Morgunblaðið - 21.03.1963, Page 14

Morgunblaðið - 21.03.1963, Page 14
14 MORGVTSBLAÐlh Fimmtudagur 21. marz 1963 Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem heiðruðu mig á 70 ára afmælisdegi mínum 28. febrúar sl. með heim- sóknum, veglegum gjöfum og heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Þórarinsdóttir, Vagnsstöðum. Aðstoðarstúlka í eldhús óskast strsx eða um næstu mánaðamót á bamaheimili í nágrenni bæjarins. Algeng mat- reiðslukunnátta nauðsynleg. — Gott kaup. — Frí aðra hverja helgi. — Stúlka yngri en 21 árs eða með barn kemur ekki til greina. — Tilboð, merkt: „Aðstoð — 6536“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir sunnudagskvöld. HINIR VINSÆLU næfon- hand og fótholtar KOMNIR AFTUR. Ritfangaverzlun ÍSAFOLDAR Eankastræti. Jarðarför VALTÝS STEFÁNSSONAR ritstjóra, fer fram frá Dómkirkjunni laugard. 23. marz kl. 10,30 fyrir hádegi. Aðstandendur. RAGNAR H. B. KRISTINSSON forstjóri, Frakkastíg 12, sem andaðist 16. marz, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 22. þ.m. kl. 3 e.h. Eiginkona, systkini og börn. Útför BRYNJÓLFS M. HANNIBALSSONAR frá Meðaldal búsettur að Amarholti 3, Akranesi, verður gerð frá Fossvokskirkju föstudaginn 22. þ. m. kl. 10,30 árdegis. — Útförinni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Dóttir, stjúpsynir og systkini hins látna. Kærar þakkir til allra þeirra, sem vottuðu okkur samúð við andlát og jarðarför INGVARS ÞORLEIFSSONAR frá Neskaupstað, Einnig okkar beztu þakkir til hjúkrunarfólks og annarra þeirra, sem veittu honum aðstoð. Eiginkona, böm, móðir og systkini. Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður fósturföður og afa SVEINS ARNGRÍMSSONAR Guðrún Jónsdóttir, böm, tengdabörn, fósturbörn, og barnaböm. Chevrolet Steindór vill selja nokkrar Chevrolet fólksbifreiðar, árg. 1947, ’48. — Til sýnis á BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS Hafnarstræti 2. — Sími 18585. Bifvélavirki Maður vanur bifvélavirkjun óskast. Getum útvegað húsnæði. BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS Sími 18585. Nauðungaruppboð verður haldið að Þverholti 22 (húsakynnum Ölgerð- arinnar Egill Skallagrímsson), hér í borg, eftir kröfu Hilmars Garðars, hdl. föstudaginn 22. marz n.k. kl. 2 e.h. — Seldur verður stór kæliskápur (McCall) tilheyrandi Ellabúð, hér í borg. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Námsvist í norræn- um lýðháskólum í VETUR stunda 58 íslenzkir ungl ingar nám á Norðurlöíidum, fyrst og fremst á lýðháskólum, fyrrr milligöngu Norræna félagsins. í Danmörku eru 14 nemendur 2 í Finnlandi, 20 í Noregi og 22 í Svíþjóð. Því nær allir nemend- urnir njóta styrkja til nóms- dvalarinnar. Norræna félagið hefur eins og undanfarfn ár milligöngu um skólavist á norrænum lýðháskól um á næsta skólaári og hafa ó- venju margar umLSÓknar og fyrir spurnir þegar borizt. Umsóknir um skólavist næsta vetur skulu hafa borizt Norræna félaginu Box 912 Reykjavík fyr- ir 1. maí n.k. og skal fylgja þeim afrit af prófskírteini, upplýsing- ar um aldur, fæðingardag og ár (en umsækjendur mega eigi vera yngxi en 17 ára, helzt a.m.k. 18 ára), meðmæli skólastjóra kenn- ara eða atvinnuveitanda og gjarnan einnig upplýsingar um störf. Æskilegt er ennfremur að tekið sé frarn í hveirju landanna helzt sé óskað eftir skólavist, en auk þess fylgi ósk til vara. Nánari upplýsingar um skóla, nárnstiiihögun o.fl. gefur Magnús Gíslason, framkvæmdastjóri Nor- ræna félagsins (sími 37668). Bifreiðar af ýmsum stærðum og gerðum til sölu. , BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS Sími 18585. Verzlunarstjórar Verzlunarstjóra vantar að matvörubúð nú þegar. — Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl., merkt: „6539“ fyrir 25. þ.m. Innheimtumaður Innheimtumann vantar sem fyrst, yfir sumarmánuðina. — Þarf helzt að hafa mótorhjól eða bíl. Umsóknir sendist afgr. Mbl., merktar: „Innheimtumaður — 6124“. ÞAKJÁRN Þakjárn í stærðum 7—12 fet. Verð kr. 13,95 fetið. J.B. PÉTURSSON BLIKKSMIÐJA • STAlTUNNUGLRÐ JÁRNVORUVtRZLUN Símil5300. VETTVANGUR Framhald af bls. 13. andi sakamálasögu, fjörmikinn gamanleik og margslungið drama og ná á öllum greinum þess þeim listatökum, sem sæma mundi leikhúsum í stórborgum heims- ins, þar sem aldrei sést neinum verða fótaskortur. í heild er þessi sýning afrek. Stærstu hlut- verkin, leikin af Gísla Halldórs- syni og Regínu Þórðardóttur, eru flutt af fullkominni innlifun og kunnáttu, eins og við eigum að venjast í erlendum leiikhúsum. Helgurnar tvær hafa sjaldan sýnt fullkomnari leik, Helga Val- týsdóttir aldrei snjallari gaman- leik. Lárus Pálsson hefir notið sín til fulls í þessum félagsskap. Það er óheppilegt að dæma leik- sýningar eftir frumsýningum, nema gagnrýnendur hafi fylgst með æfingum eins og títt er er- lendis. Höfundur Eðlisfræðinganna, Durrenmatt,- telur sig ekki fiytja neinn sérstakan boðskap. Hann segir eins og Gröndal og Davíð, mitt er að yrkja, ykkar að skilja. Höfuðinntak leiksins er þó saga hámenntaðs og ábyrgs snillings, sem óttast að þekkingarleit sín hafi leitt til uppgötvana er þjóð- irnar hafi ekki siðferðisþroska til að notfæra sér til blessunar mannkyninu. Og hann ákveðmr að eyðileggja lífsstarf sitt, brenna það, og lifa sem óþekktur sjúkl- ingur á geðveikrahæli, í stað þe&s að njóta hamingju ag frægð- ar. Boðskapur höfundar er því að maðurinn verði að sýna ofur- mannlega fórnarlund, leggja allt í sölurnar til þess að mannkynið fái notið hamingju. En á leið mannsins til glötunar ekki síður en á vegi hans upp á hátinda frægðar og hamingju, gerast mörg atvik skopleg. Og þar sem efnið sem hér er að öðru leyti fjallað um, nýja óbeizlaða orku, sem hefir vald yfir öliu lífi á jörð okkar, hlýtur sókn og vörn að ná hámarki, enda er einskis svifizt, fyrir augum okk- ar eru framdir þeir svívirðileg- ustu glæpir sem sagan þekkir, lýst fláræði, soralegum njósnum, lymskulegustu svikum og hroða- legustu tælingum. Það sama hlýt- ur að gerast í listinni og á vígvell inum, ný sóknarvopn kalla fram ný vopn til varnar. Hér er á ferðinni eitt hið mesta leikhúsverk, sem skrifað hefir verið, verðugt framlag listsköp- unar mannsins, til varnar mann- kyninu gegn ofurveld.i þeirra gerfitækja, sem „ógna göfgi þessa kröfuharða starfs nú á dögum' R. J.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.