Morgunblaðið - 10.04.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.04.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. apríl 1963 V O R C V V n T. 4 fí 1 Ð 3 i MIKIL.L skortur er á fólki til vinnu, bæði til sjós og lands. Hafa fjölmörg fyrir- tæki og atvinnugreinar átt í miklum vandræðum af þess- um sökum. Sums staðar hafa skólayfi.v. öld hlaapið undir bagga, t.d. í Vestmannaeyjum, og gefið nemendum frí til að vinna, þegar þörfin hefur ver- ið hvað brýnust. Hefur þetta Oft og tíðum bjargað miklum verðmætum frá eyðileggingu. í Reykjavík er mikill skort- ur á verkafólki sem víðast annars staðar. Oft hefur það hjálpað mikið til í fiskiðnað- inum, að nemendur hafa far- ið í vinnu um helgar. Aðrar atvinnugreinar í borginni eiga ekki eins gott um vik Menntaskólapiltamir Sindraportinu, talið frá vinstri: Ragnar Júlíusson, Ragnar Einars son (í kranaglugganum), Kris.ján Sigurðsson, Ingimar Ingimarsson og Sturla Þórðarson. Frá skólabókunyni með að fá nemendur til vinnu í frístundum. Um helgina kom danska skipið Renate til Reykjavík- ur, sem flytur 500—600 tonn af brotajárni frá Sindra h.f., til Hollands. En þegar átti að skipa járninu út, fékkst ekki til þess nægilegur mannskap- ur. Horfði til mikilla vandr- j.A ' \v?v<,'v«s ■> % • W>-' x Ingimar og Ragnar Þór taka á móti járninu á bílpalli og laga til í trogum. æða vegna þessa. Forráðamönnum Sindra h.f. datt þá í hug að tala við rekt- or menntaskólans, Kristin Ár- mannsson, og fá leyfi fyrir 5 nemendur til að vinna við út- skipun járnsins, enda hafa menntaskólapiltar oft starfað hjá fyrirtækinu. Rektor tók þessari mála- leitan vel og veitti leyfi sitt góðfúslega til að piltarnir fengju frí í 2—3 daga. Blaðamaður og ljósmyndari frá Mbl. litu við í Sindra- portinu við Bórgartún í gær- dag. Þar voru menntaskóla- piltarnir önnum kafnir við að koma brotajárninu á bíla, rjóðir í kinnum 1 golunni og auðsýnilega ánægðir með til- breytinguna frá skólabókun- um. Piltarnir eru allir i 5. bekk; 4 í stærðfræðideild og 1 úr máladeild. Þeir heita Ragnar í>ór Júlíusson, 5. bekk Z; Ragnar Einarsson, 5. bekk Z; Kristján Sigurðsson, 5. bekk Y; Ingimar Ingimarsson, 5. bekk Y; og Sturla Þórðarson, 5. bekk B. Tveir piltanna hafa unnið hjá Sindra áður, annar í jóla- fríinu sínu, en stakk sig þá á sagarblaði á þriðja degi og varð að hætta að vinna. Þeir fengu allir harðsperr- ur eftir púlið fyrsta daginn, 1 t en hafa vafalaust gleymt þeim verkjum fljótlega við tilhugs- unina um þær 1000 krónur, sem þeir vonast til að hafa fyrir þriggja daga vinnu. Ragnar Einarsson varð fyrir þeirri upphefð, að vera settur á krana, enda bera félagar hans mikla virðingu fyrir hon um síðan. I gærmorgun tókst þó illa til, því krani Ragnars valt á hliðina vegna of mik- ils þunga, sem hann reyndi að lyfta. Skall kraninn á vöru bíl og brotnaði í honum rúða. Ragnar kvaðst ekki hafa unn- ið með svona táeki áður, vera próflaus á slíkt, ef prófs þyrfti þá með á annað borð. Allir kváðust piltarnir ætla að lesa mikið og vel um pásk- ana og hafa þrír þeirra, Ragn ar, Kristján og Ragnar Þór, fengið sumarbústað til afnota um hátíðarnar, og hyggjast lesa þar. Eftir páska verður 5. bekk kennt í ca tvær vikur, en svo hefjast prófin. Bekkurinn hélt ball í fþöku í gærkvöldi, en í gær var síðasti kennsludagur fyrir páska. Þegar blaðam. kvaddi sneru 5.-bekkingarnir sér af miklu kappi að brotajárninu, enda ekki grunlaust um, að þeir hafi viljað flýta sér til að komast á ballið í íþöku um kvöldið. Leiksýningar og tónleikar undan þegnar skemmta naskatti f GÆR var lagt fram í efri deild frumvarp um frekari undanþágur á Skemmtanaskatti, sem miðar að |>ví að gera ýmissi menningar- Btarfsemi hægara um vik og leið rétta misrétt, sem ríkir nú sam fcvæmt þeim lögum. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, talaði fyrir frumvarp- Inu á þingfundi síðdegis í gær. Rakti hann hvernig frumvarp J>etta mundi hafa í för með sér niðurfellingu skemmtanaskatts hjá fjórum aðilum ef að lögum yrði. Samkvæmt frumvarpinu verða allir klassiskir tónleikar og •ömuleiðis leiksýningar undan- þegnar skattinum, svo og sýning •r á íslenzkum kvikmyndum. Ennfremur verða dansskemimtan ir félaga og annarra slíkra aðila, þar sem ekki eru vínveitingar, undanþegnar skattinum. Á hinn bóginn verður svo lagð ur skemmtanaskattur á gesti vín veitingahúsanna til þess að þessar undanþágur komi ekki fjárhags- lega niður á þeim aðilum, sem hafa notijð styrks af skemmtana skattinum og eru mjög fjárþurfi. Sá skattur mun nema 10 krónum af hverjum gesti, og verður að- eins innheimtur að kvöldlagi. — Jafnframt mun 5 krónu gjald renna til vínveitingahúsanna til þess að standa straum af kostnaði sem þau verða að bera vegna inn heimtu skattsins. Gjald þetta yrði innheimt í formi aðgöngumiða- gjalds, sem yrði þá 15 krónur. Sagði ráðherra að lokum, að augljóst væri að það yrði allri menningarstarfsemi, sem áður hefði þurft að gjalda skemmtana skatt, mikil lyftistöng að losna þannig við þá byrði. Hefði þetta frumvarp þannig áhrif á allar leiklistar- og tónlistarstarfsemi í landinu auk þess sem það mundi stuðla að skjótari þroska hinna ungu íslenzku kvikmyndagerðar. Frumvarpið gerir einnig ráð fyr ir að æskulýðsskemmtanir á vín lausum skemmtistöðum verði und anþegnar skattinum, en hann hef ur þótt standa í vegi fyrir því að hægt sé að halda slíkar skemmtanir. Ætti því ekki að vera hætta á að slíkar skemmtan ir leggðust niður heldur mundi þeim fjölga. Loks er í frumvarpinu heimild til handa ráðherra um að endur- greiða skemmtanaskatt af leiksýn ingum á þessu ári. , Kvenfélap; Laug- arnessóknar p;ef- ur föstuhökul FIMMTUDAGINN þann 4. þ.m. afihentu konur úr stjórn Kvenféiags Laugarnessóknar mér mjög fagran föstuhökul til kirkjunnar, er verður notaður í fyrsta sinn nú á föstudaginn langa. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem kvenfélagið færir kirkjunni gjafir, heldur á það ríkasta þáttinn í allri innri prýði Laugarneskirkjunnar. Ég þakka fyrir hönd mína og sóknarnefndar og safnaðarins fyrir þessa fögru gjöf og allar hinar. Garðar Svavarsson SIAKSTEIMAR Framsókn votiað traust Þótt það sé alkunna. að komm- únistar hafa verið n-ijög ánægð- ir með frammistöðu Framsókn- arflokksins í stjórnarandstöð- unni, hafa þeir að undanförnu ekki haft hátt um þetta, en - sendimaður Einars Olgeirssonar glopraði þvi þó upp úr sér í grein, sem hann ritaði í komm- únistablaðið á Siglufirði. Þar segir hann réttilega, að komm- únistar hafi mótað stefnu Fram- sóknarflokksins að undanförnu. Hann segir Framsóknarflokkinn hafa staðið sig vel í stjórnarand- stöðu og bætir við: „Hann hefur tekið upp stefnu Alþýðubandalagsins í flestum n-.ilum“. Framsóknarmenn kvarta mjög undan því, að kommúnistaorð er á flokki þeirra. Því orði hafa þeir komið á sig sj-iflfir með stefnu sinni og ættu því ekki að ásaka aðra. Þórarinn Þórarins- son segir Alþýðublaðið samt vera McGathyistiskt vegna þess að það hafi nefnt sig 11. þingmann kommúnista. Finnst þó ýmsum, líka í hans eigin flokki, að nærri þvi stappi, að hann hafi unnið til þess heitis. Dylgjurnar Að undanförnu hefur blað Framsóknarmanna oftast gengið lengra í dylgjum og ásökunum en sjálft hið löggilta málgagn heimskommúnismans. Þannig hefur blaðið t.d. brigzlað Dön- um um fjandskap við íslendinga og í frá.sögnum af landhelgis- málum Færeyinga í gær er dylgj um og fíflahætti haldið áfram Þar segir til dæmis: „Verður ekki annað séð en brezka stjórnin hafi ekki viljað, að undanþágur féllu niður við Færeyjar fyrr en hún hefði tæki- færi til að fá undanþágurnar framlengdar við ísland.. Að öðr- um kosti hefði brezka stjórnin ekki lagt á það slíkt kapp að fá undanþágurnar færðar sarrv an eins og nú hefur verið gert“. E.B.E. og „innlimun“ Fyrir nokkrum dögum fárað- ist Tíminn yfir því, að íslend- ingar hefðu sett sendiherra hjá Efnahagsbandalaginu — sem að * visu hefur það sem algjört auka- starf og aðsetur hefur í París. Þetta taldi blaðið vitnisburð um það að innlima ætti ísland í Efnahagsbandalagið. Samkvæmt þeirri kenningu eru tslending- ar víða „innlimaðir“, bæði í þjóð riki og alþjóðasambönd. Skal ekki fleiri orðum eytt að þess- ari „vizku“ Framsóknarritstjór- anna. Líðutr ílla Stjórnarandstæðingum líðui skelfilega illa um þessar mund- ir, vegna þess að þeir gera sér grein fyrir því, að nú hallar undan fæti fyrir þeim. Öðru hvoru heyrast stunur um það, hve mikið Viðreisnarstjórnin að- hafist, hún leggi fram urmul af frumvörpum og umbætur séu hafnar á hverju sviði þjóðlífs- ins af öðru. I ritstjórnargrein Moskvumálgagnsins í gær segir t.d.: „Á Alþingi eru lagðar fram tillögur um ýmiss konar nytsöm ir.il... Og nú er ekki einu sinni kvartað um fjárskort, peningar liggja á lausu til tryggingarmáfa, tollalækkana, kjaramála ojs. frv.... Nú síðast hefur húsnæðis- málastjórn úthlutað 85 millj kr. í lán til íbúðarhúsabygginga ...“ Allt þetta og margt fleira angr ar bæði kommúnista og Fram- sóknarmenn um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.