Morgunblaðið - 29.03.1963, Qupperneq 6
0
M O n r. r iv r> r á n i Ð
Fostudagur 29. marz 1963
Jdhan<n Jónasson forstjóri:
Flugvallarmálið enn
FLUGVALLARMÁLIÐ hefur nú
„gengið aftur“ á síðum dagblað-
anna undanfarna daga. Það hafði
legið kyrrt um nokkurt skeið
eftir að samgöngumálaráðherra
Ingólfur Jónsson, kvað það svo
rækilega niðúr síðast þegar það
var á kreiki.
Nú hafa yfirflugstjórar beggja
flugfélaganna hvatt sér hljóðs um
þetta mál í Morgunblaðinu og eru
auðvitað í hæsta máta ósammála
eins og íslendinga er háttur.
Að sjálfsögðu ætla ég mér ekki
þá dul, sem leikmaður, að blanda
mér inn í þeirra faglegu deilu-
mál, en tilefni þessa greinarkorns
eru nokkrar setningar í grein Jó-
hannesar Snorrasonar, sem mér
virðast svo mjög úr lausu lofti
gripnar að nauðsynlegt sé, sóma
hans vegna og málefnisins, að
taka þær til nánari athugunar.
í grein sinni í Morgunblaðinu
14. marz síðastliðinn ræðir hann
um þá hugmynd að nota Kefla-
víkurflugvöll fyrir millilanda-
flugið en Reykjavíkurflugvöll
fyrir innanlandsflugið óg síðan
orðrétt: „Þetta er að mínum dómi
ofar óraunhæft, þar sem tvískipta
þyrfti a.m.k. starfsliði Flugfélags
íslands og einhver hluti þessa
fólks myndi þurfa að aka Kefla-
víkurveginn tvisvar á dag og aðr-
ir neyðast til að flytja búferlum
suður á nes“. Já hvílíkt himinn
hrópanlegt ranglæti! Hugsið ykk-
ur, góðir hálsar ef eitthvað af
starfsliði Flugfélags íslands yrði
að flytja suður 1 Keflavík úr
henni Reykjavík. En athugum nú
málið nokkru nánar. Ef ég man
rétt þá búa nú víst nokkrar hræð-
ur þarna suðurfrá og una, að því
er ég beit veit, glaðir við sitt. Ef
tii vill er það önnur manngerð
en sú er vinnur hjá Flugfélagi ís-
landi, en þeir Suðurnesjamenn
hafa þó hingað til verið taldir
fullgildir þegnar þessa þjóðfé-
lags, og ekki aflað minna í þjóð-
arbúið, en aðrir miðað við fólks-
fjölda, auðvitað. Væri nú ekki
hugsanlegt að Flugfélag íslands
gæti notast við eitthvað af þessu
fólki til sinna starfa á Keflavíkur
flugvelli og losnað þannið við
nauðungarflutninga á því fólki
sem ekki vill fara úr sæluvík-
inni, Reykjavík. Ég slæ þessu
svona fram af því að ég er á
móti öllum nauðungarflutning-
um, og vona að við Jóhannes
séum þar sammála.
Við snúum okkur þá næst að
flugvallarhugmyndinni á Álfta-
nesi, sem Jóhannes telur þá einu
réttu.
Ég akal strax í upphafi viður-
kenna að ég hefi oft hugleitt
þessa hugmynd þegar ég hefi flog
ið, bæði með Jóhannesi og öðr-
um, þar yfir, að landfræðilega
virðist þessi staður ákjósanlegur
séður úr lofti. En með því er ekki
allt fengið þó að það sé mikið
atriði. Landið sjálft, undirstað-
an undir vellinum, er einnig stórt
atriði um endingu vallarins og
kostnað við byggingu og viðhald.
Nú vill svo til að Álftanesið, þ. -•
nesið milli Skerjafjarðar og Hafn
arfjarðar er ekki allt ein sam-
feld flatneskja, eins og það kann
að virðast séð hátt úr lofti. Fyrst
er Gálgahraunið, síðan tekur við
Garðaholtið, allhá grágrýtishæð,
sem hallar að sjá í tvær áttir.
Utanvið það tekur við flatt grýtt
melalaud á eyðinu milli Lamb-
húsatjarnar og Skógtjarnar. Því
næst kemur móbergs og malar-
hryggur, Grandinn, frá heimvegi
að Bessastöðum í boga suður að
Hliði. Utar á nesinu eru 2 hæðir,
Sviðholtshæð sunnar og Eyvind-
arhæð norðar. í Sviðholtshæð-
inni var á síðasta ári borað á
tveimur stöðum eftir neysluvatni
og reyndist þar tiltölulega stutt
niður á eitilharða basaltklöpp,
sem liggur undir allri hæðinní.
Milli þessara hæð er Breiða-
mýri. í henni var áður fyrr mikil
mótekja og er hún víða mjög
djúp. Norðan við Eyvindarstaða-
hæð tökur við önnur mýri, Virk-
in, og er svipað um hana að segja
og Breiðumýri.
Um það leyti, sem Reykjavíkur
flugvöllur var byggður hefði
þetta ekki þótt æskilegur grund-
völlur undir stóran flugvöll, en
vel má ve/a að með nútímatækni
kosti lítið að gera þennan grunn
traustan. Enginn sérfræðingur í
flugvallargerð hefir þó, svo mér
sé kunnugt, þorað að nefna nein-
ar tölur um þann kostnað. Sand-
hugmynd Jóhannesar er nýstár-
leg, en hræddur er ég um að hún
sé „reist á sandi“. Ég skal aðeins
benda á, að erfitt mun fyrir sand
dæluskip að liggja við land á
Álftanesi og staðirnir, sem fylla
á i, liggja langt frá sjó, svo
erfitt mun reynast að blása sand-
inum alla þá leið. En hér er ég
eflaust kominn út í efni, sem ég
hefi ekki nægilegt vit á og fer
því ekki lengra út í það foræði.
Ég sný mér því aftur að Jó-
hannesarguðspjallinu. Þar stend-
ur skilmerkilega. „Hvað viðkem-
ur staðsetningu flugvallar á Álfta
nesi er vart hægt að finna betra
svæði hér í nágrenni Reykja-
víkur með tilliti til aðflugs og
þeirrar staðreyndar að svæðið er
svo til óbyggt og hindranir ekki
fyrir hendi“. Svo mörg eru þau
orð. Ekki veit ég hvort það er
vegna þess að Jóhannes „er svo
hátt uppi í“ loftinu þegar hann
flýgur yfir Álftanesið, að hann
sér þar næstum enga byggð, en
hitt vita kunnugir að þar er heilt
sveitarfélag Bessastaðahrepps, og
hluti af Garðahreppi. Ég hefði
haldið að það hefði verið ómaks-
ins vert fyrir Jóhannes að aka
út á nes og líta á aðstæður áður
en hann tók sér penna í hönd til
að skrifa um þetta mál, og trúi
ég þá ekki öðru en að hann hefði
séð þar nokkra húskumbalda þó
þeir séu eflaust ekki merkilegir
í augum borgarbúans. En úr því
að hann hefir ekki lagt á sig
þetta ómak, þá skal ég fræða
hann um það, að þarna í Bessa-
staðahreppi búa nú 180 sálir og
að því er ég bezt veit hafa þær
allar þak yfir höfuðið. Miðað við
stærð mun hreppurinn vera þétt-
býlasti hreppur landsins og bezt
ræktaður, því að um það bil allt
land jarðanna er velræktað tún.
Auk þess er sá hluti Garðahrepps,
sem á nesinu er, all fjölmennur
en gera má ráð fyrir að óbyggi-
legt verði á þessu svæði öllu ef
hér kemur flugvöllur, sem þotur
og aðrar nýtízkuflugvélar nota.
Það er nú eflaust ekki stórt
.Tóhann Jónasson
atriði í augum flugmanna og ann
arra víðsýnismanna, þó að eitt
sveitarfélag á íslandi verði lagt
í eyði. Annað eins hefir hent
í seinni tíð. Hitt vil ég benda á
að hugsanlegt er, að í þeim hópi,
sem hér yrði að hverfa frá eign-
um sínum og óðölum, væru til
að minnsta kosti nokkrir þver-
hausar og þrákálfar, sem ekki
væri það alveg sársaukalaust að
yfirgefa allt og verða fluttir nokk
urskonar sveitaflutningi þangað,
sem starfsmenn flugmálanna
ákveða að setja þá niður. í hópi
þessara manna, sem þarf að
flytja, er meðal annar forseti
íslands, því að ég geri ekki ráð
fyrir að Jóhannes og aðrir fram
á menn flugmála, ætlist til að
hann eigi að búa í geiranum milli
tveggja flugbrauta. Það hefir
sennilega aldrei hvarlað að grein-
arhöfundi að íbúar Bessastaða-
hrepps mundu ekki óðfúsari að
flytja þaðan en t. d. starfsfólk
Flugfélagsins að „flytja suður á
nes“. Ég mun ekki fremur en
flugsérfræðingarnir hætta mér út
á þá hálu braut að gera neinar
áætlanir um kostnað við að
byggja flugvöll á Álftanesi, en
vegna þess, að ég hefi hvergi séð
minnst á að nokkuð mundi kosta
að kaupa upp landið og þau hús
sem hér eru, þótt Jóhannes hafi
ekki séð þau, þá vil ég benda á
að íbúðarhúsin í Bessastaðahreppi
eru nú 40 talsins og 2 — 3 íbúðir
í sumum þar sem tví- og þríbýlt
er á nokkrum jörðum. Sum þess-
ara húsa eru alveg ný og að þvl
er ég hygg ekki lakari eða óvand-
aðri en nú tíðkast í höfuðborg-
inni. Ekki væri nú ósanngjarnt
þó fólkið, sem flutt yrði nauðugt
burtu, vildi fá eitthvert smáræði
fyrir kofana. Auk þessa eru svo
öll önnur hús á jörðunum og
nokkrir sumarbústaðir borgarbúa.
Þá má geta þess að hér á nesinu
er einhver friðsælasti og frá nátt
úrunnar hendi, yndislegasti stað-
ur í nágrenni höfuðborgarinnar
og lætur því að líkum að mjög er
sótt eftir lóðum undir hús á þess-
um stað, og hátt verð boðið fyrir
þær. Hins vegar hefir það veri3
þegjandi samkomulag flestra
bænda hér til þessa að láta ekki
lóðir nema til sinna nánustu og
því miklu minna verið byggt en
ella. Þó eru nú 4 hús í smíðum
og nýlokið við önnur.
Út af þessum forsendum þykir
mér ekki ósanngjarnt þó að bær.d
ur vildu fá það fyrir landið, seru
þeir geta fengið á frjálsuim mark-
aði.
Og hvað um forsetasetrið á
Bessastöðum? Þó að ég geri ráð
fyrir að forsetinn myndi beygja
sig fyrir því að verða fluttur
burtu, eins og aðrir, hreppsbúar,
og settur niður á þann stað er
forráðamenn flugmála myndu
ákveða, heldur en starfsfólk
flugfélagsins yrði „neytt til ið
flytja suður á nes“ þá geri ég
ráð fyrir að byggja þyrfti yfxr
hann sæmilegt hús, sem eflaust
myndi kosta nokkrar milljónir
króna ef ekki nokkra milljóna
tugi. En þetta eru ef til vill allt
aukaatriði í augum þeirra sem
um þessi mál fjalla og því ekki
vert að hafa um það mörg orð.
Ef til vill er til ótakmarkað fé
í þennan flugvöll og því óþarfi að
vera að gera sér rellu út af þvú
Ef svo er, þá er það alveg nýtt
fyrirbrigði í íslenzku þjóðlifi.
Framhald á bls. 23 I j
“***..........................................................................
• Hver var ástmær
Dillons lávarðar?
Hér er bréf, sem legið hefur
nokkurn tíma hjá Velvakanda:
„Kæri Velvakandi! Við erum
hér fjórar ungar „rómantískar“
stúlkur, sem spilum bridge sam
an. Svo spjöllum við yfir kaff-
inu á eftir, og ber þá margt á
góma.
í kvöld hefur okkur orðið tíð-
rætt um Arthur Dillon, enska
aðalsmanninn, sem skrifað var
um ( og ástir hans) í Mbl. 13.
jan. s.l. — Mjög svo rómantískt,
fannst okkur. Það hefur nú víst
ekki verið neinn daglegur við-
burður fyrir ca. 130 árum, að
fá gesti eins og þennan unga
mann, með þeim samgöngum,
sem íslendingar áttu þá við að
búa. Þetta hefur auk þess verið
mikill hæfileikamaður. — Svo
sækir hann um leyfi til stift-
yfirvaldanna um að fá að kvæn
ast íslenzkri konu. Málinu er
skotið til kansellísins, en það
synjar umsókn Dillons. Dóttur
eignast hann með þessari ást-
konu sinni, og er hinn ötuli safn
vörður, Lárus Sigurbj örnsson,
að leita að afkomendum
þeirra. Hver var þessi kona, sem
heillaði Dillon lávarð? Hún er
nefnd Sire, ýmist Sire Berg-
mann (í erfðaskrá Dillons) eða
Syre Ottesen, einnig er hún
nefnd Madame Ottesen, þegar
hún er forstöðukona Klúbbsins.
„Hún er fædd og uppalin í Dan-
mörku“ segir í greininni. Var
hún máske dönsk að ætterni? —
Þetta langar okkur til að vita,
kæii Velvakandi.
— Lára, Sigríður, Jóna, Björg.
• Giftist 15 ára
Velvakandi sneri sér auðvitað
til Lárusar Sigurbjörnssonar,
sem fræddi hann um uppruna
konunnar. Foreldrar hennar
voru Þorkell Bergmann, sem
var síðasti forstjóri Innrétting-
anna í Reykjavík, og Sigríður
Þorsteinsdóttir. Sigríður þessi
var laungetin, og dóttirin, sem
hún átti með Þorkatli, var það
einnig. Þorkell var giftur aldr-
aðri konu, og var Sigríður fyrir
framan hjá honum og veitti hon
um margháttaða hjálp. Eftir lát
konu Þorkels mun Sigríður
alveg hafa flutt til hans. Dótt-
ir þeirra fæddist í Danmörku og
var þar til sjö ára aldurs. Fullu
nafni hét hún Sigríður Elísabet
Bergmann Þorkelsdóttir, en í
Danmörku og oft eftir það nefnd
ist hún Sire Lise.
Um fimmtán ára aldur giftist
hún Lauritz Ottesen, kaupmanni
í Reykjavík, sem verzlaði í Fjeld
stedshúsi. Lauritz var Oddsson,
en tók að sér ættarnafnið Otte-
sen. Þau hjón voru stórefnuð ■
í upphafi, enda erfði Sigríður
miklar eignir eftir föður sixin,
sem átti t. d. Bergmannsstofu í
Reykjavík. Auðurinn gekk þó
fljótlega af þeim, og fór að lok-
um allur forgörðum. Bar þar
m. a. til, að Lauritz veiklaðist
í hjónabandinu og var orðinn
karlægur ungur mgður. Virðist
sinnisveiki hafa gengið að hon-
um. Þau hjón slitu snemma sam
vistir, en Lauritz dó fyrir aldur
fram, svo að Sire var ekkja.
þegar hún kynntist Dillon iá-
varði.
• Harmleikur eða
gamanleikur?
Eins og sjá má af þessu, var
Sire Ottesen íslenzk að ætterni.
Ekki verður annað sagt en for-
saga hennar sé rómantísk á
ýmsan hátt, eins og ævi hennar
síðar. Saga hennar væri eigin-
lega ágætt efni í leikrit eða jafn
vel kvikmynd, sem mundi um
leið spegla hinn sérkennilega
bæjarbrag í Reykjavík á. fyrri
hluta síðustu aldar. Úr þessum
efnivið mætti hvort sem er gera
harmleik eða gamanleik.
BOSCH
Mikið
úrval
af
BOSCH
heimilis-
tækjum.
Húsprýði h.f.
Laugavegi 176
Sími 20440
BOSCH