Morgunblaðið - 29.03.1963, Side 13
i Föstudagur 29. marz 1963
MORCVISMAÐIÐ
13
Þjóðleikhúsið:
Andorra
eftir Max Frisch
Leikstjóri: Walter Firner
Lárus, Guðbjörg og Gunnar í hlutverkum sínum.
Þjóðleikhúsið frumsýndi í
(yrrakvöld leiikritið „Andorra"
eftir svissneska rithöfundinn
Max Frisch. Er þetta annað leik-
ritið eftir þennan merka höfund,
sem sýnt er hér á landi. Hitt er
„Brennuvargarnir“ sem leikfél-
agið „Gríma“ sýndi í Tjarnar-
bæ í fyrra vor. í leikdómi min-
um þá fór ég nokkrum orðum
um höfundinn, en tel þó rétt að
rifj a hér upp' það sem þar var
sagt. Max Frisch er ásamt sam-
Janda sínum Friedrioh Diirren-
matt, talinn í fremstu röð þeirra
leikritahöfunda á síðari tímum,
sem nú rita þýzka tungu. Hann
er fæddur í Zúridh árið 1911,
etundaði háskólanám um skeið,
gerðist síðan, blaðamaður og ferð
aðist víða um lönd. Síðar tók
hann að nema byggingarlist og
lauk prófi í þeirri grein á styrj-
aldarárunum. Hörmungar þeirra
ára mörkuðu djúp spor í sál-
arlíf þessa gáfaða unga manns,
enda tók hann brátt að skrifa
bækur, sem byggðar voru á
eárri reynslu háns og ílhugun um
þau vandamál mannlegs lífs,
sem fylgdu í kjölfar styrjaldar-
innar. — Max Frisch hefur sam-
ið skáldsögur og mörg leikrit,
er öll bera vitni skáldlegri inn-
sýni hans og djúpum skilningi
é þeim meinsemdum, sem þjá ein
staklinga og þjóðir um gervall-
an heim, nú, á tímum ótta og
öryggisleysis. Skáldverk Frisch
hafa flest þótt athyglisverð, en
með „Brennuvörgunum“ hlaut
hann heimsfrægð og það leik-
rit og „Andiorra" eru af flestum
talin merkustu leikrit hans.
„Andorra" var fyrst frumsýnt
í Zuridh fyrir rúmum tveimur
árum, en 9Íðan hefur leikritið
verið sýnt í öllum meiriháttar
leikhúsum Evrópu, og hvarvetna
hlotið frábærar viðtökur. í leik-
ritinu ræðst höfundurinn hat-
rammlega gegn hættulegum for-
dómium og hleypidómum, sem
geta gripið um sig eins og pest-
arfaraldur meðal'manna og bú-
ið jafnvel alsaklausum mönn-
um hin hörmulegustu örlög og
jafnvel hrakið þá í dauðann.
Nærtækasta dæmi þessa eru
kynþáttaofsóknirnar, sem víða
eiga sér stað í heimi vorum og
þá ekki hvað sízt hinar æðis-
gengnu gyðingaofsókrýr í riki
nazistanna á sínum tíma og reynd
ar víðar. Það er vissulega engin
tiiviljun að höfundur þessa leik-
rits lætur hinn unga ofsótta
mann í ríkinu Andorra, þessum
„griðarstað mannréttindanna",
vera talinn júða og því tilvalið
fórnarlamb, sem hlýtur dauða-
refsingu fyrir glæp, sem annar
hefur framið, enda þótt vitnast
hafi áður að hann er hvorki júði
né valdur að glæpnum. En eng-
inn óvandabundinn hinum unga
manni þorir að risa upp til varn-
ar hinum unga manni. Svo mátt
ugt er vald fordómanna, svo
hörmulegtt skeytingaleysi manna
og skortur á ábyrgðartilfinningu
gagnvart meðbræðrum sínum. En
jafnframt þessu greinir höfundur
inn sálarlíf hins unga manns
af djúpum og nærfærum skiln-
ingi
Leikstjórinn, Walter Firner,
mun óþarft að kynna hér, því
að állir reykrvískir leikhúsgestir
munu þess minnugir er þessi
mikillhæfi listamaður setti hér á
svið fyrir nokkrum árum leik-
inn Don Camillo og Peppone,
sem hann sjálfur hefur samið
eftir samnefndum sögum ítalska
rithöfundarins Guareschis. Beik-
stjórn Firners þá var með af-
brigðum snjöll og vissulega hef-
uir honum ekki tekizt síður nú.
Heildarsvipur leiksins er afburða
góður, öryggi og samræmi yfir
hverju atriði, jafnt hópatriðum
sem öðrum og staðsetningar all-
ar með ágætum. Ber að þakka
þjóðleiiklhússtjóra fyrir að hafa
fengið hingað þennan þaulreynda
og snjalla leikhúsmann til þess
að stjórna þessu vandasama og
áhrifamikla leikhúsvarki. Er
vissulega mikils vert að fá hing-
að slíka ágætismenn ekki síst
meðan við érum svo lítilsigldir
að við getum ekki eða teljum
okkur ekki geta kostað okkar
ungu leikstjóra til nægilega
langrar dvalar erlendis til þess
að kynna sér þar leikstjórn á
höiuðbálum leiklistarinnar.
Hlutverk leiksins eru allmörg
auk fjölda „statista" — her-
manna og borgara í Andorra.
Aðalhlutverkið, Andra, hinn
ofsótta unga pilt, leikur Gunnar
Eyjólfsson. Andri hefur alizt upp
sem tökutbam á heimili kennar-
ans í bænum, en er reyndar son-
ur hans með konu í nágranna-
ríki. Kennarinn hefur ekki, af
ótta við fordóma og pólitískt ofs
tæki Andorrabúa, þorað að játa
faðerni drengsins og því tekið
hann til sín undir því yfirskini
að hann væri flóttabam af gyð-
ingakyni. Er þetta hin uppruna-
lega orsök óhamingju drengsins.
Á heimilinu er einnig dóttir kenn
arans, Barblin, fríð og gjafvaxta
Stúlka. Hún og Andri fella hugi
saman, en þegar kennarinn verð-
ur þess áskynja bregst hann, af
eðlilegum ástæðum, ofsalega
gegn því. Andri misskilur þessa
afstöðu „fósturföður“ síns, held-
ur að hún stafi af því að hann
sé júði, og verður það til þess
að hann fær hatur á honum. —
Andri er veigamesta og vanda-
samasta hlutverk leiksins og
ekki á annarra meðfæri en mik-
ilihæfustu leikara. Gunnar gerir
hlutverkinu yfirleitt hin ágæt-
ustu skil. Aðeins stöku sinnum,
einkum í eintölunum, bregður
fyrir hjá honum óeðlilegri radd-
beiting (diktion) en annars er
leikur hans afburða góður og
stuindum frábær, áhrifamikill og
borinn uppi af sterkri innlifun
t.d. í viðtalinu heima hjá prest-
inum. Og honum tekst undravel
að sýna með svipbrigðum og
látbragði þann mikla skaphita
og sársauika sem hann býr yfir
hið innra. Gunnar vann mikinn
leiksigur í Pétri Gauti, en leikur
hans í hlutverki Andra er ekki
síðri. Hann er vaxandi leikari og
vissulega gott til þess að vita.
Leikur Kristbjargar Kjeld í
hlutverki Barblin er einnig
mjög góðux, tilþrifamikill og
sannfærandi, en beztur þó í síð-
asta atriði leiksins, þegar hiún
er orðin vitskert- Þar fer allt
saman í fullkiomnu samræmi, í
framsögn og rödd, svipbrigði og
látbragð.
Um aðra leiikendur er fátt eitt
að segja. Leikur þeirra flestra
er áferðargóður . „rútinu“ leikur,
en ekkert þar framyfir. Þó er
ástæða til að" minnast á athyglis-
verðan leik og prýðilegt gerfi
Árna Tryggvasonar í hlutverki
fábjánans, enda þótt hann segi
ekki orð.
Leiktjöldin hefur Þorgrímuv
Einarsson *gert. Er þetta frum-
raun hans á þessu sviði og hef-
ur tekizt einkar vel.
Þorvarður Helgason hefur þýtt
leikinn á dágott mél, að því er
mér heyrðist, en ekki hnökra-
laust.
Leiksýning þessi var öll hin
merkasta og þeim til sóma, sem
að henni standa.
Sigurður Grímsson
Kirkjugarðarnir
Rafmagn verftá veitt
inn á hvert heímili
Staðið við 10 ára áætlun
Á FUNDI sameinaðs þings á
miðvikudag gerði Gísli Jónsson,
alþ.m., grein fyrir því áliti meiri
hluta allsherjarnefndar, að þings
ályktunartillögu nokkurra frám-
sóknarmanna yrði vísað til ríkis-
stjórnarinnar. En ríkisstjórnin
hefur þegar fyrirskipað alla þá
athugun, sem fram á að fara
samkvæmt tillögunni, svo að
samþykki hennar mundi engu
breyta í því efni.
/
Staðið við 10 ára áætlunina
Gisli Jónsson (S) rakti í upp-
hafi máls síns efni tillögunnar.
En það er að skom á ríkisstjórn-
ina að láta hraða áætlun um á-
fijamhaldandi framkvæmdir við
rafvæðingu landsins, er miðist
við það, að öll heimili hafi feng-
ið rafmagn í siðasta lagi 1968 og
verði áætlun um ný orkuver, að-
elorkuveitur og dreifilínur um
6veitir ásamt ááetlun um aðstoð
við að koma upp einkastöðvum
fyrir einstök heimili, sem svo eru
afskekkt, að ekki þykir fært að
leggja rafmagnslínur til þeirra
frá samiveitunum.
Tillagan var send til umsagn-
er raforkumálastjóra og í bréfi
hans er m.a.
bent á, að hin
evonefnda 10 ára
áætlun um raf-
væðingu sveit-
anna sé í raun
og veru 11 ára
óætlun. Fram-
kvæmdir hafi
fyrst hafizt 1954
og eigi þeim að
ljúka j árslok 1964 og er allt út-
Ut fyrir, áð svo verðL Eáðgert
var að samningur næstu 10 ára
áætlunar yrði lokið fyrir sl. ára-
mót, en því miður hefur það ekki
tekizt. Fyrirhugað sé að gera þá
áætlun svo úr garði ,að hún taki
einnig til einkastöðva fyrir þau
býU í sveit, sem eru svo af-
skekkt, að ekki er fært að leggja
rafveitur til þeirra frá samveit-
unum. En m.a. hefur það tafið á-
ætlunina, að erfitt hefur verið
að fá upplýsingar um það, hve
mörg býli það eru á landinu,
sem enn hafa ekki fengið raf-
magn í einhverri mynd. Sá drátt-
ur, sem orðið hefur, þarf því ekki
að hafa nein áhrif til tafar á
hinni nýju 10 ára áætlun, enda
nægilegt, að hún verði tiibúin
haustið 1963 þar sem framkvæmd
ir samkvæmt henni geta ekki
hafizt fyrr en snemma árs 1965.
Kvað alþingismaðurinn þessi
atriði í umsögn rafveitustjóra
sýna ljóslega, að samþykkt þings
ályktunartillögunnar getur engin
áhrif haft á framkvæmd rafvæð-
ingar í landinu.
Stækkun orkuveranna
Þá segir í umsögn raforku-
málastjóra, að orkuverin séu
fyrst og fremst miðuð við þarfir
þéttbýlisins, þar sem orkunotk-
un sveitanna sé svo lítil, að bún
hafi ekki, svo að teljandi sé, á-
hrif á stærð þeirra og staðsetn-
in,gu, enda stöðugt unnið að því
að undirbúa stækkun orkuver-
anna til þess að fyrirbyggja orku
skort. Það er heldur ekki orku-
skorturinn, sem torveldar raf-
væðinau sveitanna. heldur hinn
mikli kostnaður, sem dreifing-
unni er samfara, og er um 20
sinhum meiri á hvert manns-
bapn í sveit en í kaupstað. En
þessi halli er áætlaður nú u.þ.b.
15 þús. á ári á hvert býli og áður
en ráðist verður í slíkan halla-
rekstur, þarf að leggja á ráðin
um það, hvernig unnt verði að
mæta slíkum halla.
„Þessi hlutur umsagnar raf-
veitumálastjóra sýnir einnig“,
sagði alþingismaðurinn, „að sam-
þykkt þingsályktunartillögunnar
leysir á engan hátt þann vanda,
sem um ræðir.“
Við hvaða vanda er
að glíma?
Með því að hér væri um eitt
hið mésta vandamál að ræða,
kvað alþingismaðurinn rétt og
skylt að víkja nánar að því, svo
ljóst yrði, við hvaða vanda væri
að glíma, og til að benda á, hver
úrræði væru fyrir hendi.
Nú munu um 175 þús. manns
hafa fengið rafmagn á einn eða
annan hátt, en 11 þúsund manns
búa enn í landinu án þess að
hafa fengið þessi nauðsynlegustu
gæði hinnar nýja tækni. Og allt
þetta fólk býr í hinum fjarlæg-
ari byggðum, þar sem lífskjörin
eru á flestum sviðum lakari, lífs-
baráttan erfiðari en hjá megin-
þorra þeirra 170—180 þúsunda,
sem nú njóta þessara þæginda
samfara öðrum þeim þægindum,
sem þéttbýlinu fylgja. Þá er það
og ljóst, að rekstrarhalli raf-
veitna og raforkuvera, sem nem-
ur tugum milljóna, samfara á-
lagi úr ríkissjóði til þessara fram
Vu-evrjuia, sem einnig nemur tug-
Framh. á bls. 23
KIRKJUGARÐAR úti «um land
eru ekki í vanlhirðu vegna þess
að það skorti fé. Það eru greidd
sóknargjöld, sem eiga að not-
ast til hinnar almennu hirðu
kirkj ugarðanna, sem er í því fólg
in að hreinsa garðinn á vorin,
en slá hann einu sinni eða tvisv-
ar á suimri. Þetta er hin almenna
hirða, sem er lögskipuð. Og á
formaður sóknarnefndar og sókn
arnefnd ölll að sjá um, að þetta
sé gert og að það sé í fyllsta
lagi. Leiðin sjálí á hver hlutað-
eigandi að hirða um eða láta
gera það á sinn kostnað. Það
kunna að verða fáeih leiði út-
undan, sem allir eru dánir frá,
en því ætti að vera hægt að
treysta, að þau yrðu hirt af
sóknarnafnd eða kvanfélagi, ef
það er á staðnum.
Það fer ekki saman að endarr-
reisa Skálbolt og Hóla, hin fornu
biskups- og menntasetur, og varð
veizla ýmissa fornminja, en
ganga fram, hjá' aknennri hirðu
á kirkjiugörðum, þar sem for-
feður og mæður liggja dáin og
grafin, með öðrum orðum þeir,
sem gerðu garðinn frægan.
Hvað er Skáliholt og Hólar?
Ekki húsin. Það eru mennirnir,
sem hafa gert staðinn eða stað-
ina það sem þeir eru, menntað
fólkið, fengið þiví þjóðfrelsi og
mannfrelsi, enduxreist hið forna
lýðveldi o.s.frv. Og þarna liggja
þessir menn dánir, grafnir í
kirkjugörðunum vanhirtu, eins
og þar væri gömul kofatóft.
Það er ekki vansalaust fyrir
hið íslenzka lýðveldi og þjóð-
þing þesis, að þetta skuli þurfa
að korna til umræðu á því herr-
ans ári 1963. Og að helztu nið-
urstöður séu þær, að slétta út
leiði, rifa niður girðingar þa.r
sem þær eru, og grafa ofan í
leiði. Pá þeir dánu ekki einu
sinni að hvíla í friði? Hvað þá
að legstað þeirra sé sómi sýnd-
ur. Ekki einu sinni með hinni al-
mennu lögakipuðu hirðu. Oe bó
láta menn höm sín og unglinga
hina uppvaxandi kynslóð, bók-
staflega leika sér með peninga,
að ég ekki segi- sóa þeim í á-
byrgðarleysi. Og það er borðað-
ur jólamatur daglega. Gengið í
skrautkiæðum. Byggð skrauthýsL
Bkið í skrau'tlegum bifreiðum
um þvert og endilangt landið og
milli búsa. Skroppið til annarra
landa eins og menn skruppu á
berjamó áður fyrr o.s.frv. Ailt
er hægt nema að sýna þann manra.
dóm að sýna grafreit hinna dánu
formæðra og feðra þann sóma,
að þjóðin mætti vera stolt af.
Sem sé virðulegum skrúðgarði
þar sem hvert leiði og hver graf
reitur fengju að vera í friði.
íslenzka þjóðira stærir sig af
frelsi og víðsýni og menningu,
ipg vill vera í tölu hinna sann-
menntuðu þjóða á heimsmæli-
kvarða, berst á með sendiherra
úti um allan heim, situr dýrar
veizlur í ti'lefni þess á svo marg-
an bátt með ærnum tilkostnaði
í klæðahurði og risnu á ýmsa
vegu. Hvað er að gerast í 'þjóð-
Lífinu? Er þessi litla þjóð á norð
uilhjara heirns, sem hefur barizt
við hinar mestu þrengingar fyrri
alda og sigrað, að verða hrein-
usbu uppskafningar, spjátrung-
ar? Hver hefur undirbyggt alit
þetta, sem við nú höfum: skipa-
kostinn, bílana, skrauthýsin,
skólana? Sú kynslóð sem nú er
gengin til grafar, og sú sem nú
er að ganga til grafar, gamla
fól'kið. Og þetta eru launin. Ætli
yngiri kynslóðinni þætti þetta
ekki þunn útborgun?
Það sem á að gera er að láta
fara fram hirðu á hinum van-
ræktu kirkjuigörðum á kostnað
hi*eppsfélaganna, sem hlut eiga
að máli, en lá'ta sóknarnefndiraa
borga með sóknargjöldum til
hreppsnefndanna, því að hrepps-
nefndin og hreppstjóri hljóta að
bera ábyrgðina á svona skeyt-
ingarley&i.
Elisabet Jónsdótíir