Morgunblaðið - 29.03.1963, Side 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
'Föstudagur 29. marz 1963
DUNKERLEYS
6.
Grace Satterfield, Laurie og
Hesba Lewison voru þar fyrir og
það hefði verið einkennilegt, ef
Agnes hefði ekki látið það verða
sitt fyrsta verk að líta á Laurie
Og Hesbu. Hesba var í dökkrauð
um kjól — og jafnvel skórinn,
sem stóð undan kjólfaldinum,
kastaði frá sér rauðum bjarman-
um frá eldinum. Laurie ’stóð
við stólinn hennar —hár og ljós
hærður og í samkvæmisfötum.
Hespa — Hesba Lewison. Það
var naestum framandi. Það var
nafn persónu, sem hún hafði
heýrt svo mikið talað um undan-
farið en aðeins hitt einu sinni
eða tvisvar. Hún gat ekki annað
en velt því fyrir sér. Átti hún
ka-nski að heyra það nefnt að
staðaldri héðan af?
Hún kunni vel við þessa setu
stofu. Hún var svo ólík mörgum
þeirra, sem hún hafði komið í
undanfarið. Þær voru allar yfir
íullar af húsgögnum og hvers-
kyns prjáli. En Da-n hafði átt
hugmyndina að þessari — vitan
lega: „Hefurðu nokkurn tíma
séo myndirnar eftir Whistler?
Nei, vitanlega hafði hún það
ekki.
— Þú hefur aldrei svo mikið
sem heyrt hann nefndan, sagði
Dan ásakandi. Rúm. Það er aðal
atriðið. Veggjarúm, gólfrúm.
Stórir fletir með óbrotnum lit-
um. Niður með allar ruslaíbúð-
ir!
Og útkoman af því var þessi
stofa. Þarna var hægt að ganga
um gólf. Gólfábreiðan var næst
um hvít. Veggirnir vóru krem-
gulir með gylltum listum og
ekkert á þeim nema fáeinar arid-
litsmyndir. Dan var farirei að
safna að sér forfeðramyndum
Dunkerleyættarinnar. Gamli Sim
trónaði yfir arinhillunni, en hún
sjálf og Dan höfðu vegg fyrir
sig. Og rafmagns-ljósakróna
stráði þægilegri birtu um stof-
una.
Nú horfði hún á andlitsmynd-
irnar. Tvær kynslóðir komnar.
Hún horði á Hesbu og hugsaði sér
að hún væri komin þarna upp á
vegg. Hún sá nú í fyrsta sinn,
hve fjörleg og svipmikil hún
var — augun voru hvöss og hár
ið strítt og kraftmikið. Stúlkan
hafði staðið upp, um leið og hún
kom inn. Henni fannst hún enn-
þá kraftmeiri, vegna þess, hve
lágvaxin hún var. Þetta er hrein
asta sprengja, hugsaði Agnes.
— Seztu niður, góða mín sagði
hún. Hún tók í arminn á Hesbu
og leiddi hana að legubekk. Þær
settust þar hvor hjá annarri. —
Segðu mér, hvað "þér finnst um
stofuna' hérna, sagði hún.
— Mér finnst hún indæl og
líka, að þér hafið gert rétt að
vera ekki að fylla hana af alls
konar jólaskrauti. Mér fyndist
andstyggilegt ef hún liti út eins
og forsíðan á jólaheftinu af
„Dunkerleys".
— Nei, það hefði maðurinn
minn heldur aldrei viljað hafa
hana. Engin hætta á því.
— Gott. Og þá býst ég við, að
við þurfum að fara að setja upp
pappírshúfur og sprengja knöll
eftir matinn? Það gæti ég ekki
þolað. Mér finnst svo raunalegt
að sjá gamalt fólk gera sig þann-
ig að fíflum.
— Hvað áttu við með gamalt
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN
V O R I Ð
JÁLGAST
Eruð þér farin að hugsa
til sumarferða?
Er það þá ekki einmitt
VOLKSWAGEN
sem leysir vandann?
PANTIÐ
TÍMANLEGA
VOLKSWAGEN
er 5 manna bíll
VOLKSWAGEN
kostar aðeins
kr. 121.525,00.
VOLKSWAGEN
er fjölskyldubíll
VOLKSWAGEN
er vandaður og sígildur.
VOLKSWAGEN
er örugg fjárfesting.
V OLKSWAGEN
hentar vel íslenzkum
vegum og veðráttu.
VOLKSWAGEN
er með nýju hitunar-
kerfi.
VOLKSWAGEN
er því eftirsóttasti billinn.
VOLKSWAGEN ER EINMITT
FRAMLEIDDUR FYRIR YDUR
HEILDVERZLUNIN HEKLA HF
Laugavegi 170—172
Reykjavik — Sími 11275.
spurði nú Laurie, sem hafði stað-
næmzt fyrir framan þær. —
Ekki kallarðu sjálfa þig gamla,
eða hvað? Sjálfum finnst mér
ég vera sem fimm ára stundum.
— Hvað sem um það er, þá
get ég ekki þolað þessar húfur,
sagði Hesb-a, einbeitt — og Agn-
es fannst allt í einu eins og
þessi stúlka hefði einhverja þörf
á að verja sig, að sleppa sér ekki
Og taka ekki þátt í neinu léttúðar
gamni. Hún hafði ekki þennan
rólega virðuleik, sem Grace hafði
til að bera, en hún var nú að
tala við sir Daniel og virtist álíka
fjarri því að. vera að verjast.
neinni léttúð, og hana vantaði
líka þessa kæti, sem Dina hafði
en hún kom nú þjótandi inn og
leit út eins og hún gæti víta-
laust framið hvaða vitleysu,
sem henni kynni að detta í hug,
og nú spurði hún, alls ófeiminn:
— Nú, er Felix ekki kominn enn
þá? Nei, hugsaði Agnes, allt, sem
máli skiptir hjá þes^ari stúiku,
er undir yfirborðinu, eins og eld
urinn í eldhúsinu sem hefur ver
ið falinn yfir nóttina.
— Komdu hérna, Dina og lof
aðu mér að líta á þig, sagði hún.
Dina steig eitthvert dansspor
fyrir framan legubekkinn, og
sýndi flaxandi kjólinn sinn úr
gulu silki. — Er -g í lagi? spurið
hún kæruleysislega.
— Já, þú lítur ágætlega út.
Nú skaltu setjast niður. Hr. Boys
kemur við hentugleika.
— Eg kalla þig heppin að ná
í hann yfirleitt, sagði Laurie. Það
má vera eitthvað skrítið h-eim-
ili, þar sem sonurinn er að heim
an á sjálfa jólanóttna, eftir að
fjölskyldan hefur ekki séð hann
guð má vita hve lengi.
Dina sendi honum glettnislegt
bros. — Þú veizt víst mikið um
þetta, eða hitt þó heldur, sagði
hún. — Fyrir það fyrsta er nú
þarna engin fjölskylda, sem því
nafni sé kallandi. Pabbi Felixar
er gamall þjösni, sem gefur
ekki skít fyrir....
— Góða Dina mín, greip móðir
hennar fram í, ávítandi. — En
það.nú orðbragðið! Og það um
mann, sem þú þekkir ekki neitt.
— Eg þekki. nóg til þess, svar
aði Dina léttilega. Eg kann að
leggja saman tvo og tvo. Hann
fór fil að vera um jólin norður
í Skotlandi, daginn eftir að Fel-
ix kom heim, og þarna er enginn
maður eftir í húsinu, nema gamla
ungfrú Boys, sem er gamall dreki
með yfirskegg, systir dómarans,
og svo vinnukonur. Það er svo
sem bærilegur staður til að
vera á um jólin!
— Jæja, sagði Laurie, — ég
vildi nú ht. „ur vera lengra en
styttra frá dómaranum í fríinu
mínu. Er mann ekki þekktur und
ir nafninu „Hengingardómarinn“
Hugsa sér að borða með manni,
sem er nýbúinn að dæma ein-
hvern vesaling til dauða! Hönd-
in, er rétfcir manni kartöflurriar,
dinglar snörunni. Púh! Eg þoli
ekki að líta á hann!
Ofurlitlir hryllingskippir komu
í unglega andlitið á Dinu. —
Hvað þið getið talað andstyggi-
lega! sagði hún með viðbjóði,
og frú Dunkerley greip nú fram
í: — Þurfið þið nú að vera að
tala um þetta, börn
Hesba hafði hlustað afskipta-
laus á þetta samtal. En nú urðu
allir hissa, er hún sagði: — Það
er nú samt nauðsynlegt að muna,
að þessir hlutir eru til.
Dina sendi henni langt og
kuldalegt augmaráð. — Js^ja,
'•''"'írJ
— Hann þorir áreiðanlega ekki að skjóta, þessi ræfilL
sagði hún, — ..auðvitað verður
ævintýraskáld....
Rafstöðin í kjallaranum hjá sir
Dan-iel Dunkerley lifði hálfbrös
óttu lífi. Stundum gaf hún ljós
um allt húsið, en svo gat hún
haft það til, hitt veifið, að for-
myrkva það alveg, fyrirvaralaust
í húsinu á móti, þar sem sir
Horace Boys hafði átt svo skamm
vinnar sælustundir, sem lauk við
fæðingu Felixar, var birtan smátt
skömmtuð með kertum og lömp
um. Þarna var ekkd einu sinni
gas og Boys dómari mundi aldrei
eftir að sakria þess. Nú, eftir
tuttugu ára einlífi, var hann
hættur að taka eftdr öðru en því
sem stóð í beinu sam-bandi við
starf hans. Systir hans, sem var
ráðskona hjá honum, sá ha-nn
næstum ald-rei. Hann borðaði
morgunverð einn síns liðs og eft
ir að hafa lokið störfum í rétt
inum, fékk hann sér kvöldverð
í klúbbnum sínum. Svo fór hann
heim til sín við Manchestertorg
ið og hafði með sér hrúgu af mála
skjölum inn í lestrarstofuna sí-na
þar sem þrír þríarma kertastjak
ar báru honum birtu yfir vinnu
borðið. Síðan sást hann ekki fyrr
en morguninn eftir.
Þegar Felix hugsaði heim, varð
jafnan fyrst fyrir honum þessi
stofa með allar bækurnar í skáp
unum og ljósin níu, logandd. Það
var þan-nig, se-m hann var kall-
aður, þegar faðir hans vildi tala
við hann,og hann gat varla mun
að, að þeir hefðu nokkurntíma
hitz-t af tilviljun eða skiptzt á
nokkrum orðum um daginn og
veginn. án þess að eiga erindi
með því. Þassi mót þeirra líkt-
ust meira stefnu en móti.á förn-
um vegi, meira yfirheyrslu en
samtali, og enda þótt Felix slyppi
oftast vel frá þessum_ fundum
þeirra, því að hann var, þrátt
fyrir unglingsandlitið alvarlega
hugsandi, þá gekk hann aldrei
til þessara funda kvíðalaust.
ailltvarpiö
Föstudagur 29. marz
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.05 Lesin dagskrá næstu viku.
13.15 Þáttur bændavikunnar: Frá
KALLI KUREKI
Teiknari: Fred Harman
Eitt vagnhjólið skellur utan í klett
við veginn og eitt hjólið brotnar und-
an. Farbeginn fleveist ú
— Eruð þér meiddar?
— Jane, ég ætla að vara þig við,
segðu ekki eitt aukatekið orð.
tilraunastöðvunum á Hvann-
eyri, Skriðuklaustri og Akur-
eyri.
14.15 „Við vinnuna": Tónleikar.
14.40 „Við, sem heima sitjum" Sig-
urlaug Bjarnadóttir les skáld-
söguna „Gesti“ eftir Kristínu
Sigfúsdóttur (12).
17.40 Framburðarkennsla í esper-
anto og spænsku.
18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan":
Guðmundur M. Þorláksson
talar um Steingrím Thorstein-
son.
18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing-
fréttir. •— 18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Úr sögu siðabótarinnar; IIL
erindi: Nýr siður á Skálholts-
stað (Séra Jónas Gíslason).
20.25 Tónleikar: Píanósónata nr. 12
1 As-dúr op. 26 eftir Beet-
hoven (Svjatoslav Rikhter
leikur).
20.45 í ljóði: Alþýðufólk, — þáttur
í umsjá Baldurs Pálmasonar.
21.10 „Lítið næturljóð", hljómsveit-
arverk (K525) eftir Mozart.
21.30 Útvarpssagan: „íslenzkur að-
all“ eftir Þórberg Þórðarson;
XVII. (Höfundur les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmar (41).
22.20 Efst á baugi (Tómas Karlsson
og Björgvin Guðmundsson).
22.50 Á síðkvöldi: Létt-klassisk tón
list.
23.30 Dagskrárlok.
Laugardagur 30. marz
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Óskalög sjúklinga (Ragnheið
ur Ásta Pétursdóttir).
14.40 Vikan framundan: Kynning á
dagskrárefni útvarpsins.
15.00 Fréttir. — Laugardagslögin.
16.30 Danskennsla (Heiðar Ást-
valdsson).
17.00 Fréttir. — Æskulýðstónleikar,
kynntir af dr. Hallgrími Helga
syni.
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Börn
in í Fögruhlíð" eftir Halvor
Floden; IV. (Sigurður Gunn-
arsson).
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson).
18.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir.
20.00 „í Vín í kvöld“: Hans Kolesa
og hljómsv. hans leika Vínar-
lög.
20.20 Leikrit: „Eftirlitsmaðurinn"
eftir Nikolaj Gogol. Þýðandi;
Sigurður Grímsson. — Leik«
stjóri: Lárus Pálsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmar (42).
22.20 Danslög. — 24.00 DangskrárL
16250 VINNINGAR!-
FjórcJi hver miði vinnur að meðaltalil
Haestu vinningar 1/2 milljón krónur#
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar#