Morgunblaðið - 29.03.1963, Blaðsíða 1
24 siður
74. tbl. — Föstudagur 29. marz 1963
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Tölurnar á kortinu sýna staði, sem jarðskjálftamælingastöðvar erlendis hafa mælt jarðhræring-
nr frá kl. 20.30 á miðvikudagskvöld. Einnig eru merktar flestar stöðvarnar, sem urðu jarð-
Skjálftanna varar. (1) Staðurinn á N-Atiantshafi, þar sem vísindamenn í Boston, Massachus-
etts (2) telja að jarðskjálfti hafi orðið kl. 23.23.1 á miðvikudagskvöld. (3) Kamchatka-skagi.
Jarðskjálftamælar í N-Kaliforníu (4) svndu jarðskjálfta þar kl. 23.26 á miðvikudagskvöld og
ttðfaranótt fimmtudags. (5) SV-Asía, þar sejn jarðskjálftamælar í Belgrad (6) sýndu jarð-
ekjálfta kl. 01.25, aðfaranótt fimmtudags. (7) Japan, þar varð jarðskjálfta fyrst vart kl. 8.33 á
miðvikudagskvöld, fleiri jarðskjálftakippir fylgdu í kölfar hans. (8) Fiji-eyjar, þar fannst jarð-
skjálfti á miðvikudagskvöld og í Bergen sýndu jarðskjálftamælar jarðskjálftakipp, sem talið
var að væri fyrir Austan Ástralíu. I>að var kl. 2 3.18.54 á miðvikudagskvöld. (9) Staðurinn milli
tslands og Svalbarða, þar sem vísindamenn í U ppsölum (10) töldu upptök jarðhræringa, sem
jarðskjálftamælar ]>ar sýndu kl. 23.19.56 á mið vikudagskvöld. (11) ítalía, þar varð jarðsikjálfta
vart á aðfaranótt fimmtudags.
Jarðhræringar víða um heim
FBÁ KJj. 20,30 (ísl. tími) á mið-
vinkudagskvöld, hefur jarðhrær
inga orðið vart víða um heim.
Samkvæmt fregnum, sem Mbl.
hafa borizt frá bandarísku frétta
Btofunni AP og norsku frétta-
fttofunni NTB, hafa t.d. orðið jarð.
ejálftar i Japan, Ítalíu, á Kam-
chatka-skaga í Síberíu, í Suð-
vestur-Asíu og á Fiji-eyjum. —
Nokkrar jarðskjálftamælinga-
stöðvar mældu jarðskjálfta er
þær álitu fyrir norðan tsland og
við háskólann í Boston mældist
jarðskjálfti, sem talinn var vera
fyrir sunnan ísland.
í viðtali við Ragnar Stefáns-
son, jarðskjálftafræðing á 3. síð
unni í dag, segist hann telja lík-
legt, að jarðskjálftarnir sem er-
lendu jarðskjálftamælingastöðvar
mældu nálægt fslandi séu þeir,
sem áttu upptök sín út af mynni
Skagafjarðar.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá AP 28. marz.
• Jarðskjálftamælar við há-
skólann í Roeton, Massacibussetts
í Bandarikjunuim, sýndu sterk-
an jarðskjáliftaikipp kl. 23,23,1 (í
fréttinni er miðað við ísl. tíma)
s.l. miðvikudagskvöld. Er talið
að jarðskjálftinn hafi orðið í
N.-Atlantshafi fyrir sunnan ís-
lands.
• í Berkley, Kaliforníu, sagði
jarðskjálftafræðingurinn, Tom
Turcotte, að jarðskjálftamælar í
Norður-Kaliforníu hefðu sýnt
sterka jarðskjálftaikippi á Kam-
ohatka-skaga á miðvikudags-
kvöld. Hefði sá fyrsti maelzt kl.
23.26. Turcotte sagði, að kippirn-
ir hefðu verið svo snarpir, að
þeir hefðu valdið tjóni, ef þeir
hefðu orðið á byggðum svæðum.
Hann sagði, að jarðskjálftabelti
lægi frá Austur-Síberíu suður
í Kurileyj ar.
9 í Belgrad í Júgóslaviu sýndu
jarðskjálftamælar, jarðhræring-
ar af töluverðum styrkleika kl.
01,25 aðfaranótt fimmtudagsins.
Upptök jarðskjálftans telja vís-
indamenn að hafi verið í Asíu
um 2560 km austur af Belgrad.
Segja vísindamenn, að harðasti
kippurinn hafi verið 8 stig að
stærð.
• Frá Tókíó í Japan herma
fregnir, að snarpur jarðskjálfta-
kippur hafi gengið yfir Vestur-
Japan kl. 8,33 á miðvikudags-
kvöld og í kjölfar hans höfðu
fylgt níu smærri kippir þegar
síðast fréttist. Vísindamenn telja,
að enn fleiri kippir fylgi. — í
fyrsta kippnum varð rafmagns-
laust, þaksteinar duttu af hús-
um og fólk hljóp út á göturnar
skelfingu lostið. Vísindamenn
segja, að þetta sé mesti jarð-
skjálfti, sem komið hefur í Jap-
an sl. 12 mánuði og furðulegt sé
hve litlum skemmdum hann hafi
valdið.
• Smá jarðskjálfta varð vart á
Fiji-eyjum fyrir austan Ástra-
líu, á miðvikudagskvöld, en ekki
Framh. á bls. 23
Landsfundur
Sjálfstæðisflokksins
MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að
fresta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem auglýstur
hefur verið 18. apríl, til 25. apríl næstkomandi.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.
Skarst á slagæð
á flótta undan
jai ðskjálftanum
MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá
því í gær, að bóndinn á Fossi
í Skefilsstaðahreppi á Skaga
hefði slasazt, er hann reyndi
að koma sér og fjölskyidu
sinni út um glugga. Var hann
fluttur til Sauðárkróks. í
4 gær var bórarinn kominn
í heim, 0g átti Mbl. þa við
; hann stutt samtal. — Þórarni
\ sagðist svo frá m. a.:
4 — Ég var nýsöfnaður, þeg-
< ar óg vaknaðd við þetta hel-
/ víti. Þetta var voðakippur.
Klukkan var sennilega að
verða hálfeitt og þreifandi
myrkur. Ég snaraðist fram
úr rúminu, en þá „vissi ég
ekki fóta minna forráð“ Og
hentist og endasentist horn-
anna á milli. Ég hélt, að bær-
inn væri að koma ofan á okk
ur, þ.e.a.s. okkur hjónin og
tvö böm, 8 og 12 ára. Mér
varð það því fyrst fyrir að
reka hnefann í gluggann, til
þass að ryðja útgönguleið.
Við það skarst ég á púlsæð,
en um það vissi ég ekki fyrr
en seinna. Síðan þreif ég
sængurföt og börnin í fangið
og ætlaði að skutla hvoru
tveggja út. Þá rénaði hrinan,
og þegar kveikt var, sá ég, að
allt var löðrandi í blóði.
í æsingnum fann ég ekki
I fyrir neinum sársauka, en
t hins vegar hafði ég heyrt í
7 myrkrinu eins og fruss annað
\ veifið, þegar blóðið spýttist
1 úr gatinu á æðinni, 0g einis
t hafði ég óljóst gert mér grein
7 fyrir því, að ég var rennandi
\ blautur. Blóðið fossaði beint
1 út í hviðum, svo að augljóst
t var, að ég hafði skorist á
7 slagæð.
1 Ég tók þegar fyrir blóðrás-
4 ina með fingri, þegar bjart
4 var orðið, og konan batt fyrir
7 ofan sárið. Konan var skiljan-
lega hrædd við þetta, svo að
hringt vai* í lækni. Sonur.
rninn, Hlöðver Jónss0n í Lág-
múla, hafði verið hjá okkur
Þórarinn Jónsson
um kvöldið, en var nú stadd-
ur í Hvammkoti. Hringdum
við til hans og báðum hann
að koma.
Ég lagði svo af stað til
Sauðárkróks um kl. tvö um
nótina, fékk þar nauðsynleg-
ar læknisaðgerðir og er nú
kominn aftur.
Ég fékk vott af aðsvifi um
tíma,. a.m.k. leið yfir mig,
sennilega af því, hve mig
mæddi blóðrás.
Engar stórskemmdir hafa
orðið hér. Þó sé ég þrjár
sprungur í steypu, en hún er
gömul, 0g þori ég ekki að
ábyrgjast, að þær séu nýjar.
Annars hef ég heyrt, að eitt-
Framhald á bls. 2
Örvar atvinnulífið, bætir lífskjörin
Sveitarfélögin halda að
fullu tekjum sínum
Évtúsenkó j
játar ,,mis-\
tök44 sín J
Moskvu, (AP) — ]
Sovétskáldið Evgení Évtúsenl
kó, hefur eins og kunnugt er,4
sætt gagnrýni valdamanna ít
Kreml að undanförnu, en
fregnir sem hafa nú borizt frá
Moskvu herma að skáldið hafi
játað „mistök" sín.
Évtúsenkó hefur til þessa
mótmælt með þögn auknu eft
Framhald á bls. 2
f FRAMSÖGURÆÐU sinni fyrir
nýju tollskránni í efri deild í
gær veik Gunnar Thoroddsen
fjármálaráðherra m. a. að eftir-
töldum atriðum:
Aldrei hefur annað komið til
orða en að jöfnunarsjóður sveit-
arfélaga haldi að fullu þeim
tekjum, sem honum hafa verið
ætlaðar, þótt iunflutningssölu-
skatturinn sé afnuminn. Er skýrt
tekið fram í greinargerð frum-
varpsins, að bæta verði sveitar-
félögupum þann tekjumissi.
Réttara væri, að ríkisstjórnin
legði ákveðnar tillögur fram til
frambúðarlausnar þessa máls,
áður en þingi iýkur, þótt að vísu
sé hægt að láta það b.ða hausts-
þingsins.
Með lögum um lækkui. að-
flutningsgjalda 1961 var snúið
við af þeirri braut að vera alltaf
að miða tollamálin við áhrifin
á vísitöluna.
Með hinni nýju tollskrá er
þeirri stefnu enn fram haldið,
því að vissulega er hægt að bæta
lífskjör fólksins með tollalækkun
um, hvað sem vísitölunni líður.
Þótt tollskráin nýja feli í sér
100 millj. kr. tollalækkun, er
hún borin fram með fullri
ábyrgðartilfinningu fyrir hag
ríkissjóðs. Má m. a. benda á, að
greiðsluafgangur liefúr verið hjá
ríkissjóði þau þrjú ár, sem ríkis-
stjórnin hefur setið. Algert há-
mark tolla verður 125% og mun
það að öllum líkindum og ef
marka má af fyrri reynslu
draga úr ólöglegum innflutningi
hátollavara og á þann veg gefa
.ríkissjóði auknar tekjur. Tolla-
lækkanir þær, sem gerðar eru í
þágu atvinnuveganna, eiga á-
samt mörgu öðru að örva at-
vinnulífið og atvinnuvegina og
munu þá tekjur ríkissjóðs auk-
ast sjálfkrafa með aukinni fram-
leiðslu og auknum þjóðartekjum.
Framih. á bls. 8.