Morgunblaðið - 29.03.1963, Side 8

Morgunblaðið - 29.03.1963, Side 8
8 UORCUHBLAfílB Föstudagur 29. marz 1963 — Örvar clvinnul'if Framhald af bls. 1. MÁLIN ORÐIN MJÖG FLÆGT Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra kvað orsakir þess og til- gang að ráðizt var í endurskoð- unina, að sjálfsögðu margvisleg- an. 1939 var sett tollskrá, sem var fyrsta heildarlöggjöfin um aðflutningsgjöld hér á landi og var merkur áfangi á sinni tíð. En síðan hefur margt gerzt og tollskráin og tollalög mjög færzt úr lagi. Eins og hér hefur verið ástatt í efnahagsmálum undan- farna tvo áratugi með svo að segja sífelldri og vaxandi verð- bólgu og örðugleikum atvinnu- veganna, hefur mjög oft þurft til þess að gripa að auka tekjur rikissjóðs eða þeirra sjóða, sem hafa átt að aðstoða framleiðsl- una. Oftast voru þá hækkuð að- flutningsgjöld á vörum til að afla slikra tekna. Þau mál voru ekki alltaf nægilega undirbúin, enda oft borið brátt að, og hin nýju tollalög í hvert sinn eða breyt- ingar á tollalögum oft og tíðum sett af nokkru fljótræði. Þannig hefur smám saman skapazt ákaf- lega mikið ósamræmi og flækja i öllum þessum málum. Loftpressa á bíl til leigu. Custur hf. Sími 23902 GENGIÐ Á SNIÐ Vff VÍSITÖLUNA í annan stað einkennir flestar þessar breytingar á aðflutnings- gjöldum, að kappkostað var að halda vísitölunni niðri, komast fram hjá henni eða leika á hana þannig, að þessar tollahækkanir hefðu sem allra minnst áhrif á vísitöluna. BÝÐUR UPP Á MISNOTKUN Óþolandi ósamræmi er nú orð- ið um aðflutningsgjöld af sams konar eða svipuðum vörum. Það hefur skapazt og aukizt smám saman, verið , stundum vitandi vits, til þess að rúismuna atvinnu vegum eða jafnvel formum at- vinnugreina og atvinnurekstrar, en stundum orðið af vangá, þar sem of knappur tími hefur verið til undirbúnings. Nefndi ráð- herrann nokkur dæmi þessu til áréttingar, m.a. að heildargjöld af varahlutum eru ýmist 21% eða 34% eða 77% eftir því, hvort setja á varahlutinn í bát, drátt- arvél eða bíl. Oft og tíðum er um nákvæmlega sams konar hlút að ræða og býður slíkt fyrirkomu- lag að sjálfsögðu upp á misnotk- un. Var það og orðið ófram- kvæmanlegt með öllu að dómi tollayfirvalda. Tollskráin sam- ræmir og sameinar þessa tolla. í staðinn fyrir þrjá mismunandi er settur einn og sami tollur af öllum varahlutum til véla, 35%, hvort sem þeir eiga að fara í báta vélar, dráttarvélar eða bifreiðir. íÁFÖNGUM Þessi samræming er að sjálf- sógðu mikið vandamál. Við erum þar að ýmsu leyti' bundnir af fortíðinni og ýmsar lagfæringar Sölumaður óskast Óskum að ráða sölumann. Viðfagnsefni eru vélar og verkfæri og rafmagnstæki. Reynsla eða góður undirbúningur nauðsynlegur. Góð vinnuskilyrði hjá vel metnu og þekktu fyrirtæki. Umsóknir er greini ítarlegar upplýsingar um umsækjanda sendist af- greiðslu Morgunblaðsins merktar: „Sölutækni — 6647“ fyrir 2. apríl. Húsgagnaspónn Teak 58/— ferm. Eik 49/— ferm. Maghogny 20/— ferm. Fyrirliggj andi, Hjdlmar Þorsteinsson & Co. hf. Klapparstíg 28 — Sími 11956. GLERSALAIM Gler og Isetningar (Álfabrekku við Suðurlandsbraut). Glersala, glerísetningar einfalt og tvöfalt. Gluggalistar, undirburður o. 1L SÍMI 37074. Hefi til leigu strax á góðum stað í bænum 60 fermetra verzlunarhúsnæði á jarðhæð og 120 fermetra á fyrstu hæð, þar af 70 fermetra gólfteppalagt skrifstofuhúsnæði og 50 fermetra geymslu- eða iðnaðarhúsnæði. ÞORVALDUR ARI ARASON, hrL Hafnarstræti 3. — Sími 17453. <»ru þess eðlis, að þær verður að taka í fleiri en einum áfanga, eila yrðu stökkin of stór. Þegar samræma á hlut og setja þá, sem saman eiga, í einn og sama tollflokk, þarf oft að lækka verulega tolla á sumum flokkum og taka því allir að sjálfsögðu vel. En á h i n n bóginn þarf svo að hækka tolla til samræmingar ávörumoger því að sjálf- sögðu ekki eins v e 1 tekið. Þeir, sem forréttinda hafa notið, una því að v o n u m illa, þegar verið er að lagfæra hlutina, koma á réttlæti og jöfn- uði í stað ranglætis og ójafnaðar, sem lengi hefur viðgengizt. Á því er enginn vafi, að með tollskránni hefur stórmikið áunn izt í þessu efni, en hins vegar er markinu engan veginn náð að fullu og margt ógert enn, sem að þarf að stefna. En eins og fyrr getur, verður að taka þetta i fleiri en einum áfanga, ella yrðu stökkin of stór og tilfinnanleg. LÆKKUN TOLLA Höfð var hliðsjón af því, að tollar yrðu lækkaðir eftir föng- um. Er þar í rauninni um tvennt að ræða, annars vegar að hætta þeirri oftollun, sem verið hefur á mörgum vörum, og hins vegar að lækka tolla á ýmsum nauð- synjum atvinnuveganna og al- mennings. í nóvember sl. voru aðflutn- ingsgjöld verulega lækkuð á fjöl- mörgum vörutegundum og fyrst og fremst þeim, sem voru í hæst- um tollflokkum og sem vissa var um og grunur lék á, að smyglað væri til landsins. Afleiðingin af þessari tollalækkun var í fyrsta lagi veruleg verðlækkun á mörg- um vörutegundum til gagns fyr- ir almenning. í öðru lagi dró stórlega úr smyglinu og í þriðja lagi fékk ríkissjóður meiri tekj- ur en áður, þrátt fyrir tollalækk- unina. SVEITARFÉLÖGIN HALDA TEKJUM SÍNUM Á árinu 1960 voru sett lög um jöfnunarsjóð sveitarfélaga og var þá ákveðið, að hann skyldi fá % af þeim söluskatti, sem þá var álagður, bæði af 3% sölu- skattinum í smásölu og 8% sölu- skattinum, sem lagður er á inn- flutning. Siðan hefur jöfnunar- sjóður sveitarfélaga fengið þetta fraimlag og er í gildandi fjárlög- um að sjálfsögðu gert ráð fyrir því. Er þar áætlað, að það muni nema samtals 104 millj. kr. Þeg- ar nýja tollskráin tekur gildi, fellur m.a. innflutningssöluskatt- urinn niður. Þá reis sú spurning, hvernig bæta eigi jöfnunarsjóði sveitar- félaga upp það tekjutap. Kom þá bæði til álita, hvaða ákvæði á að setja um það fyrir yfirstand andi 4r, þar sem innflutnings- söluskatturinn verður í gildi til 1. maí, en þá tekur nýja toll- skráin við, og svo ekki síður, hvernig á að ákveða um þetta í framtíðinni. UM ÝMSAR LEIÐIR A» VELJA Eins og skýrt er tekið fram í greinargerð með frumvarpinu hefur aldrei komið til orða, að jöfnunarsjóður sveitarfélaga missti af þessum tekjum. Stend- ur þar skýrum stöfum, að jöfn- unarsjóði verði að bæta þennan tekjumissi. Þar koma ýmsar leiðir til greina. í fyrsta lagi er hugsan- legt, að ákveðið sé á hverju þingi í sambandi við afgreiðslu fjár- laga hverju sinni, hvern hlut á að ætla jöfnunarsjóði sveitafé- laga í staðinn fyrir hluta hans af 8% innflutningssöluskattin- um. Önnur leið væri sú, að breyta lögunum um 3% söluskattinn á þann veg, að sveitarfélögin fengju 40% af þeim skatti í staðinn fyrir 20%, sem nema I mundi svipaðri upphæð. Þá er í þriðja lagi hægt að fara þá leið að ákveða, annaðhvort með sérstökum lögum eða í tollskrár- lögum eða með breytingum á jöfnunarsjóðslögum, að jöfnun- arsjóður skuli fá tiltekna hlut- fallstölu af verðtollinum, eins og hann verður eftir samþytokt þessa frumvarps. Fleiri leiðir hafa komið til greina, en enn þá hefur ekki verið tekin endanleg afstaða til þess, hvaða léið ríkisstjórnin legg ur til að viðhöfð verði. í frv. eru aðeins ákvæði um það, hvernig færa skuli að árið 1963 og segir í frumvarpinu, að jöfn- unarsjóði skuli á árinu 1963 greitt af innheimtum aðflutningsgjöld- um samkv. tollskrá það, sem á kann að vanta, til þess að hluti sjóðsins af söluskatti nái 104 millj. *kr. á árinu 1963, en það er sú upphæð, sem fjárlög gerðu ráð fyrir, að jöfnunarsjóður fengi. Á ÞESSU ÞINGI Kvaðst ráðherranm telja rétt- ará, að áður en þessu þingi lyki, yrðu lagðar fram frá ríkisstjórn- inni ákveðnar tillögur um fram- búðarlausn þessa máls, þótt að vísu væri hægt að láta það bíða haustþingsins. EndUrtók hann síðan og undirstrikaði enn, að vitanlega hefði annað aldrei kom ið til orða en að jöfnunarsjóð- ur héldi að fullu þeim tekjum, sem honum hafa verið ætlaðar. BÆTIR LÍFSKJÖR FÓLKSINS VERULEGA Með stjórnarfrumvarpinu um lækkun aðflutningsgjalda í nóv- ember 1961 var snúið við af þeirri braut að miða ávallt tolla- málin við áhrif á vísitöluna. Þá var gerð tillaga um verulega lækkun á fjölmörgum vörum, sem almenniingur notar og þarf að nota, en sem lítil sem engin áhrif hafa á vísitöluna. Við samningu hinnar nýju tollskrár hefur það sjónarmið heldur ekki verið haft, hvernig hægt væri að leika sér með vísi- töluna í þessu efni, heldur fyrst og fremst miðað við það, að gera hlutina einfaldari, óbrotnari í sniðum, að gæta sem bezt hags atvinnuveganna Og almennings. Allt með hliðsjón af því, hver væri tekjuþörf ríkissjóðs og hversu mikils hann mætti missa í. Ekki er hægt að fullyrða, hver áhrif þin nýja tollskrá hefur á vísitöluna, það eru svo erfiðir og flóknir útreikningar. En það mál hefur þó verið kannað svo, að Ijóst er, að nokkur áhrif verða til lækkunar á vísitöluna en þau verða lítil. Vissulega er það eðlileg af- leiðing af þeirri stefnu, sem ríkti um langan aldur eða fram til 1961 og kom fram í því að undanþiggja vísitöluvörurnar yfirleitt sem allra mest, þegar verið var áð leggja gjöldin á. En þó að áhrif tollskrárinnar til lækkunar á vísitölunni verði lítil, er auðvitað ljótst mál, að hún bætir lífskjör fólksins veru- lega. Því að vissulega er hægt að bæta lífskjörin með lækkun tolla, hvað sem vísitölunni líður. TEKJUHLIÐIN, SEM SNÝR ^ AÐ RÍKISSJÓÐI Fru'mvarpið felur í sér i.ær 100 millj. kr. tollalækkun eða sem nemur 8,3% af tollabyrðinni i heild. Er það vissulega þýðingar- mikið atriði fyrir atvinnuvegl og allan almenning í landinu til kjarabóta. Nú kunna menn að spyrja á hinn bóginn: Þolir ríkis- sjóður að missa svo mikið af tekjum sínum og hvernig á að bæta það upp? Kvaðst ráðher^a telja, að frumvarpið sé borið fram með fullri ábyrgðartilfinningu fyrir hag rikissjóðs, þótt það feli í sér nær 100 millj. kr. lækkun tolla. í því sambandi má geta þess, að öll þau þrjú ár, sem núverandi rikísstjórn hefur setið, 1960, 1961 og 1962, hefur orðið greiðslu- afgangur hjá ríkissjóði. Ef við notum við útreikning á greiðslu- afgangi þá aðferð, sem Seðla banki íslands hefur notað í raör^ ár og kemur fram í fj armalat íð- indum, var greiðsluafgangur rík- issjóðs á árinu 1960 um 35 millj. kr., á árinu 1961 um 72 millj. kr. og á árinu 1962 væntanlega um eða yfir 100 millj. kr. ÖRVAR ATVINNULÍFIÐ Nú er það svo, að það út af fyrir sig réttlætir ekki, að dreg-. ið sé úr tekjum ríkissjóðs fram- vegis, þótt góðæri hafi verið hér mikið sl. ár.og tekjur ríkissjóð* þess vegna aukizt. En vissulega er afkoma ríkissjóðs þrjú sl. ár til hliðsjónar, þegar verið er að meta, hvað ríkissjóður þolir að missa af tekjúm sínum á næstu árum. í öðru lagi er þess að gæta, að reynslan frá 1961 sýnir, að tolla- lækkun, sérstaklega á hátolla- vörum vinnst upp með auknum, löglegum innflutningi og minna smygli. Þótt mjog margar há- tollavörur væru lækkaðar 1961, eru samt margar vörutegundir eftir enn með háa tolla eða milli 200 og 300%. Og er það sannfær- ing mín, sagði ráðherrann, að reynslan verði hin sama nú. Þess- ar tollalækkanir muni einnig draga úr ólöglegum innflutningi á þessum vörutegundum og á þann hátt gefa ríkissjóði auknar tekjur. 1 þriðja lagi má benda á, að þær tollalækkanir, sem í frum- varpi þessu eru gerðar fyrir at- vinnuvegina í landinu, eiga á- samt mörgu öðru eftir að örva atvinnulífið og atvinnuvegina, sem þá að sjálfsögðu með auk- inni framleiðslu og auknum þjóð artekjum, auka sjálfkrafa tekjur ríkissjóðs. í fjórða lagi má benda á, að innflutningur til landsins fer að sjálfsögðu vaxandi ár frá ári og gefur því með óbreyttum tollstig- um nokkuð auknar tekjur. NA IS hnúfor / S V Sdhnútor H Sn/Homt • OSi 7 Skúrir & Þrumur Wl%, KvUashi! Hitatkit H Hmt I *V«g)J Um nónbilið í gær var frost laust alls staðar á landinu. — Reykvíkingar nutu mestu blíð unnar. Þar var 7 stiga hiti, sói skin og vindur hægur. Norðan og vestan lands var líka léttskýjað, en á SA-landi voru skúrir. Loftvog var stígandi, því að lægðin SSA af landinu fjar- lægðist. í dag mun hún aftur falla á ný, þegar lægðin á Davíðssundi, eða hluti af henni, verður bomin austur á Grænlandshafið og færist í áttina að landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.