaldar staðreyndir"
voru stofnaðar í Manchester.
Það vildi svo til, að strax fyrsta
daginn þar, hitti ég hr. Chrystal.
Hann var þá aðstoðarprestur í
Levenshulme. Á þeim tíu árum,
sem síðan eru liðin, hefur hon-
um tekizt að giftast konu af
aðalsætt, sem átti biskup fyrir
bróður, grafa hana, erfa allveru-
legar eignir eftir hana og breyta
skóla fyrir magaveika prestlinga
í allmerkan menntaskóla. Þetta
er ekki ólaglega af sér vikið.
Slllltvarpiö
Miðvikudagur 20. marz
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Við vinnuna": Tónleikaf.
14.40 „Við, sem heima sitjum": Sig-
urlaug Bjarnadóttir les skáld-
söguna „Gesti“ eftir Kristinu
Sigfúsdóttur (8).
15.00 Síðdegisútvarp.
17.40 Framburðarkennsla í dönsku
og ensku.
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Bond
ola kasa“ eftir Þorstein Er-
lingsson; IV. (Helgi Hjörvar).
18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing-
fréttir. — 18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Ólafs saga
helga; XX. (Óskar Halldórs-
son cand. mag.).
b) Haraldur Guðnason bóka-
vörður flytur síðari írásögu
sína af náttúruhamförum í
Landsveit: Jarðskjálftarnir
1896.
21.05 Föstumessa í útvarpssal. —
Prestur: Magnús Runólfsson.
Organleikari: Jón G. Þórar-
insson. Stúlkur úr Miðbæjar-
skólanum syngja.
21.45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene
diktsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmar (33).
22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið"
eftir Fred Hoyle; IX. (Örn-
ólfur Thorlacius).
22.40 Næturhljómleikar:
a) Concerto grosso nr. 7 1
B-dúr op. 6 eftir Handel.
b) Sellókonsert í d-moll eftir
Carl Philipp Emanuel Bach.
23.20 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 21. marz
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Á frívaktinni": sjómanna-
þáttur (Sigríður Hagalín).
14.40 „Við, sem heima sitjum" (Sig-
ríður Thorlacius).
15.00 Síðdegisútvarp.
17.40 Framburðarkennsla 1 frönsku
og þýzku.
18.00 Fyrir yngstu hlustendurna
Margrét Gunnarsdóttir og Val
borg Böðvarsdóttir).
18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing-
fréttir. — 19.00 Tilkynningar,
19.30 Fréttir.
20.00 Af vettvangi dómsmálanna
(Hákon Guðmundsson hæsta-
réttarritari).
20.20 Tónleikar: Fantasía I c-dúr
op. 131 eftir Schumann-Kreisl
er.
20.35 Erindi: Skólakerfi á atómöld
(Magni Guðmundsson).
21.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsv.
ísl, í Háskólabíói; fyrri hluti,
Stj.: William Strickland.
21.45 Erindi: íslenzka sauðkindin.
íslenzka ullin eftir Halldóru
Bjarnadóttur (Óskar Ingi-
marsson flytur).
22.00 Fréttir og veðurfregnir .
22.10 Passíusálmar (34).
22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið**
eftir Fred Hoyle; X. (Örn-
ólfur Thorlacius).
22.40 Djassþáttur (Jón Múli Árna-
son).
.23.10 Dagskrárlok.
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEH
© © © ©
VORIÐ ER í NÁIVID
Eruð þér farinn að hugsa til sumarferða?
Er það þá ekki einmitt VOLKSWAGEN,
sem leysir vandann?
PANTIÐ TÍMANLEGA
VOLKSWAGEN er ódýr
í innkaupi og rekstrL
Verð frá kr: 121.525.—
©
VERIÐ IIAGSYN
VinsæJdir VOLKSWAGEN hér á landi
sanna ótvírætt kosti hans við okkar stað
hætti. — VOLKSWAGEN er ekkert tízku
fyrirbæri það sannar bezt hið háa endur-
söluverð hans.
VELJIÐ VOLKSWAGEN.
HEILDVERZLUNIN HEKLA HF
Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275.
KALLI KUREKI
*
TeiknarÉ Fred Harman
Bykkju-Bjarni er farinn að finna
fyrir hitanum í eyðimörkinni.
— Ekkert vatn og enginn hestur.
Ég verð að hafa heppnina með mér,
ef ég á að bjargast út úr þessu.
Þarna
indíána-
— Heppinn!
hestur.
— Þetta er hesturinn indíána-
stráksins, sem var með kúrekanum.
— Og það hefur verið þessi kúreki,
sem hræddi mig í gærkvöldi. Nú er
bezt að snarast á bak, fara til baka og
gera alvörudraug úr þessum þorpara.
Ég læt engann gera mig að fífli.