Morgunblaðið - 20.03.1963, Side 22
22
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 20. marz 1963
Unglingalaiidsliðið til IMoregs:
Fjórir landsleikir
á þremur dögum
UNGHNGALANDSLIÐ fslands
í handknattleik er á förum til
Norejs þar sem þaS tekur þátt
í Norðurlandameistaramóti ung-
linga. Er þetta í annað sinn sem
ísl. unglingalandslið tekur þátt
í þeirri keppni, en lið fslands
vakti mikla athygli síðast þó það
ekki hafnaði í efstu sætum í
keppninni. Liðið sem nú heldur
utan og keppir um helgina á mót
inu sem fram fer í Hamar í
Noregi er þannig skipað.
LEIKMENN
Brynjar Bragason, Sigurður
Dagsson, Hinrik Einarsson, Tóm-
as Tómasson, Sigurður Hauks-
Piccoli vill
mæto Cassiusi
CASSIUSI CLAY, bandaríska
hnefaleikakappanum, hefur
borizt tilboð frá Ítalíu um 80
þús. dollara greiðslu (3,4
millj. kr.) fyrir kappleik við
ítalska meistarann Franco de
Piccoli.
Báðir eru Piccoli Oig Cassius
Clay Olympíumeistarar frá
Bómarleikjunum. Sigraði Pic-
coli í þungavikt en Clay í
létt-þungavigt. Báðir urðu
atvinnumenn eftir leikana og
hafa farið óslitna sigurför
síðan, Piccoli unnið 21 leik
en engum tapað. Cassius hef-
ur þyngst síðan og er nú í
þungavigt.
Tilboðið er í athugun hjó
framkv.stj. Cassiusar.
son sem er fyrirliði á leikvelli,
Auðunn Óskarsson, Viðar Sim-
onarson, Jón Karlsson, Theodor
Guðmundsson, Stefán Sandholt,
Sigurður Karlsson, Ólafur Frið-
riksson, Kristmann Óskarsson og
Björn Blöndal. Piltarnir eru á
aldrinum 17—19 ára en aldurs-
takmark í mótinu er innan við
20 ár. Aðeins einn piltanna tók
þátt í síðustu för uglingalands-
liðsins. Það er fyrirliðinn Sig-
urður Hauksson.
FARARST J ÓRN
Aðalfararstjóri í förinni verð-
ur Ásbjörn Sigurjónsson form.
Handknattleikssambandsins en
með fara Jón Kristjánsson form.
landsliðsnefndar HSÍ, Karl Bene
diktsson þjálfari og Magnús
Pétursson dómari.
LEIKIR MÓTSINS
íslenzka liðið og það norska
mætast í fyrsta leik mótsins á
föstudagskvöldið kl. 19.00 eftir
norskum tíma. Það sama kvöld
leika Finnland og Svíþjóð og
síðan kl. 21.00 eftir norskum
tíma leika ísland og Danmörk.
Það verður því erfiður dagur
hjá ísl. liðdnu fyrsti mótsdagur-
inn.
Á laugardaginn leika Dan-
mörk og Finnland kl. 15.00
(norskur tími), síðan Noregur og
Svíþjóð og ísland og Finnland
kl. 18.30 (norskur tími) Fjórði
leikurinn verður þennan dag
milli Noregs og Danmerkur. Á
sunnudag leika Svíar og íslend-
ingar kl. 13.00 Og síðan Finnar
og Norðmenn og loks Danir og
Svíar.
Unglingalandsliðið
13 milljónir króna
boðnar í Garrancha
En hann situr í sekt hjá félagi sinu
ÞAÐ hefur lengi verið sagt að
hinn heimsfrægi knattspyrnu-
maður Garrincha ætti í brösum
við félag sitt í Brasilíu Botafogo.
Og nú hefur soðið upp úr.
Garrincha hefur sagrt frá óánægju
sinni — og félagið hefur dæmt
hann í sektir fyrir.
í útvarpsviðtali sagði Garr-
inoha á mánudag að félagið
gre' idi sér ekki naeg laun og
bætti við að loforð um aukna
„bónusa“ og auikaverðlaun til
hans og félaga hans hefðu verið
svikin. Hann sagði líka frá því
að erlend félög einkum ítölsk
sæktust mjög eftir því að fá samn
ing við hann.
„Ég hef tilboð frá Júventus
(Torino, Italiu) um 300 þús. doll-
ÍSFIRÐIIMGAR - BGLVIKINGAR
HNÍFSDÆLIIMGAR - SIJÐVÍKINGAR
FEGRUNARSÉRFRÆÐINGUKINN
Mademoiselle LEROY
frá hinu heimsfræga franska snyrtivörufyrirtæki
ORLANE
verður til viðtals og leiðbeiningar fyrir
viðskiptavini okkar, miðvikudag-
inn 20. og fimmtudaginn 21. marz
í verzlun vorri.
MUNIÐ að öll fyrirgreiðsla og
rannsókn húðarinnar með hinum
nýju rannsóknartækjum, er yður
algjörlega að kostnaðarlausu.
Þið, sem ekki hafið pantað tíma,
vinsamlegast hafið samband við
okkur strax.
Viírú'nin Stratimur
ísafirði — Sími 352.
ara (eða 3 millj. ísl. kr.). En
gangi ég að því tilboði verð ég
að undirskrifa klausu um að ég
leiki aldrei framar í landsliði
Brasilíu eða með brasiliönsku
liði.“ Garrincha bætti því við að
hann vil-di halda áfram að leika
með Botafogo ef hann fengi 17
þús. dollara greiðslu.
Félagið svaraði þessari ákæru
hins fræga leikmanns með því að
setja hann í keppnisbann og
dæma hann í sekt sem nemur
60% af mánaðarlaunum hans.
Garrinoha leikur því ekki með
liði sínu Botafogo næstu leikL
Garrincha sem er 7 dætra foð-
ir hefur einnig sagt að hann
þurfi ekki lengur að leika knatt-
spyrnu til að geta lifað. Hann
segist eiga nægar eignir til að
lifa af og hluti í mörgum fyrir-
tækjum. Hann segist eiga 30 þús
Molar
ENGLAND vairn Svísb í
gær « unglingalandsleik í
knattspyrnu með 3 mörkum
gegn engu í leik sem fram
fór í Genf.
Á MÁNUDAG fór fram leik
ur milli úrvalsliða 1. deildar
x Norður-írlandi og úrvals-
liða deildanna í írska lýðveld
inu. Leikurinn fór fram í
Dublin og sigruðu Norðurl
trlendingar með 3—1.
dollara í banka og vextir ai
þeirri eign einni saman nægi til
lífsviðurværis hans og fjölskyldu.
„En ég vil ekki hætta strax að
leika knattspyrnu" viðurkennil
hann.
Víkingi dærndur
sigur yfir ÍR
SÉRRÁÐSDÓMSTÓLL Hand-
knattleiksráðs Reykjavíkur hef-
ur nú fellt úrskurð í kæru Vík-
ings varðandi leik Víkings og ÍR
í yfirstandandi handknattleiks-
móti íslands, sem háður var 1
desem/ber.
Forsaga málsins er sú að Vík-
ingur kærði lið ÍR vegna Matt-
híasar Ásgeirssonar sem lék með
ÍBK á sl. vetri vegna dvalar i
Keflavík. ÍR-ingar töldu hann
hafa öðlast rétt til leiks m. a.
vegna þess að yfirstandandi mót
er meistaramót 1963 þó HlSÍ
flytti 5 leiki mótsins fram yfir
áramótin.
Úrskurður dómstóls HKRR
var á þá leið að leikurinn sem
lyktaði með jafntefli, skyldi
teljast unninn fyrir Víking
samkv. 8. grein móta og kepp-
endareglna ÍSÍ, en þar segir að
keppenda sé aðeins heimilt að
keppa fyrir eitt félag á almanak3
árinu.
Dómurinn viðurkenndi ekki
nýjar reglur HSÍ um að keppnis
tímabil en ekki almanaksár
skuli binda keppendur við félög,
á þeim forsendum að þær hefðu
ekki hlotið staðfestingu ÍSÍ.
Heilsuhæli NLFÍ,
Hveragerði auglýsir
Starfsstúlkur vantar nú þegar.
yfirhjúkrunarkonu hælisins.
Upplýsingar hjá
Bifvélavirkjar, Vélvirkjar,
Járnsmiðir
Viljum ráða nú þegar bifvélavirkja, vélvirkja og
járnsmiði, eða menn vana slíkum störfum. —
Upplýsingar í síma 32360.
DIESELVÉLAR H.F.