Morgunblaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 20
20 MORGl’ NBLAÐIÐ Sunnudagur 24. marz 1963 DUNKERLíYS Lurie oig Hesba stóðu nú upp frá sínu borði, veifuðu hendi og gengu svo áleiðis til kappleiks- ins. Chrystal bað leyfis að kveikja í pípunni sinni og svo stóðu þau Grace líka upp og gengu af stað. En ekki í sömu áttina og hin. Þau gengu fram og aftur fyrir framan húsið, Oig Grace hélt uppi með vinstri hendi slóðanum á svarta pils- inu sínu, en í hægri' hendi hafði hún sólhlíf, sem var þakin hálf- gagnsærri svartri grisju. Aldrei hafði songarbúningur verið bet- ur borinn og með meiri yndis- þokka. Sir Daniel virðist vita sitt af hverju á undan öllum almenn- ingi, sagði Chrystal. Hann kom hér í gær, skiljið þér.... — Já, með hr. Phyfe, tók Grace fram í, ofurlítið illkvittin, og minntist hinnar óánaagjulegu lýsingar Isamabards á móttök- unum. — Já, það var einhver ungur maður með honum, sem ég var búinn að gleyma, saigði Theódór hressilega. — Hvað sem um það er, þá vissi sir Daniel um þetta nýja embætti mitt. Ég varð að biðja hann að þegja yfir því. En hann virtist vilja hagnýta sér það. — Það kemur mér ekkert á óvart, sagði Grace brosandi. Upprennandi maður vekur eng- an áhuga hjá frænda mínum, nema hann sé hans megin. — Já. Jæja.. ég skrifaði dá- lítið fyrir hann, nafnlaust, fyrir nokkrum árum. í „Blákaldar staðreyndir“. Grace horfði á hann með ódul- inni undrun. — Það hef ég ekki vitað fyrr, sagði hún. — Og ég er dálítið hissa á þvi. Það er ekki.... sérlega.... gott blað, er það? Theodór svaraði bliðlega: — Maður var nú ungur þá og ekki alltof efnaður, og prestur hefur alltaf nóg að gera við pen- inga. Vitanlega er „Dunkerleys“ allt öðruvísi en „Blákaldar stað- reyndir. — Hefur hann þá beðið yður að skrifa í „ Dunkerlejys"? — Já. Þau voru nú komin aftur að sedrustrénu og stönzuðu þar, og Grace lagði aftur höndina á arm hans, en andlitssvipur hennar bar vott um skelfingu. — Eruð þér búinn að lofa honum því? spurði hún, alvörugefin. — Ég hef lofað að athuga mól- ið, svaraði Theó. — Hvað vild- uð þér ráða mér, ungfrú Satter- field? Finnst yður ekki Dunker- leys vera fullgott blað? Hún leit á hann, beint og frjáls lega og hann varð hvortvegigja í senn hrifinn og hræddur af þessari þöglu skoðun bláu augn- anna á honum. Hann var vanari þvi, að konur yrðu óróleigar og færu hjá sér, ef hann lét svo lítið að tala við þær, en augna- tillit Grace Satterfield var langt og stöðugt, eins og sólskin á sumarkvöldi. Loksins svaraði hún, honum til undrunar: — Ég vil ekki, að þér gerið það. Þá fyrst roðnaði hún ofurlítið og leit til jarðar. Til hvers er ég að skipta mér af þessu? Hvað varðar mig um, þó að hann geri lítið úr sér? spurði Grace sjálfa sig í hugan- um og hjarta hennar óróaðist, rétt eins og þegar hún hitti hann í fyrsta sinn. — Fyrirgefið þér, sagði hún, og röddin var ofur- lítið skjálfandi og hikandi. — Ég hafði ekkert leyfi til að segja þetta við yður. — Já, en góða ungfrú Satter- field....við erum gamlir vinir, og mér þykir ekki nema vænt um að heyra afdráttarlausa skoð un yðar. Hversvegna viljið þér ekki, að ég skrifi í tímaritið hans sir Daniels? Nú var hún orðin óróleg svo að um munaði. — Þér megið ekki spyrja mig um það, sagði hún. — Ég á svo erfitt með að segja það sem mér býr í brjósti. En ég þekki sir Daniel svo vel, og enda þótt mér sé vel til hans, þá þarf allt, sem hann kemur nærri að gefa ágóða. Kannski er það ekki nema rétt. Því ef út í það er farið, þá hverfur allt úr sögunni, sem ekki borgar sig. Og ég má víst ekkert mikið um þetta tala, sem er sjálf orðin rík á þessu. Þér sjáið, hvað ég er orðin ringluð. Én allt í einu var eins og birti yfir henni og hún bætti við: — En mér finnst bara, að einstöku hlutir verði að vera ofan við allt, sem heitir kaup og sala. — Og er ég þá einn þeirra hluta? — Staða yðar er í þeim flokki. Dunkerleys er betra en nokkuð annað, sem sir Daniel hefur stofnað til. En engu að síður er það bara gróðafyrirtæki. Það var það, sem ég vildi sagt hafa. — Það sem ég kynni að skrifa kynni að verða súrdregið, sem lyftir deiginu. Og ef sir Daniel kann þá list að safna fjöldanum saman, sæti ekki á mér að neita að hjálpa til þess. — Ég efast ekki um, að þér .gætuð fært tíu þúsund ástæður fyrir því, að þér ættuð að gera þetta, og ég gæti ekki komið með eina ástæðu til að sanna það gagnstæða. Samt er það nú svo, að ef þér tækjuð þetta að yður, yrði ég fyrir vonbrigðum. — Það er víst timi til kominn, að ég fari að sýna mig við kapp- leikinn, sagði Theó. Við skulum fara þangað. ÞRIÐJI KAFLI. 1. Prófastshúsinu, Mandeville, 1. des. 1895. Kæri Dunkerley! Ég þakka þér fyrir bréfið þitt, dags. 23. nóv. Og bið þig afsök- unar á seinlæti mínu að svara því. . aiUtvarpiö Sunnudagur 24. marz 8.30 Létt morgunlög. 9.20 Morgunhugleiðing um múslk: „Johann Sebastian Bach, lif hans og list“ eftir Nikolas Forkel; III. (Árni Kristjáns- son). 9.40 Morguntónleikar. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prest ur: Séra Óskar J. Þorláksson. Organleikari: Dr. Páll ísólfs- son). 12.15 Hádegisútvarp. 13.05 íslenzk tunga; IV. erindi: Ný gervingar frá síðari öldum (Dr. Halldór Halldórsson próffessor). 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitiminn: a) Óskar Cortes og félagar hans leika. b) Nor man Luboff kórinn og RCA- Victor hljómsveitin skemmta 16.40 Ræða á ársþingi Þjóðræknis- félags íslendinga í Vestur- heimi 18. febrúar s.l. (Dr. Richard Beck forseti félags- ins). 17.30 Barnatím HSkeggi Ásbjarnar- arson): a) Hugrún skáldkona ræðir við 9 ára telpu, Ástu Berglind Gunnarsdóttur b) Ólafur Ólafsson kristniboði eftir Albert Ólafssón. c) Elfa • les úr „Sögum frá íslandi" Björk Gunnarsdóttir les sög- ur og þulur eftir Guðrúnu J óhannsdóttur frá Brautar- holti. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 „Vakna Dísa, vakna þú“: Gömlu lögin sungin og leikin 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur: Joan Sutherland syngur aríu úr óperunni „Ern ani“ eftir Verdi. 20.10 Umhverfis jörðina: Guðni Þórðarson virðir fyrir sér fljótin helgu í Indlandi. 20.35 Tónleikar í útvarpssal: Sin- fóníuhljómsveit íslands leik ur sinfóníu nr. 100 í G-dúr (Hernaðarhljómkviðuna) eft ir Haydn. Stjórnandi: Jind- rich Rohan. 21.00 Sitt af hverju tagi (Pétur Pétursson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 25. marz 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Bændavikan hefst: a) Ávarp búnaðarmálastjóra, dr. Hall- dórs Pálssonar. b) Þáttur frá búnaðardeild. Flytjendur: Dr Björn Sigurbjörnsson, Ingvi Þorsteinsson mágister og dr. Bjarni Helgason. , 14.00 „Við vinnuna": Tónleikar. I 14.40 „Við, sem heima sitjum": Sig- urlaug Bjarnadóttir les skáld söguna „Gesti" eftir Krist- ínu Sigfúsdóttur (10). j 15.00 Síðdegisútvarp. 1.705 Sígild tónlist fyrir ungt fólk (Reynir Axelsson). 18.00 Þjóðlegt efni fyrir unga hlust endur (Stefán Jónsson rith.). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Guð- mundur Jósafatsson frá Brandsstöðum). 20.20 Ástardúett úr óperunni „Trist an og Isolde" eftir Wagner (Frida Leider og Lauritz Melchior syngja). 20.40 Spuringakeppni skólanem- enda (10): Hagaskóli og Voga skóli keppa í þriðju umferð. Stjórnendur: Árni Böðvars- son cand. mag. og Margrét Indriðadóttir. 21.30 Útvarpssagan: „fslenzkur að- all“ eftir Þórberg Þórðarson XVI. (Höfundur les). -- 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar. 22.20 Hlj ómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23.10 Skákþáttur (Sveinn Kristins- son). 23.45 Dagskrárlok. Þriðjudagur 26. marz 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Þáttur bændavikunnar: Frá tilraunaráði búfjárræktar, Flytjendur: Dr. Halldór Páls son, Ólafur E. Stefánsson, Pétur Gunnarsson, Páll A, Pálsson og Jóhannes Eiríks- son, sem stjórnar umræðum, 14.15 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Sig ríður Thorlacius), 15.00 Síðdegisútvarp. 18.00 Tónlistartími barnanna (Guð rún Sveinsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Söngur í útvarpssal: Nokkrir nemendur úr söngskóla Vinc- Erlendsson, Matthías Matthí- asson, Jóhann Pálsson, Hjálni ar Kjartansson, Þórunn Ólafs dóttir og Erlingur Vigfússoa Við pianóið: Carl Billich. 20.20 Þriðj udagsleikritið -Skolla- fótur" eftir Sir Arthur Con- an Doyle og Michael Hard- wick. 21.00 Tónleikar: Tvð verk eftir Vlasov (Sinf óníuhlj óms v eit rússneska útvarpsins leikurj Alexander Gauk stjórnar). a) Rapsódía yfir rúmensk stef. b) Þáttur um slavnesk stef. 20.15 Erindi á vegum Kvenstúdenta félags íslands: Aðbúnaður aldraðs fólks (Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður). 21.40 Tónlistin rekur sögu sína; X, þáttur: Stærsti sigurinn (Þor kell Sigurbjörnsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (38). 22.20 Lög unga lólksins (Bergur Guðnason). 23.10 Dagskrárlok. ALLTAF FJOLGAR YOLKSWAGEN «8» PANTIÐ TÍMANLEGA VORIÐ ER í NÁMD VOLKSWAGEN ER stTIÐ UNGUR „BREYTINGAR" ti! þess eins „AÐ BREYTA TIL“ hefir aldrei verið stefna VOLKSWAGEN og þessvegna getur Volkswagen elzt að árum en þó haldist í háu endursöluverði. — Engu að síður er Volkswagen í fremstu röð tækni- lega, því síðan 1948 hafa ekki færri en 900 gagnlegar endurbætur farið fram á honum og nú síðast nýtt hitunarkerfi. ■jc Gjörið svo vel að líta inn og okkur er ánægja að sýna yður Volkswagen og afgreiða hann fyrir vorið. Volkswagen er einmitt framleiddur fyrir yður HEILDVERZLUNIN HEKLA HF Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. KALLI KUREKI Teiknari: Fred Haiman — Þessir kauðar berjast víst ekki — Þú hefðir átt að halda áfram að — Heldurðu að þeir verði hengdir, meira, en þeir geta heldur ekki geng- Ið yfir eyðimörkina særðir á öxlinni. , — Ég skal útbúa siúkrasleða, sem L hestur getur dregið. vera prófessor. Þú varst með byssu og lézt skjóta þig niður með boga. — Þú ert nú meiri hetjan, sem læt- ur draug stokkva þér á flótta. Kalli? — Kannski ekki, ef Davíð sýslu- maður hefur lifað af kúlu Bjama. En þeir verða orðnir gamlir menn, þegar þeir sleppa úr tugthúsinu í Yuma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.