Morgunblaðið - 21.03.1963, Side 24
Máni frá Skaga-
strönd strandar
— losnaði óskemmdur á flóði
Skagaströnd, 20. marz.
tJM KLDKKAN 20.20 í gær-
kvöldi strandaði vélbáturinn
Máni HU 5, héðan frá Skaga-
strönd, á grynningum um 150
faðma fram af bænum Skeggja-
stöðum á Skagaströnd, er hann
var að koma úr róðri. Máni er
43 tonn og með 9 manna áhöfn.
Hann losnaði á flóði á öðrum
tímanum um nóttiiia, lítið - eða
ekkert skemmdur og engan
mann sakaði.
í stuttu samtáli við formann-
inn Gunnar Sveinsson, kjom
þetta fram:
,Við fórum frá Skagaströnd í
gærmorgun að vitja um neta-
trossur, sem við áttum út við
Skallarif og einnig átbum við
tvær trossur vestur í Miðflóa.
>að gekk vel að draga trossum-
aT við Skallarif og fórum við
siðan að leita að þeim, sem við
áttum í Miðflóanum.
Veðrið var þá NNA golukaldi
og gekk á með dimmum édjum.
Við fundum aldirei trossuirnar
og haettum leitinni og settum á
tfulla ferð heim kl. 18.40, og
kallaði ég þá í talstöðina að
ég yrði heima um kl. 21.
Skipverjar voru allir frammi
í lúkar, þegar báturinn strand-
aði, nema stýrimaður og vél-
stjóri, sem voru á vakt. Við þust-
um allir upp á dekk og stuttu
seinna þekktum við hvar við
vorum strandaðir, en einn há-
setinn er uppalinn á Skeggja-
stöðum.
Nokkru síðar náði ég sambandi
við Skagastrandar-radíó, sem
þegar sendi björgunarsveit á
strandstaðdnn og einnig kxwnu
þrír vélbátar, Stágandi HU 9,
Vísir HU 10 og Svanur HU 4.
Þegar báturinn strandaði var
lágisjávað og taldi ég strax mjög
miklar líkur fyrir því að hann
'bærist á flot með flóðinu, lítið
eða ekkert skemmdur, því hreyf-
ing var mjög Mtil þótt bátur-
inn hallaðist nokkuð. Nokkru
síðar var settiur vir um borð
í vélbátinn Svan og hann látinn
keyra fulla ferð og einnig notaði
ég eigið vélarafl.
Báturinn losnaði svo af strand
staðnum kl. 1.40 og virtist vera
óskemmdur með öÚu. Var síðan
haldið til hafnar og gekk það
prýðilega".
Máni var í þessari ferð að
diraga upp net sín vegna afla-
leysis hér um slóðir að undan-
fömu og ætlar að haida á ver-
Fræðslufundur
í Valhöll
FKÆÐSLUNÁMSKEIÐIÐ um
atvinnu- og verkalýðsmál heldur
í^gáfram í Valhöllí
^ kvöld kl. 8,30. Á
þeim fundi mun
H Sveinn Björns-
I son, verkfræð-
Kur, flytja fyrir-
::i lestur um kjara-
? bætur, fram-
| leiðni og hag-
j ræðingu.
Þáttakendur
ern beðnir nm að mæta vel og
stundvislega.
tið fyrir sunnan. Þegar suður
kemur verður .báturinn teHnn
í slipp og gengið úr skugga um
hvort nokikrar skemmdir ha.fi
orðið, en við skoðun 1 dag virt-
ust þær engar. Sjóréttur verður
ekki haldinn vegna strandsins.
—Þórður.
*
Var á leið að Bravo
ætlaði að nauðlenda a
sjónum
LEITINNI að flugvél Flug-
sýnar var haldið áfram í gær.
í gær hafði Verið flogið vegna
leitarinnar í samtals rúmar 80
klukkustundir og svæði sem
er um 4000 fermílur að stærð
verið rannsakað. Leitarlínan
var frá 55,55 gráður norður
breiddar og 55.18 vestur
lengdar að 55,06 norður og
53,05 vestur. Leitaðar voru
20 mílur báðum megin þess-
arar línu.
Blaðið hefir nú fengið þær
upplýsingar um fjarskiptin milli
flugvélarinnar og veðurskipsins
Bravo, sem er strandgæzluskip
úr bandaríska flotanum og bex
nafnið Spencer, af flugniennirn
ir höfðu beðið skipið um upplýs-
ingar um skilyrði til nauðlenu-
ingar á sjónum við skipið, vind-
Kraða og ratsjárrmðun. Þá var
svo komið að vélin hafði misst
vélaafl og því ekki um annað að
gera en nauðlenda.
Á meðan veðurskipið athugaði
þær upplýsingar, sem flugvéiin
bað um, hvarf hún al radarskífu
skipsins, en það hélt þegar á
þann stað, sem það hafði miðað
flugvélira.
Eftir þessum upp'.ý-'ingum virð
ist ekkert vafamál að flugvé'in
hefir lent í sjónum x 27 mílxia
fjarlægð frá Bravo.
Engar fréttir hafa borizt um
það að brak hafi fundizt úr vél-
inni eða annað lausiegt. Vitað er
að flugmennirnir néldu réttri
stefnu og útreikningar þeirra og
staðsetningar voru allar réttiir.
Ætluðu þeir sem fy:r segir að
nauðlenda við vaðarskipið, en
náðu ekH alla leið að þvL
Sem fyrr segir var enn í gær
leitað að vélinni og sýnir það að
leitarstjórnin hefir ekki enn se.n
komið er gefið upp alla von.
Á þeim tíma sem vélin hverfur
er svartamyrkur á þeim slóðum,
mikill sjór og skilyrði oll mjög
slæm til nauðelndinga-r.
Hættir hernaðarað-
stoð við Norðmenn?
Washington, 20. marz.
— (AP-NTB) —-
HAFT er eftir áreiðanlegum
heimildum í Washington, að
stjórn Noregs hafi boðizt til
þess að auka innflutning á
bandarískum varningi til land
varna, gegn þvx, að Banda-
ríkjastjórn falli frá þeirri
fyrirætlun sinni að taka fyrir
alla hernaðarlega aðstoð við
Noreg á næstu tveim árum.
Halvard Lange, utanríkisráð-
herra Noregs, varnarmálaráð-
herrann Gudmund Harlem og
yfirmaður hersins, Bjarne Öen,
hershöfðingi, eru um þessar mund
ir staddir í Washington og hófu
þeir í dag viðræður við fulltrúa
Bandaríkj ast j órnar.
Talsmaður norska sendiráðsins
í Washington staðfesti við frétta-
menn í dag, að Bandaríkjastjórn
Framh. á bls. 2
'l'- ' ‘ - v „
'' -■ ■■ •• v ’• ••• - x.
UNDANFARNA daga hefur 1
verið einmuna veður, að i
minnsta kosti hér sunnanlands |
eins og þessi mynd sýnir, en
hún var tekin þegar verið var !
að taka ofan af skorsteinun- I
um á hvalveiðibátunum og
búa þá að öðru leyti undir
átök sumarsins, eftir að þeir
hafa „legið í dvala“ í vetur. I
Á undanförnum árum hefur j
hvalveiðiflotinn verið endur-
nýjaður, enda mun hann hafa 1
fært drjúgmiklar tekjur í þjóð I
larbúið. ,
Kópavogur
SPILAKVÖLD í Sjálfstæðishús-
inu í Kópavogi anuað kvöld kL
20,30.
Drakk hann
ólyfjan?
Á TÍUNDA tímanum á þriðju-
dagskvöld var komið að manni,
sem lá ósjálfbjarga og mjög
þungt haldinn á Óðinsgötu. Hann
var fluttur á Slysavarðstofuna,
þar sem hann fékk súrefnii^jöf,
enda virtist honum liggja við
köfnun. Talið var, að hann hefðj
sett einhverja ólyfjan ofan í sig.
Síðan var maðurinn fluttur i
sjúkrahús, og mun hann enn hafa
verið þungt haldinn í gær.
Skrifað á báðum vitunum
„HÉR angar allt af málningu“
sagði Óskar Aðalsteinn
vitavörður á' Galtarvita,
þegar blaðamaður Morgun-
blaðsins hringdi í hann í gær
og spurði tíðinda. „Það er
kominn vorhugur í strá'kana
mína og þeir keppast við að
mála allt fyrir sumarið,
grænt gult og blátt. Helzt
vilja þeir mála mig líka.“
„Hvernig er veðrið hjá
ykkur núna?“
„Veturinn hefur verið góð-
ur og blessuð blíða í seinni
tíð. Þó er umhverfið heldur
kuldalegt, snjóbarðar hlíðar
og úfinn sjór, enda varla við
öðru að búast á góunni. Ljós-
ið er með alira minnsta móti
— ég á við rafmagnsljósið —
því vatnsvélin bilaði og við
verðum að notast við lítinn
rafmagnsmótor, já það er
vatnsvirkjun í lækjarspæn-
unni hérna, 18 kílóvatta stöð,
og venjulega höfum við nó.g
rafmagn, en stöðin er biluð í
augnablikinu.*
„Hefurðu eitthvað samið í
vetur?“
„Já, já, ég er alltaf að
semja.“
„Óg hvað helzt, skáldsög-
ur?‘
„Við getum kallað það skáld
sögu eða hvað sem vera vill.
Ég vonast til að ljúka við eina
áður en sláttur byrjar, og ef
ég verð ekki búin með hgna
þá, verður henni áreiðanlega
lokið þegar ég er búinn að slá
túnið eða með haustinu.*
„Eru drengirnir þínir ekki
í skóla?“
„Nei, ég kenni þeim hér
heima, nema einum sem er á
Núpsskóla. Þeir eru þrír, strák
arnir. Svo eru þeir sendir til
Suðureyrar í próf.“
„Ertu með einhvern bú-
skap?“
„Það er beljan og hesturinn.
Þið ættuð annars að koma í
sumar og heilsa upp á mig,
ég hefði gaman af að taka á
móti ykkur. Þá get ég kynnt
ykikur fyrir kálfinum, það er
stórvitpr sikepna, fallegt og
skemmtilegt dýr. Og þá get-
um við spjallað betur saman.“
★ ★ ★
Það er afleitt veður héma
hjá mér núna, sagði Jóhann
Pétursson á Hornbjargsvita,
þegar við náðum sambandi
við hann í gær. Það hefur
verið stanzlaus norðanátt í
viku eða hálfan mánuð og
kyngt niður snjó, en jafnframt
verið koldimm hafþoka. Ann-
ars var veðrið ágætt áður en
‘þetta hret kom, svo að segja
stanzlaust þíðviðri frá hátíð-
um og út febrúar, en svo fór
hann að hreyta úr sór.
— Hvað hefur þú að dunda
við þarna?
— Til dundurs segirðu.
Þegar ég fór hingað voru all-
ir að hafa áhyggjur af því
hvað við mundum geta gert
okkur til dundurs og að við
mundum að lokum sitja uppi
auðum höndum. En reyndin
hefur nú orðið önnur, því við
hjónin höfum aldrei séð út
úr verkunum. Við erum að
taka allt í gegn hérna og
þegar laus stund gefst tekur
frúin til við sauma en ég sezt
niður og skrifa skammargrein
ar gegn allri vitleysunni, sem
þið eruð alltaf að birta. Ann-
ars hef ég nú ekki séð Morgun
blaðið í heilan mánuð, en ég
lifi það nú af — hef nógar
skammir að skrifa samt.
— Já, ekki er samgöngun-
um fyrir að fara hjá ykkur?
— Það hefur verið slæmt
núna. Ég er hérna með bilað
senditæki og það hefur ekki
verið hægt að koma því hérna
á land hátt á aðra viku síðan
það bilaði. Þeir hafa ekki
getað lent hérna fyrir fram-
an og héðan er ekH einu
sinni hægt að komast niður
í HornvilHna. Þegar þokan
grúfir sig yfir hjarnið sér
maður ek-H handa skiL