Morgunblaðið - 29.03.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.03.1963, Blaðsíða 22
22 MORC VNR T. á fí ffí ' Fðstudagur 29. marz ' 1963 &3ft\nTf CR0 RIKISINS M.s. Hekla fer vestur um land til Akur eyrar 3. marz. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til Patreksfjarðar, Sveiniseyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyr ar, Suðureyrar, • ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar. — Farmiðar seldir á þriðjudag. M.s. Herðubreið fer vestur um land í hring- ferð 4. marz. Vörumóttaka á máriudag til Xópaskers, Þórs hafnar, Bakkafjarðar, Vopna fjarðar, Borgarfjarðar, Mjóa- fjarðar, Stöðvarfjarðar, Breið dalsvíkur, Djúpavogs og Hornafjarðar Farseðlar seld- ir á miðvikudag. M.s. Skjaldbreið fer vestur um land til Akur eyrar 1. marz. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til Húnaflóa- og Skagafjarða- hafna Og Ólafsfjarðar. Farseðl ar seldir á mánudag. M.s. Esja fer héðan laugardaginn fyr ir páska kl. 21.00 til Vestm.- eyja á vegum Kvennakórs Slysayarnarfél. Reykjavíkur og Karlakórs Keflavíkur, en laus farrúm, ca. 40, verða seld örum, og ganga þeir fyrir, sem kaupa far báðar leiðir ásamt fæði. Áætlaður komutími bil Ve. kl. 06.00 á páskadag, en þá e.t.v. siglt kringum eyjarnar, ef veður reynist hagstætt og áður ’nefnd félög óska. Frá Ve. kl. 24.00 og til Reykja- víkur kl. 09.00 2 páskadag. Eennsla Les með ensku eins og undanfarið. Runólfur Ólafs. Sími 11754, Vesturgötu 16. Samkomur K.F.U.K. Vindáshlíð. Telpur munið Hlíðarfund- inn í kvöld kl. 5,30. Yngri deildin í Laugarnesi sér um fundinn. Fjölbreytt dagskrá. Stjórnin I. O. G. T. Þingstúka Reykjavíkur. Aðalfundur Þingstúku Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 30. marz að Frí kirkjuvegi 11 og hefst kl. 2 e.h. Fundarefni, venjuleg aðal- fundarstörf. Kjörbréfum sé skilað í dag til Óskars Þor- steinssonar skrifstofu tollstj. Arnarhvoli.. Fulltrúar og aðr ir félagar mætið stundvíslega. Þingtemplar Félagslíl Knattspyrnufél. Fram Knattspyrnudeild 3. og 4. fl. Munið æfingarnar á laug- ardaginn á Framvellinum. — Kl. 3.30 fyrir 4. flokk og’kl. 5 fyrir 3. flokk. Mætið vel og stundvíslega. Þjálfarar. ÍR-ingar farið verður í skálann um helgina. Laugardag kl. 2—6. Sunnudag kl. 10—1. Notið snjóinn og sólskinið í Hamra gili. Stjórnin Skíðadeild Víkings. Farið verður í skálann um helgina, ferðir frá BSR kl. 2 og 6 Stjórnin. lii fermingagjafa Lisfmálaralitir i kössum i lausum túpum Oliur Penslar Lérett Póstsendum mimrn Skólavörðustíg 21. NYTT Plastbolfar með ventli. U nglingafót- bolfar á aðeins kr. 70,00. Handbolfar á kr. 145,00. Körfuboltar á kr. 190,00. Blakboltar Fótboltar fyrir fullorðna. Barnaboltar Komið og skoðið þeSsa skemmtilegu bolta. Ath., boltamir hafa • rétta þyngt miðað við leðurbolta. Póstsendum Laugavegi 13. — Sími 13508. ////'/', ','f/ Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanieg?. Korkiðjan h.f. Skúlagötu 57. — Sími 23200. Óska eftir að kómast í sam- band við mann sem vildi lána 80—100 þús. krónur í 2—3 ár gegn góðri tryggingu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir hó- degi n.k. mánudag, merkt; „Góð trygging. — 6650“. Sveit ÍR í boðsundinu, Guðmundur Gíslason (baksund) Þorsteinn Ingólfsson (skriðsund) Sig urður Sigurðsson (bringusund) og þjálfarinn J ónas Halldórsson. Hrafnhildur og sveii ÍR settu glœsilegt met Framlad af bls. 6. Góður árangur á sundmóti 9R SUNDMÓT ÍR fór fram í fyrra- kvöld eins og frá hefur verið skýrt. Mjög góður árangur náðist í nokkrum greinanna og yfirleitt góður í öllum. Tvö met voru sett, Ilrafnhildur Guðmundsdóttir ÍR setti afbragðsgott met í 200 m bringusundi 2.58.6 og sveit ÍR bætti metið í 3x100 m þrísundi stórlega synti á 3.28,6 mín., en það gamla var 3.36,2 og átti ÍR það. ' Mörg önnur afrek vóru unnin ekki sízt í unglingasundum. Bar þar mest á Davíð Valgarðssyni ÍBK sem auk þess að sigra á góð um tíma í drengjasundi 50 m, náði góðum afrekum í 100 m skrið- sundi og 100 m flugsundi karla þar sem hann varð í öðru sæti á eftir Guðmundi Gíslasyni. Guðm. Þ. Harðarson Æ var í þessum sömu sundgreinum en beið lægri hlut fyrir Davíð í báðum greinum. Auður Guðjónsdóttir ÍBK og Matthildur Guðmundsdóttir Á hlutu fyrstu sætin í keppnum kvenna og telpna en sjaldan eða aldrei hefur keppni þar verið svo jöfn sem nú. — Verkalýðssiða Eramihald af bls. 17 Margs að minnast Það er ánægjulegt að rifja upp hina ýmsu þætti úr starfi Óðins, kvöldvökur, spilakvöld og skemmtanir, berjaferðir, skemmti ferðir, gróðursetningu í Heið* mörk, sem fjöldi félagsmanna hefir tekið þátt í. Skemmtilegast er þá að minnast hinna fjölsóttu félagsfunda, þar sem margir ræðu menn hafa flutt mál sitt af kappi en fullum drengskap, jafnt átján ára unglingar sem áttræðir öld- ungar, og menn síðan skilið sáttir og ánægðir að fundi lokn- um. Formenn Óðins hafa verið: Sigurður Halldórsson, Ólafur Ólafsson, Gísli Guðnason, Axel Guðmundsson, Angantýr Guð- jónsson, Hróbjartur Lúthersson, Stefán Hannesson, Magnús Jó- hannesson og Sveinbjörn Hannes son. Núverandi stjórn Óðins skipa þessir: Sveinbjörn Hannesson formað- ur, Pétur Sigurðsson varaform., Jóhann Sigurðsson ritari, Valdi- mar Ketilsson gjaldkeri, Frið- leifur Friðriksson vararitari, Guð mundur Sigurjónsson varagjald- keri, Þorsteinn Kristjánsson spj aldskrárritari. Sveinbjörn Hannesson. — Flugvaílarmálið Að síðustu vil ég geta þess, að það mun Jóhannesi vel kunnugt, að erlendis í stórborgum er ai- gengt að menn fara til vinnu sinn ar um langan veg svo að ferðin tekui oft 1 — 2 klukkustundir, en akstur frá Reykjavík til Kella víkur .tekur ekki meira en hálf tíma eða vel það, þegar kominn er góður vegur milli, og á því að vera hægt að búa í Reykjavík þó stunduð væri vinna þar suður frá, ef þar er ekki búandi. Meðal gesta á sundmótinu var Þórdís Árnadóttir sem á sinum tíma átti öll íslandsmet í bringusundi kvenna. Hún hafði þrjá syni sína með sér. Sá yngsti Jóhannes sem hér sést var kominn úr skyrtunni og vildi fara úr buxunum og bað um kút — en fékk ekki ósk sína uppfyllta. Með á myndinni er Ernst Bach- mann þjálfari Armenninga. (Ljósm. Sveinn Þormóðsson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.