Morgunblaðið - 29.03.1963, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.03.1963, Qupperneq 23
Föstudagur 29. marz 1963 Jlf O R C V N B IYA Ð 1 Ð 23 MEÐ 10 BÚRN BÍL UM NÚTTINA SKAGASTRÖND, 28. marz: — Mikil hræðsla greip um sig meðal fólks hér, er jarðskjálft ans varð vart. Greip það ung börn og þaut út úr húsum sínum. Þeir sem háttaður voru þustu jafnvel út á nærklæðun- um einum. Tíu mínútum eftir fyrsta kippinn kom annar og jók það enn á hræðslu fólks- ins. Þeir, sem bifreiðir áttu, drifu fjölskylduna út í þær og væri þar rúm fyrir fleiri fengu nágrannarnir að setjast inn. Aðrir gengu um úti undir berum himni og fylgdust með því, sem fram fór, en veður var gott. Þeir sem búsetu eiga í stein húsum flúðu til nágrannanna, er búa í timburhúsum og leit- uðu þar næturskjóls. ,Um mið nættið kom þriðji kippurinn og var þá sýnt, að Skagstrend ingar mundu eiga vökunótt. Fengust margir ekki til að fara inn í hús sín aftur fyrr en um morguninn. Talsverðar skemmdir hafa orðið á húsum, veggir sprungið, miðstöðvar- lagnir gengið úr sambandi, mýndir, leirtau og handlaugar brotnað. Til marks um hve fyrsti kippurinn var harður má nefna, að stór stofuskápur færðist til um hálfan meter og eldavél slitnaði úr sambandi við tengidós. Allur fjöldinn gerði sér ekki ljóst hvað olli þessum ósköpum, langflestir héldu að sprenging hefði orðið í miðstöðvarkatli, öðrum kom til hugar að kjarnorkuspreng- ing hefði orðið, en fljótlega áttaði fólk sig þó á að um jarð skjálfta væri að ræða. Nokkrir tóku rafstraum af húsum sín- um og slökktu á kynditækjum til öryggis. Ásmundur Magnússon, verk smiðjustjóri, segir svo frá: — Við hjónin vorum háttuð, svo og aldraður faðir minn og fjögur börn okkar á aldrinum 3ja til 13 ára. Voru börnin öll sofandi, er lætin byrjuðu. Ég taldi fyrst að sprénging hefði orðið í miðstöðvarkatli og leit út um gluggann til að sjá hvort eldur stæði út um kjall aragluggann. Skömmu síðar áttuðum við okkur á því hvað um væri að vera. Börnin urðu hrædd, þegar þau vöknuðu og drifum við okkur öll í föt. Við höfðum rétt lokið þessu, er annar kippurinn kom og yfir- gáfum við þá íbúðina og hröð uðum okkur öll út í bílinn, sem stóð skammt frá. Þar héldum við okkur þar til kl. 4 um nóttina, er við héldum inn í húsið aftur að undanteknum syni okkar og félaga hans, sem bjuggu um sig í bílnum til morguns. Faðir minn, sem er 78 ára gamall Hnífsdælingur, hefur aldrei áður orðið var við jarð sjálfta. Aðalbjörg Sigurðardóttir, húsmóðir á fertugsaldri, segir svo frá: — Ég var á leið heim til mín og var stödd í miðju þorpinu, þegar ósköpin dundu yfir. Ég hélt fyrst, að sprenging hefði orðið í nærliggjandi húsi og sá síðan að skorsteinn tók að hreyfast mjög til á húsi þar skammt frá. Ég sá einnig ljósa staura á hreyfingu og heyrði miklar drunur. Fljótt áttaði ég mig þó á hvað mundi vera að ske og flýtti mér heim, þar sem tíu börn mín á aldrinum 1—15 ára biðu, en eiginmaður minn stundar atvinnu fyrir sunnan. Yngstu börnin voru sofandi er ég kom, en þau eldri mjög óttaslegin. Þegar ég kom í dyrnar skall yfir annar kippurinn, opnaði ég þá allar dyr og sperrti við þær til þess að geta komizt út ef illa færi. Hlupi þá sum barnanha út, en ég tók að annast þau yngri. Skömmu síðar kom frændi minn, Viggó Brynjólfsson, með bifreið sína og fór ég með öll börnin út í hana og vorum við þar til kl. 5 um morguninn, en þá héldum við heim til Vigg ós og konu hans og dvöldumst þar það sem eftir lifði riætur. Fréttaritari blaðsins átti í dag samtal við bændur úti á Skaga og sögðu þeir að ekki hefðu orðið þar stórvægilegar skemmdir nema hvað lausa- munir og myndir hrundu nið- ur. Jón Benediktsson í Höfnum sagði að mikill óróleiki hefði verið í fé sínu, er hann vitjaði þess í morgun. Einsetumaður hélt ekki við í híbýlum sín- um, því hundur hans spangól- aði svo alla nóttina að enginn friður var. — Þórður. — Sátu 1 bilum Framhald af bls. 24. gæfu hús sin um stundarsaik- ir. Þeir sem úti voru sáu jörð- ina bylgjast undir sér og virtust Ihræringaíi'nar. koma úr norðri. . — Jakob DAL.VÍK — Jarðskjálftinn byrjaði hér um svipað leyti, lið- lega fiimimtán miín. yfir 11, og fyrstu hræringarnar tóku að minnsta kosti eina mínútu sem var stöðug hreyfing. Sdðan komu smákippir og einn um sjödeytið. Skaði varð lítill sem enginn, en þó varð vart við sprungur í nokikrum steinhúsum, þó ekki etórvægilegar. Talsvert tjón hef- ur þó hlotizt af þessu. Eitthvað Ihrundi af glervöru í verzlunum. Það eru tæp 29 ár síðan hér «rðu miklir jarðskjálftar og enn situr í eldra fólki minningin síð an þá. Óhug setti því að vonum að eldra fólki, og margt fór út eð skima og til að fylgjast með drununum, sem hræringunum fyigdu. _ Ég hef heyrt menn segja að þetta sé mesti jarðskjálfti, sem hér hefur komið síðan 1934, þótt ekiki sé hann ýkjastór í saman burði við þann, sem þá gek,k — Kárf HUSAVÍK — Hér virtist jarð skjálftakippurinn ekki síðri en 1984. Lausamunir færðust úr stað og bækur hrundu úr hillum, Vitað er um að allmiklar skemmdir urðu á einu húsi, að Ásgarði 19. — S.P.B, GRÍMSSTÖÐUM, Mývatns sveit — Hér fundust fjórir jarð skjálftakippir, hinn fyrsti 23.13, skömmu síðar allsriarpur kippur og síðar tveir nokkru vægari. ísinn á Mývatni sprakk og liggja sprungurnar frá norð vestri til suðausturs. fsinn vatninu er víða 60-70 om. þykikur — Jóhannes REYKJAHLÍÐ við Mývatn — Er jarðskjálftinn skall yfir sátu menn á fundi að Skjóibrekku. Sló óhug á fundarmenn; ekki yfirgáifu þeir þó fundarsalíinn Innflutningurinn jókst Kortið sýnir hvemig 160. lengd arbaugurinn, sem liggur um Kam chatka-skaga tekur á Norðurpól- num við af 20. lengdarbaug, sem liggur um ísland. — Jarðhræringar Framhald af bls. 1 er vitað hvar hann átti upptök sín. • í fréttum norsku fréttastof unnar NTB segir í dag, að jarð- skjálftamælar í Uppsölum hafi mælt jarðskjálfta á miðvikudags kvöld kl. 23.19.56. Telja vísinda- menn það, að jarðskjálftinn hafi orðið milli íslands og Svalbarða Segja þeir að hann hafi verið 7 stig að stærð, en það er stærri jarðskjálfti en sá, sem lagði Agadir í Marokko í eyði fyrir nokkrum árum. Hann var 5 til 6 stig. O í Bergen sýndu jarðskjálfba- mælar tvo jarðskjálfta á mið vikudagskvöldið. Sá fyrri varð kl. 23.18.54 og telja jarðskjálfta- fræðingar, að hann hafi orðið 14 þús. km fjarlægð frá Bergen, í Kyrrahafi fyrir austan Ástralíu. Síðari jarðskjálftinn mældist Bergen kl. 00.02.46. Er talið, að það sé jarðskjálftinn, sem kom upp fyrir norðan ísland. • í Strasbourg sýndu jarð skjálftamælar snarpa jarðskjáKta kippi milli íslands og Jan Mayen um kl. 23.30 á miðvikudagskvöld. • Aðfaranótt fimmtudagsins fundust nokkrir veikir jarð skjálftakippir á Ítalíu. Eina tjón ið, sem vitað er að orðið hafi af þeim, er að gamall kirkjuturn nálægt Perugia, hrundi. nema hvað margir hringdu heim til sin til þess að vita hvort þar hefðu orðið nokkrar skemmdir, Ekki varð tjón á mannvirkjum. — Pétur ÆRLÆK, Axarfirði — Hér varð jarðskjálftans greinilega vart og færðust lausir munir úr stað, klukkur stoppuðu en aðrar skemmdir urðu ekki. — Fréttaritari VÍK — Fólk varð vart við jarð skj'álftamn laust fyrir 11.30 gærkvöldi. Þetta voru nokkrir vægir kippir og mjög stutt rnilli þeirra, en samt var fyrsti kippurinn það snarpur, að jarð skjálftamælirinn, sem er hér í Vik fór úr sambandi. Hann sýndi þó fyrsta kippinn nægilega til að staðfesta að þetta var stærsti kippurinn, sem mælzt hefur hann síðan hann var settur upp hér. — Páll Athugið! að borið saman við útbreiðslv er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. úr 6 milli. í 15 mi Með lögum um lækkun að- flutningsgjalda árið 1961 voru lækkuð verulega gjöld á fjöl- mörgum vörutegundum og þá fyrst og fremst þeim, sem voru í hæstu tollflokkunum og grunur eða vissa lék á, að smyglað væri í verulegum mæli til landisins. Með þessum tollalækkunum vannst tvennt fyrst og fremst: Vöruverð lækkaði til gagns fyrir al- menning og stórlega dró úr smyglinu, svo að ríkissjóður fékk rneiri tekjur en áður, þrátt fyrir tollalækkunina. Skal hér tilfært dæmi, sem sýnir þetta glögglega: Tollar af kvensokkum lækk uðu úr 132% niður í 52%. Brá þá svo við, að innflutning ur kvensokka jókst úr 6 millj. árið 1961 í 15 millj. árið 1962. Vafalaust dettur engum í hug, að notkun þessarar vöru hafi aukizt svo stórkostlega. Trúlega hefur hún verið svip- uð frá ári til árs. Alþingi Framhald af bls. 13. um milljóna, er og verður tekið af öllum þegnum þjóðfélagsins, hvort sem þeir njóta rafmagns eða ekkL Þetta misrétti má hvorki né verður þolað til lengd- ar og það út af fyrir sig að leið- rétta það er minni vandi en hitt, að konía rekstri núverandi raf- orkuvera og rafveitna á viðun- andi fjárhagslegan grundvöll. En auk þess misréttar, sem áður er drepið á, skal bent á, að rafmagnið er sterkasti segullinn, sem dregur fólkið frá ljóslausri byggð inn í ljóshring þéttbýlis- ins og í því liggur miklu meiri vandi en svo, að loka megi aug- unum fyrir þeim afleiðingum, sem það hefur á þjóðfélagsheild- ina. Hundruð milljóna Alþingismaðurinn ræddi ýtar- lega þær ráðstafanir, sem ger- legar væru til að koma rafveitun um á viðunandi grundvöll, og ekki rúm til að rekja það hér. En alþingismaðurinn komst að þeirri niðuistöðu, að hundruð millj. þurfi til að koma öllum þessum málum í viðunandi horf, en þær verða hvorki teknar inn á fjárlög ríkissjóðs né héraðanna nema jafnframt sé fundin leið til að afla tekna á móti, og í því liggur vandinn. Má ekki gera þeim erfiðara fyrir Loks ræddi alþingismaðurinn nokkuð, hvernig unnt yrði að koma rafmagni til þeirra 11 þús. manna, er enn hafa ekki fengið rafmagn, og lagði áherzlu á, að ekki mætti flétta þeim vanda saman við hinn, sem núverandi fjárhag veitnanna væri samfara. í umsögn raforkumálastjóra segði, að ekki þurfi nýrra orku vera með, þar sem orkuþörf fólksins sé svo lítill. Hér er að- eins um að ræða kostnað við dreifingu eða byggingu smáorku vera, sem helzt ættu að vera í eign einstáklinga, sem þó yrðu styrktir af ríkissjöði með hag- kvæmum lánum. Ef um sam- veitu er að ræða, ber ríkissjóði að leggja fram % kostnaðar. Vilji hérað legigja fram að sínu leyti %, svo sem lög mæla fyrir um, verður ekki með neinru sanngirni hægt að neita héraðinu um framkvæmdina og þann hluta af hálfu ríkissjóðs, sem honum ber að láta til framkvæmdanna. Komi hins vegar í Ijós, að hérað vildi ekki eða gæti ekki lagt fram sinn hlut til framkvæmd- anna, ber að sjálfsögðu að at- huga, hvaða aðrar leiðir eru ó- dýrari eða heppilegri til að fram- leiða þar raforku. „Mér er alveg íjóst,“ sagði al- þingismaðurinn, að raforka frá héraðsveitum ríkisins verður eigi veitt inn á hvert heimili í land- inu vegna fjarlægðar. En þau býli má lýsa, sumpart með sam- veitu á afmörkuðum svæðum og sumpart með sérveitum fyrir hvert býli. En hvernig sem það er gert, þá má á engan hátt gera þeim, sem þar búa, erfiðara fyrir til að komast yfir þessi þægindi en hinum, sem orku njóta frá sanweitum ríkisins. . - Maður gleymir Framh. af bls. 24. — Kippirnir voru allsnarp- ir, svona 3—4 stig gæti ég trú- 'að. Efri hæðir á húsunum sveigðust allmikið til og ým- islegir munir hreyfðust til. Margir hér urðu skelkaðir við þessi ósköp og hlupu út úr húsum. Fólkið var dálítið ó- rólegt og ég er hræddur um að mörgum hafi ekki oröið svefnsamt, enda höfðust sum- ir úti við alla nóttina. — Eldra fólkið var yfirleitt rólegt, enda var þetta ósköp skaplegt miðað við jarðskjáift ana 1934. Það var helzt yngra fólkið, sem ekki fór úr fötun- um af ótta við að sagan þá endurtæki sig. — Þeir, sem eldri eru hafa þá trú, sem byggð er á langri reynslu, að ekkert sé að ótt- ast nema í fyrstu kippunum. Þeir eru hættulegir. — Jarðskjálftinn nú þolir engan samanburð við ógnirn- ar 1934, en hann byrjaði þá upp úr eitt e.h., 2. júní. Ég var staddur í sölubúð minni og ætlaði að komast út, en þess var enginn kostur. Ég hrökklaðist bara sitt á hvað, þar til það versta var afstað- ið. Allt í húsinu var í einni kös, húsgögn, eidavél og ofn- ar. Fyrsti kippurinn hefur ekki staðið meira en hálfa mínútu, en þær sekúndur voru anzi lengi að líða. — Þá hrundu hér mörg hús til grunna, en önnur skemmd- ust. Ekkert hús, hvorki úr steini né timbri, slapp við meiri eða minni skemmdir. Viðbrögð fólksins voru svipuð og nú. Menn voru skelf ingu lostnir og þorðu ekki að fara inn í húsin í nokkra daga. Sem betur fór var blíð- skaparveður. Ekkert mann- tjón varð. Það var hreinasta mildi. — Ástæðan var sú, að jarð- skjálftinn hófst um matmáls- timann og fáir voru komnir á kreik eftir matinn. Systir min var að ala barn og var rétt búið að skilja á miLli, þegar þetta dundi yfir. Hún varð ekkert lirædd og var bjargað út strax ' og það versta var afstaðið. I»á sást varla handaskU inni vegna sementsryks. — Maður gleymir slíkum hamförum seint. Bylgjurnar voru svo tíðar, að allt rann saman fyrir augum manns, svo ekki var hægt að -sjá nokkurn skapaðan hlut. — Þeir, sem staddir voru úti við, sáu jörðina ganga í bylgjum, og bílar, sem voru á fullri ferð snarstöðvuðust. Já, það var margt skrítið, sem gerðist þá, sagði Sigurður P. Jónsson að lokum. WSLMm ÚtoSON hrL QMAS ÁRHfíSON hdl loefb*ðiskbifstofa ^Sím m2Sosm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.