Morgunblaðið - 29.03.1963, Side 3

Morgunblaðið - 29.03.1963, Side 3
fj #ostudagur 29. marz 1963' MORCU JV B 1. 4Ð1Ð 3 hafinu norður af landinu. Landskjálftar þarna eru reynd ar ekki mjög tíðir, en þetta er skammt frá upptökum jarð skjálftans 1934, sem kenndur er við Dalvík. — Hver mundi stærð þessa jarðskjálfta vera, ef hann væri borinn saman við aðra þekkta jarðskjálfta? — Hann er mjög sennilega allt eins stór og Dalvíkurjarð- skjálftinn 1934, en hann ásamit jarðskjálftunum 1929 eru þeir stærstu sem hafa mælzt hér á landi á þessari öld. Ef við bregðum okkur út fyrir landið eftir dæmum, þá er hann tals- vert minni en jarðskjálftarnir í Chile seinnihlutann í maí 1960 en fullt eins stór og jarð Ragnar Stefánsson við rtaðsetningu upptaka jarðhræringanna. kostaöi þúsundir lífi Línuritið frá Kirkjubæjarklaustri. RAGNAR Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur Veður- stofunnar, var í fyrrakvöld staddur austur á Kirkju- bæjarklaustri, er ósköpin dundu yfir. Hann hafði þá nýlokið að gera við jarðskjálftamælinn þar, og hafði sett hann af stað kl. liðlega tíu um kvöldið. — Hann hafði tekið á sig náð- ir er landskjálftinn hófst, og varð ekki var við neitt. Ragnar kom hingað til borg arinnar skömmu eftir hádegi í gær og hafði þá meðferðis línuritin úr jarðskjálftamæl- unum á Kirkjubæjarklaustri og Vík í Mýrdal. Þegar var gengið í að framkalla línurit- in, en vitað var að mælirinn í Vík hafði farið úr sambandi fljótlega eftir að hræringarn- ar byrjuðu. Þegar búið var að framkalla línuritin kom í )jós að styðj- ast mátti við þau bæði við að ákvarða stærð og upptök jarð skjálftans, og kom í ljós að upptökin voru 250 km frá Reykjavík, 280 km frá Kirkju bæjarklaustri og 300 km frá Vík. Út frá þessum upplýsing- um og tímamuninum, ,er fyrsti kippurinn ritaðist á mælana í Reykjavík og á Kirkjubæjar- klaustri voru upptök jarð- skjálftans síðan ákvöpðuð, skammt utan við mynni Skagafjarðar. Morgunblaðið hitti í gær- 'kvöld' Ragnar að máli uppi í Sjómannaskóla, þar sem jarð- skjálftamælingarnar eru til húsa. Spurðum við Ragnar um stærð jarðskjálftans. — Það er mjög erfitt að segja-það með vissu, því mæli tækin sem við höfum til um- ráða eru enn of einhliða til þess að við getum með fullum árangri rannsakað eins stóra kippi og hér var um að ræða. Samkvæmt mælingunum á Kirkjubæjarklaustri er hann að minnsta kosti 5% stig, og ég hef tilhneigingu til að halda að hann hafi verið eitt hvað litilsháttar meiri. — Eru mikil jarðskjálfta- svæði þarna út af Skagafirði? — Það má ef til vill segja að það sé fremur í jaðrinum á jarðskjálftasvæðinu, sem er á skjálftinn í Agadir í Marocco í febrúarlok 1960, en hann var talinn innan við 6 stig. Báðir þessir jarðskjálftar kost uðu þúsundir mannslífa og lögðu byggðir í eyði. — f hverju felst þá munur- inn á tjóni hér og þar? — Þar kemur tvennt til. f fyrsta lagi eru upptök jarð- skjálftans nú utan við byggð, eða nánar tiltekið undir sjó, en í Agadir voru upptökin í útjaðri bæjarins. Svo er það hitt atriðið, sem er líklega sínu mikilvægara, en það er mismunurinn á traustleika bygginganna þar og hér. Byggingar hér mundu þola mun meiri jarðskjálfta en nú urðu, enda þótt hann ætti upp tök sín í svipaðri fjarlægð og í Agadir. Það er ástæða til að taka fram, að þetta voru eng- ar hamfarir. — Hver mundi styrkleiki jarðskjálftans hafa verið á þeim stöðum er tjón hlauzt af honum? — Ef við tökum Sauðárkrók sem dæmi, mufldi ég eftir frá sögnum staðarbúa álíta að styrkleikinn hefði verið um 7 stig, en í Reykjavík á hinn bóg inn 3 stig, svo ég geri ekki of mikið úr því að svo komnu máli. Annars ber að gæta þess að rugla ekki saman stærð jarðskjálftans og styrkleika hans. Þegar við tölum um stærð er miðað við upptök jarð skjálftans, en við tölum um styrkleika þar sem kippsins verður vart. Styrkleikinn er þá kominn undir fjarlægð frá upptökum og ýmsum öðrurri at riðum. Gallinn er að við not um stig um einingarnar í báð um tilvikunum. — Það hafa borizt fréttir að utan, bæði frá Bandaríkjunum og nokkrum stöðum í Evrópu, um að þar hafi mælzt jarðhrær ingar á sama tíma og kippirn ir í Skagafirði hófust. Þeir telja hræringarnar ýmist vera fyrir sunnan ýandið eða milli íslands og Svalbarða. Getur átt sér stað að um margar jarð- hræringar hafi verið að ræða á þessum slóðum á nærri sanaa tíma? — Ég tel engar líkur fyrir því. í rauninni man ég ekki eftir að hafa heyrt getið nema um eitt skipti þegar jarðhrær ingar féllu þannig saman, og þá orsakaðist önnur þeirra af kjarnorkusprengju. Ég mundi I því telja það með öllu útiloíc g að, en held áð þessar stöðvar | hafi aðeins haft til umráða línurit frá sinni eigin athug unarstöð. Þá geta þeir fundið út fjarlægðina til upptakanna en ekki stefnuna. — Rannsóknastofan í Upp- sölum gat þess að kippurinn, sem þeir mældu hefði verið 7 stig. — Ég get ekki með góðu móti fellt mig við að hann hafi verið svo mikill, en á hinn bóginn eru mjög mikils metnar mælingar framkvæmdar í Uppsölum, og sú stöð er ein- mitt í mjög hentugri fjarlægð frá þessum upptökum. Að lokum tók Ragnar Stef ánsson fram, að niðurstöðurn ar nú væru ekki endanlegar, hræringarnar hefðu verið of miklar fyrir tækin og því mætti vænta nánari fregna um niðurstöður mælinga mjög bráðlega. ★ Tveir jarðskjálftar hafa á þessari öld mælzt af stærð- inni 6U stig. Sá fyrri átti upptök sín skammt norð- austur af Reykjavík 23. júlí 1929, en sá síðari örskammt norður af Dalvík 2. júní 1934. í tímaritinu Veðrið, sem Framhald á bls. 15. KORT þetta sýnir hvernig jarðskjálftafræðingar fara að, þegar þeir staðsetja upptök jarð- skjálfta. í þessu tilviki hafa þeir undir höndum línurit frá Reykjavík og Kirkjubæjarklaustri, sem hvort um sig veitir þeim upplýsingar um fjarlægðina til upptakanna. Eru síðan dregn- ir hringar með tilteknum fjarlægðum sem geisla og sýndir eru með rofnum línum á kortinu. Aö auki hafa þeir upplýsingar um tímamismu ninn, þegar kippsins verður vart í Reykjavík og á Kirkjubæjarklaustri í þetta sinn 4 sekúndur. Sé tímamunur enginn liggja upptökin á línunni, sem merkt er O, sé hann 5 sekúndum fyrr í Reykjavík en á Kirkjubæjarklaustri, á línunni merkt 5 til vinstri. í þetta sinn, þegar munurinn er 4 sek. liggur hann á punktalín- unni. Þannig er staðurinn ákveðinn með talsverðrj nákvæmni. KI \KSTH\\lí Eign handa öllum Eins og kunnugt er hafa borg- aryfirvöld Reykjavíkur um langt skeið lagt megináherzlu á að að- stoða efnalítið fólk við að eign- ast húsnæði. Hefur borg- in árlega byggt fjölda íbúða, sem seldar hafa verið þeim, sem við erfiðar aðstæður bjuggu, með mjög góðum kjörum og reynt að aðstoða þá í hvívetna til að eignast eigið húsnæði Þessi stefna hefur notið almenns stuðnings, enda eru þeir fjöl- margir, sem treyst hafa fjárhag sinn og fjölskyldna sinna með aðstoð borgaryfirvalda. Þessari stefnu hyggst Reykjavíkurborg halda áfram, enda er það megin- kappsmál allra heilbrigðra manna að reyna að eignast þak yfir höfuðið. Hinu er ekki að leyna, að til eru þeir, sem enga möguleika hafa á að eignast eig- ið húsnæði. Þess vegna hefur borgin ætíð átt nokkuð af leigu- íbúðum fyrir slíkt fólk og hyggst nú fjölga þeim nokkuð ve^na vaxandi fólksfjölda í borginni. Af því tilefni ráku komm.únist- ar upp siguróp og héldu víst að nú ætti að fara inn á stefnu þeirra um að allir skuli vera leiguliðar en engir megi eiga eigið húsnæði. Hið furðulega er að Alþýðublaðið tekur undir þessa skoðun kommúnista í rit- stjórnargrein í gær og segir um þetta mál: „Er nú að sannast, að hug- myndir íhaldsmanna um hús- næðismál hinna efnaminni Reyk- víkinga hafi í tvo áratugi ver- ið rangar, en hugmyndir vinst.i- flokkanna réttar“. „Vinstri“-hugmyndir Þessar „vinstri“-hugm.yndir, sem Alþýðublaðið og kommún- istar tala um, eru á þann veg, að engin ástæða sé til að leggja áherzlu á það, að einstaklingarn- ir eignist íbúðarhúsnæöi eða ann- að. Ríki og borgaryfirvöld geti séð fyrir þessum þörfum eins og öðrum. _ Menn eiga méð öðrum orðum að vera leiguliðar hins opinbera og njóta meiri og nv.nni framfærslu af þess hálfu. Alþýðu blaðið segir meira að segja að stefna Sjálfstæðismanna í hús- næðismálum. í Reykjavík, hafi í tvo áratugi verið röng. Reykvík- ingar, og raunar landsmenn allir, þekkja þá stefnu. Hún hefur mið- ast við það að gera sem allra flestum unnt að eignast eigið húsnæði. Kjörorð þeirra hefur verið og er: eign handa öllum. Orð Jóns Skaftasonar Timanum er meinilla við það, að Jón Skaftason skyldi glopra því upp úr sér í grein, sem hann ritaði í blaðið, að í rauninni væri stefna Viðreisnarstjórnar- innar í Efnahagsbandalagsmál- inu rétt. Hann lýsti því í fyrsta lagi yfir,' að allir væru sammála um, að full aðild að bandalaginu kæmi ekki til greina, en hins vegar væri nauðsynlegt að ná einhverjum tengslum við það. í öðru lagi sagði hann að talað væri um tvær leiðir, aukaaðild og viðskipta- og tollasamning og bætti við: „Ljóst er að margt er það um þessar leiðir óvitað og óskýrt í dag, er vitneskja fæst um síðar“. Og loks segir hann að' engin ástæða sé til að hraða ákvörðunum íslendinga í þessu efni. Þessi þingmaður Framsókn- arflokksins lýsir því með öðrum orðum yfir, að allt sé rétt sem Viðreisnarstjórnin hefur gert, þ.e.a.s. að lýsa andstöðu við fulla aðild en bíða með endanlega á- kvörðun þar sem. enn sé ekki Ijóst hvernig málin kunni að þróast. Hitt er svo rétt, að á öðr- um stað í greininni étur hann ofan í sig þessi orð sjálfs sín og er því ómögulegt að vita, hvað hann í raun réttri vill.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.