Morgunblaðið - 29.03.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.03.1963, Blaðsíða 12
12 MORCVTS Ttt 4Ð\Ð Föstudagur 29. marz 1963 CTtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. iTramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakió. STÖRFELLDAR UM- BÆTUR í TOLLA- MÁLUM ¥ frumvarpi því til nýrrar tollskrár, sem ríkisstjóm- in hefur lagt fyrir Alþingi fel- ast stórfelldar umbætur í tollamálum íslendinga. Hin mesta ringulreið hefur rjkt í þessum málum undanfarin ár. Lagaákvæði um tolla og önn- ur aðflutningsgjöld voru orð- in svo flókin, að í þeim botn- aði í raun og veru enginn, ekki einu sinni þeir sem áttu að framkvæma lögin og inn- heimta tollana. Kostaði það geysilega vinnu;/ bæði fyrir ríkið og innflytjendur, að reikna tollana út. Má segja, að tollakerfið hafi í raun og veru verið sokkið í botnlausa skriffinnsku, sem hafði marg- víslegt óhagræði í för með sér. Á einstaka vörutegund- run voru tollar auk þess orðn- ir svo háir, að eigi varð við unað. Viðreisnarstjórnin hefur unnið mikið og þarft verk til umbóta á þessu sviði. Strax og hún kom til valda skipaði Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, nefnd til þess að endurskoða- gildandi lög um tollskrá og önnur aðflutn- ingsgjöld. Þessi nefnd hefur síðan unnið af miklu kappi að því að ljúka hinu vandasama verki, sem henni var falið að vinna. Árangurinn af því er frumvarp það til nýrrar toll- skrár, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi og mun verða lögfest á næstunni. Meðan unnið var að heild- arendurskoðun tollskrárinnar steig ríkisstjórnin fyrsta skrefið til lækkunar á tollum. í nóvember 1961 voru gjöld á fjölmörgum vörutegundum lækkuð að miklum mun. í kjölfar þeirrar ráðstöfunar sigldi verðlækkun, sem að sjálfsögðu varð til verulegra hagsbóta fyrir almenning, smyglið á þessum vörum minnkaði en ríkissjóður fékk engu að síður hærri tollatekj- ur af þeim en áður, þrátt fyr- ir hina lækkuðu tolla. Með hinni nýju tollskrá eru ákvæði tollalaga gerð mikl- um mun einfaldari og auð- veldari í framkvæmd en áð- ur. í stað mikils fjölda af gjöldum, sem áður hafa verið innheimt, kemur nú einn verð tollur, sem reiknaður er af einum og sama grunni. Þá er og reynt með hinni nýju tollskrá að samræma tollana og flokka í sama flokk þær vörur, sem saman eiga. Loks eru tollar lækkaðir veru lega. Mun tollabyrðin á þjóð- inni lækka um 100 millj. kr. samkvæmt hinni nýju toll- skrá, miðað við innflutning ársins 1962. Hin nýja tollskrá mun þess vegna hafa í för með sér veru lega kjarabót fyrir almenn- ing. Viðreisnarstjómin á miklar þakkir skildar fyrir frum- kvæði sitt um umbætur í tollamálunum. Gunnar Thor- oddsen, fjármálaráðherra, hef ur haft farsæla forystu um hið mikla verk, sem liggur til grundvallar hinni nýju toll- skrá. Þjóðin fagnar því, að nú er brotið í blað og tollar og álagning þeirra gerð ein- faldari og viðráðanlegri í framkvæmd. Vinstri stjómin stefndi í þveröfuga átt. Einu „úrræði“ hennar í efnahags- málunum vom síhækkandi tollar og opinberar álögur. Það voru ær og kýr Eysteins Jónssonar og kommúnista. Nýja tollskráin er stórkost- legt umbótamál. Hún er enn ein sönnun þess, að Viðreisn- arstjórnin hefur glöggan skilning á þörfum þjóðar sinn ar og hefur haft manndóm og kjark til þess að ráðast gegn margs konar sukki og óreiðu, sem valdið hefur þjóðinni erfiðleikum á undanförnum árum. MARZ ']t|'arzmánuði er að ljúka. — Hann hefur að þessu sinni verið mildur og svo að segja snjólaus. Að jafnaði er marz snjóþungur og kaldur. En þessi vetur hefur allur verið með eindæmum hlýr hér á' landi. Þegar 15—20 stiga frost hefur verið í höf- uðborgum Norðurlanda hefur verið 5—10 stiga hiti í Reykja vík. Þessi óvenjulegu hlýindi og veðurblíða um háveturinn vekja oft ugg og ótta um hart vor. Meðfædd tortryggni og varúðartilfinning íslendinga skapar þeim vantrú á það að veðurblíðan geti enzt. Engu verður að sjálfsögðu spáð um vorið, en það er ástæða til þess að gleðjast yfir hinum milda vetri. Hver mánuður sém líður, snjóléttur og hlýr, er guðs gjöf í þessu norðlæga landi. Það er gott hvað góðu náir ,eins og hið forna mál- tæki segir. Daginn er að lengja, sólin er að hækka á lofti, tré og blóm springa út. Heyrðu 40 sinn- um til flugvéla í BLAÐINTJ í gær var sagt frá þeim Helen Klaben og Ralp Flores, sem björguðust fyrir nokkrum dögum, sjö vikum eftir að flugvél þeirra rakst á fjall, norðarlega í British Col- umbia. Voru þau bæði bein- brotin og höfðu verið matar- laus í hörkugaddi, í sex vikur. Myndirnar, sem hér fylgja, eru af þessum hrjáðu ferðalöngum og sýnir önnur, hvernig styðja varð Flores úr flugvélinni. — Furðu má telja, hversu vel þau sleppa eftir þetta ævlntýri, þar sem þau voru baeði all slös uð. Talið er þó, að Helen Klab en missi nokkrar tær vegna kals, en hún hafði þegar við slysið misst skóna sína og fann þá aldrei aftur. Leitinni að þeim Flores og Klaben hafði verið hætt rúmlega tveim vik um áður en þau fundust og þau löngu talin af. Fjallið, sem flugvélin rakst á, var í 1200 metra hæð yfir sjávarmáli og frostið um 30— 40 stig á Celsíus. Fjörutíu sinn um heyrðu þau til flugvéla áð ur en þeim var bjargað. Haft er eftir ungfrú Klaben, að hún hafi ekki verið hrædd og aldrei misst von um björg un, — þó hafi henni oftar en einu sinni komið til hugar að binda endi á líf sitt með ein- hverjum hætti. Telur hún, að trúartraust Ralph Flores hafi verið sér vörn gegn því að fyígja þeirri hugsun eftir. Vorið er á næsta leiti — og það er vorhugur í þjóðinni. SKATTARÁNS- STEFNAN Á UNDANHALDI CJkattaránsstefna Framsókn- ^ armanna og kommúnista er á undanhaldi. Viðreisnar- stjómin hefur ekki aðeins beitt sér fyrir tollalækkun- um. Hún hefur haft forystu um skattalagabreytingar, sem haft hafa í för með sér miklar skattalækkanir á einstakling- um og jafnframt gert at- vinnufyrirtækjum auðveld- ara um vik en áður að end- urnýja tæki sín og byggja upp framtíðarrekstur sinn. Árið 1960 voru gerðar breytingar á skattalögunum, sem höfðu í för með sér mikl- ar skattalækkanir einstakl- inga. Þá var afnuminn með öllu tekjuskattur af hreinum tekjum einstaklinga undir 50 þúsund kr. og hjóna undir 70 þús. kr., og hækkaðar skatt- frjálsar tekjur hjóna um 10 þús. kr. fyrir hvert bam. Þessi skattalagabreyting hefur orðið tugum þúsunda heimila um land allt til stór- kostlegra hagsbóta. Árið 1962 var svo skattstigi félaga til tekjuskatts lækkað- ur úr 25% í 20%, skattfrjáls framlög í varasjóð hlutafé- laga voru hækkuð, veltuút- svar var afnumið, heimilað var að flytja táp á rekstri fé- laga og einstaklinga á milli fimm áramóta í stað tveggja áður, leyfður var frádráttur frá skattskyldum tekjum á vöxtum af byggingaskuldum og fjölmargar aðrar breyting- ar vom gerðar til hagsbóta fyrir atvinnutækin. SIGURÐUR Björnsson tenór- söngvari heldur söngskemmtun fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé- lagsins nk. þriðjudags- og mið- vikudagskvöld í Austurbæjar- bíói. Á efnisskránni er ljóðaflokkur- inn „Die Schöne Múllerin“ (Mal- arastúlkan fagra) eftir Franz Schubert, við ljóð eftir Wilhelm Múller. í þessum ljóðaflokki eru samtals 20 lög og sum þeirra meðal fegurstu sönglaga Schu- berts. Það þykir ekki á færi nema færustu söngvara að flytja þennan ljóðaflokk. Hér hefur hann tvivegis verið fluttur áður, af þeim Einari Kristjánssyni og Hermanni Prey. Sigurður Björnsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, fyrst fiðluleik og síð- an söngnám og lauk þaðan burt- fararprófi í þeirri grein. Að því loknu fór Sigurður til Múnchen og stundaði þar söngnám í 5 ár hjá hinum fræga söngvará Ger- hard Húsch, sem um lengri tíma var álitinn einn bezti ljóðasöngv- ari Þjóðverja. Nú er Sigurður Björnsson fastráðinn söngvari við óperuna í Stuttgart, en það- an er hann nýkominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur. Hann hefur haldið allmarga tónleika, bæði hér á landi og erlendis. Tilgangur Viðreisnarstjóm arinnar með skattalagabreyt- ingum hennar var fyrst og fremst sá að létta skatta á al- menningi og örva atvinnulíf- ið, auka þjóðartekjumar og bæta þannig lífskjörin. Sigurður Björnsson. Guðrún Kristinsdóttir annast undirleik á þessum hljómleikum. í tilefni af þessum tónleikum hefur Tónlistarfélagið látið prenta skýringartexta á íslenzku í efnisskrána og verður það væntanlega «el þegið af áheyr- endum. Sigurður Björnsson syngur hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.